Dagur - Tíminn - 14.09.1996, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn - 14.09.1996, Blaðsíða 11
Jkgur-Œmttrtn _______________________________________________ Laugardagur 14. september 1996 - XI MINNINGARGREINAR börn: Gunnar Helga, sem býr í Hafnarfirði og á 2 börn, og Pór- unni, sem er ekkja og á tvo syni og er búsett í Bandaríkjunum. Ég kynntist Ásólfi fyrst í Ása- skóla haustið 1926. Ég var þá 10 ára og var að hefja skólanám, en hann var 11 ára og var að hefja annað ár sitt í skólanum. Hann var þegar orðinn foringi í hópn- um, þroskamikill með frjálslega framkomu, en einstaklega hjálp- fús og viljugur að uppörva okkur, sem vorum í fyrsta sinn að fara að heiman. Systir hans, Sólveig, kom þarna með honum, jafnfeim- in og við hin, sem vorum að byrja, en strax tók ég eftir því, hve kært var með þeim systkinun- um og mun það hafa haldist fram til þessa, þó að kjörin og um- hverfið yrðu ólík. Æskuárin urðu farsæl og veittu okkur ágætan þroska, bæði and- lega og hkamlega. Ég man að Ásólfur var óvenju bráðþroska og var strax um fermingu orðinn með karlmannsgetu til allra verka. Honum var létt um að vinna og létu vel öll sveitastörf. Hann varð fljótt úrvalssmali og á- gætur íjallrnaður, enda var hann alla tíð einstaklega ósérhlíflnn maður. Hann undi vel sínum hag heima á Ásólfsstöðum og hann fór á bændaskólann á Hvannéyri þeg- ar hann var 18 ára og lauk bú- fræðiprófi tvítugur að aldri. Faðir hans hafði á þessum árum gifst aftur og fannst þá, að hann væri ekki tilbúinn að láta af hendi bú- skaparaðstöðu til handa Ásólfi, og réði hann sig þá að Blikastöðum sem starfsmaður. Ásólfur taldi alla tíð, að hann hefði lært mikið af því að starfa við Blikastaðabú- ið, en nú varð fljótt ljóst að mikil þörf var orðin á því að Ásólfur sneri heim aftur, þar sem heimilið og búið þurftu á honum að halda. Pað biðu hans einnig íjölmörg störf að eflingu félagslífs í sveit- inni, hjá ungmennafélaginu og í Hreppakórnum, en Ásólfur hafði bæði mikla og góða tenórrödd eins og faðir hans, og hefði trú- lega getað lagt fyrir sig störf á þeim vettvangi. En hugurinn sveigðist frekar að bústörfum og öllu sem gæti stuðlað að aukinni hagsæld sveitunganna. Á þessum árum fóru þau systir mín, Ragnheiður, og Ásólfur að kynnast betur, og það leiddi til þess að þau giftust árið 1942 og hófu þá búskap á hálfri jörðinni á móti Páli. Síðar kom bróðir hans Stefán á jarðarhluta föður þeirra, eins og áður er getið. Ásólfur og Ragnheiður fengu fljótt mikil verkefni að leysa við búskapinn. Þau lögðu mikla á- herslu á rekstur kúabúsins, en í fjárræktinni, sem Ásólfsstaðir hentuðu vel til, voru fjárpestirnar farnar að grassera, svo að þangað var ekki lengur mikla hagsæld að sækja. Rekstur gistihússins var að sjálfsögðu erfiður, þar sem starfs- tíminn var skammur hvert ár, en þó oft inn á milli miklu meira að sinna en tök voru á að gegna, nema með óheyrilegu vinnuálagi. Samt varð gistihúsið á Ásólfsstöð- um mjög vinsæl stofnun, enda leysti það brýnan vanda á þeim árum, þegar samgönguerfiðleikar gerðu mikið tilkall til sh'krar fyrir- greiðslu á þessum stað. Árið 1958 veiktist Ásólfur af alvarlegum kransæðasjúkdómi