Dagur - Tíminn - 15.10.1996, Blaðsíða 10
10 - Þriðjudagur 15. október 1996
Jkgur-'ðlmtrrat
I
/ Þ R
KNATTSPYRNA • England
Shearer kom Newcastie á toppinn
Mark Bosnich, markvörður Villa, fékk áminningu hjá dómara og yfirheyrslu lögreglu að leik loknum fyrir að
senda stuðningsmönnum Spurs nasistakveðju.
Newcastle er á kunnugleg-
um slóðum, í efsta sæti
úrvalsdeilarinnar rétt
eins og liðið var nær allt síðasta
tímabil. Það var dýrasti knatt-
spyrnumaður heims, Alan She-
arer, sem tryggði liðinu sigur
gegn Derby á útivelli. Man-
chester United lagði Liverpool á
Old Trafford og United er nú
eina taplausa liðið í deildinni.
Alan Shearer kom Newcastle
á topp deildarinnar í fyrsta
sinn síðan í mars og þeir svart-
hvítu hafa nú unnið sex úrvals-
deildarleiki í röð án þess að
leikur liðsins hafi verið mjög
sannfærandi. Gamli jaxlinn
Paul McGrath lék sinn fyrsta
leik fyrir Derby og hafði Shear-
er í strangri gæslu allan leikinn
en enski landsliðsfyrirliðinn
nýtti sér einu mistökin sem
McGrath gerði og sigurinn var í
höfn. „Við gerðum ein mistök
og þar var Shearer mættur.
Hann er eini maðurinn sem
maður vill alls ekki að fái bolt-
ann þegar mistökin koma,“
sagði Jim Smith, stjóri Derby.
Góð byrjun
Manchester United skaut erki-
íjendurna í Liverpool af toppn-
um og er nú eina ósigraða liðið
í deildinni. United á erfiða viku
fyrir höndum en liðið leikur í
Meistaradeild Evrópu gegn
Fenerbahce í Istanbul á mið-
vikudag og mætir síðan topp-
liði Newcastle næsta sunnudag.
Alex Ferguson tók þá ákvörðun
að hvíla Gary Pallister og Ryan
Giggs fyrir Evrópuleikinn en
báðir eiga við smávægileg
meiðsl að stríða. David May
kom inn í liðið fyrir Pallister og
Ferguson var ánægður. „May
var bestur á vellinum. Hann og
Johnsen voru frábærir og þeir
gerðu Schmeichel að manni
leiksins. May tæklaði þrisvar
frábærlega við vítateiginn,"
sagði Ferguson. Eric Cantona
var ekki ánægður með eigin
frammistöðu og sagðist hafa
gleymt því að hann gæti spilað
svona illa og Roy Evans, stjóri
Liverpool, var einnig svekktur.
„Maður býst ekki við að koma
hingað og ráða ferðinni en það
gerðum við þó í klukkutíma í
dag. Ég held að enginn geti
mótmælt því að við höfðum yfir-
burði á vellinum. Eina vanda-
málið var að við gátum ekki
komið tuðrunni í netið og
markið sem við fengum á okkur
var ódýrt,“ sagði Evans.
Loksins, loksins
Rod Wallace var hetjan þegar
Leeds lagði Nottingham Forest
2:0. Wallace skoraði bæði
mörkin og tryggði George Gra-
ham fyrsta sigurinn síðan hann
tók við stjórnartaumunum hjá
Leeds. Frammistaða liðsins var
þó ekkert til að gleðjast yfir og
Graham á enn erfitt verk fyrir
höndum. Forest hefur ekki
unnið deildarleik síðan á fyrsta
degi tímabilsins þegar liðið
lagði Coventry.
Wimbledon er sennilega það
lið sem hefur komið mest á
óvart undanfarinn mánuð. Á
laugardag lagði liðið Sheffield
Wednesday að velli og var þetta
sjötti sigur Wimbledon í deild-
inni í röð. Leikurinn einkennd-
ist af kæruleysi leikmanna og
staðan var orðin 1:1 eftir þrjár
mínútur. í kjölfarið fylgdi fjör-
ugur og opinn leikur en
knattspyrnan var ekki í háum
gæðaflokki.
