Dagur - Tíminn - 17.09.1996, Page 4

Dagur - Tíminn - 17.09.1996, Page 4
4 - Þriðjudagur 17. september 1996 |Dagxar-®ímmn F R É T T I R Vinnumarkaðurinn Lýðskólinn Miðstýring VSÍ er tímaskekkja Ari Skúlason, fram- kvæmdastjóri ASÍ, segir að áhugi sé fyrir því innan verkalýðshreyilngarinnar að semja við fleiri aðila innan at- vinnulífsins við gerð næstu Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæö ■J . 5 af 5 0 3.672.723 2.4„íd 638.730 3,4.t5 85 7.430 4. 3af5 2.516 580 Samtals: 2.602 6.402.283 Upplýsingar um vinningstðlur fást einnig í símsvara 568-1511 eða Grænu númeri 800-6511 og I textavarpi á siðu 451. kjarasamninga en einhverja þrjá menn hjá VSÍ. Hann segir að þetta sé einn möguleikinn til að bæta kjör launafólks og í því sambandi þurfa menn að komast nær „uppsprettunni", sem ekki er að flnna í höfuðstöðvum VSÍ að Garðastræti 41. Semi dæmi bendir framkvæmdastjóri ASÍ m.a. á að geta atvinnulífsins til að taka á sig launahækkanir hef- ur ávallt miðast við stöðu flsk- vinnslunnar, gengisþróun o.s.frv. hjá samkeppnis- og útflutnings- atvinnuvegum þótt bullandi upp- gangur geti verið í öðr- um atvinnugreinum. Hann segir að þessi hefðbundna viðmiðun og njörvun við fisk- vinnsluna geti skaðað eðlilega starfsemi á vinnumarkaðnum. Til marks um hvað þetta getur virkað „absúrd" í þeirri uppsveiflu sem verið hefur í efnahags- lífinu, þá gæti staðan í . fiskvinnslunni þýtt að rekendur mundu fara Ari Skúlason segir að ætli VSf sér að fylgjast með tímanum þá verður sambandið að skipta um skoðun og hætta að halda sig við gamlar miðstýringar-hugmyndir. í því sambandi bendir hann á að þessi miðstýring kjarasamninga sé algjörlega á skjön við það sem gengur og gerist hjá samtökum atvinnurekenda í öllum nálægum löndum þar sem menn vilja dreifa þessu meira. Fram- kvæmdastjóri ASÍ segir að fram- kvæmdastjóri VSÍ skilji ekki mik- ið ef hann telur að nýju lögin um Ari Skúlsason framkvæmdastjóri ASÍ Einn möguleikinn til að bœta kjör launafólks er að semja við Jleiri aðila innan atvinnulífsins. Uppsprettuna fyrir bœttum kjörum er ekki að finna í höfuðstöðv- um VSÍ. atvinnu- fram á samdrátt í launum hjá verkafólki í stað launahækkana við gerð næstu kjarasamninga. Á það mundi verkalýðshreyfingin að sjálfsögðu aldrei fajlast, enda slíkt alveg út úr öllum kortum. stéttarfélög og vinnudeilur hvetji ekki til að gerðir verði starfs- greinasamningar. Hann segir að lögin séu alveg hrein og klár að það sé í verkahring einstakra stéttarfélaga að gera svonefndar viðræðuáætlanir. -grh Sauðárkrókur Veiddu tvö- faldan kvóta LEIKFÉLA6 AKUREYRAR Sigrún Astrós frumsýning föstudaginn 27. sept. kl. 20.30. 2. sýning laugard. 28. sept. kl. 20.30. 3. sýning föstud. 4. okt. kí. 20.30. 4. sýning laugard. 5. okt. ------kl. 20.30.----- Aðrar sýningar leikársins: Dýrin í Hólsaskógi frumsýning 19. október kl. 14.00. Undir berum himni frumsýning 28. desember kl. 20.30. Kossar og kúlissur frumsýning 23. janúar kl. 20.30. Vefarinn mikli fró Kasmír frumsýning 21. mars kl. 20.30. Markúsarguðspjall forsýningar á Kirkjulistaviku 22. og 24. apríl kl. 20.30. MuniS kortasöluna okkar VerS áskriftarkorta: 5. sýninga kort 5.850. 