og varð að leggja niður að vinna erf- iðisvinnu. Tók hann þá til þess ráðs, að bregða búi á Ásólfsstöð- um og flytja með fjölskylduna til Reykjavíkur, þar sem honum tókst að fá létt störf að vinna, eftir því sem heilsan leyfði honum. Sem betur fer, þá fór heilsan batnandi og árið 1965 afréðu þau að flytja aftur að Ásólfsstöðum, því að þangað leitaði hugurinn alla tíð og ekki síst á vorin. Hann tók þeg- ar til starfa við að undirbúa bygg- ingu nýs íbúðarhúss, og síðan tók hann að sér ýmis störf, sem þá var verið að vinna að í sveitinni, en þá stóð yfir virkjun Pjórsár við Búrfell og mikla vinnu að fá og við margvísleg störf. En hugurinn stefndi alltaf að bústörfum og um 1970 réðist hann í að byggja stórt fjós og hlöðu rétt hjá nýja húsinu. Þessa vinnu þoldi hann nú ekki allt of vel, og 1976 lét hann son sinn, Sigurð Pál, taka við jörðinni og búinu, en fékk sjálfur ásamt Ragnheiði konu sinni vinnu við virkjunina í Búrfelli. Asólfur var sextíu og eins árs þegar hann hætti að búa og fékk jörðina í hendur syni sínum, Sig- urði Páli. Ásólfur hafði skilað miklu bóndastarfi, bæði með föð- ur sínum og systkinum og mest þó með konu sinni og börnum. Hann hafði tekið mikinn þátt í margvíslegum félagsmálastörfum, verið formaður Búnaðarfélags Gnúpverja, verið í hreppsnefnd, Guðmunda Margrét Guð- mundsdóttir fæddist í Reykjavík 19. mars 1908, en fluttist barnung með foreldr- um sínum til Vestmannaeyja. Hún lést í Borgarspítalanum 4. september síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Guðmundur Magnússon, húsasmíðameistari í Vestmannaeyjum, f. 05.09. 1877, d. 21.09.' 1959, og Helga Jónsdóttir, kona hans, f. 19.01. 1874, d. 19.10. 1947. Systkini Guðmundu voru Karl, f. 04.05. 1903, d. 10.05. 1993, Jón, f. 15.07. 1905, d. 04.03. 1972, og Dagmar, f. 23.06. 1914, sem bú- sett er í Vestinannaeyjum. Guðmunda giftist 23. septem- ber 1932 Þórarni Stefánssyni, kennara á Laugarvatni, f. 17. maí 1904, og áttu þau þar heim- ili í 40 ár, en fluttu þá til Reykjavíkur og hafa síðustu 9 árin búið að Dalbraut 20. Börn þeirra eru: Erna Helga, f. 08.07. 1933, gift Daníel Emilssyni og eiga þau þrjú börn: Hafstein, Þór og Helgu. Stefán Guðmund- ur, f. 09.12. 1934, kvæntur Láru Kristínu Samúeisdóttur og eru börn þeirra fjögur: Þórarinn, Ragnhildur, Margrét og Lára. Barnabarnabörn þeirra Guð- mundu og Þórarins eru nú þrettán. Útför Guðmundu Margrétar fór fram frá Áskirkju s.l. fimmtudag. Guðmunda Margrét ólst upp í Vestmannaeyjum, seinni upp- vaxtarárin til heimilis að Goða- landi þar sem faðir hennar starfrækti einnig trésmíðaverk- stæði. Hún var góðum gáfum gædd og hlaul þá bóklegu menntun, sem þar var hægt að fá. Ekki var um fjölbreytilegt gegnt forðagæslu og verið í sókn- amefnd í áratugi og formaður hennar um árabil. Vafalaust var Ásólfur einn mesti félagsmálafor- kólfur sveitarinnar, og hjálpsemi og aðstoð við alla sem áttu í erfið- leikum var honum í blóð borin. ■ Ásólfur hfði alla tíð í mjög far- sælu hjónabandi og þrátt fyrir margháttaða erfiðleika, þá var heimili þeirra Rönku og Ása alltaf glaðvært og veitti öllum sem þar dvöldu skjól, hlýju og öryggi. Að sjálfsögðu var Ranka systir mín alltaf