Dagur - Tíminn - 18.10.1996, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn - 18.10.1996, Blaðsíða 3
|Dagur-®mtimt Föstudagur 18. október 1996 -15 FERÐALIFIÐ L A N D I N U Hofuðstaður Norðurlands býður aðkomu- mönnum upp á hættulausan, einfaldan og (gjaldeyrissparandi ef ekki ódýran) flótta frá raunveruleikanum. En það er ekki allt sem sýnist. Fjórir einstaklingar horfa á bæinn og aðkomumenn vinsamlegum augum í tilefni komandi ævintýra. Fokkerliðið kýs Akureyri Islenska fokkerliðið liflr fyrir aukabúgreinar með starf- inu. Starfið getur verið við- skiptaferð til Akureyrar eða fundur norðanlands, en bakatil í huga þeirra sem klífa tröppur Fokkersins er lífið utan vinnu: bar, krá, veitingastaður, gista á hóteii og fá helst gervihnatta- sjónvarp, fara út að borða á kostnað fyrirtækisins eða útá vasapeninga. Þessi „næstum eins og útlönd tilfinning11. Gjugg í glas Bestu hótelin utan Reykjavíkur, bestu veitingastaðirnir, nógu stór bær til að vera bær en leigubílar ódýrir eða óþarfir! Einmitt staðurinn til að fara með konuna eða eiginmanninn með sér í helgarpakka - ef menn taka ekki þriðja aðilja framyfir! Stundum þjóðkunn andlit úr fréttatímum sjónvarps- stöðvanna: þingmenn, athafna- menn sem segja að þjóðarbúið sé á hausnum, leiðtogar líknar- samtaka og félagsmálafrömuðir - þetta yfirgengilega „ráðstefnu- yfirbragð" sem sker aðkomu- fólkið úr á löngu færi. Það fer á Poilinn eða Oddvitann og þekk- ist strax úr af þessari vonlausu viðleitni til að „blandast heima- mönnum." Á Akureyri eru aliir utanbæjarmenn útlendingar. Og þekkjast úr. Lika þeir sem tala þennan vísi að íslensku sem tal- aður er utan Norðurlands. En fokkerliðið veit þetta ekki og heldur að það sé á heimavelli; pukrast í sinni tvíræðu stemmn- ingu: útlendingur á íslandi en íslendingur samt! Stofna til við- ræðna: „Jæja hvernig hafið þið það úti á landi?“ Gjugg í golf „Það var búið að rigna í fjórar vikur þegár við ákváðum að fara norður í golf eina helgi,“ Ef heilladísirnar hafa ekki úthlutað manni skyndiferð til London eða New York og maður býr á Egilsstöðum, ísafirði, Reykjavík eða Akranesi - þá er Ak númer 1. . Takið með ykkur nesti sagði gúrú úr auglýsingabrans- anmn á Pollinum eitt föstudags- kvöld og hristi höfuðið. Engin smá öfund að haustlagi. „Við vorum að kynna nýja þjónustu og tókum kúnnana norður á leikinn," sagði athafnamaður (skelþunnur) á flugveilinum. Stóð þarna, búinn að senda við- skiptavinina suður fyrr um dag- inn en sjálfur í „erindum" fram eftir kvöldi. Verst að það er ekki fríhöfn fyrir fokkerliðið. Haugur af frakkaklæddum at- hafnamönnum frá ríki og SIJ með stressbox og ferðatöskur sem „passa sem handfarangur." Gjuggað í menninguna Því trúir enginn maður en það má hafa það að yfirvarpi: menn- ingarferð til Akueyrar. Fínar íjarvistarsannanir út um allan bæ. En kræst, Nonnahúsið. Gjugg í gullkort „Sjallinn, er hann ekki enn- þá...“? Gjuggað í gamlar minn- ingar frá skólaferðalögum, keppnisferðalögum, starfs- mannahópaferðalögum. Það hlýtur að vera eitthvað í gangi einhvers staðar. Bara ekki svæðisútvarpið... það eru tak- mörk hjá fokkerliðinu! Nýfluttur til höfuð- staðar Norðurlands, bíllinn fullur af aleigunni en maginn tómur. egar nýbúinn ætlar að svara þörfum líkamans, þá kemur í ljós að veit- ingastaðir á Akureyri loka langt fyrir háttatíma. Það er skundað á milli hinna ýmsu staða, Ding dong, Pan ko og Freedland og hvað þeir heita nú allir og hungrið eykst. í lok „mission in- possible" er samlokan niður- staðan. Vinaleg leigubflastöð í miðbæ Akureyrar bjargar deg- inum, samloka með fuglakjöti og ávaxtasafi drukkinn með. Til að þóknast einum af frumhvötum einbúans er Akur- eyri ekki óskastaðurinn hvað það varðar. Hitt er svo annað mál að bærinn bíður upp á þægilegt andrúmsloft. og vina- legar móttökur. (Hver sagði að illa væri tekið