Dagur - Tíminn - 16.10.1996, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn - 16.10.1996, Blaðsíða 11
Ælitgur-Œittmtit Miðvikudagur 16. október 1996 -11 Ársþing Mjög skiptar skoðanir um aðalmál þingsins ✓ Arsþing Landssambands hestamannafélaga 1996 er að þessu sinni haldið í Keflavík í boði Hestamannafé- lagsins Mána. Þinghaldið fer fram í Félagsheimilinu Stapa og stendur föstudag 25. og laugar- dag 26. október. Aðalmál þingsins að þessu sinni er sameining HÍS og LH. Nefnd sem unnið hefur að þessu máli leggur fram drög að lögum fyrir nýtt hestamanna- samband sem yrði innan ÍSÍ. Pað þýðir í framkvæmd að Landssamband hestamannafé- laga yrði lagt niður og hesta- mannahreyfingin felld undir íþróttahreyfinguna. Fram til þessa hefur Landssambandið verið algerlega sjálfstæð sam- tök og ekki öðru háð en eigin samþykktum á sínum þingum. Verði farið að þeim tillögum sem nefndin leggur fram, verð- ur starfsemin að vera sam- kvæmt lögum ÍSÍ, enda myndu lög hinna nýju samtaka ekki hljóta staðfestingu fyrr en stjórn ÍSÍ hefur samþykkt þau. Um þá ákvörðun að leggja LH niður eru mjög deildar meiningar, enda finnst mönnum Hestaíþróttasamband íslands H E S T A R LH1996 þjóna ágætlega þeim sem hestaíþróttir stunda og því ekki ástæða til að breyta því fyrir- komulagi sem nú er. Stjórn LH mun m.a. vera þeirrar skoðun- ar. Tekist verður á um þetta á þinginu. Framsögumenn verða Haraldur Þórarinsson, fulltrúi í sameiningarnefnd, og Guð- brandur Kjartansson, varafor- maður LH. Að venju starfa allmargar nefndir á þinginu og hafa þing- fulltrúum verið sendar þær til- lögur sem borist hafa. Nýr formaður kjörinn Guðmundur Jónsson, formaður LH, gefur ekki kost á sér til endurkjörs, enda búinn að þjóna hestamannahreyfmgunni með miklum ágætum sem Hestamenn hafa á undan- förnum árum haft leyfi til að kaupa hey af bændum, sem lent hafa í því að verða að skera niður fé sitt vegna riðu- veiki. Leyfilegt hefur verið að flytja heyið milli svæða, en fylgja hefur þurft ákveðnum reglum. í fyrsta lagi verður að flytja þurrkað hey í lokuðum bílum og gæta verður þess að hirða upp hey sem kann að detta af í flutn- ingi. Þetta á einnig við um rúllu- Frá Arsþingi LH á Hvolsvelli 1994. stjórnarmaður í 13 ár, þar af sem formaður í fjögur ár. Aðrir sem ljúka kjörtímabih á þessu baggahey. Þá þarf að gæta þess að umhirðan sé með þeim hætti að aðrar skepnur en hestar komist ekki í heyið. Það sama gegnir um skít frá hrossum sem fóðruð eru á þessu heyi. Því miður hefur nokkur mis- brestur orðið á því að reglum sé fylgt og hey jafnvel verið skilið eftir á víðavangi þar sem skepn- ur hafa átt frjálsan aðgang að því. Verði reglum ekki fylgt eins og til er ætlast, kann svo að fara þingi eru Halldór Gunnarsson, Norðurlandi eystra, Jón Bergs- son, Austurlandi, og Krist- að bönnuð verði kaup á heyi frá riðubæjum, en það hefur oft fengist á vægu verði og að því leyti verið hagstætt fyrir hesta- eigendur. Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarstöðinni á Keldum er nú í skoðun hvort aðeins verði leyft að selja rúlluhey, þar sem það inniheldur ekki heymaur, en hann er talinn geta verið smit- valdur. Ákvörðun um það hefur þó ekki verið tekin. mundur Halldórsson, Kópavogi. Ekki er vitað hvort þeir gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Sú hefð hefur skapast innan LH að heiðra félaga sem gegnt hafa trúnaðarstöðum innan LH eða verið hestamennskunni lyftistöng að öðru leyti. Svo mun einnig verða á þessu þingi. Á laugardag sér Máni um skoðunarferð fyrir maka þing- fulltrúa. Nefnist hún Ævintýra- ferð um Reykjanes og er í boði Reykjanesbæjar og Hitaveitu Suðurnesja. Þinginu lýkur á laugardags- kvöld með þingslitafagnaði, sem jafnframt er árshátíð Hestamannafélagsins Mána. Hey firá riðusvæðum Kúnstín að bæta eigin hross Isíðustu Kynbótahornum hef- ur verið skrifað um hvernig stofnað er til nýrrar kynslóð- ar með það markmið að bæta hrossin sem mest. Vikið var að því síðast að kynbótabúið á Hól- um hefði farið með hryssur und- ir Orra frá Þúfu með það í huga að auka enn gæði þeirra af- kvæma sem þessar hryssur gæfu af sér. Hólabúið hefur á undan- förnum árum notað marga stóð- hesta með þetta í huga, en horf- ið var frá því að rækta eingöngu austanvatnahross, eins og fyrri samþykktir hljóðuðu upp á. Það hefur sýnt sig að þessi ríki austanvatnaþáttur í Hóla- hryssunum, sem getið var um síðast, hefur blandast vel íjar- skyldara blóði. Nú eru t.d. í upp- eldi á Hólum tryppi undan Kol- fmni frá Kjarnholtum. Þar er komin hestgerð sem ber nokkuð annan svip en flestar Hólahryss- urnar og kemur til með að skapa nýja