4 sýninga kort 5.040. 3 sýninga kort 4.050. VerS frumsýningakorta: 5. sýninga kort 6.500. 4 sýninga kort 5.600. 3 sýninga kort 4.500. Leikhúskortin eru nýiung sem hentar vel klúbbum og fyrirtækjum. KynniS ykkur kjörin. MiSasalan er opin alla virka daga kl. 13.00-17.00. Sími í miSasölu: 462 1400. Sumir leggja sig ekki eftir ýsunni en aðrir geta ekki veitt hana vegna skorts á þorsk- kvóta, segir Gísli Svan Einarsson, útgerðar- stjóri FISK Gísli Svan Einarsson, út- gerðarstjóri Fiskiðjunnar- Skagfirðings hf. (FISK), segir að togarar útgerðarinnar hafi veitt 2.200 tonn af ýsu á sl. fiskveiðiári en hafi aðeins haft 1.100 tonna ýsukvóta, svo segja megi að sóknarmunstur þeirra hafi verið töluvert frábrugðið margra annarra útgerða. FISK hafi leigt liðlega 1.200 tonn af ýsukvóta af öðrum og raunar nokkuð meira til að geyma fram á nýbyrjað kvótaár. Gísli Svan segir að FISK hafí lagt sig eftir ýsunni og hana hafi víða verið að fá þó um árstíða- bundna veiði hafl verið að ræða, en ef útgerðirnar eigi ekki líka þorskkvóta með geti orðið erfitt að ná „hreinum" ýsuholum, nánast ómögulegt. Spurningin sé um betra heild- arskipulag á veiðunum allt fisk- veiðiárið. Verð á ýsukvóta er mjög lágt í ljósi þeirra stað- reynda hversu lítil eftirspurnin er, eða 5 til 7 kr/kg, meðan leig- an á þorskkóta fer í 95 kr/kg þrátt fyrir að sama verð fæst fyrir þorsk og ýsu á erlendum mörkuðum. „Hluti af skýringunni á því af hverju ekki veiðist meiri ýsa er sá að kvótinn er einfaldlega of mikill, menn leggja sig ekki eft- ir henni, eða það að sumir geta ekki veitt hana vegna skorts á t.d. þorskkvóta vegna þess að alltaf fæst þorskur með. Það er áreiðanlega nóg til af ýsu í haf- inu til að réttlæta það magn sem leyft er að veiða, þ.e. ekki er um ofveiði að ræða. Það er 25% aukning á þorskkvóta á þessu fiskveiðiári á meðan ýs- an, ufsinn og grálúðan er skert svo við hjá Fiskiðjunni-Skag- firðingi horfum fram á heildar- skerðingu upp á 600 tonn. Við fáum 560 tonnum meira af þorski, 250 tonnum minna af ýsu, .670 tonnum minna af ufsa og 250 tonnum minna af grá- lúðu,“ sagði Gísli Svan Einars- son. Á fiskveiðiárinu 1996/1997 er heildarýsukvótinn skertur um 25% milli ára, er nú 45 þús- und tonn og ætti það magn að nást skv. aflatölum sl. fiskveiði- árs. Rannsóknir Hafrannsókna- stofnunar benda til að stóru árgangarnir frá 1989 og 1990 muni senn hverfa úr stofninum en stór árgangur frá 1995 bæt- ist í veiðistofninn 1998. GG Frá útskrift í Lýðskólanum í vor. RQd eða borg vilja ekki borga rekstur Lýðskólans Framtíðarhorfur Lýðskól- ans sem rekinn var fyrir 20 unglinga í Norræna Húsinu á síðustu vorönn virðast ekki bjartar. Skólastjórinn, Oddur Alberts- son, segist í haust hafa gert til- raunir til að fá menntamála- ráðuneytið, síðan félagsmála- ráðuneytið og Reykjvíkurborg til að nýta sér áhugann fyrir þessu skólamódeli sem kynnt var s.l. vor og gafst afskaplega vel að allra mati. En