Dagur - Tíminn - 15.10.1996, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn - 15.10.1996, Blaðsíða 11
11 - Þriðjudagur 15. október 1996 íDagur-Œmrám I Þ R l KNATTSPYRNA KA-menn áfram Grindavík Þór ÍA Breiðablik 3 1 2 266:275 2 3 0 3 232:261 0 3 0 3 193:256 0 3 0 3 211:278 0 Gottaðfá tækifæri Það var gott að fá svona tækifæri. Þjálfarinn próf- aði að nota mig og það virkaði vel fyrir liðið. Ég er mjög sáttur við minn hlut, því ég er bara búnn að æfa með liðinu í hálfan mánuð og er ekki kominn í mitt besta form, en þetta gekk, enda er sjálfstraust- ið í lagi,“ sagði Jakob Jónsson. „Fyrri hálfleikur var mjög illa spilaður hjá okkur. í leikhléi tók þjálfarinn okkur í gegn og við ákváðum að gera okkar besta, enda viljum við komast til útlanda í 2. umferðinni." VUImæta Bidasoa s Eg var ekki ánægður með fyrri hálfleikinn. Varnar- leikurinn var ekki til stað- ar og markvarslan ekki heldur. Vörnin small síðan saman í síð- ari hálfleiknum og við nýttum okkur það vel hvað vörn þeirra opnaðist mikið, eftir að þeir byrjuðu að taka úr umferð. Jakob (Jónsson) kom sterkur inn og Ray (Gutierrez) varði vel í síðari hálfleik. Það var samt næstum ófyrirgefanlegt að missa ijögurra marka forskot niður í jafntefli. Við fengum færi til að stinga þá af en við gáfum þeim möguleika á að komast inn í leikinn og það hefði getað farið illa,“ sagði Al- freð Gíslason, þjálfari KA. „Ég vil komast til Spánar næst, það væri gaman að mæta gamla félaginu mínu, Bidasoa. En ef það yrði, þyrftum við að spila frábærlega til að eiga möguleika." Spennan var i fyrirrúmi í KA-heimilinu um síðustu helgi, í leikjum Akureyrar- liðsins gegn svissneska liðinu Amiticia frá Zurich. Báðir leikir liðanna voru æsispennandi og þeim lyktaði báðum með jafn- tefli, þeim fyrri 27:27 og þeim síðari 29:29. Liðin skoruðu því hvort um sig 56 mörk. KA- menn gátu fagnað sigri, þar sem fleiri mörk voru skoruð í leiknum á sunnudagskvöldið sem taldist heimaleikur sviss- neska liðsins. Það voru því fleiri mörk á útivelli sem fleyttu Ak- ureyrarliðinu áfram í Evrópu- keppni bikarhafa. Síðari leikurinn var langt frá því vel leikinn af hálfu KA- manna og sérstaklega fór h'tið fyrir varnarleik og markvörslu. Skyttur Amiticia fengu að at- hafna sig í ró og næði og það var alltaf á brattann að sækja fyrir KA. Dönsku dómararnir Jensen og Smith, leyfðu mjög fastan varnarleik og það nýtti svissneska liðið sér vel á meðan að varnarmenn KA reyndu lítið að fara út á móti stórskyttum svissneska liðsins. Amiticia leiddi nær allan fyrri hálfleik, en munurinn var yfirleitt ekki Reynsluleysi Við erum ekki með nógu reynslumikið lið og ég held að það hafi ráðið úr- slitum. Við höfðum ekki nógu mikla orku eftir að við lentum undir og það reyndist erfitt fyrir okkur að spila gegn áhorfend- unum. Ég vil samt sem áður óska KA til hamingju með sig- urinn og vona að þeim gangi vel í keppninni," sagði Banfro Tettey, aðalmarkaskorari Amit- icia, eftir síðari leikinn gegn KA. meiri en eitt til tvö mörk og jafntefli var í leikhléi, 14:14. KA menn tóku sig saman í andlitinu í síðari hálfleiknum og komst í fyrsta sinn 20:19 og það virtist blása krafti í leikmenn KA, sem léku ágætlega síðasta kaflann. Svissneska liðið tók það til bragðs á lokamínútun- um að taka tvo leikmenn KA úr umferð, en vopnin snerust í höndunum á þeim, Jakob Jóns- son, sem genginn er til liðs við KA menn eftir langa útiegð hjá KR, Viking Stavanger og á ísa- firði fór á kostum á lokakaflan- um og ef hans hefði ekki notið við, er hætt við að gestirnir hefðu fagnað sigri. KA-menn voru langt frá sínu besta, varnarleikurinn og markvarsla var í molum lengst af og oft á tíðum lítil ógnun í sóknarleiknum. Vera kann að langt hlé frá leikjum og lítil leikæfing hafi haft sitt að segja, en það er greinilega mikið verk framundan hjá Alfreð Gíslasyni þjálfara, því margt þarf að laga og nokkrir af máttarstólpum liðsins eru ekki að skila hlut- verkum sínum eins vel og þeir geta. Svissneska hðið tefldi fram góðum markvörðum og ágætri vörn, en sóknarleikur liðsins byggðist nær eingöngu á að opna fyrir skyttum liðsins. Það gekk