Nasistakveðja
Tottenham og Aston ViUa mætt-
ust á White Hart Lane, þar
sem danski landsliðsmaðurinn
Allan Nielsen skoraði eina
markið í umtöluðum leik og
tryggði heimamönnum sigur-
inn. Þetta var fyrsta mark hans
fyrir Spurs og félagið vann
fyrsta heimasigurinn í deildinni
síðan í mars. Þetta var einnig
fyrsti sigur liðsins á Villa í sex
ár. Chris Armstrong lék með
Tottenham á ný eftir meiðsl en
á móti kemur að kantmaðurinn
Andy Sinton meiddist á hné og
verður frá í nokkrar vikur. Það
vakti þó meiri athygli að ástr-
alski markvörðurinn Mark
Bosnich, sem lék sinn fyrsta
Ieik á tímabilinu, fékk áminn-
ingu hjá dómaranum fyrir að
heUsa áhorfendum að hætti
nasista en stuðningsmenn Tott-
enham höfðu baulað á hann
nær allan leikinn vegna atviks í
leik liðanna fyrir tveimur árum
þegar Bosnich lenti í harkalegu
samstuði við Jurgen KUns-
mann. Bosnich var yfirheyrður
af lögreglu eftir leikinn en ólík-
legt er að hann sæti kæru.
Vialli í stuði
ítaUnn Gianluca Vialli var sett-
ur út úr liði Chelsea fyrir leik-
inn gegn Leicester og ástæðan
var sögð meiðsl sem hafa hrjáð
hann undanfarnar vikur. Ensku
blöðin sögðu þó raunverulegu
ástæðuna vera ósætti milli Vialli
og framkvæmdastjórans, Ruud
GuUit. En Vialli kom af bekkn-
um í hálfleik þegar Chelsea var
marki undir og það tók hann
aðeins þrjár mínútur að jafna
leikinn. Hann átti einnig skot í
stöng og þátt í mörkunum sem
Roberto Di Matteo og Mark
Hughes skoruðu.
Ian Wright bauð Arsene
Wenger velkominn í enska bolt-
ann með tveimur faUegum
mörkum og tryggði Arsenal
þrjú stig gegn botnliði Black-
burn. Wenger fór fögrum orð-
um um Wright eftir leikinn en
sagði þetta þó fyrst og fremst
sigur liðsheildarinnar.
Dion Dublin var settur út úr
liði Coventry fyrir leikinn gegn
Southampton á sunnudag þar
sem hann hafði ekki skorað
eitt einasta mark á tímabilinu.
En Dublin kom inná og skoraði
jöfnunarmarkið á síðustu rpín-
útu eftir að Matthew Le Tissier
hafði komið gestunum yfir.
Guðni á toppnum
Bolton er enn á toppi ensku 1.
deildarinnar en liðið lagði
botnlið Oldham að velli, 3:1.
Guðni Bergsson var í lykilhlut-
verki í vörn Bolton en Þorvald-
ur Örlygsson lék aðeins fyrri
hálfleikinn með Oldham.
Utan úr hei
Gautaborg meistari
fjórða árið í röð
AIK Gautaborg tryggði sér
sænska meistaratitilinn í
knattspyrnu fjórða árið í röð
um helgina. Liðið tók á móti
Trelleborg og sænsku lands-
liðsmennirnir Stefan Petter-
son og Andreas Andersson
voru á skotskónum og skor-
uðu tvö mörk hvor. Helsti
keppinautur Gautaborgar,
Helsingborg mátti þola 3:1
tap á útivelli fyrir Djuurgar-
den.
Tvær umferðir eru enn
eftir í deildinni, en Gauta-
borg hefur hlotið 50 stig úr
24 leikjum, níu stigum fleira
heldur en IJelsingborg. Öre-
bro, með þá Arnór Guðjohn-
sen, Hlyn Birgisson og Sigurð
Jónsson er í 5. sæti deildar-
innar með 36 stig eftir 3:1
sigur á Halmstadt., 5. stigum
fleira heldur en Örgryte sem
er í 10. sæti með 31 stig.
Stórleikur Ronaldo
með Barcelona
Barcelona skaust á toppinn í
spænsku 1. deildinni á laug-
ardagiim með 5:1 útisigri
gegn Compostella. Brasilíu-
maðurinn Ronaldo sem leik-
ur í miðherjastöðunni hjá
Barcelona átti stórleik. Hann
skoraði tvö af mörkum liðs-
ins og lagði upp önnur tvö
mörk fyrir samherja sína. í
leikslok stóðu stuðningsmenn
Compostella úr sætum sínum
og klöppuðu fyrir Brasilíu-
manninum, sem oft hefur
verið líkt við Pele.
