Dagur - Tíminn - 14.09.1996, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn - 14.09.1996, Blaðsíða 10
X - Laugardagur 14. september 1996 Ilagur-CEíntinn MINNINGARGREINAR Asólfur Pálsson fæddist í Reykjavík 10. júní 1915, hann lést á Borgarspítal- anum 2. september 1996. For- eldrar hans voru Páll Stefáns- son, f. 16.12. 1876, d. 6.8. 1947, bóndi á Ásólfsstöðum og kona hans Guðný S. Jónsdóttir, fædd 15.11. 1878 að Núpi í Berufirði, d. 15.1. 1933. Alsystkini Ásólfs voru Gunnar Páll, f. 15.5. 1911, d. 19.4. 1933; Guðrún Helga, f. 29.10. 1913, d. 20.1. 1941; Sól- veig Þrúður, f. 24.8. 1916; Katrín, f. 1.10. 1918, d. 15.6. 1966; Stefán, f. 13.2. 1920, d. 30.1. 1989. Hálfsystkini Ásólfs eru Þórunn, f. 30.8. 1935, og Gunnar Helgi, f. 18.3.1941. Ásólfur giftist 9.7. 1942 Ragnheiði Gestsdóttur frá Hæli, f. 7.2. 1918, dóttur Gests Einars- sonar bónda á Hæli, f. 2.6. 1880, d. 23.11. 1918, og konu hans Margrétar Gísladóttur, f. 30.9. 1885, d. 7.6. 1969. Börn Ásólfs og Ragnheiðar eru: Margrét, f. 12.5. 1943, gift Þorsteini Hall- grímssyni, börn þeirra eru Gunnar Örn og Kristín Aranka; Guðný, f. 2.1. 1945, gift Óttari Proppé, d. 11.9. 1993, synir þeirra eru Hrafnkell Ásólfur og Kolbeinn; Sigurður Páll, f. 14.10. 1948, giftur Hrafnhildi Jóhannesdóttur, börn þeirra eru Jóhannes Hlynur og Ragnheiður Björk; Gestur, f. 9.5.1953, giftur Þórunni Hjaltadóttur, börn þeirra eru Ragnheiður, Hjalti og Haukur Már. Ásólfur varð búfræðingur frá Hvanneyri 1934. Hann hóf bú- skap á Ásólfsstöðum árið 1942 og bjó þar til dauðadags, að undanskildum 7 árum sem hann bjó í Reykjavík vegna veikinda. Jafnframt búskap rak hann gistihús á Ásólfsstöðum frá 1942 til 1952. Ásólfur gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og sat m.a. í hrepps- Ásólfur Pálsson nefnd, sóknarnefnd og Þjórsár- dalsnefnd. Útför Ásólfs verður gerð frá Stóra-Núpskirkju í dag, laugardaginn 14. september, og hefst athöfnin kl. 14.00. Ásólfur Pálsson bóndi á Ásólfs- stöðum í Þjórsárdal lést 2. sept- ember sl., rúmlega 81 árs að aldri. Hann var fæddur á Elliða- vatni 10. júní 1915, þar sem for- eldrar hans bjuggu þá, en tveggja ára flutti hann með þeim að As- ólfsstöðum. Þar hófu búskap árið 1873 amma hans og afi, Stefán Höskuldsson, sem fæddur var á Ásólfsstöðum, en hann lést árið 1882. Móðir hans giftist aftur 1887 og hjá móður sinni, föður og síðar stjúpa ólst Páll upp með systkinum sínum á mannmörgu heimili og rómuðu stórbýli. Árið 1917 bauðst Páli föðurleifðin, Ás- ólfsstaðir, til ábúðar, þar sem móðir hans og stjúpi voru farin að eldast, en Ásólfsstaðirnir voru það erfið jörð, að þar þurfti helst að vera fólk sem gæti tekist á við erfiðar smalamennskur og stund- að beitarbúskap í ríkum mæli. Páll Stefánsson var fertugur þegar hann flutti heim aftur að Ásólfsstöðum með konu sinni Guðnýju Jónsdóttur, ættaðri úr S.- Múlasýslu, og 4 ungum börnum. Sennilega myndu ýmsir hugsa sig um tvisvar áður en þeir flyttu á afdalajörð, að mestu án vegasam- bands, frá góðbýlinu á Elliða- vatni, rétt við vaxandi markað fyrir búvörur í Reykjavík, sem óx á þeim árum hratt, frá því að vera dálítill kaupstaður í umsvifamikla hafnarborg, þar sem allir þræðir viðskiptah'fsins tengdust og vax- andi stjórnsýsla tók á sig nýtísku- legri blæ með hverju árinu sem leið. En Páll þurfti ekki að hugsa sig um, því að með því að fá ábúð á Ásólfsstöðum í Þjórsárdal sá hann fyrir sér, að allir draumar og vonir hans myndu þar með Ásólfsstöðum rætast, því að engin jörð hefði