Dagur - Tíminn - 15.10.1996, Blaðsíða 9
ÍDmjur-ÍEtmmn
Þriðjudagur 15. október 1996 - 9
Kvenfélag í vöm og vanda
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
Árni Þór
Sigurðsson
skrifar
Fjölmennasta kvenfélag
landsins að sögn, Sjálf-
stæðisflokkurinn, hélt að-
alfund sinn um síðustu helgi.
Það sem gerir þetta kvenfélag
einkar sérstætt er að í öllum
helstu forystuhlutverkum fé-
lagsins eru karlar, en þar er ef
til vill komin jafnréttishugsjón
þeirra sjálfstæðismanna í
reynd. Það fór ekki fram hjá
neinum sem fylgdist með um-
stanginu í kringum fundinn að
forystunni var mikið í mun að
afsaka stöðu jafnréttismála og
rýran hlut kvenna í fremstu röð
kvenfélagsins. Ekki er örgrannt
um að greina hafi mátt obbolít-
ið samviskubit í máli leiðtoga
hins mikla kvenfélags.
Hugarfarsbreyting
En að slepptu öllu gamni, lítum
þá á málið nánar. Rétt er þó að
rifja upp að það var formaður
Sjálfstæðisflokksins sem gaf
flokki sínum nafnið „stærsta
kvenfélag landsins", svo von er
að menn reki í rogastans að sjá
svo einlita karlahjörð í forystu-
myndinni. Megininntakið í jafn-
réttisboðskap Sjálfstæðisflokks-
ins er að tryggja þurfi frelsi ein-
staklingsins, það sé jafnrétti í
reynd. Og að ekki megi tryggja
konum meiri hlut og jafnari í
gegnum „kvótakerfi" því þá
veljist þær til trúnaðarstarfa
vegna kynferðis en ekki vegna
hæfileika. Hugarfarsbreyting er
lausnarorðið á landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins, ekki alveg nýtt
af nálinni í þessari umræðu, en
engu að síður ljósið í myrku
karlaveldi flokksins. Konurnar
láta sér vel líka og hugga sig við
að Davíð Oddsson verði nú ekki
formaður flokksins næstu 30 ár
svo tími konunnar mun koma
að lokum.
Kvótakerfi
Kynjakvóti hefur um margra
ára skeið verið viðhafður í kjöri
Útdráttur úr stjómmálayfirlýsingu
Jafnrétti kynjanna var
annað tveggja megin-
mála landsfundar Sjálf-
stæðisflokksins. Dagur-
Tíminn birtir hér orðrétt
kafla stjórnmálayfirlýsingar
sem fjallar um jafnréttis-
mál:
Einstaklingsfrelsi -
jafnrétti í reynd
„Megininntakið í stefnu Sjálf-
stæðisflokksins hefur jafnan
verið frelsi og sjálfstæði ein-
staklinganna til orða og verka.
Einstaklingsfrelsi er jafnrétti í
reynd og í anda þeirrar stefnu
vilja sjálfstæðismenn að allir
einstaklingar, konur og karlar,
hafi lagalegar, efnahagslegar og
félagslegar forsendur til sjálfs-
ákvörðunar um eigið líf. Sömu
tækifæri til menntunar, starfa
og Iauna eiga að ná til beggja
kynja. Raunverulegt valfrelsi
þarf að vera til staðar bæði inn-
an heimilis og utan, svo ein-
staklingarnir fái notið hæfileika
sinna í sem ríkustum mæli,
þjóðinni til hagsbóta. Til að
þetta geti orðið þarf viðhorfs-
breytingu.
Landsfundur Sjálfstæðis-
flokksins leggur áherslu á að
jafnréttismál verði skilgreind
sem mannréttindamál. Sjálf-
stæðisflokkurinn telur mikil-
vægt að leita leiða til að eyða
kynbundnum launamun, ásamt
því að tryggja jafnræði kynj-
anna fyrir skattalögum.
