Dagur - Tíminn - 24.09.1996, Page 4

Dagur - Tíminn - 24.09.1996, Page 4
4 - Þriðjudagur 24. september 1996 íDítgur-©nttrat F R É T T I R vís Það er engin panik á okku r Bfönduós Bæjarmála- punktar • Bæjarráð Blönduóss hefur samþykkt að taka tilboði Steypustöðvarinnar vegna urð- unarreinar upp á 500 þúsund. • Fegrunarnefnd hefur veitt eigendum Urðarbrautar 14, þeim Hrefnu Kristófersdóttur og Jakobi Svavarssyni, viður- kenningu fyrir fallega og vel hirta lóð. Einnig fékk leikskól- inn Barnabær viðurkenningu fyrir öflugt starf að umhverfls- fræðslu hjá yngstu kynslóðinni. • Bygginganefnd hefur sam- þykkt að vinna við deiliskipu- lag fyrir gamla bæjarhlutann hefjist sem fyrst og að auglýst verði eftir skipulagsarkitekt til samstarfs. • Bygginganefnd hefur sam- þykkt að sækja ekki um leyfi til bygginga á félagslegum íbúð- um. • Erling Ólafsson, skólastjóri, mætti á fund bæjarráðs á dög- unum. Upplýsti hann m.a. að nemendur grunnskófans í vet- ur verða 166 og að sórkennslu- þörf í skólanum er um 55 stundir á viku. Á fundinum var rætt um þörf á meira samstarfi milli leikskóla og grunnskóla. • Bæjarstjórn hefur samþykkt að setja upp þrjár hraðahindr- anir og er byggingafulltrúi að vinna að málinu, m.a. að afla upplýsinga um reynslu ann- arra sveitarfélaga af gerð þeirra og staðsetningu. Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð e 5 af 5 0 6.724.179 2.W4 132.670 3.4afS 117 7.820 4. 3af5 3.810 560 Samtals: 10.303.399 Upplýsingar um vinningstölur fást einnig i simsvara 568-1511 eða Grænu númeri 800-6511 og i textavarpi á síðu 451. að er engin panik á okkur“, sagði Örn Gúst- afsson markaðsfulltrúi hjá Vátryggingafélagi íslands, spurður hvort hann gæti ekki reiknað með talsverðri fækk- un viðskiptavina þegar FÍB er nú farið að bjóða þriðjungs lækkun á ábyrgðartrygging- um bifreiða. „Við eigum engin afgerandi svör við þessu að svo komnu, enda var maður rétt að fá þetta í hendur. Þetta er auðvitað veruleg breyting frá því sem verið hefur miðað við þau dæmi sem þeir sýna. En við munum bara fara yfir þetta og skoða það í rólegheitunum og átta okkur á því hvernig það blasir við okkur og okkar viðskipta- mönnum," sagði Örn. Margir viðskiptavinanna geta t.d. staðið frammi fyrir því að missa þann afslátt sem Mjölverksmiðja hefur verið rekin undanfarin 15 ár á Hvammstanga Tjónatíðni í ábyrgðar tryggingum hér um 10% á ári eða um tvöfalt meiri en víða annars staðar. tryggingafélögin veita af heild- arpökkum ef þeir taka bílana út úr dæminu, því bíllinn sé mikill lykill í öllum svona pökkum. Hjá VÍS segir Örn að slíkur af- sláttur geti t.d. numið allt að 35% af heildariðgjöldum í F +, eða jafnvel tugum þúsunda króna. Þannig að niðurstaðan gæti hugsanlega farið í mínus, þegar allt væri upp gert. „Þetta er því flókið mál sem þarf að skoða,“ sagði Örn. Það breytist heldur ekki mik- ið í bílatryggingum á næstu vik- og reksturinn gengið heldur brösulega. Kari Sigurgeirs- son, framkvæmdastjóri, segir að í upphafi hafi verið tekin röng stefna með því að ætla að vinna bæði fiskimjöl og kjötmjöl, eða sláturúrgang, því þegar á reyndi fengust ekki vinnsluleyfi. „Framleiðslan hefur verið allt að 60 tonn á mánuði af mjöli sem er vinnsla úr allt að 300 tonnum en nýtingin er um 20%. Nú fáum við rækjuhrat frá aðeins tveimur verksmiðjum, Hvammstanga og Blönduósi, því aðrar verksmiðjur eru ekki með vinnslu. í verksmiðjuna voru í upphafi keyptar vélar úr bræðsluskipi og eru orðnar nokkuð gamlar og um gufu- þurrkun að ræða. Um síðustu áramót gerðum við samning við RARIK mn kaup á umframorku og framleiðum nú gufuna með rafmagni. Það jók raforkunotk- un á Hvammstanga um 50%,“ sagði Karl Sigurgeirsson. Reiknað er með að verk- smiðjan skili hagnaði á yfir- standandi ári, en hagnaðurinn verður notaður til frekari upp- byggingar. Þörf er á húsi yfir hráefnismóttökuna, allt að 300 fermetrum, sem einnig gæti að hluta til orðið mjölgeymsla. um. Þótt endurnýjun trygginga sé farin að jafnast nokkuð yfir árið þá sé aðalendurnýjunin ennþá 1. mars. „En það eiga margir eftir að hringja í okkur og spyrja hvað við ætlum að gera. Ög við gerum eitthað.