á móti Reykvík- ingum?) Bærinn skartaði sínu feg- ursta nú í haust og ekki var það verra fyrir aðkomumanninn sem bjóst við að vetur konung- ur væri búinn að taka öll völd en raunin var önnur. Sólskin og mikhr hitar settu mikinn svip á skemmtilegt bæjarlíf sem end- urspeglaðist í andlitum bæjar- búa. Ef þið eruð seint á ferð, takið með ykkur nesti. Hammgjusamar Ijölskyldur Piparsveinn skoðar Vaðlaheiði og Súlur Hér er óvenju mikið um kvöld- göngur hamingjusamra handa- banda og mannlegur óróleiki er minni. Hér er líka miklu betra að vera með börn en alls staðar annars staðar, sleðafæri nær allt árið! Rólegheitin lýsa sér í höfginni sem einkennir bflaröð- ina upp brekkuna, því allt er hér upp í mót. Eða friðsæld- inni yfir spegla- beygjunni sem ein- kennir Akureyri. Það er blint fyrir fram- an en þú getur séð hvort það er að koma bfll á móti í stórum spegli, sniðugt og ró- andi. Rólegheitar taktur, rúnturinn alveg tilvalinn staður til að taka upp samband við fyrri vini, hinir bflarnir bíða rólegir. Hér flautar enginn dónalega! Og ijölskyldulífið virkar svo heilbrigt. Berjamó náði stemmningunni í ágúst. Á vinnustöðum á föstudagseftirmiðdögum braust spennnan út í setningunni: „Ég ætla að fara og hafa það huggulegt í berjamó með íjölskyldunni!" Já fjöl- skyldumenningin er allsráðandi. Fram- hjáhald mun meira á heitari stöðum. Yndislegt. Helgarnar eru í öruggum farvegi. Kannski er búin til sulta úr öllum berj- unum á meðan ein- hverjir fjölskyldu- meðlinir skjótast í vídeóleiguna. Kaffi og með’í ljómar úr augum hamingj- unnar og hér er lítið um sundmlyndi hjóna. Vinnan, jú vinnufélagarnir vita allt um þig. Öruggt og gott að fólk sé ekki að brugga einhverja vitleysu upp úr sjálfum sér um þig og þína. IJér byggja sögur um náungann á öruggum heimildum enda uppruninn þekktur og manni hollast að fara ekki á flot með neitt annað. Það þekkja allir hann pabba þinn, mömmu þína og voru með systrum þínum í MA. ✓ indælli haustblíðunni heilsar Akur- eyri komumanni, þegar hann stígur út úr Flugleiðavélinni á flugvellinum. Fjallasýnin er með ágætum þegar augum er blimskakkað, um leið og gengið er inn í flugstöðina. Súlur, Vaðalaheiði, Hlíðar- fjall og Kaldbakur. Nú verður næturlífið kannað og ef til vill gert strandhögg ef kjarkurinn leyfir. Ég ligg í koju á Hótel Norðurlandi. Með íjarstýringu sjónvarpsins stilli ég á sjónvapsstöðvar frá öllum heimsins hornuin og úrvahð er ijölbreytt. En nú ætla ég, piparsveinninn, að skoða eitthvað annað. Fyrst hggur leiðin á Polhnn. Dyravörðurinn nikkar góðlátlega þegar ég geng í hús og býð gott kvöld. Sest niður, skoða úrval norð- lenskra meyja um leið og ég skola munn- inn með kaffi. Sama leikinn tek ég á Odd- vitanum, Kaffi Karólínu, Kaffi Olsen og hvað allar þessar knæpur eiginlega heita. Eins og annars staðar á landinu er hér sægur af fallegum stelpum; svo mik- ið að það hálfa væri nóg. Þær snúast í hringi, þessar stelpur og fallegastar eru þær sem hafa dimmblá augu og dökka lokka, dreyminn svip og yndisþokka. Og hvað þær eru fallegar á Akureyri er jafn- framt í góðum samræmi við hvað bærinn er fallegur. - En það vantar einn tvöfaldan uppá kjarkinn til að taka eina á löpp. Og ég er templari. Sömuleiðis er úr- valið prýðilegt og skyggnið ágætt á helsta danshúsi bæjar- ins, Sjallanum - þar sem dans hefur dunað lengur en elstu menn muna. Leið piparsveinsins og templarans liggur nú aftur í kames sitt og koju á Hótel Norðurlandi. Einsog hjá Smugu- togurum hefur veiðin verið dræm og þá er stímt á önnur mið. Þar taka við önnur viðfangsefni, svo sem að athuga haustlit- ina og skoða Súlur, Vaðlaheiði, Hlíðar- íjall og Kaldbak. Helgarnar eru í öruggum farvegi. Kannski er búin til sulta úr öllum berjunum. En nú ætla ég, piparsveinninn, að skoða eitthvað annað.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.