Dagur - Tíminn - 24.09.1996, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn - 24.09.1996, Blaðsíða 2
Jlagur-'ðlœmm 2 - Þriðjudagur 24. september 1996 Heiti Potturinn Iheita pottinum var um lítið annað rætt en vaxtahækk- un Seðlabankanns. Voru menn á einu máli um að nú væri fengin endanleg sönnuu þess að stjórnarherrarnir væru ger- samlega dottnir úr tengslum við lífið í landinu. Hvar er þessi þennsla sem þeir eru svo hræddir við? Eru það bíla- kaupin sem mest eru upp á krít? Eru það utanlandsferðim- ar sem aðeins hluti lands- manna getur veitt sér? Það er ekki öll vitleysan eins. w Iheita pottinum bárust leik- húsmál einnig í tal en nú mun vera að störfum nefnd hjá Leikfélagi Reykjavíkur sem undirbýr hátíðahöld vegna væntanlegs stórafmælis fé- lagsins. í nefndinni eru allir fyrrum leikhússtjórar LR undir forsæti fyrrum forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur. Spurningin sem menn vilja fá svar við er sú hvort Viðar Egg- ertsson sé í nefndinni. Ef einhver stétt kom vel út úr launadeilu ríkisins og heimilislækna á dögunum þá voru það hjúkkur. Allt í einu þurftu þær að gera mikið af þvf sem læknar höfðu áður gert og núna þegar læknar koma aftur til starfa eru þær ekkert endilega á því að ganga aftur til baka. Þær benda rétti- lega á að ef þær gátu þetta meðan á uppsögnum stóð þá geti þær það áfram. Þetta gæti líka komið sér vel í næstu kjarasamningum hjúkrunar- fræðinga. í pottinum fylgjast menn spenntir með framhald- inu. Rafiðnaðarsambandið Reykjavík Seðlabankinn hefur vaxtasvipuna á loft Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðar- sambands íslands telur ekki ólíklegt að framkomin vaxtahækkun Seðlabanka sé liður í þeirri viðleitni stjórn- vaida að nota vextí og kannski seinna meir ein- hverja skatta sem skiptimynt í komandi kjarasamningum. Nema ef vera skyldi að Seðla- bankinn og stjórnvöld sé með þessu að sýna vaxtasvípuna með þeim skilaboðum til verkalýðsfélaga að halda sig á mottunni í kröfugerðum sínum, ella muni launafólk fá vaxtahækkun í bakið. Formaður Rafiðnaðarsam- bandsins segir að þótt félags- menn hefðu getu til þess að loka fyrir starfsemi orkufyrir- tækja og fjarskipta með verk- föllum og fjármagnað þær að- gerðir með 200 miljón króna verkfallsjóði, þá hefði niður- staðan á kjaramálaráðstefnu RSÍ í Ölfusborgum um sl. helgi verið í þá átt að stígandi lukka væri best í þessum efnum. í því sambandi horfa menn m.a. til þess að ná fram 15% - 18% kaupmáttaraukningu á næstu þremur til fjórum árum. Sú stefna er svipuð þeirri og raf- iðnaðarmenn lögðu áherslu á við gerð núgildandi kjarasamn- inga. Til kynna þetta sjónarmið og heyra í almennum félags- mönnum vítt og breitt um land- ið, hefur RSÍ boðað til funda- herferðar sem gefst í Keflavík á morgun, miðvikudag. Guðmundur segir að það sjóði á félagsmönnum úti í ráðamenn þjóðarinnar sem klifa sífellt á því að launafólk verði að sýna ábyrga afstöðu í sínum kröfum á sama tíma og þeir skara eld að sinni köku og m.a. með 60 þúsund króna hækkun mánaðarlaun sl. haust. Hann segir að þetta fari afar ílla í félagsmenn og því hefðu þær raddir heyrst á kjaramála- ráðstefnunni að það væri raf- iðnaðarmönnum fyrir bestu að gera slífiðnaðar- mönnum fyrir bestu að gera slíkt hið sama. Það hefði hins- vegar ekki orðið niðurstaðan þótt næg tilefni væru til að gera það með vísun til þess sem ráðamenn þjóðarinnar hafa aðhafst í sínum kjaramálum. -grh Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambands ísiands: Stígandi lukka er best í kjara- málum þótt rafiðnaðarmenn geti lokað orkufyrirtækjum og skrúfað fyrir fjarskipti með verkföllum og fjármagnað þau með vænum verkfallsjóði. Úr Djöflaeyjunni, sem sýna á í byrjun október. Fræðslu- miðstöð um 5 millj- ónir Kostnaður vegna undir- búnings stofnunar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur vegna yfirtöku grunnskólans nemur tæplega 4,9 mil|jónum króna, sam- kvæmt yfirliti borgarhagfræð- ings í Reykjavík, vegna fyrir- spurnar borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins. Kostnaðurinn er í grófum dráttum sundin-liðaður þannig að kostnaður vegna verkefnis- stjóra á árunum 1995 og 1996 er rösklega 3,8 milljónir hvar af rúmlega 2,5 milljónir eru laun og launatengd gjöld. Kostnaður vegna nýs fræðslustjóra á tíma- bilinu apríl—júní var 810 millj- ónir. Djöflaeyja á réttum tíma Fyrirtæki Friðriks Þórs Friðrikssonar, íslenska kvikmyndasamsteypan, varð fyrir nokkru tjóni um helg- ina þegar brotist var inn í húsa- kynni fyrirtækisins á Hverfis- götu. Þaðan var stolið tölvu með mikilvægum göngum í