Dagur - Tíminn - 15.10.1996, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn - 15.10.1996, Blaðsíða 3
|Dagur-®mmm Þriðjudagur 15. október 1996 - 3 F R É T T I R Reykingar Fara stöðugt vaxandi á þessu ári Samanburður á daglegum reykingum 1985 -1996 eftir kyni, 18-69 ára mmmmmi Karlar ... Konur Heilbrigðisstéttir sam- ræma m.a. kröfur sínar í reykingavörnum, sjúk- dómafræði reykinga, lífsstíl og mataræði á námskeiðum á vegum heilbrigðis- ráðuneytisins. Reykingar hafa aukist hér- lendis á þessu ári sam- kvæmt upplýsingum Tóbaksvarnarnefndar þrátt fyr- ir að stöðugt sé haldið uppi áróðri gegn þeim og þeirri skaðsemi sem reykingar valda á heilsufari fólks, ævilengd o.fl. í dag reykja um 27% allra karl- manna á íslandi, 15 ára og eldri, og 26% kvenna og er ís- land í þriðja sæti Norðurlanda- þjóðanna; efstir eru Danir þar sem 46% allra karlmanna og 39% kvenna reykja. Síðan koma Norðmenn og á eftir íslending- um Finnar og Svíar í neðsta sæti þar sem 26% karla reykja og 25% kvenna. Það er athygl- isvert að það er rétt eins og portúgalskar konur hafl ekki uppgötvað sígarettuna, því að- eins 5% þeirra reykja og aðeins 14% japanskra kvenna en jap- anskir karlmenn reykja hins vegar manna mest, eða 61% og þar á eftir Spánverjar með 52%. Danskar konur reykja hins vegar kvenna mest, eða 39% þeirra, og síðan þær norsku með 32%. Árið 1985 reyktu 43% ís- lenskra karla daglega og 37% kvenna, og það hlutfall fór síð- Allir borgarstarfsmenn sem eiga við áfengis- og vímuefnavandamál að stríða fá full laun frá borginni á meðan þeir eru í meðferð, eða hátt í tvo mánuði. Nýmótuð stefna Reykjavíkur- borgar gagnvart þeim starfs- mönnum sínum sem eiga við áfengis- og vímuefnavanda verður kynnt í Gerðubergi í dag. Þessi stefna felur það m.a. í sér að borgin býður starfs- an hægt minnkandi allt til árs- ins 1993 er 30% íslenskra kvenna reyktu daglega og 28% karla. * Ári seinna, 1994, tóku reyk- ingar karla mikinn kipp, fóru í 31% en reykingar kvenna lækk- uðu enn, fóru í 28%. Síðan þá hefur sigið á ógæfuhliðina í þessum efnum hvað varðar daglegar reykingar kvenna, þær fóru í 29% árið 1995 og í 31% á þessu ári. Hjá körlum lækkaði hlutfall daglegra reyk- inga hjá körlum árið 1995 um tvö prósentustig, í 29%, sem var hið sama og hjá konum, en á þessu ári hafa daglegar reyk- ingar karlmanna farið í 31% á móti 30% hjá konum. Ljóst er að árangur forvarn- arstarfs gegn reykingum heflrr ekki skilað þeim árangri sem stefnt hefur verið að og þessi aukning á árinu undirstrikar að og jafnframt að framleiðendur tóbaks hafa náð umtalsverðum. mönnum sínum að gera samn- ing um að fá full laun á meðan þeir þurfa á meðferð að halda. Þar verða einnig kynntar reglur sem farið verður eftir í þessu sambandi, en eftir því sem best er vitað munu slíkar reglur ekki eiga sér hliðstæðu annars stað- ar í opinberri stjórnsýslu. Með- al þeirra skilyrða sem eru fyrir því að fá full laun í meðferð er að viðkomandi hafi unnið í minnst eitt ár hjá borginni. árangri í sinni markaðssetn- ingu. Einnig kunna kvikmyndir að eiga sinn þátt í því, en á tímabili sáust „hetjurnar“ ekki reykja og þá fór hlutfall dag- legra reykinga lækkandi. Nú er hins vegar öldin önnur og því á brattann að sækja. Um helgina var haldið leiðbeinendanám- skeið á Akureyri fyrir starfs- menn heilsugæslu, sjúkrahúsa, meðferðarstofnana á sviði ávana- og fíkniefna, sem og frjálsra félagasamtaka þar sem m.a. var rætt um samræmingu reykingavarna, sjúkdómafræði reykinga, hfsstíl og mataræði og leiðir til að hætta að reykja. Nánar verður fjallaö um nám- skeiðið á næstunni í Degi-Tím- anum og m.a. rætt við Helga Sigurðsson, krabbameinslækni. GG Vatnajökull Gosið að lognast útaf Eg treysti mér ekki til að gefa út dánarvottorðið enn, en það bendir allt til að gosið sé að lognast út af,“ sagði Magnús Tumi Guð- mundsson jarðeðlisfræðingur hjá Raunvísindastofnun í gærkvöldi. Magnús útilokar alls ekki að röð eldgosa sé nú að hefjast í Vatnajökli. „Það gæti vel verið. Síðustu 58 ár eru rólegasti tím- inn í jöklinum mörg hundruð ár og ef við tökum t.d. tímabilið á seinni hluta síðustu aldar þá varð gos á 5-10 ára fresti í Vatnajökli. Upp á síðkastið hef- ur hins vegar verið með af- brigðum rólegt. Kannski er eld- gosið núna vorboði þess að það verði öllu líflegra í Vatnajökli en verið hefur.