Sjálfstæðisflokkurinn vill
með verkum sínum styrkja fjöl-
skylduna og efla hlutverk henn-
ar sem grundvallareiningar
samfélagsins. Þetta verður að
gera þannig að þeir einstakling-
ar, sem mynda fjölskylduna, fái
í sem ríkustum mæfi notið hæfi-
leika sinna og athafna á grund-
velli jafnréttis."
í trúnaðarstöður í mörgum fé-
lögum, m.a. í Alþýðubandalag-
inu. Það er aðferð sem beitt er
til að tryggja sem jafnastan hlut
kynjanna í trúnaðarstörfum.
Vitaskuld væri hægt að bíða eft-
ir hugafarsbreytingunni en
kynjakvótinn er vafalítið mun
skjótvirkari leið í jafnréttisbar-
áttunni. Engum hefur komið til
hugar að með þeirri aðferð séu
konur valdar til trúnaðarstarfa
kynferðis síns vegna en karl-
arnir sökum hæfileika. Varla er
við því að búast að í stærsta
kvenfélagi landsins sé slíkur
hörgull á hæfileikaríkum kon-
um að kynjakvóti myndi kalla á
dáðlausa forystu en hafna hæf-
um körlum sem þvagrásarinnar
vegna vaeru settir til hliðar. Nei,
augljóst er að þessi málflutn-
ingur á landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins er fyrirsláttur og ber-
sýnilegt að hugarfarsbreytingin
á langt í land á þeim bæ. Karl-
arnir geta því andað rólegar
langt fram á næstu öld.
Hlutur hins opinbera
Sagt er að hið opinbera hafi nú
gert sitt í jafnréttismálum með
alls kyns formsatriðum, eins og
löggjöf um jafnan rétt og jafna
stöðu kynjanna, jöfn laun fyrir
jafnverðmæt störf o.s.frv. Nú sé
kominn tími til að breyta við-
horfi almennings til þess að
einstaklingsfrelsið skili konum
jafnri stöðu á við karla. Sann-
Frá atkvæðagreiðslu á landsfundinum um helgina. MyndGVA
leikurinn er vitaskuld sá að það
vantar mikið upp á að opinberir
aðUar geri sitt tU að tryggja
jafnrétti. Ekki er nóg að kveðið
sé á um jafnan rétt kynjanna í
lögum og reglugerðum ef ekki
er farið eftir þeim í reynd. Þar
eru ríki og sveitarfélög ekki
undanskilin og má sérstaklega
draga fram launamun kynjanna
sem er enn talsverður, bæði á
opinberum og almennum
vinnumarkaði. Varaformaður
Sjálfstæðisflokksins, ijármála-
ráðherrann, ætti stöðu sinnar
vegna að hafa góð tök á að laga
kynbundið launamisrétti hjá
hinu opinbera og verður nú
beðið með eftirvæntingu eftir
árangri á því sviði. Vandamálið
er að hugarfarsbreytingin í
höfði íjármálaráðherra skUar
Utlu í launaumslag þeirra þús-
unda kvenna sem starfa hjá
ríkinu.
Til móts við nýja öld
Sjálfstæðisflokkurinn á í mikilli
sálarkreppu vegna jafnréttis-
málanna. Samviskubitið nagar.
Kvenfélagið stóra, sem Davíð
Oddsson talaði um, er bæði í
vörn og vanda. Reynt er að telja
almenningi trú um að nú hafi
staða kvenna batnað í flokkn-
um með góðum árangri í mið-
stjórnarkjöri, og risið er svo
lágt á konunum sjálfum í
flokknum að þær samsinna
þessu eins og heilögum sann-
leik. Eftir stendur að flokknum
er stjórnað af nokkrum mið-
aldra körlum, meira og minna
öllum eins, sem eru metnaðar-
og getulausir til að stíga skrefið
til fulls og tryggja jafnan hlut
kynjanna í forystusveit flokks-
ins. Þannig ætlar Sjálfstæðis-
flokkurinn að mæta til leiks á
nýrri öld. Það er mergurinn
málsins.
Höfundur er borgarfulltrúi Reykjavík-
urlistans.