upp á það að bjóða sem Ásólfs- staðirnir buðu fram: óvenjulega veðursæld, fremur grasgefin tún og sæmilegar engjar, þó að und- anfæri væri ekki mikið, úrvals beitaraðstöðu, þó vandnýtt væri í hörðum veðrum og snjóþungum vetrum. Og svo er það ótalið sem ef til vill hefur vegið þyngst í öllum samanburði. Hvergi er fegurra bæjarstæði en á Ásólfsstöðum, og birkiskógurinn, sem óx heim að bæ og um alla hlíðina fyrir innan bæinn, ómaði af fuglasöng, eink- um á vorin, og veitti fólki og fén- aði skjól, þegar óveður gerðu annars alla útivist erfiða og fénaði leið illa á bersvæði, en þá var oft dýrmætt afdrep og skjól í birki- skóginum og einkum í jaðri hans. Og svo voru það æskuminning- arnar frá Ásólfsstöðum, sem gott var að hugsa til. Hann hafði átt þar góðan uppvöxt hjá mikilhæfri móður, Helgu prestsdóttur frá Stóra-Núpi, sem sá sem þetta rit- ar minnist sem tilkomumikillar skörungskonu. Föður sinn missti Páll aðeins fimm ára gamall, en börnin voru þrjú: Jón, síðar prest- ur en dó ungur, Guðrún, síðar húsfreyja í Galtafelli, og svo Páll. Móðir hans giftist aftur dugnaðar- manni, Stefáni Eiríkssyni frá Ár- hrauni, og eignuðust þau tvær dætur: Stefaníu, sem giftist Bjarna Jónssyni frá Galtafelli, og Krist- ínu, síðar húsfreyju í Ásum. Þessi systkinahópur var einstaklega glæsilegur og var Ásólfsstaða- heimilið á þeim árum rómað fyrir reisn og myndarskap, en jörðin var erfið og þar þreifst enginn nema að leggja hart að sér. Páll hóf bústörfin af miklum krafti og bætti húsakost og jók túnræktina, bætti slægjulöndin og stækkaði búið. Á Asólfsstöðum urðu því fljótt mikil umsvif, stórt bú, á sjötta hundrað fjár, 6-8 mjólkurkýr og 10-15 brúkunar- hestar. Hér var því mikil vinna af hendi leyst, en allur fénaður var afurðasæll, enda eru beitargæði hér meiri en til þekkist annars staðar hér um slóðir. En á Ásólfs- stöðum varð brátt mikil gestnauð, því að marga fýsti að sjá hina eyddu byggð í Þjórsárdalnum, dalnum þar sem hetjur og glæsi- menn fornaldarinnar eins og Hjalti Skeggjason á Skeljastöðum og Gaukur Trandilsson á Stöng riðu þá um héruð með alvæpni og öflugt fylgdarlið. Þegar Páll hafði búið á Ásólfs- stöðum í 10 ár, sá hann sig til- neyddan að byggja gistihús með 10-15 rúmum og auk þess veit- ingaaðstöðu fyrir ferðafólk. Var gistiaðstaða þessi starfrækt í full- an aldaríjórðung og bjargaði það mörgum ferðamönnum frá full- komnum vandræðum, þar sem vegasamband var jafn vont og það var á þessum tímum. Mér er þetta heimili Páls og Guðnýjar mjög minnisstætt frá því að ég var að alast upp. Páll var sjálfur ein- staklega glæsilegur maður, meðal- maður á hæð en teinréttur og bar sig vel, rauðhærður með yfirskegg Jóna Axíjörö Fœdd 8. janúar 1934 - Dáin 26. ágúst 1996 Kallið er komið. komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvœm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Komið er að kveðjustund. Kær vinkona okkar, Jóna Ax- fjörð, hefur nú horfið á brott. Þrátt fyrir tregablandnar hugs- anir streyma fram minningar um 40 ára gleðistundir sem við vinkonurnar áttum saman í saumaklúbbnum. Mikið var spjallað og hlegið, saumað og prjónað, enda allar í upphafi með lítil börn. Ekki lét Jóna sitt eftir figgja, og henni fylgdi alltaf hressandi gustur og margvísleg- ar hugmyndir. Hún var óvenju listræn og flest virtist leika í höndum hennar. Með eldingarhraða mót- aði hún og meitlaði hina ólík- ustu listmuni og málaði af mikl- um hagleik bæði á tré og postu- lín og liggja víða dýrgripir eftir