Dagur - Tíminn - 14.09.1996, Qupperneq 9

Dagur - Tíminn - 14.09.1996, Qupperneq 9
ílagur-®mmtn Laugardagur 14. september 1996 - IX MINNINGARGREINAR Birgir Halldórsson Frændi minn og vinur, Birg- ir Halldórsson, er látinn. Hann varð tæpra 59 ára og fullur af starfsorku og lífs- þrótti þegar sá sjúkdómur var greindur, sem síðan dró hann til dauða á aðeins þremur mánuð- um. Það er hörmulegt þegar mað- ur á góðum aldri er þannig skyndilega hrifinn burt frá ást- vinum sínum. Við Birgir vorum systkinasyn- ir. Faðir hans, Halldór Þor- steinsson, var bróðir móður minnar. Þau systkini höfðu bæði flust með mökum sínum á Akra- nes og bjuggu þar lengst af sín- um búskap. Mikill samgangur var milli ijölskyldna okkar og þess vegna man ég eftir Birgi frá ungum aldri. Við urðum hins vegar engir sérstakir félagar á þessum árum, enda var hann tveimur árum yngri en ég, sem á þeim aldri er ekki svo lítið. Það orð fór af frænda mínum að hann væri fyrirferðarmikill,' eins og kallað var, og uppá- tækjasamur. Hann var með öðr- um orðum óvenju tápmikill ung- ur sveinn, sem með árunum þroskaðist í þann ósérhlífna og hugmyndaríka dugnaðarfork sem hann alla tíð var. Fjaran og höfnin var eðlilegt leiksvæði stráka á Akranesi á þessum tíma. Sumir létu ekki þar við sitja og vöndu komur sínar í beitningaskúrana, ving- uðust við sjómennina, fengu að hjálpa til og komu sér jafnvel upp „stubb". Birgir var einn þeirra og hefur það vafalaust átt sinn þátt í að hann fann sér fyrst starfsvettvang tengdan sjónum, hjá Hafrannsóknar- stofnun. I starfi sínu þar Við hagnýtar rannsóknir öðlaðist hann mikla þekkingu á lífríki sjávar. Æ síðan, og löngu eftir að hann hafði snúið sér að verslun, hafði hann mikinn áhuga á sjáv- arútvegsmálum og ákveðnar hugmyndir um hvernig skyn- samlega mætti nýta auðæfi sjáv- arins. Eftir uppvaxtarárin á Akra- nesi skildu leiðir okkar Birgis í nokkur ár. Undantekning var veturinn sem við vorum sam- tímis á Laugarvatni, en sá vetur færði honum mestu gæfu í lífinu er hann kynntist Sigríði Auð- unsdóttur, sem síðan varð eigin- kona hans. Á ný lágu leiðir okkar Birgis saman er við byrjuðum búskap okkar, sinn í hvorri blokkinni í Fellsmúlanum í Reykjavík. Fljót- lega rifjuðum við upp gamlan kunningsskap og varð smám saman úr traust vinátta — enda var nú aldursmunurinn horfinn. Það var létt að vingast við Birgi. Sinn þátt í því átti að hann var sérlega hjálpfús, sem á frumbýlingsárum mínum kom sér vel, en meiru mun þó hafa ráðið hversu gott var að vera í návist hans. Hann var glaðvær, skarpur og laus við alla væmni, kunni vel að segja frá og sjá fleti á málum sem ekki blöstu við öll- um. í nokkur ár voru fjölskyldur okkar saman með hesta í hest- húsi. Á þeim tíma vorum við mikið saman við umhirðu hest- anna og í útreiðartúrum, en á síðustu árum höfum við Birgir einkum hist í fjölskylduboðum, eins og gengur. Þar fyrir utan var komið upp í vana að ég liti til þeirra hjóna í kvöldkaffi öðru hverju. Þá var rætt um gamla, góða daga og um dagmn og veg- inn. Stundum um stjórnmál, en Birgir hafði mikinn áhuga á þjóðmálum, þótt hann sinnti þeim ekki opinberiega nema þegar hann gekk í raðir Banda- lags jafnaðarmanna, en fyrir þann flokk vann hann ötullega og gegndi trúnaðarstörfum. Fastur liður var að hann fræddi mig um sjávarútvegsmál og marga vitleysuna sem þar við- gengst. Oft reyndi hann líka að færa til betri vegar gamaldags hugmyndir mínar um nútíma verslunarhætti. Þessir fundir verða nú ekki fleiri, en minningin um þær og góðan frænda niinn lifir. Eiginkonu Birgis, börnum og barnabörnum, bróður hans og aldurhniginni móður votta ég innilega samúð mína. Orrnar Þór Guðrnundsson Ari Guðjónsson var fæddur í Höfnum 7. apríl 1914. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 16. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ragnheiður Jóns- dóttir og Guðjón Gunnlaugs- son. Börn þeirra voru sex: Þorbjörg, f. 1912, látin; Ari; Lovísa, f. 1916, látin; Jón Rósant, f. 1917, látinn; Þór- dís, f. 1919, og Svanfríður, f. 1921. Ari kvæntist 8. apríl 1937 Salvöru Veturliðadóttur. Börn þeirra eru þrjú: Sigrún, gift Sveini Árnasyni og eiga þau tvær dætur; Halldór, kvæntur Ingibjörgu Magnús- dóttur og eru börn þeirra sex; Helgi, kvæntur Mai-Britt Krogsvold og eiga þau eina dóttur. Mínir vinir fara Jjöld. feigðin þessa heimtar köld. Mér koma þessi orð Bólu- Hjálmars, liins ágæta skag- firska skálds, oft í hug er ég horfi á bak vinum mínum og kunningjum, og æ verður það oftar eftir því sem árin líða og maður sjálfur eldist. Og enn stend ég frammi fyr- ir því að maður sem ég þekkti nokkuð náið er horfinn sjón- um, það er Ari Guðjónsson, rakarameistari á Njálsgötunni. Ég fluttist hingað til Reykja- víkur snemma árs 1968 og kom þá frá Siglufirði, þar sem ég hafði verið prestur í rúm- lega áratug og kynnst mörgu góðu fólki. Þar voru á þeim tíma tveir rakarar og fór ég á víxl til þeirra, því að ekki var sæmandi fyrir sóknarprestinn að gera þar mannamun. Þegar ég var nú fluttur í borgina við sundin þurfti ég einnig á klippingu og rakstri að halda. Ég hélt því af stað einn daginn út í óvissuna og gekk Njálsgötuna, enda mið- svæðis í hinu nýja prestakalli mínu, og viti menn, ég rakst þar inn á rakarastofu, þar sem tveir rakarar voru að störfum. Ég var strax boðinn velkominn Ari Guðjónsson af eldri manninum, sem mér leist einkar vel á. Hann var brosmildur með glettnis- glampa í augunum og kvikur mjög á fæti. Fljótlega bauð hann mér í stólinn og ekki var hann þegjandalegur við hinn ókunnuga mann, heldur talaði til mín eins og hann hefði alltaf þekkt mig, og sagðist vita að ég væri nýi presturinn í Hallgrímskirkju. Hann sagðist kannast við höfuðlagið, „því að ég hef oft klippt pabba þinn, þegar hann var á ferð hér syðra, svo ég ekki tali um föð- urbræður þína og frændur, þá feðga Halldór gervilimasmið og Arnór son hans á Grettis- götunni og Steingrím á Loka- stígnum". Þar með vorum við Ari orðnir góðir kunningjar og ég fór ánægður út af rakara- stofunni, vel klipptur, og hét með sjálfum mér að þangað skyldi ég fara aftur. Og sú varð raunin, sporin mín til Ara Guðjónssonar voru mörg orðin áður en yfir lauk og get ég staðfest það að leið- arlokum, að hann einn annað- ist hársnyrtingu mína. Og alltaf var jafn notalegt að koma til Ara. Blikið í augunum hið sama, brosið kankvíst og alltaf hafði hann eitthvað að segja sóknarprestinum sínum, ekkert um misgjörðir annarra, heldur eitthvað sem snerti borgarlífið eða góðlátlegt gam- an. Þegar hann hafði klippt mig sagði hann oft: „Nú ætla ég að bjóða prestinum upp á höfuð- bað,“ og þegar því var lokið gat hann gjarna sagt: „Nú býð ég upp á kaffisopa hérna á bak við og vindil með.“ Og undan þessu varð ekki komist. Já, Ari var með höfðingslund, en þó með sína ljúfmannlegu þjón- ustu, sem öllum var látin í té svo vel og fagmannlega sem kostur var. Ari var bráðgreindur maður og einstaklega orðheppinn. Ég minnist margra orðatiltækja hans og hins létta og gaman- sama hláturs, sem þeim fylgdi. Og tíminn leið svo hratt, svo ó- trúlega hratt. Og svo var það síðla vetrar, að ég kom að rakarastofunni læstri um miðjan dag. Það hafði aldrei komið fyrir áður. Eitthvað hafði gerst. Ég frétti að Ari hefði veikst og væri á sjúkrahúsi. Sú dvöl