Dagur - Tíminn - 17.09.1996, Qupperneq 7

Dagur - Tíminn - 17.09.1996, Qupperneq 7
ÍOagurÁÍImnmt Þriðjudagur 17. september 1996 - 7 E R L E N D A R F R E I T I R Bosnia Góð þátttaka í kosnmgimum Serbar í bænum Trnovo í biðröð á kjörstað. Mikil óvissa ríkir um það hvaða áhrif kosningarnar í Bo- sníu munu hafa á framtíð landsins. áttaka í kosningunum í Bosníu og Hersegóvínu um helgina var áætluð um eða yfir 70 prósent, sem teljast verður mjög gott og bendir til þess að almenningur í landinu hafi einhverja von um að þær geti orðið grunnur að einhvers konar framtíðarlausn mála í þessu stríðshrjáða landi, hvort sem þeir sjá þá lausn í sameinaðri Bosníu eða sundur- skiptri. Fyrstu tölur birtust í gær og staðfestu þær það að atkvæðin féllu einkum til harðh'nuleið- toga þeirra þjóðernisflokka sem fyrir eru við völd. Líta margir svo á að sú niðurstaða muni festa í sessi til frambúðar skiptingu landsins á milli þjóð- ernishópanna. Það er þó engan veginn víst, og bjartsýnismenn fögnuðu í gær því að Slobodan Milosevic, forseti Serbíu, og fyrrum erkióvinur hans Alija Izetbegovic, forseti Bosníu, hafi ákveðið að hittast innan þriggja vikna í París. Ennfrem- ur er reiknað með því að Mi- losevic muni við sama tækifæri opinberlega viðurkenna Bo- sníu-Hersegóvínu sem sjálfstætt ríki. Alls mættu yfir ein milljón kjósenda á kjörstað, og margir þeirra höfðu farið í betri fötin í tilefni dagsins. Enn var of snemmt að segja til um hvort það yrði múslimi eða Serbi sem yrði formaður þriggja manna forsætisráðsins sem hafa á æðstu stjórn landsins á sinni könnu. Eftirlitsmenn Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) sögðu að þetta væru tví- mælalaust flóknari kosningar í framkvæmd en áður hefur þekkst í sögunni. Jafnframt voru þeir yfir sig ánægðir með árangurinn og sögðu kosning- arnar hafa gengið fyrir sig nán- ast áfallalaust. Margir fréttamenn á staðn- um höfðu þó aðra sögu að segja, og sögðust hafa orðið vitni að ýmsu sem úr lagi fór við framkvæmd kosninganna. Þannig hafi kjörskrár víða verið ófullkomnar, kjósendur hafi fengið blýanta í staðinn fyrir penna með sér inn í kjörldef- ann, og flóttamönnum sem greiða þurftu atkvæði í sinni heimabyggð hefði ekki verið gert það kleift í öllum tilvikum eins og vera átti. Stór hluti þeirra sem sátu heima voru kjósendur sem hefðu, til þess að geta greitt at- kvæði sitt, þurft að fara yfir í annan hluta landsins til þess að komast á kjörstað í sx'num heimabæ. Sérstakar áætlunar- ferðir voru á kjörstaði yfir innri landamærin, en það voru ekki nema rétt um fimmtán prósent flóttamanna sem nýttu sér þær. Þannig voru 202 fólks- flutningabílar til reiðu til þess að flytja múslima til Srebrenica og Vlasenica í austurhluta Bo- sníu, sem er á valdi Serba, en þegar til kom þurfti ekki að nota nema tvo þeirra. Tahð er að það að ÖSE lét fresta bæjar- og sveitarstjórn- arkosningum eigi einnig sinn þátt í því að fólk sat heima. Margir hefðu væntanlega lagt það á sig að ferðast á sínar heimaslóðir til þess að kjósa sína bæjar- eða sveitarstjórn, þótt þeir hafi ekki séð brýna ástæðu til þess í kosningunum núna þar sem einungis er kosið til þings og forsætisembætta. -gb Samstaðan gegn Saddam úr sér gengin Clinton (t.v., með Colin Powell, sem var yfirhershöfðingi Bandaríkjahers er „Flóabardagi" var háður): eldflaugaárásir liður í kosningabaráttu. Sjálfstæði íraks- Kúrda í raun, sem þeir fengu eftir „Flóabardaga“, var í mótsögn við al- þjóðasamkomulag um að leyfa ekki sjálfstætt Kúrdist- an. í samræmi við það eru viðbrögðin við innrás Saddams í Kúrdistan. Allar horfur eru á því að William (Bill) Jefferson Clinton verði endurkjör- inn í bandarísku forsetakosn- ingunum. Og fréttaskýrendur virðast sammála um að hernað- araðgerðirnar í írak og Kúrdist- an verði honum lyftistöng frem- ur en hið gagnstæða. Bandaríkin svöruðu áhlaupi