Inter sigraði þrátt
fyrir rautt spjald
Paul Ince, enski landsliðs-
maðurinn hjá Inter Milano,
fékk að sjá rauða spjaldið
gegn Piacenza fyrir að slá
Piavani í fyrri hállleiknum.
Piovani þurfti sjálfur að yfir-
gefa leikvöllinn á lokamínút-
unni fyrir olnbogaskot. Þrátt
fyrir að Inter léki einum
færri í 50 mínútur uppskar
liðið 2:0 sigur og sæti á
toppnum á ftah'u. Marco
Branca og rússneski leik-
maðurinn Djorkaef skoruðu
mörkin. Hitt Milanóliðð, AC
mátti þola tap á heimavelli
sínum gegn Roma 0:3 og er
það jafnframt fyrsti sigur
Roma á heimavelli AC í tíu
ár.
URSLIT
Úrvalsdeild
Man. Utd.-Liverpool 1:0
(Beckham 23)
Derby-Newcastle 0:1
(Shearer 76)
Blackburn-Arsenal 0:2
(Wright 3,51)
Leicester-Chelsea 1:3
(Watts 44) (Vialli 48,
Di Matteo 64, Hughes 80)
Tottenham-Aston Villa 1:0
(Nielsen 61)
Wimbledon-Sheff. Wed. 4:2
(Ekoku 2, Earle 31,
Leonhardsen 67, Jones
86) (Booth 3, Hyde 72)
Leeds-Nottm. Forest 2:0
(Wallace 46, 90)
Everton-West Ham 2:1
(Stuart 14, Speed 78)
(Dicks víti 86)
Coventry-Southampton 1:1
(Dublin 90) (Le Tissier 17)
Staðan
Newcastle
Arsenal
Liverpool
Man. Utd.
Wimbledon
Chelsea
Sheff. Wed.
Aston Villa
Everton
Middlesbr.
Tottenham
Leicester
Derby
Leeds
Sunderland
West Ham
Nottm. Forest
Southampton
Coventry
Blackburn
9 7 0 2
9 62 1
9 62 1
9 5 40
9 60 3
9441
9414
9 3 3 3
9 3 3 3
8 3 2 3
9 3 2 4
9 3 24
9 24 3
93 15
8 2 3 3
9 2 2 5
9144
9135
9135
90 3 6
15:10 21
19: 8 20
18: 7 20
19: 6 19
16: 9 18
14:1116
11:1513
11:1012
10:11 12
14:13 11
7: 8 11
7:12 11
8:11 10
8:13 10
6: 6 9
8:14
9:16
11:13
4:14
5:13
Urslit
Barnsley-C. Palace 0:0
Birmingham-Bradford 3:0
Bolton-Oldham 3:1
Portsmouth-Charlton 2:0
QPR-Man. City 2:2
Reading-Grimsby 1:1
Sheff. Utd.-Tranmere 0:0
Swindon-Oxford 1:0
West Brom-Huddersfield 1:1
Port Vale-Stoke 1:1
Southend-Wolves 1:1
Norwich-Ipswich 3:1
Staðan
Bolton
Norwich
Barnsley
Tranmere
C. Palace
Wolves
Huddersf.
Stoke
Ipswich
Sheff. Utd.
West Brom
QPR
Oxford
Portsmouth
Swindon
Man. City
Port Vale
Grimsby
Birmingham
Reading
Southend
Bradford
Charlton
Oldham
118 2
11 7 3
10 6 2
12 5 4
11 46
12 5 3
10 5 2
10 4 4
11 3 5
942
10 3 5
12 3 5
11 4 2
12 4 2
11 42
10 41
12 2 7
12 3 3
933
11 3 2
12 2 5
12 3 2
931
12 1 3
1 27:14 26
1 17: 7 24
2 17:10 20
3 16:13 19
1 23:1018
4 16:13 18
3 17:1217
2 15:16 16
3 17:16 14
3 16:1214
2 14:1314
414:1614
513: 914
613:17 14
5 12:13 14
5 11:13 13
3 10:14 13
615:2412
3 11:10 12
612:22 11
5 12:23 11
7 9:19 11
5 7:10 10
812:20 6