Dagur - Tíminn - 17.09.1996, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn - 17.09.1996, Blaðsíða 6
6 - Þriðjudagur 17. september 1996 Jlagur-'Sínróm 1 K K T I I R 1 1 . ' Höfuðborgarsvæðið Deilt um vatnsmál Gunnar Birgisson for- seti bæjarstjórnar Kópavogs óhress með ummæli Alfreðs Þor- steinssonar formanns stjórnar Veitustofnana, segir hann eiga stutt eftir í Ráðhúsinu. Auðvitað fer lítið fyrir vatnssölu Vatnsveitu Reykjavíkur til Kópavogs í heildardæmi þess fyrirtækis. En ég hélt nú satt að segja að borgina munaði um að fá í sjóð- inn 16 milljónir króna á ári. Við kaupum vatnið við bæjamörkin og hefur borgin nánast ekkert fyrir þessari sölu. Við sjáum um okkar eigið dreifikerf! sjálfir. Ég hélt þetta væri bara plús, fund- ið fé, fyrir borgina. Kannski þarf Alfreð Þorsteinsson ekkert á þessum peningum að halda, ég veit það ekki. En það er furðulegt að Alfreð skuli fyrir hönd borgarbúa afþakka þessar milljónir með þeim orðum að farið hafi fé betra. Hann er brattur og virðist ekki þurfa á peningunum að halda. Svona hugsunarhátt skiljum við ekki í Kópavogi," sagði Gunnar Birgisson for- maður bæjarráðs Kópavogs í samtali við Dag-Tímann í tilefni af viðtali blaðsins við Alfreð Þorsteinsson á föstudaginn um nýja vatnsveitu Kópavogs, Garðabæjar og Hafn- arflarðar, sem er á könnunarstigi. Dulin skattheimta í Reykjavík Gunnar vísar því algjörlega á bug að vatnsskattur í Kópavogi sé hærri en gerist og gengur. Kópavogsbær sé með svipaðan vatnsskatt og önnur sveitarfé- lög í landinu. Bærinn þurfi að reka dreifikerfið, leggja nýjar lagnir, endurnýja eldri, og sé kostnaðurinn við vatnskerfið umtalsverður. Nú hefur lögum verið breytt á þann veg að allar heimtaugar eru eign vatn- sveitnanna sem verða nú að annast um þær og bera kostnað af þeim. „Verði afgangur hjá okkur af rekstri vatnsdreifingar þá er það bara af því góða. í Reykja- .vík þurfa þeir að fá meiri tekjur fyrir vatnsveituna, því öll veitu- fyrirtækin eru skattlögð með af- gjaldi í borgarsjóð. Vatnsveitan þarf að greiða 100 milljónir, Rafmagnsveitan 500 milljónir og Hitaveitan 900 milljónir. Þetta er náttúrlega ekkert ann- að en skattheimta á Reykvík- inga - og nágrannabyggðarlög- in. Þeir eru með dulda skatt- heimtu í Reykjavík, ekki bara á borgarbúa, heldur Ieggja þeir líka á skatta á Kópavogsbúa og fleiri nágrannasveitarfélög sem skipta við þá,“ sagði Gunnar. Kópavogur kaupir vatn, raf- magn og heitt vatn frá borgar- fyrirtækjunum. Framundan er ný vatnsveita með nágrönnun- um fyrir sunnar bæinn. Unnið er að ýmissi undirbúnings- vinnu. Gunnar segir að nýja veitan gæti hafist handa um framkvæmdir eftir tvö ár, en aldamótaárið ætti ný vatnsveita hugsanlega að geta tekið til starfa á höfuðborgarsvæðinu. Gunnar Birgisson sagði það ótvírætt að ný vatnsveita á höf- uðborgarsvæðinu mundi skapa aukið rekstraröryggi á öllu svæðinu. Farið hefur fé betra „Sem betur fer fyrir Reykvík- inga verður kosið að nýju til borgarstjórnar eftir tæp tvö ár. Og ég spái því að Alfreð Þor- steinsson muni ekki verða borgarfulltrúi að loknum þeim kosningum. Dettur mörgum þá eflaust í hug að farið hafi fé betra, eins og sagt er,“ sagði Gunnar Birgisson bæjarfulltníi að lokum. -JBP Vatnsveitan þarf að greiða ÍOO millj- ónir, Rafmagnsveitan 500 milljónir og Hitaveitan 900 milljónir. Þetta er náttúrlega ekkert annað en skatt- heimta á Reykvíkinga - og ná- grannabyggðalögin. Vestfirðir Göngin opnuð Síðastliðinn laugardag var mikil hátíð hjá Vestfirðing- mn þegar göngin undir Breiðadals- og Botnsheiði voru formlega opnuð. Heildarlengd gangnanna er 9,1 km og eru þau þar með næstlengstu veg- göng á Norðurlöndum og í hópi þeirra lengstu í álfunni. Til samanburðar eru göngin í Ól- afsijarðarmúla 3,4 km og Strákagöng 0,8 km. Heildar- kostnaður er um 4,3 milljarðar og fór gangnagerðin rúm 16% fram úr kostnaðaráætlun. Aðal- verktaki var Vesturís sf. Á myndinni klippir Halldór Blön- dal, samgönguráðherra, á borða og opnaði þar með göng- in formlega. Naut hann aðstoð- ar Heiga Hallgrímssonar, vega- málastjóra, og Gerðar