Dagur - Tíminn - 14.09.1996, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn - 14.09.1996, Blaðsíða 4
4 -Laugardagur 14. september 1996 ÍDagur-tEimúxn Knattspyrna Lokahóf unglingaráðs Þórs verður haldið í Hamri sunnudaginn 15. september kl. 14.00 F R E T T I R Hýtt- RÖRAMYNDAVÉL MYNDBANDSUPPTAKA MYNDPRENTUN STAÐSETNINGARBÚNAÐUR Þannig er i flestum tilfellum hægt að meta ósfand lagna og staðsetja þær nókvæmlega ón uppgreftror. STÍFLUÞJÓNUSTAN Gunnþór Hókonarson Sími: 896-5317 BÚTUR SF Þorgrímur Magnússon Sími: 893-4122 RORAt^ MYNDIR Kt: 230154-2289 LEIKFELAG AKUREYRAR Gaman, alvara, gleði og sorg. Glæsilegt 80 ára afmælisár. A verkefnaskránni: Sigrún Astrós eftir Willy Russel. Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjorn Egner. Undir berum himni eftir Steve Tesich. Kossar og kúlissur. Léttur söngleikur um lífið á sviði Samkomuhússins. Handrit: Hallgrimur H. Helgason. Utsetning tónlistar: Roar Kvam. Vefarinn mikli frá Kasmír eftir Halldór Laxness. Markúsarguðspjall á Kirkjulistaviku 1997. Sala áskriftarkorta, frumsýng- arkorta og leikhúskorta er haf- in. Verð áskrifarkorta: 5 sýninga kort 5.850. 4 sýninga kort 5.040. 3 sýninga kort 4.050. Verð frumsýningakorta: 5 sýninga kort 6.500. 4 sýninga kort 5.600. 3 sýninga kort 4.500. Leikhúskortin eru nýjung sem hentar vel klúbbum og fyrirtækjum. Kynnið ykkur kjörin. Miðasalan er opin alla virka dagakl. 13.00-17.00. Akranes Eyjafjarðarsveit Enn mótmæla hestamenn E: Loðnuverksmiöja H.B. þar sem unnið er að stækkun og breytingum sem verða tilbúnar fytrir vetrarvertið. Verra en ógeðslegt Mikil mengun frá loðnubræðslunni en unnið er að endurbótum. Fólk hefst ekki við utan- dyra. Þetta hefur aldrei verið svona slæmt nokk- urntíma áður, þetta er verra en ógeðslegt. Unglingarnir eru meira að segja hættir að fara út á kvöldin, þeir byrja að æla áð- ur en þeir byrja að drekka.“ Svona lýsir kona á Akranesi ástandinu í bænum vegna mengunar frá loðnubræðslunni. „Þetta er búið að vera viðvar- andi hér í allt sumar, marga mánuði, og sérlega slæmt stundum, sérstaklega þegar það er verið að bræða eldra efni, þá er það alveg hrylling- ur,“ segir karl á Akranesi. Björn Jónsson verksmiðju- stjóri hjá Haraldi Böðvarssyni hf. segir marga samverkandi þætti valda menguninni. Verið er að endurnýja tækjabúnað verksmiðjunnar, m.a. hreinsi- búnaðinn, og vegna þess hefur oft þurft að taka gamla hreinsi- búnaðinn úr sambandi. „Þá fer þetta bara óhreinsað upp og ókælt." Ofan á það hefur bæst að aldrei hefur verið brætt jafn mikið af loðnu yfir sumarmán- uðina, eða um 21.000 tonn og síðustu vikur hefur hráefnið verið orðið lélegra þar sem bát- arnir eru lengi að ná í sig. í ofanálag segir Björn að vindáttin hafi verið sérlega óhagstæð. „Það hafa verið svo miklar suð-austan og suð-vest- an áttir og þá stendur áttin yfir bæinn. En í eiginlega öllum öðr- um áttum, hávestan, norðan- eða austanátt þá stendur þetta út af skaganum og verður eng- inn var við það. Svo er nú sum- ar núna, eða var, og fólk finnur einhvern veginn meira fyrir þessu á sumrin.“ Ástandið stendur hins vegar til bóta þar sem við endurnýjun verksmiðjunnar verður nýr hreinsibúnaður tekinn í notkun fyrir vetrarvertíð. „Við vonum Félag þroskaþjálfa Aðalfundur verður haldinn í Félagi þroskaþjálfa, þriðjudaginn 17. september kl. 20.00, að Grettis- götu 89, 4. hæð. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf og tillaga um stofnun stéttar- félags. Stjórnin. Utför SIGURÐAR FLÓVENTS GUNNLAUGSSONAR Mímisvegi 7, Dalvík fer fram frá Dalvíkurkirkju þriðjudaginn 17. september kl. 13.30. Þeir sem vilja minnast hans vinsamlegast láti Krabbameinsfélagið njóta þess. Soffía Heiðveig Friðriksdóttir Freygerður Sigurðardóttir, Sæmundur H. Andersen Gunnlaugur Sigurðsson, Soffía S. Hreinsdóttir Svanfríður Sigurðardóttir, Jón G. Rögnvaldsson Friðrik Sigurðsson, Sólveig Rögnvaldsdóttir systkini og barnabörn. það sannarlega að það verði einhver breyting á,“ segir Björn. „Bæjarbúar verða að hafa aðeins biðlund þangað til. Við verðum nú ekki lengi í gangi. Við verðum kannski í gangi fram í október. Þá verð- um við að stoppa og taka út gamla dótið allt saman, þessa mengunarvalda, og setja upp nýju tækin og ganga endanlega frá uppsetningu.“ -ohr l m athugasemd barst vegna auglýstrar tillögu I að aðalskipulagi Eyja- fjarðarsveitar. Er hún frá hesta- mannafélögunum Funa í Eyja- fjarðarsveit og Létti á Akureyri vegna þess fyrirkomulags á reiðvegamálum í sveitinni sem lagt er til í skipulagstillögunni. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem tillaga að aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar er auglýst. í fyrra skiptið bárust margar athugasemdir, aðallega vegna reiðvegamála. Var því brugðið á það ráð að auglýsa skipulagstillöguna aftur þar sem lögð var til ný leið fram á Melgerðismela. Þar er sem kunnugt er fólagssvæði hesta- manna í Eyjafirði og þar á að halda Landsmót hestamanna sumarið 1998. Stefán Árnason, skrifstofustj óri Eyj afj arðarsveit- ar, segir að í athugasemd hestamanna komi frarn að þeir telji umrædda reiðleið ekki fuli- nægjandi og hestamenn þurfi fleiri leiðir. Bréf hestamannafé- laganna verður lagt fram til kynningar á fundi sveitarstjórn- ar nk. fimmtudag. IIA Reykjavfk Borgarstjóri hafði ekki heyrt um máhð Skorti á gang- brautaljósum mót- mælt af öldruðum borgurum Borgaryfirvöld höfðu í gær ekkert erindi fengið um gangbrautarljós á horni Ilverfisgötu og Vitastígs. í fyrra- dag mótmælti hópur eldri borg- ara í Reykjavík því að ljósin eru horfin, eftir að tvístefna kom á götuna, með því að ganga fram og aftur yfir götuna og lokuðu þau fyrir alla umferð um göt- una og pirruðu mjög ökumenn, strætisvagnabflstjóra og aðra. „Þetta kom mér alveg í opna skjöldu, ég hef ekki eitt einasta bréf fengið um þetta mál, hélt satt að segja að þarna ættu að koma ljós fyrir gangandi veg- farendur. Það verður farið yfir þetta mál aftur," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í gær. -JBP íslenskar sjávarafurðir Góður hagnaður Hagnaður íslenskra sjáv- arafurða var rúmlega tvisvar sinnum meiri fyrstu sex mánuði þessa árs, en allt árið í fyrra, eða 220 millj- ónir króna, en var 100 milljónir 1995. Fyrirtækið seldi sjávaraf- urðir fyrir rúma tólf milljarða á fyrri helmingi ársins, en fyrir Ijórtán milljarða í fyrra. Eigið fé fyrirtækisins var 1.664 milljarðar í júnflok, hálf- um milljarði meira en um síð- usut áramót. Þess ber hins veg- ar að geta að hlutafé íslenskra sjávarafurða var aukið um 100 milljónir króna að nafnvirði fyrr á þessu ári. Kvennakórinn Lissý Söngæfíng og aðalfundur Vetrarstarflð hefst með söngæfingu og aðalfundi kórs- ins laugardaginn 21. september kl. 14.00-18.00 í Stórutjamaskóla. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.