“ Örn segir það ekkert svo marga einstaklinga sem valdi öllum þeim milljarðatjónum sem verða í umferðinni ár hvert. „Tjónatíðnin í ábyrgðar- tryggingum er að meðaltali um 10% á ári, þ.e.a.s. 10. hver bfll sem lendir í árekstrum eða slysum - sem er svona tvisvar sinnum meira en maður sér víða erlendis. Enda kalla menn það árekstur eða umferðar- óhapp ef þeir setja smá bólu á stuðarann. Menn virðast hér búnir að gleyma því af hverju hann er kallaður stuðari. En þessu er öðruvísi farið víða í Evrópu." Siglfirðingum, Hólm- víkingum og Drang- nesingum boðin hirð- ing á rækjuhrati í stað þess að varpa því í höfnina, segir Karl Sigurgeirsson, fram- kvæmdastjóri. Karl segir að rækjuverksmiðj- unni Pólum hf. á Siglufirði ásamt Hólmvíkingum og Drangsnesingum hafi verið boðið samstarf um hirðingu hratsins, en öllu hrati á þessum stöðum er varpað í höfnina, en um er að ræða verksmiðjur sem framleiða úr 10 þúsund tonnum af hráefni á ári, þ.e. um 3.500 tonn fara beint í höfnina. Vegna mikillar íjarlægðar verksmiðj- anna frá Hvammstanga, eða allt að 200 km, getur verk- smiðjan ekki staðið ein undir hráefniskostnaði, en flytja verð- ur hráefnið annan hvern dag til að viðhalda ferskleikanum. Verkmiðjunum var boðin afnot af skiljum til að aðskilja hratið frá vatni en engin viðbrögð hafa enn orðið við tilboðinu. GG Akureyri Sólveig fær vinnustofu Samkvæmt samningi hafnarstjórnar og Eimskips skal húsið fjarlægt eftir 24 mánuði. Menningarmálanefnd Ak- ureyrar hefur samþykkt að styrkja Rafveitu Ak- ureyrar um 80 þúsund krónur til að innrétta vinnustofu fyrir höggmyndlistarmanninn Sól- veigu Baldursdóttur. Um er að ræða gömlu toppstöðina á Odd- eyri norðan vörugeymslu Eim- skips, en gera þarf nokkrar ráðstafanir, t.d. að ryk berist ekki út af vinnustofunni. Nokkrar umræðiu' urðu um ágæti þess að styrkja Rafveit- una til þessa verks, ekki síst í ljósi þess að Hafnarstjórn Akur- eyrar og Eimskip hafa undirrit- að samning um afnot Eimskips af umræddu svæði til bygginga- framkvæmda og skal gamla toppstöðin íjarlaigð fyrir árslok 1998. Þórarinn B. Jónsson (D) sagði þessa ákvörðun menning- armálanefndar í hæsta máta óeðlilega, betra væri að verja þessu fé til varanlegrar vinnu- aðstöðu og með þessu væri Qár- mimum skattborgaranna kast- að á glæ. GG íslensk málnefnd Enska í auglýsingum ✓ slensk málnefnd biður fjöl- miðla og auglýsendur að at- huga sinn gang varðandi auglýsingar um kvikmyndasýn- ingar eða leigu myndbanda. Nefndin segir að svo virðist að þessar auglýsingar séu birt- ar að mestu eða öllu leyti á er- lendu máli, langoftast ensku. Einnig virðist það vera venja að heiti kvikmynda séu látin óþýdd. Vísar nefndin í sam- keppnislög þar sem segir: „Auglýsingar, sem höfða eiga til íslenskra neytenda, skulu vera á íslenskri tungu.“ HA Athuga- semd Beðist er velvirðingar á því að nafn Ara Skúlasonar, framkvæmdastjóra ASÍ, féll niður við grein í blaðinu á laugardag. Ari skrifaði um Kór- eu, mannréttindamál og ís- lenska viðskiptasendinefnd. A Kópavogsbær Umsóknir um félagslegar W íbúðir fyrir aldraða Auglýst er eftir umsóknum um félagslegar íbúðir fyrir aldraða. Um er að ræða 2ja og 3ja herbergja íbúðir í fjölbýlishúsi. Þeir einir koma til greina sem uppfylla eftirfarandi skil- yrði: 1. Eiga ekki íbúð eða samsvarandi eign. 2. Eru innan tekju- og eignamarka Húsnæðisstofnunar ríkisins. 3. Sýna fram á greiðslugetu sem miðast við að greiðslubyrði lána fari ekki yfir viðmiðunarmörk sam- kvæmt ákvæðum laga nr. 58 1995 og reglugerðar sem í gildi verður þegar úthlutun fer fram. Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu Húsnæð- isnefndar Kópavogs, að Fannborg 4, sem er opin frá kl. 9-15 mánudaga-föstudaga. Umsóknarfrestur er til 10. október 1996. Allar frekari upplýsingar veitir húsnæðisfulltrúi mánu- daga, miðvikudaga og föstudaga, frá kl. 11-12 í síma 554 5700. Húsnæðisnefnd Kópavogs. Mjölverksmiðjan ehf. á Hvammstanga. Mynd. kb ' Reiknað með rekstrarhagnaði

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.