Dagur - Tíminn - 20.09.1996, Síða 4

Dagur - Tíminn - 20.09.1996, Síða 4
16 - Föstudagur 20. september 1996 jOctgur-Œmrixm llmBúdcdcuiót Af skóreimamorðmgjum BJóhannes Sigurjónsson Bónda nokkrum varð það á á dögunum að drepa ref og kjafta síðan óskamm- feilinn frá í fjölmiðlum. Og skipti engum togum að ein alls- herjar hystería varð laus með þjóðinni við þessi válegu tíðindi. Tófuvinir landsins, sem allt í einu virðast telja tífalt félagatal Hins íslenska tófuvinafélags, hafa riðið röftum í ræðu og riti og skvett úr skálum reiði sinnar yfir bónda, sem eins og bændur tíðka gjarnan þegar þeir fyrir tilviljun mæta tófum á förnum heiðum, drap tófuna. Bændur á íslandi hafa sem sé um árabil drepið þær tófur sem þeir hafa til náð, með öll- um tiltækum tólum og aðferð- um. Þeir hafa drepið tófurnar af því að tófurnar drápu lömbin bændanna og bændur vilja sjálfir verða þeirrar ánægju að- njótandi að fá að drepa sín lömb og éta eða selja öðrum til matar. Af svipuðum hvötum, þ.e. efnahagslegum, drepa æðar- bændur minka, sjómenn seli, fiskverkendur svartbaka og kjúklingabændur rottur. En reyndar er það e.t.v. ekki fyrst og fremst drápið á um- ræddri tófu sem svo hrottalega hefur farið fyrir brjóstið á dýra- vinmn, heldur drápsaðferðin, „modus operandi" eins og Agat- ha Christie hefði orðað það. Bóndi var sem sé svo fyrir- hyggjulaus í göngutúr sínum glaðlegum með kærri íjölskyldu að vera ekki gyrtur skotvopn- um. Og hann brást við eins og byssulausir bændur gera alla- jafnan, er þeir af tilviljun rekast á tófur í sínum labbitúrum í náttúrunni og vilja vinna á dýr- inu, að hann notaði það sem hendi var næst, í þessu tilfeUi eggjagrjót og það djöfullega fót- heftandi morðtól, skóreimar konu sinnar! Vissulega er hægt að styðja þá lífsskoðun að það sé ekki fal- legt að drepa skepnur, og allra síst skepnur sem enginn hefur lyst á að leggja sór til munns. En skepnur eru drepnar hér á landi í massavís, ekki síst skepnur sem með líferni sínu skaða hagsmuni mannskepn- unnar eða geta með dauða sín- um aukið á hagsæld manna með einum eða öðrum hætti. Um það gætu vitnað milljónir sauðkinda ef þær mættu mæla og hefði ekki þegar verið slátr- að í áranna rás. Og skepnur hafa hingað til ekki verið spurðar hvort þeim hugnast betur að vera skotnar, svæfðar eða höggnar í hel með eggjagrjóti eftir að hafa verið fótheftar með skóreimum eigin- kvenna. Sjálfsagt láta þær sér slíkt í léttu rúmi liggja, enda niðurstaðan sú sama í öllum til- fellum - endanleg. En ef menn á annað borð vilja mótmæla harkalegri með- ferð á skepnum, þá eru tilefnin legíó á degi hverjum í landinu og skóreimamorð eins bónda á einni tófu tæpast þess virði að tala um, hvað þá að steypa stömpmn yfir í allsheijar for- dæmingu. Það er t.d. næsta víst að tófan sem féll fyrir hendi bóndans með skóreimarnar, hefur átt miklu hupplegri og hamingjuríkari ævi frammi í heiðanna ró en þúsundir refa og minka, sem frá blautu loð- dýrsbeini hafa þurft að dúsa í mðþröngum búrum til dauða- dags. Þar er sannarlega iila far- ið með skepnur og meiri ástæða tfi mótmæla en í þessu einstaka tilfelli. Og í smnar hefur verið held- ur illa farið með þann fagra og skynsama fisk laxinn, úr hverjum er vísvitandi murkuð líftóran á sem allra lengstum tíma og þykir karlmannlegt. Og þegar fiskurinn hefur verið píndur sem lengst, er honum veitt náðarhöggið með þar til gerðu barefli, já og nota bene, þegar slíkt er ekki tiltækt, með eggjagrjóti! Og hvað um litlu og ljúfu húsamýsnar sem kjarkaðar og borubrattar húsmæður leiða í viðurstyggilegar ostagildrur, ell- egar lúberja til dauða með kústsköftum og rabarbarasultu- sleifum? Hvar eru málsvarar músanna, hví láta þeir ekki í sér heyra í hæstaréttum fjöl- miðlanna? Nei, viðbrögðin við margum- ræddu tófudrápi eru auðvitað afar íslensk, sem sé með ólík- indum. Því flest er landsmönn- um betur gefið en að grunda málin, gaumgæfa þau frá öllum hliðum og setja í samhengi við það sem sambærilegt gerist í samfélaginu. Dæmigerð þjóðleg viðbrögð eru allajafnan að rjúka upp með offorsi og út- húða öllu og öllum að algjör- lega óathuguðu