Saddams Hussein, einræðis- herra íraks, ixm í Kúrdistan með því að skjóta nokkrum eld- flaugum á stöðvar í Suður-írak, sem varla hafa skipt máli við- víkjandi hernaði íraka í Kúrd- istan. Eigi að síður er svo að heyra að Bandaríkjamönnum virðist forseti þeirra hafa brugðist við karlmanidega og að það hafi hækkað hann í áliti þarlendis. Af hálfu Bandaríkja- stjórnar hafa eldflaugaárásirn- ar líklega fyrst og fremst verið hugsaðar sem liður í kosninga- Baksvið Dagur Þorleifsson baráttu Clintons, svo sem flest annað sem Bandaríkin nú að- hafast í utanríkismálum. Saddam að endurheimta Suður-Kúrdistan Saddam ætti fyrir sitt leyti að vera nokkuð ánægður með gang mála í Kúrdistan og Vest- ur-Asíu/Austurlöndum nær yfir- leitt. Þegar þetta er ritað er svo að heyra á fréttum að her Kúrdaleiðtogans Massouds Barzani sé langt kominn með að hertaka suðausturhluta Suð- Tansu Ciller, fyrrum forsætisráð- herra og nú utanríkisráðherra Tyrklands. Aldrei hefur verið svo mikið sem orðað á Vesturlöndum að stefna henni og öðrum tyrk- neskum forystumönnum fyrir stríðsglæpadómstól. ur-Kúrdistans (íraska Kúrdist- ans) sem keppinautur hans Jalal Talabani hefur ráðið und- anfarin ár. Þar með virðist Suð- ur-Kúrdistan vera að sameinast í eitt „riki“ á ný, en með hlið- sjón af aðstoð Saddams við Barzani má ætla að írak nái þar á ný meiri eða minni ítök- um og yfirráðum. Illindi þeirra Barzanis og Talabanis hafa flýtt þessari þró- un, en fleira kemur hér tU. Eftir „Flóabardaga" 1991 náðist einskonar þegjandi heimssam- komulag um að halda írak svo veiku, að það gæti ekki áreitt granna sína, en að veikja það ekki svo að það dytti í sundur, eins og orðið hefði ef kúrdnesk- ir og sjítískir uppreisnarmenn hefðu fengið sínu framgengt. Kjarni málsins er að heimurinn í heild vill ekki breytingar á landamærum þeim í Vestur-As- íu sem ákveðin voru eftir heimsstyrjöldina fyrri. Næði kúrdneska þjóðin, sem kannski er nú 25-30 milljónir talsins, sjálfstæði, þýddi það miklar breytingar á landamærum og ófyrirsjáanlegt er hvaða afleið- ingar slíkt hefði á gang mála í þeim heimshluta og víðar. Siðferðið í heimsstjórnmálum Enda skeytti heimurinn lítt um ógnarstjórn Saddams gagnvart Kúrdum og fjöldamorð á þeim fram að „Flóabardaga" og sama kæruleysi hefur verið sýnt gagnvart þjóðarhreinsunar- hernaði Tyrkja gegn fiiúum Norður-Kúrdistans (tyrkneska Kúrdistans). Bandarfldn hafa meira að segja stutt Tyrkland drjúgum til þessara gífurlegu illvirkja. Án vopna og annarrar aðstoðar frá Bandaríkjunum (þ.ám. njósnaupplýsinga feng- inna með gervihnöttum) hefði Tyrkland e.t.v. þegar orðið að gefast upp á stríði þessu, sem er orðinn því meiri höfuðverkur en Víetnamsstríðið varð Banda- ríkjunum og Afganistansstríðið Sovétríkjunum. í afstöðunni til Tyrklands í þessu máli hafa önnur Vesturlönd, þ.ám. Norð- urlönd, í stórum dráttum fylgt Bandaríkjunum. Á sama tíma eru Vesturlönd yfir sig hneyksl- uð á hryðjuverkum Bosníu- Serba og draga þá fyrir stríðs- glæpadómstól, þótt illvirki þeirra jafnist varla á við illvirki Tyrkja á Kúrdum. Það sýnir, eins og svo margt annað í sög- unni fyrr og síðar, að gildi sið- rænna viðhorfa í heimsstjórn- málum fer nokkurn veginn ein- hliða eftir því hvaða hagsmuna- sjónarmið eru þar ríkjandi. Vesturveldin tóku eftir „Flóa- bardaga" að sér að vernda Suð- ur-Kúrda gegn Saddam, en ekki kom til greina af Vesturlanda hálfu frekar en annarra að gera kúrdnesku héruðin í írak að sjálfstæðu ríki. Úr þessu varð órólegt millibilsástand. Á það virðast þeir Saddam og Barzani nú hafa bundið enda, því að ljóst virðist á undirtektum Vest- ur-Evrópu- og arabaríkja við eldflaugaárásum Bandaríkj- anna á írak að þessir aðilar hafi ekki lengur áhuga á sam- stöðu gegn Saddam. Heimssam- staðan gegn írak virðist sem sé vera að hverfa.

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.