Dagur - Tíminn - 17.09.1996, Side 9

Dagur - Tíminn - 17.09.1996, Side 9
ÍOagur-Œmmm Þriðjudagur 17. september 1996 - 9 PJÓÐMÁL Arnar Sigurmundsson: „Ég hygg að fáar þjóðir framleiði meiri verðmæti úr sínum sjávarafla en íslendingar." Björn Grétar Sveinsson: „Kauphækkanir verða hluti af því sem við forystumenn verkalýðshreyfingarinnar munum fara framá fyrir hönd okkar fólks.“ Er auðlmdín í réttum höndum? Fiskvinnslan í landinu er rekin með miklu tapi og er staðan verst í frystingunni þar sem tapið er allt að 12,5% af tekjum. Það svarar aftur til þess að fiskvinnslan í landinu sé að tapa rúmlega þremur millj- örðum á ári. Kröfur um hærri laun fyrir verkafólk eru háværar vegna komandi samninga. Dagur-Tím- inn leiddi þá saman, Björn Grét- ar Sveinsson formann Verka- mannasambandsins og Arnar Sigurmundsson formann Sam- taka fiskvinnslustöðva. Björn hefur sagt að ef til vill væri af- notaréttur af auðlind hafsins og sameign allra íslendinga ekki í höndum rétta manna þegar ár- angurinn af rekstri fiskvinnslu- fyrirtækjanna væri ekki betri. Ummæli út í hött Arnar: „Mér finnast þessi ummæh vera út í hött. Ég hygg að fáar þjóðir framleiði meiri verðmæti úr sín- urn sjávarafla en íslendingar, og það er ekki algengt að rekstur sjávarútvegs standi jafn vel og hér á íslandi, sé horft til ná- grannalanda okkar þar sem reksturinn nýtur miiljarða í op- inbera styrki. í heildina tel ég að okkur hafi tekist nokkuð vel til á undanförnum árum við að laga rekstur að breyttum aðstæðum. En að sjálfsögðu getur hallað á sjávarútveginn - eins og hefur gerast á síðustu misserum. Björn Grétar: „Ég setti fram þennan flöt á um- ræðunni: að ef til vill sé auðlind- in ekki höndum réttra manna fyrst árangurinn er ekki betri. Sannleikurinn er sá að sjávarút- vegsfyrirtækin hafa haft langan tíma til að endurskoða sín mál og gefa spilin uppá nýtt. Við telj- um að árangur stjórnenda margra þeirra sé ekki viðun- andi, miðað við þann ti'ma sem menn hafa haft til aðgerða - eða um það bil sex ár. Við sem í verkalýðshreyfingunni störfum höfum viljað að menn fari meira út í fullvinnslu afurðanna - og þá í pakkningar beint á borð neytenda. í þeim efnum hafa fyrirtæki í nágrannalöndum okkar náð góðum árangri og til þess horfum við. Samkvæmt lög- um er auðlind hafsins sameign 'allrar íslensku þjóðarinnar og sífeilt er verið að verið leita leiða og ræða um afnotaréttinn af henni. Ef menn eru að boða að vinnsla flsks eigi í framtíðinni að færast í enn ríkari mæli í vinnsluskipin á hafi úti, hljótum við, fulltrúar landverkafólks, að spyrna við fótum og leita nýrra leikreglna, á meðan það er ekki orðið of seint. Þessu til viðbótar nefni ég að vera manna til langs tíma í vinnsluskipum langt úti á hafi er síðan ekki talin góð, hvort heldur er andlegri sem iíkamlegri heilsu“. Þíddur fiskur í landi Arnar: „Ég held að þróunin verði sjálf- sagt eitthvað áfram í þá veru að vinnslan fari fram um borð í tíjörn Grétar: „Árangur margra stjórnenda ekki viðunandi “ vinnsluskipum. Aftur á móti tel ég að umræða um slíkt sé of- gerð. Aðeins 13% þorsks sem veiddur var á íslandsmiðum í fyrra var unninn um borð í vinnsluskipum, 47% fer í salt, og um 35% er unninn í frystihús- um. Því er ekki rétt eins og fram hefur komið hjá sumum að fisk- vinnsla sé á alveg fljúgandi ferð úr landi og á haf úr. Auðvitað hefur sjóvinnsla lent í sömu erf- iðleikum og aðrar vinnsluað- ferðir, varðandi verðlag á þorsk- afurðum." Björn Grétar: „f þessu sambandi vitna ég til þess sem sjávarútvegsráðherra sagði nýlega að þróunin væri í þá átt að frystingin þyrfti að fara meira fram úti á sjó og síð- an væri framtíðin sú að fiskur- inn væri þíddur upp í landi og unninn þar.“ Arnar: „Já, ráðherra sagði að þorskur- inn nyti ekki sérstöðu í frysting- unni lengur, heldur væri al- mennt tahnn með hvítfiski. Þarna er ég ekki sammála ráð- herra. Ég tel að menn hafi ekki áttað sig á því að með auknum úthafsveiðum og slæmri stöðu frystingar fer sífellt meira af þorski í saltfiskvinnslu, sem nú er rekin nálægt núlli. Saltfisk- vinnslan vann um 47% alls ís- landsþorsks í fyrra, en 55% á fyrstu sjö mánuðum þessa árs. Hið sama er að gerast í vinnslu á ýsu, en hitt ber að taka fram að verð hennar hefur lækkað mikið að undanförnu. Afkoma reksturs vinnsluskipa hefur sést bæði og verri en nú, þegar hún er rekin rétt yfir núllinu.