Dagur - Tíminn - 24.09.1996, Side 7

Dagur - Tíminn - 24.09.1996, Side 7
|Dagur-®tmitm Þriðjudagur 24. september 1996 - 7 ERLENDAR FRETTIR Ísland/Svíþjóð Alþjóðavæðingiii kailar á samstöðu smærri svæða Göran Persson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, er staddur hér á landi í opinberri heimsókn. Asameiginlegum blaða- mannafundi Perssons og Davíðs Oddssonar forsæt- isráðherra, sem haldinn var í gærmorgun í Ráðherrabústaðn- um við Tjarnargötu, sagði Pers- son m.a. að Svíþjóð myndi ekki tala sérstaklega máli íslands, ekki frekar en annarra Ianda, innan Evrópusambandsins. Hins vegar væru sum mál þess eðlis að þau snertu Norðurlönd- in í heild og í þeim málum ættu íslendingar og Norðmenn sér vitanlega málsvara innan ESB þar sem eru Svíþjóð, Finnland og Danmörk. í framhaldi af orðum Davíðs Bretland Öryggisnet á Internetið B resk nýjung gæti komið í veg fyrir útbreiðslu kláms á Internetinu. Breska ríkisstjórnin kynnti í gær tillögur um ráðstafanir til þess að koma að einhverju leyti í veg fyrir útbreiðslu kláms á Internetinu. Ætlunin er að koma upp símamiðstöð, sem ganga á undir nafninu „Safety- Net“, þar sem fólk getur hringt inn og bæði kvartað undan og tilkynnt um klámefni eða annað ólöglegt efni á Internetinu. í framhaldi af því verður öllum þjónustuaðilum Internetsins í Bretlandi sendar upplýsingar um umrætt efni þannig að þeir geti ekki borið fyrir sig van- þekkingu sinni á því efni sem miðlað er á netinu. Ólöglega efnið verður flokk- að niður eftir innihaldi, og síð- an verður hægt að leita uppi hvaðan efnið er komið á netið og það þurrkað út - ef viðkom- Bretland Komið í veg íyrir sprengju- árás frá IRA Breska lögreglan lét til skarar skríða í fyrrinótt gegn frska lýðveldishern- um og réðst til inngöngu á all- marga staði í London og Sus- sex þar sem grunur lék á um að liðsmenn IRA hefðu bækistöðv- ar. Einn maður lést í London eftir að lögreglan hafði skotið á hann, og fimm manns voru handteknir. Annað manntjón varð ekki. 10 tonn af sprengi- efnum voru gerð upptæk, auk fjölda skotvopna og tækjabún- aðar til sprengjugerðar. Allt bendir til þess að með þessum aðgerðum hafi lögregl- an komið í veg fyrir sprengju- árás IRA sem verða átti á næstunni. -gb andi þjónustuaðili óskar eftir því að það verði gert. Fyrirtæki sem miðla efni á netinu hafa jafnan borið fyrir sig að þeim sé gjörsamlega ómögulegt að leita uppi ólöglegt efni innan um allan þann ara- grúa sem berst um tölvukerfið hjá þeim á degi hverjum. Með tilkynningakerfi því sem nú er ráðgert að setja upp verður þessi afsökun ónýt og gagnast ekki sem vörn ef til lögsóknar kemur. -gb Heimild: The Daily Telegraph. Oddsonar á fundinum, um það að hér á landi hafi verið ótti um að ísland og Noregur gætu ein- angrast í Norðurlandasamstarf- inu eftir að Svíþjóð og Finnland gengu í ESB, benti Persson á það að eftir því sem alþjóða- væðing á sviði efnahags- og stjornmála yrði viðameiri sprytti upp meiri þörf fyrir samstöðu milli smærri heilda, og Norðurlandaríkin stæðu þar vel að vígi því samstaða milli þeirra er rík frá fornu fari. Peim grunni megi ekki varpa fyrir róða því í alþjóðlegu um- hverfi er jafnvel enn meiri þörf fyrir samstöðu af þessu tagi en áður, að mati Perssons. Göran Persson tók við for- sætisráðherraembætti Svíþjóðar af Ingvari Carlsson . sl. vor. Hann hefur lagt sérstaka áherslu á að koma ríkisQármál- um Svíþjóðar í betra horf með aðhaldsaðgerðum sem verið hafa umdeildar í Svíþjóð. Hann sagðist á fundinum í gær ekki telja að aðhald í ríkisíjármálum þýði endalok velferðarkerfisins. Velferðarkerfið eins og það hef- ur verið byggt upp á Norður- löndunum sé dýrmætt og mörg önnur Evrópulönd öfundi okkur af þeim árangri sem náðst hef- ur á þessu sviði. Og þótt öll Norðurlöndin hafi mátt ganga í gegnum efnahagskreppu á síð- ustu árum þá hafi alls staðar tekist að halda í öll meginatriði velferðarkerfisins. Heimsókn Perssons hefur staðið yfir frá því á laugardag. Meðal annars fór hann í ferð upp á Vatnajökul á sunnudag í dhl Á Akureyri NÚ BÆTUMVIÐ ENNVIÐ ÞJÓNUSTU OKKAR á Akureyri og afhendum fyrir hádegi. HAFIÐ SAMBANDVIÐ STARFSMANN OKKAR ÞAR, Jóhann G. Jóhannsson, í síma 898 0494. Við stöndum vió skuidbindingar þinar Person og Davið Oddsson á fundi með blaðamönnum í Ráðherrabústaðn- um í gær. fylgd með Davíð Oddssyni for- af landi brott fyrir hádegi í dag, sætisráðherra. Persson heldur miðvikudag. -gb Greiðendur þungaskatts Munið að álestrartímabil vegna 3. gjaldtímabils 1996 erfrá 20. september til 10. október. Verið tímanlega og forðist áætlanir og aðrar álögur. Upplýsingar um álestraraðila er að finna á baksíðu nýju akstursbókarinnar. Þeir sem ekki hafa þegar sótt akstursbækur geta fengið þær hjá álestraraðilum. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.