enginn hafí lofað neinum peningum í reksturinn. „Við erum því líklega í þeim sporum að þurfa að loka sjopp- unni, nema að eitthvað gerist á næsta borgarráðsfundi, þar sem við leggjum fram okkar síðustu tilraun í bréfi“. Oddur segir félagsmálastjóra borgarinnar, Láru Björnssóttur, með málið á sínu borði. „Sam- kvæmt nýrri skýrslu Félags- málastofnunar eru á hennar borði um 400 tilfelli sem mundu skilgreinast til þess hóps sem ég var að sinna síðasta vor. Svo vera kann að hún vilji nota sér módelið fyrir skjólstæðinga sína — sem í rauninni eru á svipuðu róli og þeir sem sátu í Lýðskól- anum s.l. vor.“ Samkvæmt því sem hann hafi heyrt frá menntamálaráðuneyt- inu segir Oddur vitað mál að það séu á milli 500 og 1.000 unglingar sem dottnir eru út úr skóla og jafnframt án atvinnu. „En í ráðuneytinu gera menn ekkert í þessu að fyrra bragði. Þeir eru ekki með neitt leitar- starf eða útideild svo það virðist enginn taka ábyrgð á þessum hópi“. Kostnað við rekstur lýðskóla fyrir 20 nemendur segir Oddur um 5 milljónir á hverja önn (250.000 kr. á nemanda). Um helmingur fjárins sé framlag Norræna Hússins og vestnor- rænn styrkur. Þannig að tæpar 3 milljónir þurfi til að halda áfram skólarekstrinum á næstu önn. Kennara sagði Oddur 3 auk náms- og félagsráðgjafa. Framtíðar draumaplan Lýð- skólafélagsins segir Oddur það að færa út kvíarnar og búa til framtíðarskóla í öðru húsnæði. „Við leitum því að viðurkenn- ingu á þessari hugmynd og mönnum sem vilja bakka okkur upp og geta síðar í framtíðinni verið stoltir af því að í Reykjavík sé rekinn einn skóli í viðbót fyr- ir þann stóra hóp sem ekki hef- ur fengið að njóta sín í því skólakerfi sem boðið er upp á — nefnilega lýðskóli með nám- skeið fyrir ýmsa markhópa en Oddur Albertsson. ekki bara atvinnulausa ung- linga. Dalvík Bæjarmála- punktar Bæjartæknifræðingur gerði á fundi bæjarráðs 1. ágúst sl. grein fyrir fundi með fulltrúum Skógræktarfélags Eyjafjarðar um að gera Ilánefs- staðareit að útivistarsvæði. í drögum að samningi kemur fram að reiturinn verður útivist- arsvæði í umsjá Skógræktarfé- lagsins en kostnaður greiðist af sveitarfélögum. Bæjarráð telur verkefnið áhugavert en engan veginn tímabært að ráðast f framkvæmdir af hálfu Dalvíkur- bæjar. • Félagsmálaráð fjallaði um um- sðkn frá Friðriki Gígja um vín- veitingaleyfi vegna opnunar kaffihúss og telur ástæðu til að vekja athygli bæjaryfirvalda á fjölda veitingastaða á Dalvík og spurningin sé hvort ástæða sé til að takmarka Ijölda þeirra. Fé- lagsmálaráð samþykkir umsókn- ina en leggur til að um tfma- bundna leyfisveitingu verði að ræða. • Skipulagsnefnd lagði til á fundi 5. september sl. að leitað verði umsagnar stjórnar Hafna- samlags Eyjafjarðar á álitsgerð Finns Birgissonar arkitekts um skipulag á hafnarsvæði. Jafn- framt leggur skipulagsnefnd til að gert verði deiluskipulag af hafnarsvæðinu. Jafnframt leggur l-innur Birgisson til í álitsgerð að ekki verði leyfð bygging íbúðar- húsa austan Svarfaðarbrautar. GG

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.