“ Þurfum öll að taka tak Hvað þykir ykkur um þá fullyrð- ingu sjávarútvegsráðherra að ekki sé óeðlilegt að gera kaup- kröfur í samræmi við afkomu þeirra fyrirtækja sem best standa, en þá verði menn jafn- framt að gera sér grein fyrir að afkomu þeirra sem lakar standa sé stefnt í voða? Björn Grétar: „Við Arnar þurfum að semja um launakjör og þar verður sjávar- útvegsráðherra ekki viðstaddur. Kauphækkanir verða hluti af því sem við forystumenn verkalýðs- hreyfingarinnar munum fara framá fyrir hönd okkar fólks.“ Arnar: „Ég tel í það minnsta að gerð næstu kjarasamninga verði mjög erfið. í annan stað þurfum við öll að taka okkur tak og bæta og breyta launakerfmu og nýtingu vinnutíma í fiskvinnsl- unni. íslensk fiskvinnslufyrir- tæki þola ekki hækkun launa- kostnaðar - sem er ekki sami hlutur og beinar launahækkanir. Ef tekst að hagræða í rekstri og ná fram aukinni framleiðni hljóta starfsmenn að fá hluta þess ávinnings, eins og áður hefur verið gert. En stóra málið í komandi samningagerð er krafa um almennar launabreyt- ingar og að ná lendingu í því er nokkuð sem ég kvíði meira fyrir, en það verkefni sem býður okk- ar í sambandi við endurskoðun launakerfa. Þá er hátt hráefnisverð í botnfiskvinnslu stórt vandamál um þessar mundir, það er nú um 63% af tekjum fyrirtækj- anna. Það er gömul þumalputta- regla að hráefnisverð má ekki fara mikið yfir 50% af tekjum frystihúsa. Þetta háa hráefnis- verð orsakaast af skorti af fiski á innlendum mörkuðum, verðið hækkar í samræmi við mikla efnispurn. Menn eru sífellt að teygja sig lengra til að tryggja sér hráefni til að geta haldið starfsemi gangandi. Það er þó bót í máh að þorskveiðiheimildir hafa nú verið auknar, sem ætti að koma fram í lægra hráefnis- verði á mörkuðum." Ekkert svigrúm Ilvað teljið þið að laun geti hækkað mikið í næstu samning- um? Arnar: „Það er ekkert svigrúm til að hækka launakostnað. Stóra mál- ið verður að ná niður hráefnis- Arnar: „Það er ekkert svigrúm til að hœkka launakostnað. “ kostnaði svo vinnslan stöðvist ekki. Það ætti að takast með rýmri þorskveiðiheimildum. í næstu kjarasamningum verðum við að ná fram breytingum á launakerfum og vinnufyrir- komulagi. Það er okkar keppi- kefli að missa launakostnað ekki úr böndum. En almennt eru meginviðhorfin af okkar hálfu annarsvegar lægra hráefnisverð og hinsvegar má launakostnað- ur, sem hluti af tekjum, ekki hækka. Atvinnurekendur og launafólk hljóta að geta náð saman um breytingar á launa- kerfum, enda mun slíkur ábati skila sér til launþega.“ Björn Grétar: „Um það vil ég ekkert segja og kröfurnar setjum við fram við Arnar og félaga hans þegar þar að kemur." Fjölbreytt fyrirtæki koma best út Sagt er að viðbrögð og frásagnir manna í fiskvinnslugeiranum um slæma afkomu séu ævinlega á svipuðu róli og koma á sama tíma árs - og einkum þegar gerð nýrra kjarasamninga nálgast. Hvað segið þið um þetta? Björn Grétar: „Já, ég get nú vel merkt við hjá mér á dagatalinu hvenær þessi söngur byrjar. Þetta er reyndar fyrr á ferðinni nú en vanalega, því nú þarf að semja viðræðu- áætlanir og aðdragandi samn- ingagerðar er kominn á fullt. Hinsvegar veit Arnar Sigur- mundsson að mörg fiskvinnslu- fyrirtæki í landinu - sem og önn- ur fyrirtæki - hafa verið að skila góðum hagnaði og eru að ná góðum árangri - og því eru þessar raddir atvinnurekenda um að ekkert svigrúm sé til launakækkana heldur hjáróma." Arnar: „Ég get svarað því að það er ekkert samhengi milli umræðu um lokun fyrirtækja og væntan- legra kjarasamninga. Ákveðið var fyrir nokkrum vikum að loka frystihúsinu í Ólafsfirði um ára- mót, verði ekki breytingar á af- komu þess. Það varð kveikjan að kröftugri umræðu um þessi mál. Aðalatriðið tel ég vera að fólk geri sér grein fyrir því að fisk- vinnsla í landi er að dragast saman og útgerð og vinnsla verða að aðlagast að breyttum aðstæðum. En talandi um af- komu í fiskvinnslu, þá eru erfið- leikar mestir í rekstri hefðbund- inna frystihúsa, einnig hefur viðunandi afkoma í rækju- vinnslu snúist í tap á skömmum tíma en saltfiskvinnsla er rekin nálægt núlli. Þau fyrirtæki, sem koma best út, eru í ljölbreyttri vinnslu og veiðum - og mörg eru stór og öflug almenningshlutafé- lög.“ -sbs.

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.