Möðruvellir
Nú fer uppskerutíð í hönd
HBirgir Björn
Sigurjónsson
Hægt og sígandi er hag-
kerfið að komast upp
úr verstu lægðinni. Fyr-
irtækin hafa verið að skila eig-
endum sínum vaxandi hagn-
aði síðustu 2-3 árin. Og AI-
þingi hefur af mikilli rausn
létt tekjusköttum af fyrirtækj-
um. Þrátt fyrir veltuaukning-
una í samfélaginu, skila fyrir-
tækin ekki tilsvarandi aukn-
ingu í veltusköttum. Ríkis-
stjórnin hefur á þessu ári
keyrt í gegnum Alþingi ný lög
um réttindi og skyldur starfs-
manna ríkisins, sem hefur
svipt starfsmenn ýmsum verð-
mætum réttindum og aukið
skyldur þeirra. Á tæknimáh
fjármálaráðherra heitir þessi
aðför að réttindum ríkisstarfs-
manna „að færa ríkisrekstur-
inn í nútímalegra horf‘. En nú
eru kjarasamningar að renna
út og allir launamenn bíða
þess í ofvæni að þeir fái eðU-
legan skerf í efnahagsbatan-
um og ríkisstarfsmenn bíða
þess hvernig þeim verði bætt
skert réttindi í nýjum kjara-
samningum.
Forystumenn ríkisstjórnar-
innar hafa líka tekið eftir
batnandi þjóðarhag og fagnað
því að vonum, eins og við hin.
En þeir hafa varað launa-
menn og stéttarfélög við því
að gera háar launakröfur, þá
blasi bara við ný kollsteypa.
Rök þeirra gegn kjarabótum
til launamanna í góðæri eru
að í uppsveiflu hagkerfisins sé
svo mikil spenna að launa-
hækkanir geti valdið stór-
hættulegri verðbólgu og jafn-
vel snúið við hagþróuninni í
andhverfu sína. Rök þeirra
gegn kjarabótum í haUæri
þarf varla að tíunda, en þau
eru á þann veg að kjarabætur
til launamanna myndu ein-
ungis auka atvinnuleysi og
dýpka kreppuna. Með þessari
rökfræði er hægt að fullyrða
að kjarabætur til launamanna
séu alltaf ótímabærar!
Hálærðir hugmyndafræð-
ingar hafa tekið þátt í mótun
rökleysunnar um rangar tíma-
setningar á kjarabótum til
launafólks í landinu. Og vís-
indagreinar hafa verið skrif-
aðar til að sýna fram á að
stéttarfélögin eigi ekki aðeins
sök á kostnaðarverðbólgunni
og lélegum lífskjörum al-
mennings, heldur beri líka
ábyrgð á atvinnuleysinu. At-
vinnuleysið er sagt stafa af of
háum launum, lítilli fram-
leiðni launamanna, ósveigjan-
leika á vinnumarkaði og of
miklum réttindum launa-
manna.
Sorglegar staðreyndir um
kjör og réttindi íslenskra
launamanna blasa við. í áróð-
ursbæklingi stjórnvalda til er-
lendra Qárfesta tekst ekki að
dylja þær. Þar kemur fram að
laun í iðnaði hérlendis eru um
helmingur launa í Danmörku,
Noregi og Þýskalandi. Þar
kemur sömuleiðis fram að
launakostnaður í iðnaði er um
117% hærri í Þýskalandi og
um 80% liærri í Danmörku og
Noregi en hérlendis. Réttindi
almennra launamanna — t.d.
vörn gegn uppsögnum og
starfslokagreiðslur, sem al-
gengar eru í vestræmnn iðn-
ríkjum — tilheyra löggjöf um
réttindi starfsmanna ríkisins,
sem var afnumin síðastliðið
vor. Enda segir í áróðursbækl-
ingi stjórnvalda að vinnuafl
hérlendis sé með endemum
ódýrt, sveigjanlegt og vinnu-
fúst.
Nú eru kjarasamningar
framundan. Verkefni stéttar-
félaganna er að tryggja launa-
mönnum mannsæmandi kjör
og réttindi á íslandi. Stöðvum
landflóttann og gerum ísland
að óskalandi launamanna og
fjárfesta.
Ilöfundur er framkvæmdastjóri BHMR.