Dagur - Tíminn - 17.09.1996, Side 1

Dagur - Tíminn - 17.09.1996, Side 1
i ®aqur-®tmimt 79. og 80. árgangur 176. tölublað Verð í lausasölu 150 kr. Kópavogur Öxarfjörður Þrír ungir Kópavogsbúar, 16 og 17 ára gamlir, efndu til stórhættulegs og vanhugsaðs prakkarastriks á Kársnesbraut seinni part nætur í síðustu viku. Þeir strengdu granna þvottasnúru yfir göt- una, sem allajafna er mikil um- ferðargata, bundu snúruna við umferðarmerki við keilu og um- ferðarskilti. Lögreglan var á ferðinni Stjórnarráðið Rfldsstjómin í Ráðherra- bústaðinn Ríkisstjórnin mun flytja úr Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg með fundi sína yflr í Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu, þegar fram- kvæmdir heijast við innrétting- ar á forsetaálmu Stjórnarráðs- hússins. Svo kann að fara að forsætisráðherra muni enn- fremur flytja með skrifstofu sína í Tjarnargötuna, - en að- eins um stundar sakir, meðan mesta raskið verður í gamla húsinu við Lækjartorg. Ólafur Davíðsson ráðuneytis- stjóri forsætisráðuneytisins sagði að rýmið þar sem forsetá- skrifstofan var verði nýtt fyrir ráðuneytið í framtíðinni. Kvaðst Ólafur vonast til að fljótlega yrði hægt að ráðast í fram- kvæmdir, en ekki væri endan- lega búið að ákveða með fram- kvæmdir, teikningar væru ekki tilbúnar. -JBP Sjávarútvegur Stærsta sýning til þessa Tæplega 700 fyrirtæki frá 28 þjóð- löndum taka þátt f aiþjóðlegu sjáv- arútvegssýningunni í Laugardals- höll sem stendur yfir 18.-21. sept- ember n.k. Þpr af taka rúmlega 200 íslensk fyrirtæki þátt í sýningunni. Þetta er í fimmta sinn sem sýning sem þessi er haldin hér á landi, eða þriðja hvert ár frá árinu 1984. í gær voru menn í óða önn að undirbúa sýningarbása sína eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Hættulegt prakkarastrik vegna þess að strákarnir höfðu verið að rjátia við bíla með við- vörunarkerfum og kom á stað- inn skömmu eftir að snærið var streldct yflr götuna. Vegfarandi sem kom á stað- inn í sömu mund og lögreglan sagði í gær að þarna hefði verið um að ræða vítavert athæfi, af þessu hefði getað orðið stórslys, ekki síst ef mótorhjóli hefði ver- ið ekið eftir götunni. Magnús Einarsson yfirlögregluþjónn í Kópavogi tók í sama streng. Hann sagði að strákar væru uppátækjasamir en þarna hefði verið um hættuiegt athæfí að ræða, sem hefði getað valdið miklum meiðslum. Ef menn vildu grín og prakkarastrik, þá yrði það að vera á góðlátlegu nótunum þannig að enginn gæti skaðast af. Drengirnir voru teknir til skýrslutöku á lögreglustöðinni en síðan sendir í bóhð. Einn þeirra var sóttur af móður sinni. -JBP Ólgandi bleikjueldi Bleikjueldi er stundað í fersktjörn skammt sunnan Kópaskers af hjónunum á Presthól- um, Sigurði Árnasyni og Öldu Jónsdóttur. Slátrun fór þar fram sl. sunnudag og gátu vegfar- andur sem þess óskuðu fylgst með, enda slátrað nánast í vegkantinum. Bleikjueldið kallast Ólga og segja eigendur að það hafi gengið þokkalega að undanskildu áfalli sem varð í lok októbermán- aðar í fyrra, sama veðuráhlaupi og olli mann- skæðu snjóflóði á Flateyri. Mynd/m:as Ökumenn kvarta undan endurunnu malbiki, sutnir vilja rekja stórslys til mul- biksins - Lögreglan segir það verða skoðað hvað hœft er í þessum umkvörtunum Könnun á hemlunarhæfni ökutækja á endurunnu malbiki mun trúlega fara fram einhvern tíma á næstunni á vegum lögreglunnar í Reykjavík. Þessi könnun yrði gerð vegna orðróms um að malbik sem notað er og fram- leitt með nýrri tækni, endur- unnið malbik, sé sléttara, fínna og hálla efni en það malbik sem áður hefur verið notað. Stórslys hafa orðið í Reykjavík sem ýms- ir vilja tengja við nýtt malbik sem veiti minna viðnám en hið gamla. Þorgrímur Guð- mundsson, varð- stjóri í umferðar- deild lögreglunnar í Reykjavík, sagði í samtali við Dag- Tímann í gær að rétt væri að kvart- að hefði verið und- an malbikinu. Menn innan lög- reglunnar hefðu rætt um að gerð yrði könnun á hvað hæft sé í þessum orðrómi. Þorgrímur gengur í akstrinum. Sigurður I. Skarphéðinsson gatnamálastjóri í Reykjavík sagði að varðandi malbiksgerð borgarinnar væri ekki um neitt nýtt að ræða. Það væri hins vegar engin nýlunda að nýlagt Sigurður I. Skarphéðinsson gatnamálastjóri Endurunnið malbik úr Jrœstu malbiki hefur ekki minnstu áhrif á viðnám og hemlunarhœfni sagði að nýtt malbik væri reyndar alltaf hált, sérstaklega í miklum rign- ingum, en oft reyndu menn að finna skýringar á óhöppum sín- um í umferðinni, aðrar en í ökuhraðanum sem ævinlega skiptir mestu um hvernig til malbik væri þéttara, með fín- korna yfirborði og hefði aðra eiginleika en það sem hefði veðrast og kannski lifað af heil- an vetur eða fleiri undir nagla- dekkjum. -JBP Reykjavík Hált, slétt og fínkornótt t

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.