Dagur - Tíminn - 18.10.1996, Qupperneq 1

Dagur - Tíminn - 18.10.1996, Qupperneq 1
FÖStudagur 18. október 1996 - 79. og 80. árgangur - 199. tölublað „EKKERT SERSTAK- LEGA FALLEGUR EN ÁGÆTURÁ MYND" Björn Otto Steffensen missir titillinn Herra Norðurlönd eftir viku og fer til Finnlands að krýna arftaka sinn. ísland hefur tvisvar unnið keppnina og vann Björn Sveinbjörns- son titilinn í hittifyrra en í ár keppir Einar Örn Birgisson fyrir ísland. Hvernig er að missa titilinn? „Það er í góðu lagi, þetta er ekki eins og hjá ungfrú alheimi sem ferðast um heiminn í eitt ár og hjálpar bágstödd- um. Fyrir utan einhverja vinninga þýddi þetta árssamning við módelskrif- stofu í Finnlandi en ég ákvað frekar að fara til Þýskalands og þreifa fyrir mér sem módel.“ Björn segir förina tU Þýskalands í sumar hafa gengið ágæt- lega og að þeir hafi viljað ráða hann til starfa. „Fyrst vildu þeir þó að ég færi til Milanó sem er nokkurs konar byrjunar- reitur. Ég nennti ekki að eltast við það enda enginn lífsdraumur á ferðinni." Varstu ekki nógu spenntur fyrir mód- ellífinu? „Ég hef aldrei verið spenntur fyrir fyrirsætulífinu sem slíku en þetta er ágætis aukavinna. Ef maður hins vegar ætlar að fara út og lifa af þessu væri skynsamlegt að vinna í Mílanó í heilt sumar og safna myndum í bók en þetta er ólaunað og mér fannst ekki taka því.“ Breyttist viðmót fólks eftir að þú varðst herra Skandinavía? „Já, það er ekki hægt að neita því, maður varð töluvert meira áberandi og þetta hafði bæði sína kosti og galla.“ Björn segist líka hafa orðið var við nei- kvæð viðbrögð, t.d. alls konar glósur á skemmtistöðum og kjaftasögur sem enginn fótur var fyrir og telur íslend- inga eiga töluvert langt í land með að viðurkenna þátttöku karlmanna í svona keppnum. Og stelpurnar... „Já, það er best að svara því þannig að menn þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að ég hafi gert betur en þeir, en auðvitað fær maður meiri athygli." Hefur þér alltaf fundist þú fallegur? „Þetta er fyrirsætukeppni og því skiptir frekar máli hvernig maður myndast. Ég var búinn að vinna fyrir módel 79 í nokkur ár áður en ég fór í keppnina og síðan var maður oft búinn „Menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að ég hafi gert betur en þeir.“ að sjá sig á mynd en ég hafði ekki hug- mynd um hvernig ég stæði mig í sam- anburði við aðra. Nei, mér fixmst ég ekkert sérstaklega fallegur en ég er ágætur á mynd. Einhverjar breytingar í vœndum? „Nei, það held ég ekki...jú, þegar snjórinn kemur fer maður að stunda skíðin." mgh CAN'CAN FYRIR5.6 MILLJÓNIR? ✓ Ikvöld fer Guðrún Agnarsdóttir á kvöldskemmtun sem á lítið skylt við þessa: Nemendamót Verslunarskól- ans í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll 1955. Þar bauð Guðrún upp á firna hressilegt Can-Can ungra námsmeyja við skólann. í kvöld verður hún í eigin sam- sæti til að afla fjár til að borga skuldir forsetaframboðsins. Skemmtiatriði og matur fyrir 2500 krónur eiga að skera af skuldahalanum sem er 5.6 milljónir. Dansar Guðrún? Hún hefur hæfileikana eins og sannaðist fyrrum. Sætu skvísurn- ar þrjár sem svipta pilsum á myndinni eru, talið frá vinstri: Guðrún Agnarsdótt- ir, Þórirnn Árnadóttir og Ingunn Jens- dóttir. Allar áttu þær eftir að skemmta landsmönnum með dansi sínum síðar, en þetta voru fyrstu sporin. Guðrún átti eftir að koma fram í ka- barettum og öðrum sýningum og var vægast sagt efnileg á því sviði. Þórunn Árnadóttir fór í nám í list- dansi og dansaði lengi með ballettflokki Þjóðleikhússins. Sömu leið fór Ingunn Jensdóttir, hún dansaði í ballettflokknum en lærði auk þess leiklist. Hún stendur í ströngu á öðru sviði um helgina: Setur upp Dýrin í Hálsaskógi hjá Leikfélagi Ak- ureyrar! Borðhald hefst hjá Guðrúnu í Rúgbrauðsgerðinni í kvöld kl. 20, komið saman kl. 19. En hvernig var þetta þarna með Can-Canið? „Það var nú svo- h'tið spaugilegt þetta Can-Can atriði,“ segir Guðrún. „Við vorum í búningum frá Þjóðleikhúsinu. Nema hvað, búning- urinn minn var frá Þuríði Pálsdóttur söngkonu, sem var miklu hærri og meiri um sig en ég. Ég hef nú aldrei skilið hvernig ég gat borið þann búning. Ég var með gamalt segulbandstæki sem pabbi hafði gefið mér, kostagrip mikinn. Á þessu bandi var þetta Can-Can lag. Við héldum að nóg væri að stilla tónlistina hátt, svo dönsuðum við móðar og más- andi og spörkuðum fótunum sitt á hvað, en tónlistin heyrðist ekkert út í salinn. Aðeins við heyrðum hana.“ Verður Can- Can hjá Kvennalistakonunni í kvöld?

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.