Dagur - Tíminn - 24.09.1996, Side 6
Aldrei farið hærra hlutfall
teknanna í hráefni og laun
Það hlutfall teknanna
sem frystingin hefur í
annað en hráefnis- og
launakostnað minnkaði veru-
lega árið 1995 og er nú orðið
nær helmingi minna heldur
en f upphafi áratugarins, eða
tæplega 16% samkvæmt
rekstraruppgjörum Þjóðhags-
stofnunar og rekstrarskilyrð-
um núna í ágúst s.l.
Frá 1987—94 fóru jafnan
um 70—77% heildartekna
frystiiðnaðarins til greiðslu
þessara tveggja stóru kostnað-
arliða, en 23-30% voru eftir í
annan rekstrarkostnað og
hagnað þegar best lét. Á síðasta
ári lækkaði þetta hlutfall niður í
tæp 21% og miðað við núver-
andi rekstrarskilyrði er það
komið niður í tæplega 16%,
sem áður segir, og lfldega aldrei
verið lægra. Enda útkoman
húrrandi tap.
Hlutfall launakostnaðarins af
heildartekjum frystingar hefur
aðeins einu sinni á síðasta ára-
tug (1988) orðið hærra heldur
en í fyrra og aldrei eins hátt og
nú. Hráefniskostnaðurinn hefur
samt hækkað miklu meira og er
nú orðinn um 7% hærri heldur
en að meðaltali á árunum
1987-1994, þ.e. á því tímabili
síðan fiskmarkaðir hófu starf-
semi hér á landi. Á þessu átta
ára bili fóru jafnan á bilinu
47% til tæplega 54% til greiðslu
hráefniskostnaðar (um 51% að
meðaltali). Á síðasta ári fór
hráefniskostnaðurinn síðan vel
yfir 55%. Að sögn Þjóðhags-
stofnunar hefur hráefniskostn-
aður aldrei verið hærra hlutfall
af tekjum botnfiskvinnslunnar
en árið 1995, svo líklegt er að
það eigi líka við um frystinguna
sem slíka. Síðan hefur það enn
hækkað og nálgaðist 58% í
frystingunni m.v. rekstrarskil-
irði núna í ágúst s.l.
í laun og launatengd gjöld
fóru 23-25% af tekjum frysting-
arinnar á uppgangsárunum
1987/89, en það hlutfall
lækkaði síðan yfirleitt í 21-22%
næstu fimm ár þar á eftir. Á
síðasta ári hækkaði launahlut-
fallið aftur upp undir 24%.
Núna í ágúst var launahlutfallið
komið vel yfir 26%, sem er
langhæsta hlutfall á umliðnum
áratug a.m.k.
Frystingin þarf því um þess-
ar mundir rúmlega 84% af
heildartekjum sínum til
greiðslu þessara tveggja kostn-
aðarliða, í stað tæplega 74% að
meðaltali á árunum 1987-
1994.
Þá er eftir að greiða allan
Hlutfall af tekjum frystingar 1987-1996
launakostnaður
annan rekstrarkostnað, svo afurðalánum, samtals kringum
sem umbúðir, flutninga, orku, 20% af tekjum m.v. núverandi
viðhald og fleira, auk vaxta af rekstrarskilyrði. Tapið er þann-
ig orðið meira en 4% áður en
kemur að afskriftum og reikn-
uðum vöxtum af stofnfé.
Flæmingjagrunn I Sjávarútvegur
Hafnbann á Nýfundnalandi
vofir yfír f slendingum
Kiginljíírhlutrall hækkar
Kanadastjórn íhugar al-
varlega að beita áhrif-
um sínum til að fá ís-
lendinga til að halda sig inn-
an ramma samþykktar árs-
fundar NAFO, Norðvestur-Atl-
antshafsfiskveiðinefndarinn-
ar, um sóknarstýringu á
Flæmingjagrunni utan lög-
sögu Nýfundnalands, en þau
ríki sem samþykktu sóknar-
stýringu hafa látið í veðri
vaka að þau séu sátt við að
íslensk stjórnvöld ákveði
7.000 tonna rækjukvóta á ís-
lensk skip á Flæmingja-
grunni.
íslendingar samþykktu sem
kunnugt er ekki ákvörðun
NAFO-fundarins um sóknar-
stýringu en sjávarútvegsráð-
herra hefur tilkynnt að kvótaút-
hlutun komi sterklega til
greina. Líklegt má telja að
rækjuafli íslenskra skipa verðu
allt að 25 þúsund tonn á þessu
ári.
Þau „vopn“ sem Kanada-
menn geta m.a. beitt er að setja
hafnbann á íslensk skip á
Flæmingjagrunni sem mundi
þýða að þau þurfi að sigla til ís-
lands til löndunar að loknum
veiðitúr, en það er liðlega 5 sól-
arhringa sigling aðra leiðina,
eða svipað og í Smuguna í Bar-
entshafi. Shkt dregur að sjálf-
sögðu bæði úr veiði og gerir
veiðarnar óhagkvæmari.
