Dagur - Tíminn - 14.09.1996, Síða 4

Dagur - Tíminn - 14.09.1996, Síða 4
IV - Laugardagur 14. september 1996 4Dagur-®mTOxn Sveinn Pálsson, læknir og náttúrufræðingur, brá sér á herranótt í Hólavallarskóla 1791 og skrifaði fyrstu leikhúsgagnrýnina í GEGNUM TÍÐINA Hólavallarskóli var illa byggt hús og urðu skólasveinar að Jljúgast á til að halda á sér hita. Þarna voru samt haldnar leiksýningar fyrir heldra fólkið í bœnum, en herranótt hefur haldist við nœr óslitin allt frá Skálholtsskóla og enn eru nemendurnir í MR að. Menningar viðleitni á Herranótt skólanema má rekja allt til Skálholtsskóla, sem lagðist af 1784 þeg- ar öll hús staðarins hrundu í náttúruhamförum. Tveim árum síðar tók latínu- skóli til starfa í Reykjavík, Hólavallarskóli. Stóð hann þar sem nú er Hólatorg, við suð- urenda Garðastrætis, að norð- anverðu við kirkjugarðinn sem kallað er að standi við Suðurgötu. f Hólavallarskóla héldu piltar áfram að efna til herranætur, síðan í Bessastaðaskóla og hefðin hefur haldið áfram fram á þennan dag og flutti með Lat- ínuskólanum til Reykjavíkur. Ár hvert efna nemendur í Mennta- skólanum í Reykjavík til leik- sýninga og kalla herranætur að gömlum sið. Eitthvað mun á reiki hvemig heitið „herranótt" var hugsað, en orðabækur eru fáorðar um skýringu orðsins. í Orðabók Blöndals er tilgreint að herra- nótt sé seremónía sem rekja má til Skálholtsskóla. Byrjar hún á brýningu dux scholae, og er líkt eftir hirðsiðum. Ræður eru flutt- ar á latínu og leikrit færð upp. íslenska leikhúsið getur með vissum rétti rakið sig til herranætur skólapilta. Fyrsta íslenska leikritið sem sett var á svið var „Brandur" eftir Geir Vídalín biskup. Árið 176 sýndu piltar í Hólavallarskóla leikritið „Hrólf' eftir Sigurð Pétursson sýslumann. Minna má á að Matthías Jochumsson samdi „Útilegumennina" fyrir herra- nótt og Sigurður Guðmundsson málari gerði leiktjöld, en hann var mikill áhugamaður um leik- list eins og aðra menningu. Leikrit Matthíasar hlaut síðar heitið „Skugga-Sveinn" og er og verður eitt af öndvegisverkum íslenskrar leikritunar. Fyrsta leikhús- gagnrýnin Til er frásögn af herranótt frá árinu 1791, en þá fór hún fram í Reykjavíkurskóla á Hóla- velli. Er þar fyrsta leikhúsgagn- rýnin sem skrifuð var hér á landi og ekki sú lakasta. Pað var Sveinn Pálsson, læknir og náttúrufræðingur, sem þá var nýkominn heim frá Kaupmannahöfn, sem þá gerð- ist leikhúskrítiker. En Sveinn var meðal þeirra mörgu íslend- inga sem fátæktin og almennur vesaldómur sem af henni leiddi lék grátt. A námsárunum í Kaup- mannahöfn þyrsti hann eftir að njóta menningar og lista sem borgin bauð upp á, en efnin leyfðu það ekki. Sultur og lystisemdir Einn var sá staður sem Sveinn lét eftir sér að sækja. Hann svalt til að geta keypt sig inn í Kómedíuhúsið endrum og eins til að njóta þess sem þar var boðið upp á. Var honum legið á hálsi fyrir þá eyðslusemi af sumum, en sjálfur iðraðist hann þess aldrei að hafa látið eftir sér að sleppa máltíðum til að njóta lystisemda Kaup- mannahafnar. Sveinn Pálsson hafði því nokkra reynslu af því að sækja leikhús, þegar hann skrifaði um herranótt piltanna í skólahús- inu á Hólavelli, sem annars hélt hvorki vatni né vindi. Hér fer á eftir frásögn Sveins af herranótt 1791 og er seilst í þýðingu Steindórs frá Hlöðum, en greinin er í dagbókum lækn- isins, sem ritaðar voru á dönsku, heldur torlæsilegri. Herranótt í Hóla- vallarskóla „Hinn 15. október fór ég frá Bessastöðum og yfir á Seltjarn- arnes, og hinn 17. var ég við- staddur hina svonefndu herra- nótt í Reykjavíkurskóla. Petta er eins konar sjónleikur, sem nem- endur skólans sýna einu sinni á hverjum vetri og bjóða þangað auk rektors og kennara öllum embættismönnum og heldri mönnum þar á staðnum og í nágrenninu, ásamt konum þeirra. Efni sýningarinnar er krýningarathöfn, og er efsti nemandi árlega krýndur til konungs. Aðrir leika biskup,

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.