Dagur - Tíminn - 16.10.1996, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn - 16.10.1996, Blaðsíða 6
Jlagur-Itnmi 6 - Miðvikudagur 16. október 1996 FRÉTTASKÝRIN G Vatnajökull Eldgosið einstætt á heimsmælikvarða Sambærilegt við það sem gerðist á ísöid. Helgi Björnsson jöklafræð- ingur hjá Raunvísinda- stofnun segir að eldgosið í Vatnajökli sé einstæður við- burður, þetta sé í fyrsta skipti sem menn hafi fylgst með eld- gosi undir jökh og þetta sé í fyrsta skipti sem jarðvísinda- menn hafi yfirleitt getað fylgst með svona eldsumbrotum af þessari tegund, undir stórum jökli. „Það eru til gos undir jöklum, t.d. í eldkeilum sem hafa sprengt af sér einhvern þunnan jökul en hér er um að ræða eld- gos undir stórum þykkum jök- ulskildi, sambærilegt við það sem var á xsöld þegar mörg íjöli byggðust upp, sbr. alla stapana hér á landi og móbergsfjöllin. Hvergi í heiminum hafa menn fylgst með því hvernig þetta ger- ist og svo er einnig hægt að læra mikið af þeim hvað varðar jök- ulhlaupin. Það jökulhlaup sem framundan er verðxxr eirrnig ein- stakur atburður," segir Helgi. Á ísöld var allt Island þakið jökli og þá xxrðu ýmis gos en síð- an hefur ekkert álxka gerst. Eftir að land byggðist hefur reyndar áður gosið undir jökh en ekkert verið fylgst með því á vísindaleg- an máta. Hættulegt svæði Helgi leggur áherslu á að langur txmi mxmi hða áður en óhætt verður að fara á eldgosasvæðið. „Þetta er allt sprungið og það má búast við að það verði mjög varhugavert að fara um þetta svæði í mörg ár, jafnvel næstu 10 árin. Þarna sáust ummerki á yfirborði eftir gosið 1938 í 10 ár. Jökulhnn á hins vegar eftir að Frá eldgosinu r Vatnajökli þegar það stóð sem hæst. hylja þessi ummerki, þessa gjá og íjallshrygginn. Ástandið er þannig að jöklarnir hafa allir verið aðjxlaupa fram á vestur- hluta jökxxlsins en nú er þetta norðan megin og því er ekki fært inn á þetta svæði nema að- eins xir austri.“ Dregið úr bráðnun Um Skeiðarárhlaupið sem ahir hafa beðið eftir segir Helgi að Mynd: BG vatnsborðið sé komið upp í 1500 metra sem þýði að annað hvort muni vatnið finna sér ein- hverjar veilur undir stxflunni eða fara yfir íshelluna. „Við vit- um ekki hvort vatnið getur náð Helgi Björnsson jöklafræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans. þeirri hæð því að til þess þarf vatnsborðið uppi í eldstöðinm að fara einnig í þá miklu hæð, vatnið þarf jú að renna niður. Nú er að draga xír bráðnuninni og það mun einnig draga xír ris- hæðinni. Við þekkjum ekki ná- kvæmlega hvernig vatrnð finnur sér veilur undir ísnum. Þetta gæti verið um þriggja kxlómetra leið sem það þarf að fara og það er eflaust komið eitthvað áleið- is.“ Vakt verður áfram á Skeiðarársandi Hreixm Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Rannsóknar- og þróunarsviðs Vegagerðar ríkis- ins segir að enn sé skipxxlögð vakt yfir daginn í samráði við Almannavarnir á meðan bfla- umferð er leyfð, þar sem lög- regla og/eða björgunarsveitar- fólk getur gripið ixm í og lokað veginum um leið og eitthvað gerist. Næstu tvær vikurnar a.m.k. verði stöðug vakt frá morgni til kvölds og stendur ekki til að aflétta umferðar- banninu yfir nóttina í bráð. „Við tökum þetta viku fyrir viku, við erum með útkallslista um leið og hlaup hefst og er gert ráð fyrir að það taki þá vinnuvélar aðeins nokkra klukkutíma að komast á svæðið báðum megin frá,“ segir Hreinn. Kostnaður Vegagerðarinnar er orðinn um 15 mihjónir en Hreinn býst eklíi við að hann aukist mikið frá því sem nú er fyrir hlaup. BÞ Jarðskjálftar á Suðurlandi Góðar vonir um bættar jarðskjálftaspár Þetta eru hlutir sem við höfum verið að átta okkur á, íslandssagan sýnir tengsl milli svona atburða. Áður var talið ólíklegt að spenna af þessu tagi gæti borist svo langar leiðir en nú virðist sem hún geti borist tiltölulega langt eftir sjálfum brotabelt- unum. ✓ búar Selfoss og Hveragerðis sem Dagur-Tíminn hafði samband við í gær, höföu á orði að óhugur væri í mönnum vegna jarðskjálftanna sem verið hafa þar síðustu sólarhringana. Stór skjálfti, eða um 4 á Richter mældist í Grafningi í fyrrakvöld og skulfu hús hressilega. Telja Selfyssingar að þeir hafi ekki fundið jafn mikið fyrir jarð- skjálfta um árabil. Hitt kemur á daginn að eftir jarðskjálftana hefur bjartsýni vísindamanna aukist um að geta spáð fyrir um jarðskjálfta þar sem greinilegt samhengi er talið milli atburð- anna í Vatnajökli og jarðskjálft- anna. Upptök skjálftanna voru miðja vegu milli Ingólfsfjalls og Úlfljótsvatns þar sem heitir Bíldsfell um 14 km frá Selfossi. Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur: „Við teljum að þarna hafi verið spenna á svæðinu en eftir atburðina í Vatnajökli urðu miklar breytingar. Það verður landhnik og kvika treður sér inn í sprungur. Þetta berst síð- an eins og bylgja inn í landið, einkanlega út eftir brotabeltun- um og ýtir undir jarðskjálfta á sinni leið. Við höfum tekið eftir þessu í seinni tx'ð, fylgni milli at- burða, og manni hefur virst sem hraðinn væri 5-10 km á sólarhring. Fjarlægðin milli Bárðarbungu að upptökum stærstu skjálftanna er einmitt um 160-170 km sem passar vel við þessar áætlanir.“ En hvað þýðir þetta? „Þetta eru hlutir sem við höfum verið að átta okkur á, íslandssagan sýnir tengsl milli svona at- burða. Áður var talið ólíklegt að spenna af þessu tagi gæti borist svo langar leiðir en nú virðist sem hún geti borist tiltölulega langt eftir sjálfum brotabeltun- um.“ Aðspurður hvort um tíma- mótaviðburð sé að ræða segir Ragnar: „Já, ég held að þetta geti gefið í raun miklar vonir x sambandi við rannsóknir á jarðskjálftaspám. Við erum allt- af að reyna að leita að því sem gerist fyrir jarðskjálfta og í þessu tilviki erum við að fá einn þátt inn í þá leið, spennubreyt- ingu sem leggst á svæðið í heild. Hún veldur ekki skjálft- anum en eykur líkurnar á að þeir leysist úr læðingi. Þannig að ég myndi segja að þetta væri afskaplega j ákvætt. “ BÞ

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.