“ Ef svo fer að hrina eldgosa færi af stað gæti það haft mikil áhrif hvað varðar stórhlaup á Skeiðarársandi og/eða í Jökulsá á Fjöllum. „Þarna gætu orðið töluverðar búsiíjar og skemmd- ir á mannvirkjum. Það eru sögulegar heimildir til um að hlaup hafa komið í Jöklulsá þegar gosið hefur á vatnasvið hennar undir jöklinum," sagði Magnús Tumi. BÞ Akureyri Mánaðarlaun hækki um 15- 20 þúsund kr. Iðja, félag verksmiðjufólks á Ákureyri og nágrennis krefst þess að mánaðarlaun iðn- verkafólks hækki rnn 15-20 þúsund krónur við gerð næstu kjarasamninga. í ályktun félagsfundar Iðju frá sl. laugardegi er þess krafist að lægstu launataxtar stór- hækki ásamt auknum kaup- mætti, þannig að lægstu laun séu sambærileg við niðurstöður Kjararannsóknanefndar um greidd dagvinnulaun. Þorsteinn E. Arnórsson formaður Iðju segir að þetta þýði að iðnverka- fólk vilji að mánaðarlaun þess hækki úr því að vera t.d. 60 þúsund krónur eftir fimm ár í matvælaiðnaði með námskeiða- álagi í 80 þúsund krónur. Snjóbolti Svissneskt gaman í íslenskum snjó Leikmenn svissneska handknattleiksliðsins Amiticia tóku það létt milli Evrópuleikjanna við KA á föstudeginum og sunnudeginum og fóru m.a. í sund í Þelamerkurlaug. Þrátt fyrir að vera frá háfjalla- landi fannst þeim greinilega nýjabrum í því að synda í heitri laug og geta jafnframt spókað sig og leikið sér í snjónum. Á myndinni eru þrír leikmenn Amiticia í léttri en hrollkaldri æfingu á laugarbarmin- Um. Mynd.GG Reykjavíkurborg Full laun í meðferð Blíndrafélagið 250 manna biðlisti eftir Stjórn Blindrafélagsins segir að borgarráð hafi siðferð- islega og stjórnmálalega ábyrgð á augnlækningum og fer þess á leit að borgarráð ræði á fundi sínum í dag - - á degi Hvíta stafsins — skyldur sínar gagnvart augnlækningum á ís- landi og forgangsröðun þeirra á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Full- trúar borgarráðs í stjórn Sjúkrahúss Reykjavíkur hafa samþykkt að öllum aðgerðum öðrum en hinum brýnustu á augnsjúklingum verði hætt dm óákveðna framtíð. „Félagið trúir þv og treystir að niðurstaða þeirrar umræðu verði að beina þvx' til Sjúkra- húss Reykjavíkur að fyrirfram ákveðnar augnaðgerðir í dag og næstu vikur verði færðar fram í forgangsröð spítalans og kapp- samlega að því unnið að tæma þann óþolandi biðlista sem nú er. Reykjavíkurborg skilar af sér augnlækningum á íslandi á næstu mánuðum til Ríkisspít- ala, það er brýnt að hún skili ekki verr af sér en hún tók við“, segir stjórn Blindrafélagsins. í greinargerð sem Blindrafé- lagið sendir borgarráði segir að Reykjavíkurborg hafi axlað Þegar endurheimt sjón- ar er á við einn farsíma vakna upp áleitnar spurningar. ábyrgð á augnlækningum á ís- landi hinn 1. janúar sl. með yfirtöku á Landakotsspítala. „í dag rúmum níu mánuðum síðar hefur forgangsröðun verkefna skapað nýtt fyrirbæri: Biðlista blindra og sjónskertra. Á ör- skömmum tíma hefur orðið til 250 manna biðlisti eftir augn- augnaðgerðum aðgerðmn. Það er óyggjandi vitnisburður um að Sjúkrahús Reykjavíkur hefur ekki axlað ábyrgð sína og þær skyldur sem Blindrafélagið telur að það hafi tekið á sig um forgangsröðun verkefna." Ennfremur segir í greinar- gerðinni: „Þegar endurheimt sjónar kostar 60 þúsund krón- ur, eða á við farsíma, vakna áleitnar spurningar um verð- mæta- og gildismat á forgangs- röðun er ekki rúmar svo knýj- andi aðgerð." Helgi Iljörvarr framkvæmda- stjóri Blindrafélagsins sagðist vongóður um að borgarráð myndi láta til sín taka í þessu máh. Aðspurður hvort svartur dagur væri framundan á degi Hvíta stafsins ef ekki úr rættist, sagði Helgi:_„Við í blindrafélag- inu erum bjartsýn. Það hefur skapast skyndilegur og áður óþekktur vandi á augndeildinni og þess vegna leitum við til borgarráðs á þessum hátíðar- degi. Borgarráð hefur haft góð- an skilning á þessum málefnum og við trúum því og treystum að það beiti sér fyrir lausn á þess- um vanda, jafn skjótlega og hann skapaðist." BÞ

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.