tengslum við nýjustu mynd Friðriks, Djöflaeyjuna, sem fyr- irhugað er að frumsýna í byrj- un október. Að sögn starfs- manns á skrifstofu Kvikmynda- samsteypunnar er talíð líklegt að unnt verði að frumsýna myndna á fyrirhuguðum tíma þótt ekki náist í gögnin. -BÞ FRÉTTAVIÐTALIÐ Hjúkrunafræðingar styrkjast Ásta Möller formaður Félags íslenskra hjúkrunarfrœðinga Uppsagnir lækna styrktu hjúkrunarfræðinga faglega * nýútkomnu Tímariti hjúkrunarfræð- inga ræðir formaður félagsins, Ásta Möller, um þau áhrif sem uppsagnir heilsugæslulækna höfðu á störf hjúkrun- arfræðinga. Sem kunnugt er jókst álag á þá til mikilla muna þegar læknar hurfu frá störfum. Ásta varpar í pistli sínum fram nokkrum hugmyndum varðandi breytingar á skipulagi heilbrigðiþjónustu sem hún segir „hafa fengið vængi“ þegar röskun varð á starfsemi heilsugæslu- stöðva. - Telur þú að verkfallið hafi orðið til þess að styrkja stöðu hjúkrunarfræð- inga? „Það sem ég á við er, að alltaf þegar verður röskun á störfum vegna verkfalla, uppsagna eða einhvers slíks, þá verður það tilefni til þess að endur- skoða vinnubrögð. Þarna dettur heii sétt út og sama gerðist í verkfalli sjúkraliða árið 1994. I báðum þessum tilvikum standa hjúkrunarfræðingar einir eftir til að leysa úr þeim verkefnum sem fyrir liggja. Þeir ná annari yfirsýn yfir þau störf sem liggja fyrir og meiri viðsýni. Af- leiðingin er sú að þeir styrkjast í sínu hlutverki. Meðan á uppsögnum lækna stóð voru t.d. hjúrunarfræðingar sums staðar einir um að stýra heilsugæslu- stöðvum og sáu að þeir gátu alveg gert það. Allt sem breytir út af vananum ger- ir það að verkum að fólk fer að skoða hiutina upp á nýtt, til hagsbótra fyrir heilbrigðisþjónustuna. Það er því alveg rétt að ein afleiðing uppsagna lækna var sú að hjúkrunar- fræðingar styrktust faglega. Ég bendi hjúkrunarfræðingum á að þeir ráði ekki við það þegar aðrar stéttir fara í verkfall en þeir geta ráðið því að það sé unnið já- kvætt úr hlutunum. Þá á ég ekki við að það séu eingöngu hjúkrunarfræðingar sem koma vel út úr því heldur sé þetta til hagsbóta fyrir heilbrigðisþjónustuna. - Uppsagnirnar hafa þá kannski sýnt fram á að það hafi verið kominn tfmi til að endurskoða þessi mál? „Það á alltaf að endurskoða starfsemi heilbrigiskerfisins. Tfmarnir breytast svo hratt og margt sem breytist á hverju ein- asta ári og hefur áhrif á þjónustuna, t.d. ný tækni en einnig þekking heilbrigis- starfsmanna svo og þekking skólstæðing- anna. Þjónustan þarf því alltaf að vera í stöðugri endurskoðun en verkföll og uppsagnir geta flýtt fyrir breytingum. Ég heyri t.d. frá sjúkrahúsum að í þessari deilu hafi orðið ákveðnar breytinmgar til góðs á starfseminni, t.d. á móttökudeild- um.“ - Þú óttast ekki að upp komi tog- streita milli stétta innan heilbrigiskerfis- ins ef staða hjúkrunarfræðinga styrkist? „Ég held að allar fagstéttir hljóti að horfa á breytingar út frá hagsmunum heildarinnar, hagsmunum skólstæðing- ana. Ef hægt er að sýna fram á að ein- hverjar breytingar komi skólstæðingum til góða þá á það ekki að leiða til tog- streitu milli starfshópa. í þessari deilu voru það hjúkrunarfræðingar sem upp- lifðu þörfina fyrir breytingar en lækn- arnir voru úti og upplifðu þetta ekki á sama hátt. Það reynir því á hjúkrunar- fræðinga að sýna fram á þörfina fyrir breytingar.“ - Þú kemur með þá hugmynd að kannaður verði möguleikinn á að hjúkr- unarfræðingum verði veitt takmarkað leyfi til lyíjaávísana. „Hjúkrunarfræðingum var falin sú ábyrgð að meta hvort sjúklingur ætti að halda áfram á tilteknu lyfi, án þes að fá völd til að taka ákvörðun um það. Þau völd voru í höndum apótekara sem með- al annars skrifuðu lyfseðla samkvæmt upplýsingum frá hjúkrunarfræðingum. Ég hef alltaf'sett fyrirvara við það að fela fólki ábyrgð án þess að völd til þess að framkvæma fylgi með. Þetta finnst mér dæmigert fyrir kvennastóttir. Mór finnst að þetta eigi alltaf að fara saman. Ef heilbrigisyfirvöld treystu hjúkrunarfræð- ingum til að meta þetta, af hverju er þá ekki skrefið stigið til fulls og þeim falin völdin til að gegna þessari ábyrgð. Það gæti verið rétt ákvörðun af hagkvæmnis- ástæðum að veita hjúkrunarfræðingum takmarkað leyfi til lyfjaávísana, ekki síst úti á landi. Hjúkrunarfræðingar meta nú þegar þörf fyrir ýmis lyf, t.d. í mæðra- vernd, ungbarnaeftirliti og heimahjúkr- un. Ég varpa þessum hugmyndum fram til að koma af stað umræðu. Ég geri ekki ráð fyrir að við förum í einhverja herferð til að sækja fram í þessum málum. En við hljótum að þurfa umræðu um þau.“ HA

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.