Dagur - Tíminn - 20.09.1996, Blaðsíða 2
14 - Föstuudagur 20. september 1996
/
^Dagitr-Œhmmi
HELGARLÍFIÐ í LANDINU
Uppskrift að góðri helgi
- hvemig viltu hafa helgina?
Þorsteinn Kragh lifir og
hrœrist í poppheiminum,
hefur atvinnu af umboðs-
mennsku fyrir hljómssveit-
ir og tónleikahaldi. Hann
er með eigið fyrirtœki á
Klapparstíg í Reykjavík,
sem heitir Lotion promoti-
on.
S
g vinn alltaf meira eða minna
um helgar, það er mest að ger-
ast um helgar en þegar ég á frí
þá finnst
mér best að stinga
af með dömimni út
úr bænum, þangað
sem enginn veit.“
Þorsteinn „filar“
það vel fara út á
land en gerir sér
að góðu Heiðmörk-
ina ef hann kemst
ekki lengra.
„Toppurinn er
að komast út úr bænum, fara í einhvern
bústað, leggjast í fullkomna og heilaga
leti og lesa góðar bækur.“ Hann tekur
jafnan staflann með sér af allskonar
bókum, er núna t.d. að lesa Stríð og Frið
eftir Tolstoj. Aðspurður segist hann ekki
vilja fara í mjög frumstæðan bústað en
að sjónvarp og steríógræjur megi alveg
missa sín, hann vilji frekar hlusta á
kyrrðina og fugla-
söng. Hins vegar
sé hann það mikið
nautnadýr að haim
sætti sig ekki við
annað en heitt
rennandi vatn og
góðar eldunarað-
stæður svo að hægt
sé að matreiða
góðan ítalskan
mat. „Það verður
að vera nóg af
góðu hráefni til að búa til ekta ítalska
rétti og að sjálfsögðu gott rauðvín, t.d.
gianti classico eða bella vista."
Stinga af með dömunni út
úr bænum, þangað sem eng-
inn veit... en hafa nóg af heitu
rennandi vatni og öðrum
lúxus.
Flosi Jónsson er kraftlyft-
ingarmaður og gullsmiður.
Hann er með verkstœði og
verslun, Gullsmíðastofuna
Skart í Hafnarstrœti áAk-
ureyri.
M
ér þykir ákaflega notalegt að
vera heima hjá mér, borða
góðan mat og hafa það
með fjölskyld-
•huggulegt
unni.“ Um helgar
byrjar Flosi dag-
inn, líkt og aðra
daga á því að fara
í sund. Þar syndir
hann 200 metrana
og ræðir við félag-
ana um daginn og ---
veginn, jafnt
heimsmáhn sem innanbæjarmál.
Börnin sofnuð, búið að redda
pössun, leiðast út með frúnni
og taka göngutúr um bæinn.
Flosi
segist vera hættur að æfa lyftingar um
helgar, hann sé raunar búin að saxa
þær niður í þrjú kvöld í viku í stað 5,
„maður þarf ekki meira þegar maður er
orðin svona gamall."
Á sunnudögum tekur hann oft lau-
fléttan bíltúr ásamt íjölskyldunni, þ.e.
frúnni og tveimur börnum, 4ra og 6 ára.
Flosi segir það til-
-.... ......... - heyra að gera
dagamun í mat
um helgar. Lambið
standi alltaf fyrir
sínu, hvort heldur
úr ofninum eða af
grillinu en hann er
að eigin sögn mjög
duglegur að grilla. Eftir kvöldmat finnst
honum voða notalegt að taka göngutúr
um bæinn með frúnni, þ.e. þegar þau fá
pössun.
Bára Sigurjónsdóttir hefur
selt kvenfatnað í áraraðir,
er með verslun sína Hjá
Báru á Hverfisgötu í
Reykjavík. Jafnframt sér
hún um rekstur Bíóbarsins
á Klapparstíg.
Um helgar vil ég helst vera heima
og njóta fullkominnar hvfldar,
hlusta á óperur og aðra klass-
íska tónlist, lesa bækin-, skáld-
sögur eða ævisögur,
hitta íjölskylduna
og gera huggulegt í
kringum mig.“ Bára
á tvo syni og fimm
barnabörn, þannig
að þegar allir koma í heimsókn þá er hún
með níu til ti'u manns hjá sér. Fjölskyldan
hittist ekki á ákveðnum tímum en þó er
alltaf vinsælt að koma í sunnudagssteik
öðru hverju og þá stendur hefðbundið
lambalæri, að hætti mömmu, alltaf fyrir
sínu.
Bára segir stressið fyrir helgarnar
mikið, það þarf að kaupa inn fyrir Bíó-
barinn og standa í Qármálaútréttingum.
„Sem betur fer er stutt á milli verslunar-
innar og barsins,
þannig að ég get
hlaupið á milli.“
Eftir öll hlaupin á
föstudögum þá er
Báru kærkomin
hvfld í helgunum.
Hún hefur aldrei stundað ákveðið félags-
líf eða annan reglulegan félagsskap enda
umgengst hún það marga í gegnum starf-
ið, „ég fæ nóg af slíku í vinnunni og vil
þess vegna hafa helgar og annan frítíma
lausan.“
Loka sig af, lesa góða bók og
hlusta á fallega tónlist.
Drífa Hjartardóttir er for-
seti Kvenfélagasambands
íslands og bóndi á Keldum
í Rangárvöllum, þar sem
hún, ásamt eiginmanni
sínum, er með kúabúskap.
Mér þykir náttúrulega alltaf best
að fjölskyldan sé saman um
helgar. Ég er mikið í félags-
málum
en ég reyni að hafa
laugardagana og
sunnudagana lausa
fyrir Qölskylduna."
Drífa og maður
hennar eiga þrjá
syni, sá elsti er
fluttur að heiman
en hinir tveir eru í
námi á Laugarvatni
og í Reykjavík. „Það
eru allir svo uppteknir á virkum dögum
að okkur finnst það skipta miklu máli að
geta verið saman um helgar. Við höfum
haldið þeim gamla sið að vera með
sunnudagsmat, þá gerum við vel við okk-
ur í mat og sitjum lengi yfir borðum og
spjöllum.“ Fjölskyldan horfir gjarnan
saman á sjónvarpið um helgar og sú hefð
hefur skapast að poppa og borða popp-
korn með sjónvarpinu á föstudagskvöld-
um. Það er farið Memma á fætur um
helgar, rétt eins og aðra daga, til að
mjólka kýrnar.
Drífa segir kýr vera
viðkvæmar fyrir
ókunnugum þess
vegna fari hún og
bóndi hennar ekki í
burtu nema synir
þeirra geti tekið að
sér mjaltirnar. „Við
megum ekki við að
kýrnar missi niður
nyt þar sem við
höfum okkar lifibrauð af mjólkurbú-
skapnum.“
Það verður ekki rólegt helgarlífið hjá
fjölskyldunni á Keldum nú um helgina. Á
morgun er nefnilega réttað í Reiðavatns-
réttum og þangað fara allir sem komast,
sveitungar, ættingjar þeirra og brottflutt-
ir. „Það verður mikill mannfagnaður og
ball fram eftir nóttu.“
Njóta samvista við fjölskyld-
una, fara í bfltúr og fá sér ís.
Borða saman sunnudagsmál-
tíð og horfa á góða mynd í
sjónvarpinu með fulla skál af
poppi.