eins og klettur sem allir gátu treyst og leitað til, en Ásólfur veitti konu sinni og börnum mikið ástríki og öllum á heimihnu lét hann vináttu sína í té og aðstoð, ef með þurfti. Þau hjónin nutu mikils barnaláns. Þau eignuðust Qþgur börn, sem öllum hefur vegnað vel í hfinu. Elst er Mar- grét, fædd 1943, starfar á skrif- stofu Flugleiða, gift Þorsteini Hall- grímssyni verkfræðingi og eiga þau 2 börn. Þá er Guðný, fædd 1945, fulltrúi Heilbrigðiseftirhts- ins, ekkja eftir Óttar Proppé, fv. bæjarstjóra, og áttu þau 2 syni. Sigurður Páh, fæddur 1948, bóndi og vatnamælingamaður, kvæntur starfsval að ræða fyrir ungar stúlkur á þessum tíma, en al- gengt var að þær sæju sér far- borða með því að gerast hjálp- arstúlkur á efnameiri heimilum, sem hún og gerði. En vorið sem hún varð 24 ára urðu þáttaskil í hennar lífi. Á Laugarvatni lágu leiðir þeirra saman, ungu stúlkunnar frá Vestmannaeyjum, sem kom þangað á hússtjórnarnámskeið, og unga smíðakennarans austan af landi. Þau voru hvort öðru ætluð — vísbending forsjónar- innar var skírnardagur hennar, 17. maí, sem er afmælisdagur hans. Munda og Þórarinn stigu gæfuspor er þau bundust tryggðaböndum 23. september 1932 og einhuga og samstíga hafa þau leiðst um lífsins veg — svo samofin í 64 ár að ekki verður annars þeirra minnst öðruvísi en að hins sé getið. Það voru þröng húsakynni og þægindahtil, sem þau höfðu til umráða 11 fyrstu hjúskaparár- in, en hamingjan heimihsfóst og þau eignuðust sín „óskabörn" — stúlku og dreng. Ánægjan varð líka ómæld þegar fjölskyldan flutti í nýtt og betra húsnæði, kennarabústaðinn Hhð, en það- an munu ótal margir, skyldir og óskyldir, minnast þeirra hjóna með hlýjum hug. Munda og Þór- arinn hafa alls staðar og alla tíð verið vinsæl og vinamörg og gestrisni þeirra viðbrugðið. Hús- bóndinn hitti ekki svo mann utan dyra að ekki væri boðið inn í kaffi, enda vissi hann að konan átti alltaf jólaköku eða kleinur í boxi og að enginn bakaði þær betur. Hótel Hhð hefði mátt kalla heimilið á sumrin, þegar oft var sofið í hverju horni. Þurfti þá að sýna mikla útsjónarsemi, ekki Hrafnhildi Jóhannesdótfln og eiga þau 2 börn. Yngstur er Gestur, fæddur 1953, raffræðingur, kvæntur Þórunni Hjaltadóttur og eiga þau 3 börn. Þó að Ásólfur gengi ekki heill til skógar hin síðari ár, þá má segja að þau hjónin hafi átt nota- leg og friðsæl ár, eftir að þau létu af störfum í Búrfelli og nutu þess að taka á móti vinum og vanda- mönnum á sínu góða heimili í fal- lega hirtum garðinum og til allra átta stórbrotinni náttúrufegurð. Á liðnu vori voru 54 ár síðan þau Ásólfur og Ragnheiður stofn- uðu sitt heimih og alla tíð síðan hefur heimili þeirra einkennst af glaðværð og gestrisni. Hér að framan var lýst nokkuð fóður Ás- ólfs, Páli Stefánssyni, og riijuð upp vísa úr kvæði Eiríks Einars- sonar, sem honum var flutt þegar hann lét af oddvitastörfum og flutti úr sveitinni. Þetta kvæði og þessi vísa hefði alveg eins getað átt við um Ásólf, enda voru þeir feðgar nauðahkir, bæði í sjón og raun. Ásólfur hafði svo sannar- lega „skapið í birtunni baðað, og bjartsýnið fóstrað í þessari sveit“. Það er því ekki óeðhlegt að síst meðan engin búð var á