Dagur - Tíminn - 24.09.1996, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn - 24.09.1996, Blaðsíða 3
,íDctgur-(Etmmn Þriðjudagur 24. september 1996 - 3 F R É T T I R Stöð 3 Dæmið gekk ekki upp Forráðamönnum Stöðv- ar 3 tókst ekki það ætl- unarverk sitt að safna 300 miljónum króna í hlutafé fyrir framhalds- aðalfundinn sem hald- inn var í gær. Af þeim sökum var ekki kjörinn ný stjórn eins og stefnt hafði verið að. Hinsveg- ar kláruðu menn aðal- fundinn eins og til stóð. að tekur bara lengri tíma fyrir suma að vinna úr sínum málurn," segir Gunnar M. Hansson stjórnar- formaður Stöðvar 3 aðspurður um ástæður þessa. Hann segir allt opið varðandi nýja hluthafa og telur allt eins líklegt að menn muni leita að nýjum íjár- festum á öðrum miðum en menn hafa verið á. Hann segir að næstu dagar verði nýttir til hins ítrasta til að klára dæmið og í framhaldi af því verða gerðar þær breytingar sem taldar eru nauðsynlegar um leið og nýir hluthafar koma inn. Hann vill ekki gefa upp hversu mikið vantar uppá 300 miljón króna hlutafjársöfnunina að öðru leyti en því að það sem á vantar er aðeins „brot af heild- arupphæðinni." Stjórnarformaðurinn sagði að það hefði ekkert komið upp sem gefur tilefni til að ætla að hugsanlegir hluthafar hefðu einhverja van- trú á því að fjárfesta í sjónvarpsstöðinni. Hann segir að þegar menn eru búnir að vinna sína heima- vinnu, þá verður boð- að til hlutahafafundar hjá Stöð 3. -grh GunnarM. Hansson stjórnarformaður Stöðvar 3 „ Vil ekki gefa upp hversu mikið vantar uppá 300 miljón króna hlutafjársöfn- unina „Ljótt mál“ Benóný Ásgrímsson, þyrluflugmaður hjá Landhelgisgæslunni, segir að þeir sem frömdu skemmdarverkið á Ijósabúnaði við þyrlupallinn utan við Sjúkrahús Reykjavíkur um helgina, ættu að gera sér grein fyrir því að pall- urinn hafi bjargað mannslífum og að ekki sé hægt að lenda þyrlunni af ör- yggisástæðum fyrr en Ijósabúnaðurinn hefur verið lagfærður. „Ljótt mál, maður er alveg gáttaður á þessu. Þetta hefur áður verið gert og þá gátum við ekki lent fyrr en búið var að gera við. Það stendur til að setja upp eftirlits- og öryggiskerfi fyrir framan spítalann til að reyna að sporna við skemmdarverkum af þessu tagi, en það er sárt til þess að vita að menn þurfi að leggja út í slíkan kostnað fyrir jafn sjálfsagðan hlut og að fá að hafa öryggisljós í friði,“ sagði Benóný. -BÞ/Mynd: Gva Verkalýðsmál Sameiníng samtaka launafólks ekki útilokuð Ögmundur Jónasson formaður BSRB og þingmaður AB og óháðra Nái verkalýðshreyjing- in saman um slefnu í atvinnu-, skatta- og velferðarmálum mun það hafa mjög mikil áhrif á alla stjórn- málaþróun í landinu. Forystumenn í Alþýðu- sambandi íslands, Banda- lagi starfsmanna ríkis og bæja, Bandalagi háskóla- manna og Kennarasam- bands íslands telja mikil- vægt að efla og stuðla að áframhaldandi samvinnu þessara samtaka launa- fólks og útiloka ekki sam- einingu þeirra síðar meir. Þetta kemur m.a. fram í BSRB-tíðindum. • • gmundur Jónasson, for- maður BSRB, segir að það sem verið sé að ræða á þessu stigi máls sé m.a. um þá vinnu sem unnin er á vegum þessara samtaka, hin ýmsu tæki sem einstök samtök hafa til ráðstöfunar og umræður og vettvang þar sem hugsanlega verða teknar sameiginlegar ákvarðanir í ýmsum stórum málum. Auk þess sé þetta spurning um rekstur, en með aukinni samvinnu og sameigin- legri nýtingu á að vera hægt að ná fram sparnaði og hagræð- ingu. ..Ég er sannfærður um að ef verkalýðshreyfingin nær saman um stefnu í atvinnu-, skatta- og velferðarmálum, þá er mikið unnið fyrir allt uppbyggingar- starf félagsailanna í landinu fyrir næstu ár. Nái menn saman um grundvallarstefnu í þessum efnum, þá mun það hafa mjög mikil áhrif á alla stjórnmála- þróunina í landinu,“ segir for- maður BSRB og þingmaður Al- þýðubandálags og óháðra. Hann Ieggur þó þunga áherslu á að markmiðið með því að efla og styrkja samvinnu samtaka launafólks þar sem sameining er ekki útlokuð, sé ekki að sam- eina einhverja pólitíska flokka. Þaðan af síður um ýmislegt sem kann að gerast í „te- bollanum þennan eða hinn daginn" eða „hver sé með hverjum inní í einhverjum þingflokkum eða eitt- hvað af því tagi.