máli. Sem sé hin góðkunna vesturheimska aðferð að skjóta fyrst og spyrja svo. En gott og vel, skóreima- bóndinn hefur verið ákærður og málið mun hafa sinn gang. En vonandi verður þetta ekki fyrsta ákæran af þessu tagi og þeir sem kærðu verða örugg- lega samkvæmir sjálfum sér og halda áfram að kæra dýraníð- inga hvar sem til þeirra spyrst, þar með talda laxveiðimenn, meindýraeyða og síðast en ekki síst, hinar hroðalegu músmyrð- andi húsmæður þessa lands. GARRI Að breytast í græníriðung Morgunblaðið ymprar á athyglisverðu máli í leiðara í gær þar sem lagt er út af því að íbúar Sand- gerðis gerðu hvað þeir gátu til að koma villtum hval út úr höfninni hjá sér í stað þess að drepa einfaldlega skepnuna og nýta sér til matar. „Þetta minn- ir frekar á viðbrögð almenn- ings í ríkjum, þar sem hvalirn- ir eru taldir friðhelgar skepnur og eins konar tákn viðkvæmrar náttúru og umhverfis, en á við- horf gamallar hvalveiðiþjóðar," segir Moggi. Garri var satt að segja far- inn að hafa nokkrar áhyggjur af því að einhver þjóðarum- skiptingur væri farin að byggja þetta land. Þjóðin sem fyrir að- eins örfáum árum hataði fátt meira en Grænfriðunga virðist nú vera að breytast í einn alls- herjar grænfriðung. Hvala- skoðun er að leysa hvalveið- arnar af hólmi sem atvinnu- grein. Eftir eitt eða tvö ár mun andstaðan við hvalveiðarnar ekki koma frá meira eða minna spilltum fulltrúum smá- ríkja í Alþjóða hvalveiðiráðinu, heldur frá ferðamálafrömuð- um á íslandi, sem munu benda á að hvalaskoðun sé að skapa margfalt fleiri störf og fæða fleiri munna en takmarkaðar hvalveiðar muni nokkru sinni geta gert. Slík efnahagsleg rök fyrir því að gerast grænfrið- ungur eru skiljanleg og mjög í ætt við þjóðareðlið sem býður að menn séu til viðræðu um allt, ef neftóbak og brennivín er f boði. Dýraníðingsfrétt En skörin er heldur betur farin að færast upp í bekkinn í grænfriðun þjóðarinnar þegar kemur að því að drepa tófur. Bóndi í Svarfaðardal norður mun á dögunum hafa drepið tófu með þeim verkfærum sem hendi voru næst, skóreim og steini. Slíkur hversdagslegur atburður varð af einhverjum ástæðum að fréttaefni á frétta- stofu Ríkisútvarps á Akureyri, sem sá að úr málinu mátti búa til dýraníðingsfrétt, sem þeir og gerðu. Það var sem við mannin mælt að þjóðin gekk af göflunum í hneykslan yfir að verið væri að drepa litlar sætar tófur með svo frumstæðum hætti. Hefur einna helst heyrst að atgangur bóndans hafi ver- ið nánst afbrigðilegur. Lengst hefur gegnið í þeim efnum for- maður Tófuvinafélagsins, sem hefur raunar sjálfur þá óaf- brigðilega áhugamál að safna spendýratippum og stoppa þau upp. Tófuvinátta þjóðarinnar er, eins og hvalaástin, nýr eig- inleiki, sem þó er erfiðara að skýra en breyttar áherslur í hvalamálum. Engin efnahags- leg rök eru fyrir tófuvináttu eins og eru fyrir hvalavináttu. Svo virðist sem þjóðin hafi ein- faldlega tekið grænfriðun sína svo alvarlega að úr því græn- friðunin næði til hvala yrði hún líka að ná til refa. Þetta er þó mikill misskilningur því það er einmitt aðaismerki grænfrið- unar eins og hún hefur birst á undanförnum árum að vera ósamkvæm sjálfri sér. Þannig hafa þeir Grænu gjarnan ein- beitt sér að smærri málum eins og hvalveiðum á meðan önnur og stærri mál eins og mengun eru látin liggja á milli hluta. Siggi var úti Þjóðin getur því vel snúist gcgn hvalveiðum án þess að snúast gegn svarfdælskum bónda fyrir það eitt að drepa einhverja tófu. Garri mælir með því að menn haldi sig alfarið við efna- hagslegu rökin í þessum mál- um, enda vandséð hvar menn annars enda. Hvað t.d. með gæsaskytturnar, sem þessa dagana eru þúsundum saman að murka lífið úr gæsunum og öndunum eftir að hafa aðeins hálfdrepið fuglana með byss- unum sínum? Ætlar jijóðin að úthrópa þær? Nú ríöur á að rifja upp vísurnar úr visnabók- inni, um hann Sigga sem þorði ekki heim, og reyna að sjá fyrir sér hvað litla fallega tófan, sem menn eru að vorkenna gerir við litlu lömbin þegar hún læsir skoltunum í snopp- una á þeim og nagar til kveij- andi dauða. Garri.

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.