Dagur - Tíminn - 20.09.1996, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn - 20.09.1996, Blaðsíða 10
22 - Föstudagur 20. september 1996 jDitgur-X&nrám Mynd: GS Skólasetning MA Menntaskólinn á Akureyri verður settur í 117. sinn á sunnudaginn kl. 14. Við þetta tækifæri verður nýtt og veglegt skólahús formlega afhent. Húsið hefur hlotið nafnið Hólar enda rekur Menntaskólinn sögu sína til hins forna Hólaskóla. Skólasetningin verður á sal nýja hússins og mun Knútur Otterstedt, formaður bygginganefndar, af- henda Birni Bjarnasyn.i menntamálaráðherra, nýja húsið. Að lokinni skólasetningu verður gestum boðið upp á veitingar og þeim einnig gefinn kostur á að skoða sig um á Hólum og fræðast nánar um byggingasögu hússins. kastalanum 24. september, sem bera nafnið „Bít-slag 96“. Trommuleikur verður í aðal- hlutverki. Laugardagskaffi Kvennalistans Á morgun, 21. sept., heldur Kvennalistinn fyrsta Laugar- dagskaffi vetrarins að Austur- stræti 16, 3. hæð (gengið inn frá Pósthússtræti). Yfirskrift fund- arins er „Börn, klám og kyn- ferðisofbeldi" og mun Kristín Jónasdóttir segja frá nýlokinni ráðstefnu um það efni í Svíþjóð. Laugardagskaffi eru öllum opin og þeir sem láta sig velferð og réttindi barna einhverju varða ættu ekki að láta fundinn fram- hjá sér fara. Ólöf Oddgeirsdóttir sýn- ir í Gallerí Horninu Á morgun, laugardag, kl. 17 opnar Ólöf Oddgeirsdóttir sýn- ingu á olíumálverkum í Galleríi Horninu að Hafnarstræti 15. Sýningin ber yfirskriftina „Að nefna til sögunnar“. Sýning Ól- afar stendur til 9. október og verður opin alla daga kl. 11- 23.30. Á milli kl. 14 og 18 er gengið um sérinngang gallerís- ins, en á öðrum tímum í gegn- um veitingahúsið Hornið. Þrjár nýjar sýningar í Nýlistasafninu Á morgun, laugardag, kl. 16 opna Ólöf Nordal og Gunnar Karlsson sýningar í Nýlistasafn- inu, Vatnsstíg 3b í Reykjavík. Ólöf sýnir gifsskúlptúra í neðri sölum safnsins og á efri hæð málverk unnin úr sandi. Gunnar sýnir málverk á efstu hæðinni, unnin á þessu ári. Pýski listhópurinn Kunstcoop setur upp internetverk í Setu- stofunni og er yfirskrift þess „ARTWARPEACE sculpture plan“. Verk þeirra er einnig að- gengilegt gegnum netið á heimasíðunni: http:// www.foe- bud.org/kcoopawp/ lisland/isla.thm Sýningarnar eru opnar dag- lega frá kl. 14-18 og þeim Iýkur sunnudaginn 6. október. St. Matteus kórinn St. Matteus kórinn frá Stokk- hólmi heimsækir ísland og heldur hér þrenna tónleika, í Skálholti laugardaginn 21. september, Akureyrakirkju mánudaginn 23. september og í Digraneskirkju þriðjudaginn 24. september. Tónleikarnir heflast kl. 20:30. Módei á Kaffi Karólínu Á Kaífi Karólínu er til sýnis ijögur módelmálverk eftir Guð- mund Ármann. Mannslíkaminn hefur ætið verið miklvægt yrkis- efni myndlistarmanna, segir í fr éttatilkynningu. Flóamarkaður hjá Hjálpræðishernum Líkt og aðra föstudaga verður fióamarkaður Hjálpræðishers- ins við Hvannavelli opinn í dag kl. 10-17. Morgunfundur jafnaðarmanna Á laugardagsmorguninn kl. 10:00 ætla jafnaðarmenn að hittast í Deiglunni og rabba um pólitíska stöðu. Skákfélag Akureyrar Skákfélag Akureyrar heldur at- skákmót í dag og á morgun til að minnast 10 ára afmælis Skákheimilisins. Mótið hefst kl. 20:00 í kvöld. Félag eldri borgara Kópavogi Spiluð verður félagsvist að Fannborg 8 (Gjábakka) í kvöld, föstudag, kl. 20.30. Húsið öllum opið. Hana-nú í Kópavogi Vikuleg laugardagsganga Hana-nú í Kópavogi er á morg- un. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Nýlagað molakaffi. Risaeðlur Sýningin „Risaeðlur- leit að horfnum heimi“, verður opnuð í dag kl. 18. Sýningin er haldin á 1. hæð í tollhús- inu í Reykjavík (húsnæði Kolaportsins) og er gengið inn um sér- inngang frá Hafn- arbakk- anum. ingin stendur til 25. októbers og er opinn öllum frá klukkan 16:00- 22:00 en um helgar frá 10:00- 22:00. Sýnd verða hreyfilíkön af forsögulegum risaeðlum sem sýningarfyrirtækið Óravíddir ehf. hefur fengið hingað til lands frá bandaríska fyrirtæk- inu Dinamation International Inc. Styrktarfélags- tónleikar Á laugardaginn verða styrktar- félagstónleikar íslensku óper- unnar kl. 15:30 en þar koma þær Lia Frey-Rabine sópran- söngkona og Selma Guðmunds- dóttir fram. Á efnisskrá er tón- list eftir Richard Wagner auk þess sem ílutt verða fimm söng- lög eftir Giuseppi Verdi og fimm eftir Béla Bartok. Kvennalistinn Á laugardaginn heldur Kvenna- listinn fyrsta laugardagskaffi vetrarins að Austurstræti 16, 3. hæð. Yfirskrift fundarins er Börn, klám og kynferðisof- beldi“, og mun Kristín Jónas- dóttir segja frá nýlokinni ráð- stefnu í Svíþjóð. Samspil og Rúrek Hljóðfæraverslunin Samspil í samvinnu við Rúrek jasshátíð- ina mun halda tónleika í Loft- Mynd: GS Hjóladagur fjölskyldunnar * Asunnudaginn er jafndægur á hausti og þá standa landssam- tökin íþróttir fyrir alla fyrir hjóladegi íjölskyldunnar. Er fólk kvatt til þess að nýta sér hjóla- og göngustíga borgarinnar og fólk getur byrjað að hjóla hvenær sem er á milli 11:00-14:00. Uppl. s-5813377. JPk TL jr einhornsritara finnst hvimleitt þegar \/| pastaréttir sem fást í búðum eru r J. ▼ ióætir vegna sósu- og majóneslöðurs. Bakkarnir litlu sem Matur og mörk eru með eru svo sannarlega þessu marki brenndir. Væri ekki ráð að hafa sósuna sér? fH-J ngir sjálfstæðismenn vilja selja alla skapaða hluti... Þekkja, spara, má ei mergð, manneskjan skal vera, hver annarrar hrís og sverð, hún er bara til þess gerð. ...Þeir hljóta að hafa ort þetta, græðgin er svo mikil. Snúumst til varaar Sá sem þetta skrifar sat nýlega aðalfund Samtaka sveitarfélaga á Norður- landi vestra. Ýmis málefni héraðsins voru þar rædd og kom m.a. fram að hér- aðshöfðingar Norðlendinga vestra telja að frekari at- vinnuuppbygging við Faxa- flóa þýði byggðaröskun í dreifbýlinu almennt. Því sé fullt tilefni til að snúast til varnar og sóknar í allar áttir. Voru á fundinum þjóðþrifamál í atvinnumál- um nefnd til að standa stóriðjuverum á sporði. Efling landbúnaðar, iðnað- ar og fiskvinnslu var nefnd - sem handverksiðnaður. Góðra gjalda vert „Þetta er allt góðra gjalda vert og vissulega eru hug- myndir margar og fjöl- breytilegar. En oft skortir á að þær séu ígrundaðar eða hugsaðar til enda - þannig að þeim megi hrinda í framkvæmd,“ sagði Jón Magnússon forstöðumaður Byggðastofnunar á Sauðár- króki á þessum fundi. Sagði hann ennfremur að brýnt væri að sveitarstjórn- ir mörkuðu sér stefnu með hvaða hætti standa skyldi að atvinnuuppbyggingu á þeirra vegum. Byggöastefnan er vandamál Þegar sveitarstjórnarmenn á Austurlandi komu saman nýlega sagði Trausti Vals- son arkitekt að eitt stærsta vandamál dreifbýlisins á íslandi fælist í orðinu byggðastefna. Það ofnotaða orð stuðlaði að úlfúð milli borgar og byggða og skemmdi fyrir. Nauðsyn væri að gefa spilin uppá nýtt. Ennfremur sagði Trausti að fráleitt væri að vinna gegn byggðaröskun, því eðlilegasti hlutur í heimi væri að fólk veldi sér búsetu eftir aðstæðum og kröfum tímans. Að tálga tréhesta Svo segist pistlahöfundi dagsins að margir vilji í laumi kveða Lilju Trausta Valssonar. Það er ekkert eðlilegra en að fólk velji sér búsetu eftir aðstæðum og kröfum tímans og því er venjubundið málæði um byggðaröskun heldur hjá- róma. Það er jafnframt augljóst að fá meðul lands- byggðar standa ofurkrafti höfuðborgar á sporði, hvort heldur er litið til at- vinnu- eða félagslegra yfir- burða hennar. Að minnsta kosti er handverksiðnaður kvenna í dreifbýli léttvæg- ur á metum samanborið við stóriðjuframkvæmdir. Það bjargar ekki lands- byggðinni að tálga út tré- hesta. Umsjón: Sigurður Bogi Sœvarsson.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.