erfðavísa. Úr þessum hópi verða svo valin hross til ásetn- ingar, þau sem best falla að þeim markmiðum sem ráða í þessari ræktun. Með framhaldi í þessa veru má vænta þess að á Hólum fari að verða til álitleg stóðhestaefni. Kynbótamatið besta hjálpartækið Það, sem menn hafa við að styðj- ast í dag í ræktuninni, er kyn- bótamatið sem framkvæmt er árlega. Eins og oft hefur verið bent á hér í þessum pistlum, þá byggir matið á einstaklingsdóm- um og ætterni. Síðan koma til af- kvæmin og þá er tekið tillit til KYNBÚTAHORNHI allra afkvæma sem í dóm koma. Áður fyrr voru afkvæmadómar byggðir á aðeins 6 afkvæmum til 1. verðlauna eða 12 til heiðurs- verðlauna. Matið í dag ætti að vera mun marktækara, þó það megi að sjálfsögðu lengi bæta. f vaxandi mæli .velja menn orðið stóðhesta á hryssur sínar eftir matinu. En þá þarf að gæta þess að ekki er nóg að einblína á að- aleinkunn matsins, heldur þarf að skoða hvernig hver eiginleiki kemur út, svo menn magni ekki veikar hliðar hrossanna. Það væri mjög til bóta varðandi kyn- bótamatið, ef reiknuð yrði út meðaleinkunn fyrir byggingu og einnig fyrir hæfileika. I aðalein- kunninni hafa það oftast verið hæfileikarnir sem ráðið hafa meiru. En væri meðaleinkunn birt fyrir byggingu, myndu menn gaumgæfa það betur. Breytt val á stóðhestum Notkun stóðhesta hefur tekið miklum stakkaskiptum á síðustu tveimur áratugum. Áður fyrr var það algengast hjá stóðbændum að þeir notuðu einn hest í stóð- inu og gekk hann þá gjarnan með stóðinu allt sumarið. Sami hesturinn var notaður ár eftir ár og mótaði þá eðlilega hrossin mikið. Nú er þetta á undanhaldi og menn fara með hryssurnar vílt og breitt. Þeir sem eiga stóð skipta oftast um hest árlega, en velja þó ekki nema hluta af hryssunum til hans. Með þessu eru menn að leita að mótparti sem þeir ætla að henti hryssunni sem best. Út úr þessu koma síð- an afkvæmi sem menn nota svo aftur í innræktun, það er nota svo í sínu stóði. Við val á slíkum gripum nota menn þá kynbóta- matið sem fyrr segir. Áður réð innsæi hrossabónd- ans miklu um valið, svo og þekk- ing hans á stóðinu og ættunum. Auðvitað gat þar skeikað um valið og hestar brugðist vonum. í raun var þessi aðferð ekki óskyld því að velja eftir kynbóta- mati, því hvorutveggja byggir á gæðum foreldranna, ættum og afkvæmum. Kynbótamatið bygg- ir hins vegar á mælingum, þ.e. dómum á einstaklingum og af- kvæmum auk ættar. Innsæi í ræktun er mikil gáfa sem nauð- synlegt er að þroska með sér. Hún gerir það líka að verkum að HESTA- MÓT Kári Arnórsson breytileiki helst meiri í stofnin- um en ella, sem er forsenda fyrir framförum. Listin að bæta eigin hross Sé horft til þeirra ræktunar- manna sem fremstir hafa staðið á undanförnum árum, þá hefur Kynbótamatið er orðið besta tækið í ræktuninni. Heiðursverðlaunahestur- inn Kjarval frá Sauðárkróki með 131 kynbótastig. Knapi Einar Öder Magn- ÚSSOn. Mynd: EJ. þessi gáfa, sem þeir hafa náð að þroska með sér, skilað sér vel. En þeir hafa líka forðast að loka sig inni í sérviskulegum reitum. Þeir hafa stöðugt verið að leita fyrir sér með hesta utan eigin hrossahóps. Það má í þessu sambandi minnast á Svein Guðmundsson. Hann hefur verið ötull við að nota aðkomna stóðhesta með það fyrir augum að bæta sín hross. Síðan hefur hann ræktað inn það sem honum finnst vera til bóta. Hann hefur samt ekki hvikað frá því að halda þeim eðl- isþáttum í stofninum, sem hon- um hafa þótt eftirsóknarverðast- ir. Þessa þætti hefur hann reynt að festa með skyldleikaræktun. Sumt af því hefur heppnast vel, annað miður, en út úr því eru bestu einstaklingarnir valdir. Ég býst við því að það komi mörgum á óvart hve stóðhesta- hópurinn, sem þeir feðgar hafa notað undanfarin ár, er íjöl- skrúðugur og hve margir hestar það eru. Allt er það gert í því augnamiði að styrkja þá þætti sem þeim finnst á vanta í eigin hrossum. Þessu ráða hins vegar ekki tískustefnur, eins og verið hefur hjá svo mörgum öðrum í ræktun. En það er greinilega tekið mið af þeim dómskala sem notaður er, enda birtast þar markmið hrossaræktar Bænda- samtakanna í landinu. Þegar skoðaður er sá hópur stóðhesta, sem þeir feðgar hafa fengið að, þá er greinilegt að kynbótamatið er grandskoðað áður. Þessir hestar eru allir með hátt mat og má t.d. nefna þann hest sem þeir notuðu á þessu ári, Páfa frá Kirkjubæ, sem er með 134 stig í kynbótamati og með 150 stig fyrir fótagerð sem greinilega er verið að sækja í. Kannski hafa Hólamenn sótt sína fyrirmynd til Sauðárkróks- ræktunarinnar þegar þeir hættu stofnræktuninni, en fóru að leita eftir bestu hestunum.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.