“ Ögmundur telur einnig brýnt fyrir lýð- ræðisþróunina í land- inu að efla verkalýðs- hreyfinguna sem mót- vægi við vald atvinnu- rekenda og til að veita stjórn- völdum hverju sinni nauðsyn- legt aðhald. Hann segir að þessar þreifingar eigi ekkert með miðstýringu að gera vegna þess að það sé sjálfstæð ákvörð- un hverju sinni hvernig menn beita sér í kjarasamningum og verkfallsvopninu. -grh Ifoss Bæjarmála- punktar • Meirihluti bæjarráðs Sel- foss samþykkti á fundi fyrir helgi að hefja undirbúning framkvæmda við sundhöll- ina í bænum. Stefnt er að því að gera nýja 25 metra útilaug, vaðlaug og heita potta, rennibraut, gufubað og sólbaðs- og leikaðstöðu úti við. Meirihlutinn sam- þykkti að skipa byggingar- nefnd og stefnir að því að bjóða verkið út. Bæjarráð vill að verkinu verði lokið í maí á næsta ári, en þá verð- ur hálfrar aldar afmæhs bæjarins minnst. • Bæjarráð samþykkti að fela starfshópi að undirbúa byggingu nýs grunnskóla á Selfossi. Starfshópinn skipa bæjarstjóri, formaður skóla- nefndar og skólastjóri Sandvíkurskóla. • Samþykkt að leggja bund- ið slitlag á veg um lóðina við Austurveg 11, eins og bæn- um er skylt að gera sam- kvæmt samkomulagi við eigendur Austurvegar 11. Húsavík Framhaldsskólar undír niöurskuröarhnílinn Heimdallur Einka- væðing strax! Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík vih að ríkis- stjórnin einkavæði ríkisbankana, ÁTVR, Póst og síma og fleiri rík- isfyrirtæki sem fyrst. Þetta kem- ur fram í ályktun, sem sam- þykkt var á aðalfundi félagsins nýlega. Heimdallur leggur sér- staka áherslu á að skyldugreiðsl- ur almennings til Ríkisútvarps- ins verði afnumdar og stofnunin síðan seld einkaaðilum, fyrst Rás 2 og Rfldssjónvarpið. Eina rétta leiðin að jafnrétti kynjanna felst í frjálsri sam- keppni einstaklinga á markaði, segir einnig í ályktun Heimdall- ar. Niðurskurður er boðaður í rekstri þriggja lítilla framhaldsskóla á lands- byggðinni, én með þeim hætti hyggst menntamálaráðuneytið ná fram 15 millj. kr. sparnaði. Það eru skólarnir á Húsavík, Laugum í Reykjadal og á Nesj- um í Austur-Skaftafellssýslu sem eru undir komnir undir niðurskurðarhnífinn. „Við hugsum ekki afleiðing- arnar af þessu til enda og mun- um berjast gegn þessu á hæl og hnakka. Nóg er búið að skera niður samt og þessu verður mótmælt," sagði Guðmundur Birkir Þorkelsson, skólameist- ari á Húsavík í samtali við Dag Tímann. Fyrirhugað er að skerða framlög til skólans á Laugum nið- ur um 20%, sem þýðir fækkun um tvo í kenn- araliði skólans. Þá mun kennslustundum nemenda fækka um tvær á viku, en í skól- anum eru ahs um 100 nemendur. Skóhnn á Nesjum er ámóta fjöl- mennur og niðurskurður verð- ur svipaður umfangs. Á Húsa- vík verður skorið niður sem nemur þremur kennarastöðum - og kennslumagn verður skert um 18,50%. Skólameistarar þriggja áður- nefndra skóla voru kallaðir á fund hjá menntamálaráðherra í síðustu viku, þar sem þeim var kynntur niðurskurður þessi. Guðmundur Birkir Þorkelsson sagði að á fundi þessum hefði hann nefnt að ef til viU væri af- farsælla að skera niður í stofn- framkvæmdum menntamála og kvaðst halda fast í þá skoðun sína, enda hefðu ráðuneytis- menn sagt að slíkar fram- kvæmdir væru allar samnings- bundar. Guðmundur Birkir tel- ur það ekki vera rétt, þar sem framkvæmdir og samningar um íjárveitingar byggist aUir á fjár- lögum sem afgreidd eru fyrir eitt ár í einu. -sbs. Niðurskurður er boðaður í rekstri þriggja framhalds- skóla, en með þeim hætti á að ná fram 15 millj. kr. sparnaði.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.