Þorleifur Pálsson, fram-
kvæmdastjóri Ilrannar hf. á
ísafirði, sem gerir út aflaskipið
Guðbjörgu ÍS-46, sem hefur
verið á veiðum á Flæmingja-
grunni síðan í byrjun marsmán-
aðar, segir ljóst að ekki verði
hægt að veiða svona frjálst til
lengdar á þessum slóðum og
allt útlit sé fyrir að íslendingar
setji einhliða kvóta á sín skip en
þá sé spurningin hversu stór
hann verður og hvernig honum
verði skipt, hvaða veijireynsla
verður tekin til viðmiðunar. Það
sé kannski vafamál hvort Kan-
adamenn sætta sig við þá
kvótasetningu og falli frá
áformum um hafnbann á ís-
lensk skip.
Þorleifur segir að aflinn á
Guðbjörginni hafi verið viðun-
andi að undanförnu, en skipið
landaði síðast 4. september sl.
230 tonnum í Argencia og hefur
veitt um 1.400 tonn á árinu.
Iðnaðarrækjan hefur aðallega
farið til vinnslu hjá rækjuverk-
smiðjunni Strýtu hf. á Akureyri.
Næsta löndun Guðbjargar er
áætluð 10. október, en Þorleifur
segir síðan óákveðið með fram-
hald veiðanna en þessi mikla
sókn skipsins í ár á
rækjumiðin á
Flæmingj agrunni
skapi því aukna
hefð og meiri kvóta
komi til úthlutunar
hans.
Bessi ÍS-410 frá
Súðavík landaði í
gær í Argencia um
150 tonnum af
rækju en iðnaðar-
rækjan af skipinu
hefur farið á upp-
boðsmarkað hérlendis vegna
þess að rækjuverksmiðja Frosta
hf. í Súðavík var skylduð á sín-
um tíma af úrskurðarnefnd sjó-
manna og útgerðarmanna til að
greiða 118 kr/kg fyrir iðnaðar-
rækjuna vegna þess að ekki
náðist samkomulag milli áhafn-
ar Bessa ÍS og Frosta hf. um
verð. Nú hefur náðst samkomu-
lag, um 70 kr/kg, og kemur iðn-
aðarrækjan af Bessa ÍS nú til
vinnslu í Súðavík.
GG
Eiginfjárhlutfall í sjávarút-
vegi hækkaði verulega á
síðasta ári, eða úr 21% í
hátt í 26% að meðaltali í þeim
171 fyrirtæki sem voru í úrtaki
Þjóðhagsstofnunar á afkomu
fyrirtækja bæði árið 1994 og
árið 1995. Að sögn Þjóðhags-
stofnunar hækkuðu óreglulegar
tekjur þessara fyrirtækja um-
fram gjöld um 1,7 milljarða á
síðasta ári (um 10 milljónir að
meðaltali á hvert fyrirtæki),
vegna sölu fastafjármuna og
varanlegs kvóta. Árðsemi eigin
fjár þessara 171 úrtaksfyrir-
tækja var næstum 26% að með-
altali á árinu, eða næstum þre-
falt meiri en meðaltal annarra
Til að styrkja markaðsþátt
íslenskra sjávarafurða hf.
og yfirstjórn þess mun
Höskuldur Ásgeirsson, fram-
kvæmdastjóri Iceland Seafood
Ltd. í Evrópu, taka við stöðu
framkvæmdastjóra markaðs- og
sölusviðs íslenskra sjávaraf-
urða af Sæmundi Guðmunds-
syni aðstoðarforstjóra. Þessi
breyting kemur til framkvæmda
í byrjun næsta árs og eftir það
verður Höskuldur ábyrgur fyrir
sölu- og markaðsmálum ÍS á
öllum mörkuðum.
Sæmundur mun hinsvegar
helga sig alfarið starfi sínu sem
atvinnugreina í úrtakinu, sem
skiluðu rúmlega 9% arðsemi
eigin fjár.
Rekstrartekjur þessara fyr-
irtækja námu hátt í 60 milljörð-
um í fyrra, sem var tæplega 5%
hækkun frá árinu áður. Hlutfall
hráefniskostnaðar hækkaði
töluvert (úr 29,7% í 31,2%), en
þar á móti lækkaði launakostn-
aðurinn (úr 28,3% í 27,7%),
þannig að samanlagt námu
þessir tveir liðir tæplega 59%
rekstrarteknanna á síðasta ári.
Hagnaður af reglulegri
starfsemi úrtaksfyrirtækjanna
var 2,3% af rekstrartekjum á
árinu og hækkaði einungis ör-
lítið frá árinu á undan. - HEI
aðstoðarforstjóri og starfa náið
við hlið Benedikts Sveinssonar
forstjóra við daglega stjórnun
og eftirlit með rekstri.
Höskuldur Ásgeirsson var
forstöðumaður söluskrifstofu
Iceland Seafood Ltd. í Bou-
logne-sur-Mer í Frakklandi á
árunum 1987-1992. Hann hef-
ur framkvæmdastjóri Iceland
Seafood Ltd. frá því í desember
1992 verið með aðsetri í Hessle
í Englandi auk þess að vera
ábyrgur fyrir svæðisskrifstofum
ISL í Þýskalandi og Frakklandi.
-grh
Mikil sókn Guðbjargar ÍS á
Flæmingjagrunni skapar
skipinu aukna hefð og meiri
kvóta komi til úthlutunar
hans, segir Þorleifur Páls-
son, framkvæmdasfjóri
íslenskar sjávarafurðir
Styrkari yfírstjórn