Dagur - Tíminn - 25.09.1996, Síða 16

Dagur - Tíminn - 25.09.1996, Síða 16
jnagur-ítttmttt Miðvikudagur 25. september 1996 Borgarhólsskóli einsetinn Miklar byggingafram- kvæmdir hafa staðið yf- ir við Borgarhólsskóla á Húsavík um nokkurra ára skeið. Fyrir örfáum árum var viðbygging tekin í notkun sem hýsir bókasafn og stjórnunar- aðstöðu auk rýmis ætlað Tón- listarskóla Húsavíkur en mikið og náið samstarf hefur verið milli þessarra tveggja skóla, Borgarhólsskóla og Tónlistar- skólans og það fyrirkomulag að þeir séu í sama húsnæði auð- veldar samstarfið mikið. Nú hefur enn verið byggt við og er efsta hæð þeirrar nýbygg- ingar tekin í notkun á þessu hausti. Á hæðinni eru sex kennslustofur og með tilkomu þeirra er í fyrsta sinn nægjan- legt rými í skólanum til að ein- setja hann. Þá hafa þær breyt- ingar á eldra húsnæðinu verið gerðar að nýtt og fullkomið skólaeldhús var innréttað og leysir það af hólmi gamla eld- húsið sem var frá 1960 þegar elsti hluti skólans var byggður. Halldór Valdimarsson skóla- stjóri segir að nú á þessu hausti hafi verið brotið blað í sögu skólans þar sem einsetning hafi orðið að veruleika í fyrsta sinn. Sú breyting á störfum ræstinga- fólks, sem gerð var í fyrra, að sjá jafnframt um gangavörslu og aðstoð við nemendur segir Halldór að skipti verulegu máli svo að einsetningin geti gengið vel fyrir sig. Alls m'u manns í slíkum blönduðmn störfum eru nú auk kennara við vörslu bæði inni og úti þannig að aðstæður hafa gjörbreyst hvað þetta varðar. Alls eru 426 nemendur í Borgarhólsskóla á þessum vetri í 20 bekkjardeildum. GKJ Húsavík Sex nýjar kennslustofur voru teknar í notkun á þessu hausti og er ein þeirra búin 14 tölvum, sem gjörbreytir að- stöðunni við tölvukennslu. Mynd: gkj Gestum á „Opnu húsi“ í matvöruversluninni Matbæ K.Þ. var boðið upþá kaffi og kökur meðan spjallað var um kosti og galla í rekstri verslunarinn- ar. Mynd: GKJ Húsavík Hvað segir viðskiptavmuriim? Sú nýbreytni átti sér stað á dögunum að matvöruversl- un Kaupfélags Þingeyinga, Matbær, boðaði til almenns fundar í versluninni sjálfri utan opnunartíma þar sem fólk átti þess kost að spyrja verslunar- stjóra og markaðsfulltrúa um hvaðeina svo og koma sínum skoðunum á framfæri við þá. Um þrjátíu manns mættu á fundinn og þótti viðstöddum hafa vel til tekist og framtakið gott. Ásgeir Baldurs markaðs- stjóri upplýsti viðstadda um til- ganginn með kaupum Kaupfé- lags Þingeyinga á versluninni Þingey fyrr á árinu, en mark- miðið væri að vera þar með takmarkaða þjónustu en halda verði í lágmarki, aftur á móti yrði þjónusta í Matbæ eins og hún hefur alltaf verið og þar af leiðandi alla jafna hærra verð en í K.Þ. Þingey. Tilboð sem af og til eru í gangi í Matbæ yrðu áfram eins og verið hefur og þess vegna gætu verð í Matbæ stundum verið lægri tímabund- ið. Allmargir fundargestir báru fram fyrirspurnir og komu skoðunum og kvörtunum sínum á framfæri. Ásgeir Baldurs sagðist ánægður með fundinn og kvartanir hefðu að sínu mati ekki verið margar. Hann sagði hugmyndina að „Opnu Húsi“ í Matbæ komna frá formanni Húsavíkurdeildar K.Þ., Hafliða Jósteinssyni, sem hann bar upp á deildarfundi í fyrra og nú hefði hugmyndinni verið hrint í framkvæmd og menn hefðu al- mennt verið ánægðir með út- komuna. GKJ Þrj ár undir sama þaki Umhverfisráðherra, Guð- mundur Bjarnason, tók formlega í notkum sl. sunnudag nýtt húsnæði að Hafnarstræti 97 á Akureyri fyr- ir embætti Veiðistjóra og setur Náttúrufræðistofnunar íslands á Akureyri, sem heyra undir umhverfisráðuneytið, og skrif- stofu CAFF á íslandi, sem er al- þjóðleg stofnun, með því að klippa á borða utan inngangs- ins við Gilsbakkaveg. Með opn- un húsnæðisins opnast um leið gönguleið frá göngugötunni í Hafnarstræti upp á Skessunef, þ.e. við inngang hússins við Gilsbakkaveg. Upphaflega hafði verið gert ráð fyrir gönguleið af þessu tagi gegnum hús sem risi við Hafnarstræti 103, en af þeim byggingarframkvæmdum hefur enn ekki orðið. Úr þessu nýja húsi hefur ver- ið gerð göngubrú yfir í húsnæði Heilsugæslustöðvarinnar á Ak- urcyri og þar með tryggt betra aðgengi að stöðinni en verið hefur, ekki síst með tilliti til nýrrar lyftu í húsinu. Umhverf- isráðherra gat þess að árið 1991 var undirritað á Ítalíu samkomulag átta þjóða um um- hverfisvernd á Norðurslóðum, en einn þáttur þess er verndun gróðurslífs á Norðurslóðum, en CAFF er fastanefnd sem sett var á laggirnar og lagði ísland fram boð um að hýsa skrifstof- una, sem var tekið, en fyrst um sinn verður skrifstofan í eitt ár hérlendis, en gangi reksturinn vel eru allar líkur á að starf- semi skrifstofunnar verði áfram á Akureyri. GG Akureyri Hörður Kristinsson, grasafræðingur og forstöðumaður seturs Náttúrufræðistofnunar íslands á Akureyri, Ásbjörn Dagbjartsson, líffræðingur og veiðistjóri, og Snorri Baldursson, líffræðingur og framkvæmdastjóri skrifstofu CAFF, sýndu með táknrænum hætti að gott samstarf mun verða með þessum stofnunum með því að taka lagið saman, og m.a. sungu þeir „Siggi var úti með ærnar í haga“. Mynd-.GG

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.