Dagur - Tíminn - 20.09.1996, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn - 20.09.1996, Blaðsíða 11
|DagurJ9lTOmttT Föstudagur 20. september 1996 - 23 FÍNA FRÆGA FÓLKIÐ Nýgift gella! Naomi Campbell gifti sig í laumi Ofurfyrirsætan Naomi Campbell gifti sig í laumi fyrr í þessum mánuði ef marka má fréttir í breskum blöðum. Sá heppni heitir Luca Orlandi og er moldríkur ítalsk- ur tískuhönnuður. Naomi, 26 ára og Luca, 32 ára, hafa verið saman í tvo mánuði eða síðan hún hætti með landa hans Gi- anni Nunnari. Naomi sagði fyrst frá leyndarmálinu fyrir tveim- ur vikum þegar fyrirsætan Eva Iferzigova og trymbillinn Tico Torres gengu í það heilaga en hún bað vinkonur sínar að þegja yfir tíðindunum þar sem hún og Luca hefðu ekki sagt foreldrum sínum frá gifting- unni. Vinur hennar A.J. Benza gat þó ekki þagað. „Naomi sagði mér að nú væri hún gift kona og þyrfti að haga sér vel og fara heim í faðm eigin- manns síns,“ segir Benza. Sam- kvæmt fréttum þá gengu þau upp að altarinu á Mauritius. Naomi var eitt sinn trúlofuð Adam Clayton úr U2 en þau slitu trúlofuninni fyrir tveimur árum. Hnefaleikakappinn Mike Tyson gæti þurft að dúsa fangelsi á ný eftir að hann horfði aðgerðarlaus á fé- laga sína berja starfsmann í bílageymslu. Fréttir herma að boxarinn ógurlegi hafi setið glottandi í eðalvagni sínum á meðan menn úr fylgdarliði hans lumbruðu á bílavörslu- manninum vegna rispu á BMW bifreið sem einn félaga Tyson á. Vegfarandi sem varð vitni að atburðinum segir svo frá: „Peir börðu og spörkuðu í hann miskunnarlaust. Tyson var með bjánalegt bros á vör, rétt eins og hann væri hreykinn af félög- um sínum.“ Fulltrúi lögreglu segir að aðgerðarleysi boxarans sé hreint og klárt brot á skil- orði hans. Ef skilorðsfulltrúi hans er þeim sammála þarf Ty- son sennilega að klára sjö ára dóm sinn bak við lás og slá en hann hlaut þann dóm fyrir að nauðga fegurðardrottningunni Desiree Washington. Tyson í vanda Maðurinn með járnhnefann, Mike Tyson, er enn og aftur búinn að koma sér í bobba. Ofurfyrirsætan Naomi Campbell er gengin út. Harraleik- urinn heldur áfram Gamla goðið Marlon Brando hefur gengið í gegnum ýmislegt og nú er enn einn harmleikurinn kominn upp í íjölskyldu leikar- ans. Sonur hans, Christian, hef- ur setið í fangelsi undanfarin ár fyrir morð á elskhuga systur sinnar, Cheyenne, fyrir nokkr- um árum. Cheyenne framdi sjálfsmorð á síðasta ári en hún hefur þjáðst af þunglyndi síðan ódæðið átti sér stað. Nú er það kærasta Christians sem hefur reynt að fremja sjálfsmorð. Fyr- irsætan Christine Chapman, 34 ára, gleypti lófafylli af pillum á dögunum en hún komst undir læknishendur í tæka tíð og lífi hennar var bjargað. Kunnugir segja að Chapman hafi reynt að svipta sig lífi vegna þess að hún var búin að fá nóg af brjálæðis- köstum kærastans. Christian hefur nú látið sig hverfa og ekkert til hans spurst. í nokkra daga en Chapman hefur verið útskrifuð af spítalanum. Teitur Þorkelsson skrifar Frumkvæði rátt fyrir breytt hlutverk kynjanna eimir enn eftir af þeirri hefðbundnu skoðun að konur eigi ekki að eiga frumkvæðið. Víst á ijöldinn allur af karlmönnum líka erfitt með að eiga frumkvæðið en þeir þurfa þó allavega ekki að yfirstíga hefðina því samkvæmt henni á frumkvæðið að vera þeirra. Mannfólkið er alltaf að burð- ast með hugmyndir um að svona eigi ekki að gera og ótta við hvað hann eða hún haldi um þetta og hitt. En sannleikur- inn er sá að aukið frumkvæði, bæði að kynlífi og í kynlífi, að gera það sem mann langar virkilega til hefur undraverð áhrif. Það á við bæði í ástarlíf- inu og á dansgólfinu að best er að frumkvæðið komi jöfnum höndum frá báðum aðilum. í stað þess að bíða eftir því að einhver bjóði manni upp í dans velur maður sjálfur sinn dans- félaga og lagið sem dansa á við, allt eins og maður vill hafa það. Ef þú veist hvað það er sem þú vilt og þorir að segja hvað það er, fá þér það sem þig lang- ar í, lyftir það kynlífinu upp á æðra stig. Elskendur hljóta allt- af að vilja leysa úr læðingi leyndustu langanir hvors ann- ars og njóta þeirra saman. Því eru yfirgnæfandi líkur á því að það veki ómælda hrifningu hins aðilans ef þú gerir einmitt það sem þig hefur alltaf langað til að gera. Stórstjarnan Marlon Brando stóð með Christian syni sínum þegar hann var dæmdur fyrir morð. Nú er hann laus úr haldi og enn sami vandræða- gemsinn. Atvmna ■ AtvttHnt Mi/inna Prentsmiðir! Dagsprent hf. óskar eftir að ráða prentsmið í um- brot. Viðkomandi þarf að hafa góða þekkingu í Quark- XPress. Vaktavinna. Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og prentsmiðju- stjóri í síma 462 2422. Starfskraftur óskast Reglusamur og iðinn starfsmaður óskast f texta- vinnslu og til afgreiðslu- og sendistarfa. Umsóknir leggist inn á afgreiðslu blaðsins, Strandgötu 31, Akureyri, merkt „Textavinnsla" og þar eru veittar all- ar nauðsynlegar upplýsingar.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.