Dagur - Tíminn - 20.09.1996, Síða 7
jBagur-'CEmúmt
Föstudagur 20. september 1996 -19
MENNING O G LISTIR
Hólar, nýtt bók-
námshús Mennta-
skólans á Akureyri,
verður tekið í notk-
un á sunnudag.
Húspláss skólans
tvöfaldast og verður
það nú í samræmi
við þær kröfur sem
gerðar eru.
Miðrými Hóla er alls 600 m! og verður það m.a. nýtt sem samkomusalur
skólans.
Erum himmglöð með Höla
Við erum himinglöð með
Hóla,“ segir Tryggvi
Gíslason, skólameistari
Menntaskólans á Akureyri. Nýtt
og veglegt bóknámshús MA
verður tekið í notkun á sunnu-
dag og hefur það hlotið nafnið
Hólar. Með því er skírskotað til
hins forna Hólaskóla í Hjalta-
dal, sem skólinn rekur forsögu
sína aftur til.
Nafngiftir með sögu-
legri skírskotun
Byggingaframkvæmdir við
Hóla hafa staðið yfír í rösklega
tvö ár og að sögn Tryggva
Gíslasonar bætir húsið úr
brýnni þörf. Kennslurými um
það bil tvöfaldast; fer úr 2.700
m2 í um 5.400 m2 - og mun fyrst
nú fullnægja þeim viðmiðunar-
reglum sem gerðar eru um fer-
metrafjölda á hvern nemanda.
Einsog síðustu vetur verða um
600 nemendur við MA - og
verður sá nemendafjöldi
óbreyttur áfram.
Hólaskóli hinn forni var
stofnsettur árið 1106 af Jóni
Ögmundssyni biskupi, og er
annar af forverum MA. Hinn er
Möðruvallaskóli í Hörgárdal og
eitt þriggja bóknámshúsa MA
heitir einmitt Möðruvellir. Þess-
ar nafngiftir eru í samræmi við
orð Tryggva Gíslasonar; að í
Menntaskólanum á Akureyri
vilji fólk tengja saman bæði
gamla og nýja tímann.
Einfalt og stílhreint
Fyrsta skóflustungan að Hólum
var tekin 17. júní 1994. Arki-
tektar að byggingunni eru Ak-
ureyringarnir Gísli Kristinsson
og Páll Tómasson. Aðalverktaki
Iðnaðarmenn voru í gær að leggja
síðustu hönd á framkvæmdir við
Hóla, en húsið verður formlega
tekið í notkun næstkomandi
sunnudag.
ávarp. Tryggvi Gíslason flytur
setningarræðu sína sem skóla-
meistari og séra Bolli Gústavs-
son vígslubiskup blessar húsið.
Að athöfn lokinni verður gest-
um boðið að skoða Hóla og
fræðast um byggingasöguna.
-sbs.
við þessa framkvæmd var SS-
byggir, en íjölmargir aðrir eiga
hlut að máli í sérhæfðum verk-
þáttum. Heildarbyggingakostn-
aður er um 300 millj. kr. Segir
Tryggvi Gíslason að það sé vel
sloppið og kostnaður per. fer-
metra sé í engu óhófi. Það sé í
samræmi við að byggingin sé;
„...einföld, stflhrein og með
engum íburði," einsog hann
orðar það.
Hólar eru 2.700 fermetrar
að flatarmáli og tengigangur er
yfir í aðalbyggingu MA. Alls níu
60 m2 kennslustofur eru í Hól-
um, 300 m2 bókasafn, þar sem
verða fullkomnar margmiðlun-
artölvur og miðrými byggingar-
innar er 600 m2. Þá verður í
skólanum góð aðstaða fyrir
kennara - og fyrst nú fær hver
og einn þeirra sérstaka starfs-
aðstöðu.
Skólasetning og
vígsluathöfn
Skólasetningin á sunnudag - og
þá um leið vígsla Hóla - hefst
kl. 14:00. Knútur Otterstedt,
formaður bygginganefndar, af-
hendir Birni Bjarnasyni, ráð-
herra menntamála, húsið góða
- og ráðherra flytur síðan
Maren Eik Vignisdóttir er nemi við Menntaskóiann á Akureyri og hefur einnig unnið við byggingaframkvæmdirn
ar. Hér sést hún að störfum.
Tengibygging er milli Hóla og aðalbyggingar Menntaskólans á Akureyri og
hér sést eftir langhala þeim. Myndir: gs.
HRÍS/VI.UNDUR
- lyrir þig!
Qtíýr&ra en þíg grtmar
Tilboð
Þvottaoffli i k|. kr- Í00 pb.
Oxíord sukkuláúikex kr. 100 pk..
1/1 *>s kr. 100
100 á100