var ekki löng. Nokkru síðar hringdi hann í mig og sagðist hafa selt rakarastofuna og flutt sig um set nokkrar húslengdir á Njáls- götunni. Hann tjáði mér, að ég væri velkominn að koma heim til sín, hann gæti klippt mig þar, ef ég vildi. Ég þáði það með þökkum og kom þá inn á hið nýja og vistlega heimili þeirra hjón- anna. Fékk ég ágæta klippingu Baldvin var persónugerv- ingur Alþýðuflokksins. Hann var ahnn upp í hon- um, baráttunni, hugsjónunum, sigrum og ósigrum. Faðir hans var einn af stofnendum flokks- ins og fyrsti formaður. Hver ein- asti Álþýðuflokksmaður var hluli af Baldvini, gat leitað til hans, þegið ráð og styrk. Bald- vin var einn fórnfúsasti maður sem ég hef kynnst. Seinni kona Baldvins var Em- ilía heitin Samúelsdóttir, sem lengi vann á Alþýðublaðinu, stjórnaði skemmtinefnd Alþýðu- flokksfélagsins og varð svo for- maður félagsins. Saman voru þau gleði og skjól allra Alþýðu- flokksmanna. Hvað sem bjátaði á var hringt í Emilíu eða Baldvin og þau lögðu á ráðin. „Hann Baldvin bjargar þessu,“ var viðkvæðið hjá Emilíu. Hversu margir voru þeir ekki sem stigu sín fyrstu spor í einkafjármálunum undir traustri leiðsögn Baldvins. Hversu margir voru þeir einnig ekki, sem hann tók í hönd sér til atvinnu og bjargálna. eins og venjulega, þó að vinur minn hefði verulega látið á sjá síðasta tímann, og ég fann að hann þurfti verulega að taka á til að ljúka verkinu og ég fann einnig að ekki var honum ljúft að gefast upp. I nokkur skipti kom ég heim til hans, síðast fyrir mánuði, og að verklokum bauð hann mér kaffi í eldhúsi hjá frúnni. Og nú er hann horfinn, þessi kviki, svipbjarti og gam- ansami maður. Hann mun ætíð skipa sinn sess í huga mínum, enda vorum við búnir að hitt- ast oft á 28 ára tímabili. Ari átti sinn sérstaka „stfl“, ef svo mætti segja, þann stfl átti eng- inn annar. Ég hefði gjarnan Baldvin var jafnan formaður nefndanefndar Alþýðuflokksins á þingum hans og þar voru oft stigin fyrstu spor að farsæld á- kvarðana, stefnumótun og þátt- töku í stjóm lands og sveitarfé- laga. Einstakhngar skipta nefni- lega máh í stjórnmálum, þótt hugsjónin sé ein. Baldvin var sérstaklega mannglöggur og skynjaði hæfileika manna á ör- viljað kveðja þennan kunn- ingja minn og sóknarbarn frá altari kirkjunnar minnar, þeirrar kirkju sem hann var svo oft búinn að tala um við mig og hrósa, en ég á þess ekki kost, þar sem annar prestur hefur verið til þess val- inn. „Mínir vinir fara fjöld." Já, þeim fjölgar stöðugt kunningj- unum, sem hverfa yfir móðuna miklu. Ég þakka Ara Guðjóns- syni hlýtt handtak á vegi lífsins og bið honum allrar blessunar Guðs í bráð og lengd. Ragnar Fjalar Lárusson skotsbragði. Miklir einstaklingar breyta umhverfi sínu. Baldvin hafði þá hæfileika, að öllum leið vel í ná- vist hans. Hann hafði stórkost- lega kímnigáfu og stundum brotnuðu brotsjóir æsinga og til- finninga svo gersamlega niður í ekki neitt við eitt tilsvar frá hon- um, að eftirminnilegt er. Hin uppveðraða persóna líka miklu glaðari að vera orðin róleg, heldur en með öh þessi læti. Þá brosti Baldvin, því hann hafði sérstakan unað af því að Iétta fólki byrðarnar. Sem strákur í Alþýðuflokkn- um naut ég strax Baldvins og Emilíu. Ævinlega stóðum við saman gegnum þykkt og þunnt. Ég finn fyrir sárum missi og svo er um marga flokksmenn. Ég votta börnum Baldvins, fóstur- syni, fjölskyldu ahri, ættingjum og vinum mína dýpstu samúð. Sá algóði Guð, sem blés mann- kyninu, von, gleði og kærleika í hjarta, veiti nú Baldvini mínum sinn frið. Guðlaugur Tryggvi Karlsson Baldvin Jónsson hœstaréttarlögmaður

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.