Geirs- dóttur. Mynd: Vestn. Sauðárkókur Bæjarmála- punktar • Bæjarstjórn Sauðárkróks tekur til fyrri umræðu á fundi sínum í dag, þriðju- dag, aðalskipulag Sauðár- króks 1994-2014 og einnig til fyrri umræðu þriggja ára áætlun Sauðárkróks- kaupstaðar og stofnana hans fyrir árin 1997-1999. Af því tilefni lét Stefán Logi Haraldsson bæjarfulltrúi bók að hann fagnaði nýrri útgáfu af þriggja ára áætl- un og þeirri viðleitni sem þar er sýnd til að uppfylla sveitarstjórnarlög. Vegna aðalskipulags hefur bygg- inganefnd samþykkt að láta vinna tillögu að deili- skipulagi Flæðanna, þ.e. svæðisins sunnan Faxa- torgs, vestan Skagfirðinga- brautar og norðan sund- laugar, þannig að auk byggingarreits verði þar gert ráð fyrir góðu útivist- arsvæði fyrir almenning. • Bæjarráð Sauðárkróks fagnar nýrri ílugáætlun Flugleiða en með henni er verulega komið til móts við kröfur sem bæjarstjórn hefur gert til flugfélagins um bætta þjónustu. Sérstök ástæða þykir til að þakka Flugleiðum og íslandsflugi fyrir þá framsýni að hafa tekið upp samstarf. • Skólanefnd hefur falið starfsfólki Barnaskóla Sauðárkróks að minnast þess sérstaklega þegar skólinn verður 115 ára eft- ir næstu áramót, en skól- inn var þá rekin af sveitar- félaginu eins og nú er aftur orðin raunin. Auk þess verða 50 ár liðin á næsta ári frá því að núverandi skólahúsnæði var tekið í notkun. GG Leiðrétting Ilaugardagsblaði Dags-Tím- ans var staðhæft í viðtali við Björn Þórðarson að hann hefði um skeið gegnt stöðu formanns í stjórn LA. Þetta er rangt, Björn starfaði hins vegar um langt skeið sem ritari. Blaðið biðst velvirðingar á mistökunum. Hestamenn Mrðast einhuga um að sameinast Sameíning ísienskra hestamanna í ein öflug samtök hófst f Borgar- nesi fyrir nokkrum dögum með fyrsta fundinum í 10 funda herferð um landið. Sex manna nefnd kjörin á ársþingum Landssambands hestamanna og Hestaíþrótta- sambandsins, kynnir á fundun- um sameiningartillögur og kosti þeirra. Reikna mátti með fjör- ugum viðbrögðum hestamanna í 48 hestamannafélögum um landið allt, en á fundum í Borg- arnesi, ísafirði, og á Akureyri, hafa menn verið nánast sam- mála um sameiningu að sögn Sigurðar Magnússonar. Sigurður er formaður sam- einingarnefndarinnar. Hann sagði í gær að sér virtist eftir fyrstu fundina að afar góð sam- staða væri meðal hestamanna um að sameina samtökin, enda jákvætt mál. Samtökin tvö vinna að sömu málum, um er að ræða sama fólkið, og sömu mannvirkin. Ef og þegar til sameiningar kemur, munu hin nýju samtök óska eftir að ger- ast félagar í íþróttasambandi íslands, og verða þá þriðja stærsta sérsambandið innan þess. Hestaíþróttasambandið er nú þegar innan ÍSÍ, en LH ekki. Fjórði fundurinn er í dag kl. 18 í Varmahlíðarskóla með fé- lagsmönnum í níu hestamanna- félögum í þessu helsta hrossahéraði lands- ins, þ.e. Óðni, Neista, Snarfara, Þyti, Blakki, Léttfeta, Stíganda, Svaða og Glæsi. Fimmti fundurinn, er á Húsavík miðviku- daginn 18. september í Félagsheimili Grana. Þar verð- ur sameinining rædd með félög- um í Grana, Þjálfa, Feyki og Snæfaxa. Fundað verður 19. septem- ber í Hótel Valaskjálf á Egils- stöðum kl. 18 með félögum Freyfaxa, Blæs, Geisla, Goða og Glófaxa. í Suðursveit verður fundað í Hrollaugsstaðaskóla kl. 18 föstudaginn 20. september með félagsmönnum í Hornfirðingi, Sindra og Kópi. Þann 25. september kl. 18 er fundur hestamanna í Félags- heimilinu Hliðskjálfi á Selfossi. Félögin á svæðinu eru Geysir, Háfeti, Ljúfur, Sleipnir, Smári, Trausti og Logi. Tveir síðustu fundir hesta- manna eru á höfuðborgarsvæð- inu. Sá fyrri er í Kópavogi 26. september kl. 18 í félagsheimili Gusts með heimamönnum þar ásamt félögum í Mána, Sóta, Sörla og Andvara. Lokafundur- inn er með tveim stórum félög- um, Fáki og Herði og verður hann haldinn 30. september kl. 18 í Félagsheimili Fáks í Víðidal við Reykjavík. -JBP Efog þegar til sameiningar kemur, munu hin nýju samtök óska eftir að gerast félagar í íþróttasambandi ís- lands, og verða þá þriðja stœrsta sér- sambandið innan þess.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.