hana. Einnig skrifaði hún barnabækur og myndskreytti þær sjálf, og mun Dolli dropi einna kunnust þeirra. Hún spil- aði prýðisvel á píanó og stund- aði píanókennslu um árabil. Hún hélt námskeið í málun á tré og postuh'n og um tíma sá hún um föndurkennslu á Sólborg, vistheimili þroskaheftra. Undanfarin ár hefir Jóna átt við mikla vanheilsu að stríða og fyrir nokkrum árum flutti hún til Reykjavíkur, enda flest börnin hennar búsett þar. Við söknum hennar sárt og nú að leiðarlokum þökkum við innilega fyrir alla þá vinsemd og ánægjustundir sem hún veitti okkur og biðjum góðan Guð að styrkja hana og styðja á nýju til- verustigi. Börnum hennar og öllum að- standendum vottum við dýpstu samúð. Saumaklúbburinn og lítinn hökutopp. Hann var á- gætur söngmaður og góður tæki- færisræðumaður, en það sem ein- kenndi hann mest var, hve háttvís hann var og framkoman öll kurt- eisleg og drengileg. Hann varð oddviti sveitarinnar árið 1922 og endurkosinn alltaf til ársins 1946, enda þá kominn á sjötugasta árið. í kveðjusamsæti, sem honum var haldið, flutti Eiríkur Einarsson al- þingismaður frá Hæli kvæði og er þar eftirfarandi vísa, sem lýsir Páli ágætlega og hljóðar svo: Þú hefur skapið í birtunni baðað, bjartsýnið fóstrað í þessari sveit. Þú hefur gullum á geislaborð raðað, gengið á snið við hinn myrkvaða reit. Guðný Jónsdóttir, kona Páls, var fríð kona, hæglát og bauð af sér mjög góðan þokka. Hún var fóðursystir Ólafs Jóhanns Sigurðs- sonar skálds og hæfileikarík kona, eins og hún átti kyn til. Börn þeirra Páls og Guðnýjar urðu 6, þrír drengir og þrjár stúlkur. Þau náðu öll fullorðins- þroska og urðu bráðmyndarlegt fólk, glaðlynd og skemmtileg, enda var Ásólfsstaðaheimilið ó- gleymanlegt á þessum árum þeg- ar börnin voru að leggja út á lífs- brautina, ung og falleg og með þetta elskulega viðmót, sem fylgdi þeim alla ævi og gerði þau að þeim góðu samfélagsborgurum sem þau voru. Gunnar, sem var elstur, var fæddur árið 1910. Hann var ein- staklega geðþekkur ungur maður, en hann smitaðist af berklum og hann dó aðeins rúmlega tvítugur, öllum harmdauði. Hann eignaðist eina dóttur, en hún flutti til Amer- íku og er búsett þar. Elsta dóttir- in, Helga, giftist Gísla Eiríkssyni bílstjóra og eignuðust þau eina dóttur, sem býr á Breiðumýri í S.- Þingeyjarsýslu. Helga var einstak- lega geðþekk kona, en hún var heilsuveil og dó aðeins 28 ára gömul. Yngsti bróðirinn, Stefán, var um nokkur ár starfandi lög- reglumaður í Reykjavík, en átt- hagarnir kölluðu á hann og hann flutti heim að Ásólfsstöðum árið 1947 og hóf þar búskap í byrjun í félagi við bróður sinn Ásólf, en síðar stofnaði hann nýbýli á hálfri jörðinni og bjó á Ásólfsstöðum til 1989, er hann lést. Hann giftist Unni Bjarnadóttur úr Hafnarfirði og eignuðust þau 2 syni og 2 dæt- ur. Yngsta dóttirin, Katrín, settist að í Bandaríkjunum og giftist William Casy lögfræðingi. Eignuð- ust þau ijóra syni, en hún lést 1966, aðeins 48 ára að aldri. Sól- veig var í miðið af systrunum. Hún er hjúkrunarkona, en giftist Charles Wrigly, starfsmanni í ut- anríkisþjónustu Breta, og eiga þau 3 dætur og eru búsett í Bret- landi og er hún nú ein á lífi af þessum alsystkinum og er nýlega orðin 80 ára. Guðný húsfreyja á Ásólfsstöð- um átti við mikla vanheilsu að stríða síðustu árin sem hún lifði, en hún lést árið 1933, aðeins 53ja ára að aldri. Páll giftist síðar Þur- íði Sigurðardóttur frá Árkvörn í Fljótshh'ð og eignuðust þau 2

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.