horninu og panta þurfti ahar nauðsynjar með mjólkurbflnum frá Selfossi. Síðustu 15 árin sem þau bjuggu á Laugarvatni og barna- börnin 7 sáu dagsins ljós hvert af öðru, kom stórfjölskyldan jafnan saman þar á jólum og mæddi þá mikil undirbúnings- vinna á ömmu á Laugarvatni fyrir margra daga stanslaus há- tíðahöld. Barnabömin voru líka oft langdvölum í sveitinni á sumrin hjá afa og ömmu. Hún hafði lengi lítinn garð niðri við vatn þar sem hún ræktaði eigið grænmeti, sem bragðaðist vel með nýjum silungi úr vatninu, en henni var umhugað um að fjölskyldan borðaði hollan og góðan mat. Þegar Þórarinn tók að sér að sjá um símstöð staðarins og seinna líka bóksölu, sá Munda að mestu um reikninga og bók- hald fyrir hvort tveggja, svo oft var í æði mörg horn að líta. Kom sér þá vel hvað hún hafði okkur sem eftir hfum finnist skyggja í sveitinni við brottför Ás- ólfs, en þannig megum við ekki hugsa né álykta. Sem betur fer eru ungir menn og konur að vaxa hér upp og taka þroska sem munu lýsa upp umhverfi sitt, á sama hátt og honum var svo lagið að gera. En við fráfah Ásólfs hafa marg- ir misst mikið, og að sjálfsögðu mest konan hans og börnin og aUt vinafólkið, sem er margt og hefur átt góðu að mæta alltaf þegar knúið hefur verið dyra á Ásólfs- stöðum. Ég samhryggist þeim öh- um og skil þeirra sorg, en tel þó að einnig sé ástæða til að hta á Ásólf og hf hans sem ferðalag, þar sem gleði og bjartsýni hefur mót- að hfið og Ufsviðhörfið og gefið samferðafólkinu aukinn kjark og óttaleysi. Um leið og ég vil þakka honum það sem hann hefur verið mér og mínum, vil ég að lokum færa fram innilegar þakkir fyrir hf Ásólfs Pálssonar og störfm hans ÖU. Hjalti Gestsson einstaklega yfirvegaða og stiUta skapgerð. Hún heyrðist aldrei hækka róminn, hvorki til að skammast né taka orðið af öðr- um, og gerði engar kröfur til annarra en sjálfrar sín, vann verk sín hljóð og var öðrum góð. Hún haföi afar geðþekkt yfir- bragð, en það var líkt og kyrr- látum, tignum ljóma stafaði frá henni og hún virtist ekkert verða gömul þrátt fyrir háan aldur — í henni blundaði aUtaf glettin ung stúlka. Hún haföi gaman af allri handavinnu og vann aUt shkt af kostgæfni, enda hafði hún ríkt fegurðarskyn og bar heimili þeirra hjóna, bæði austanfjalls og síðan hér í Reykjavík, með sér hlýjan og menningarlegan þokka. Saga Guðmundu Margrétar er farsæl saga um konu sem aldrei tranaði sér fram, en á- vann sér ást og virðingu allra sem henni kynntust. Fyrir réttum mánuði fóru Munda og Þórarinn með okkur hjónum hringferð um landið og heimsóttum við þá m.a. æsku- heimih Þórarins að Mýrum í Skriðdal. Saman nutu þau ferðalagsins til fullnustu og íjöl- breyttrar náttúrufegurðarinnar. Sterk mynd kemur nú fram í hugann af þeim þar sem þau leiddust hönd í hönd líkt og ný- trúlofað par á sólskinsdegi í Skaftafelli. Ég finn til með tengdafóður mínum, sem hefur misst elskað- an lífsförunaut, og kveð tengda- móður mína með þakklæti fyrir 40 ára einstaklega góð kynni, sem aldrei bar skugga á. Við söknum hennar öll. Blessuð sé minning hennar. Lára Kristín Samúelsdóttir Guðmunda Margrét Guðmundsdóttir

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.