bærilega lengst af, en þeg- ar langskotin hættu að rata í markið í síðari hálfleiknum, var ekki margt eftir. KA-menn voru með leikinn í hendi sér, stuttu fyrir leikslok, en misstu hann niður í jafntefli á klaufalegan hátt. Erlendu leikmennirnir eru at- kvæðamiklir í stigaskorun í úr- valsdeildinni það sem af er. Stigahæstu leikmenn deildarinnar eru þessir: Andrei Bovain, UBK 106 Fred Williams, Þór 98 Damon Johnson, Keflavík 81 Euan Roberts, KFÍ 77 Tito Baker, ÍR 75 Torrey John, Njarðvík 71 Jeff Johnson, Tindastóli 68 Hermann Hauksson, KR 67 Shawn Smith, Haukum 65 Leik frestað um rúma tvo mánuði Vegna Evrópuleikjanna um helgina þurfti að fresta leik Gróttu og KA sem átti að fara fram í vikunni. Hann hefur verið settur á 11. desember. Þá var viðureign Fram við Stjörnuna frestað um sólarhring, en leikurinn fer fram 27. þessa mánaðar. Fjögurra marka sigur hjá Stjörnunni gegn Hirschmann Stjarnan lagði hollenska lið- ið Hirchmann að velli í fyrri leik liðanna í Evrópu- keppni félagsliða, á laugardag- inn á heimavelli sínum í Garða- bæ. Lokatölur urðu 22:18 og Stjörnumenn hafa því fjögur mörk í veganesti fyrir síðari leik liðanna í Hollandi, næsta laugardag. Leikur liðanna var í járnum framan af, Garðbæingar leiddu 11:10 í leikliléi, en þegar skammt var Iiðið af síðari hálf- leiknum höfðu gestirnir náð tveggja marka forskoti, 13:15. Þá skoraði Stjarnan fimm mörk í röð og breytti stöðunni í 18:15. Valdimar Grímsson skoraði átta mörk fyrir Stjörnuna og Konráð Olavson sex, en þeir voru atkvæðamestir heima- manna. Valsmenn leika gegn Schachtjor Donetsk frá Úkraníu um næstu helgi í Evrópukeppni meistaraliða og fara báðir leik- irnir fram um næstu helgi. Jakob Jónsson, gamli nýliðinn hjá KA-liðinu fór á kostum í síðari hálfleiknum gegn Amiticia á sunnudagskvöldið. Á myndinni er Jakob kominn í skot- stöðu, en þeir Rene Barth (nr. 10) og Claus Flensborg (nr. 6) eru til varnar. Mynd: JHF KA-Amiticia 56:56 (27:27-29:29) Gangur KA-Amiticia (Fyrri leik- ur): 4:4, 8:8, (13:11), 15:12, 15:15, 20:22, 25:23, 27:27. Gangur Amit.-KA (Síðari leikur): 3:1, 4:4, 12:10„ (14-14), 17:15, 19:21, 21:22, 24:28, 26:29, 29:29. Mörk KA: Julian Duranona 13/1 (7/1-6), Sergei Ziza 12/2 (6-6/2), Jóhann G. Jóhannsson 10 (6-4), Leó Örn Þorleifsson 7 (5-2), Jakob Jónsson 6 (0-6), Björgvin Björg- vinsson 5 (2-3), Sverrir Björnsson 1( 1-0), Erlingur Kristjánsson 1 (0- 1). Varin skot: Ray Gutierrez 13/1 (3 þaraf 2 til mótherja - 10 þaraf 5 til mótherja), Guðmundur A. Jónsson 11 (10 þaraf 5 til mótherja -1); Mörk Amiticia: Tettey Banfro 22/7 (12/1-10/6), Claus Flensborg 11 (4- 7), Robbie Kostadinovich 10 (4-6), Gabriel Bise 4 (3-1), Martin Sugrist 3 (0-3), David Genehm 2, Stephan Wehrili 1, Peter Gunlhardt 1, Rene Barth 1 (0-1), Roger Nufer 1 (0-1). Varin skot: Jurg Steger 16/1 (10 þaraf 2 til móthcrja - Tobias Widmer 8 (1-7 þar af 1 til mót- herja). Utan vallar: KA 16 mínúlur (8-8) - Amiticia 14 mínútur (8-6). Dómarar: Jensen og Smith frá Danmörku. Slepptu mörgum aug- ljósum brottrekstrum í síðari leikn- um. Áhorfendur: Samtals um 1500 á leikjunum tveimur. Sagt eftir leikinn HANDBOLTI • Evrópukeppni bikarhafa HANDBOLTI • Evrópukeppni félagsliöa Beigarlagðir s Islenska landsliðið í knatt- spyrnu skipað leikmönnum 17 ára og yngri, lagði ung- lingalið Belgíu, skipað leik- mönnum 16 ára og yngri að velli í vináttuleik sem fram fór í Belgíu á laugardaginn. Haukur Ingi Guðnason, leikmaður Keflavíkur skoraði eina mark leiksins. KARFA • Úrvalsdeild Keffavík og Haukar með fulft hús stiga Einn leikur fór fram í úr- valsdeildinni í körfuknatt- leik um helgina. KFÍ iagði Tindastól að velii, 77:74 á ísa- firði. Euan Roberts var stiga- hæstur heimamanna með 21 stig og Baldur Jónasson skoraði 16 stig. Bandaríkjamaðurinn hjá Tindastóli, JefT Johnson, skoraði 21 stig og Lárus Dagur Pálsson 14. STAÐAN Keflavík Haukar KR Njarðvík ÍR KFÍ Skallagrímur Tindastóll ER NU ÞESSI: 3 3 0 300:247 6 3 3 0 245:224 6 3 2 1 266:213 4 3 2 1 269:239 4 3 2 1 267:248 4 3 2 1 240:236 4 3 2 1 246:262 4 3 1 2 238:234 2 HANDBOLTI

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.