Dagur - Tíminn - 18.10.1996, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn - 18.10.1996, Blaðsíða 4
16 - Föstudagur 18. október 1996 JD;tgnr-®mmrt UmBúðaiauót Ég hef talað Vigfúsdóttir Stærsta kvenfélag landsins hélt iandsfund sinn um síðustu helgi undir yfir- skriftinni „Einstaklingsfrelsi, jafnrétti í reynd“. Óneitanlega var þjóðin orðin spennt, enda hafði verið beðið eftir fundinum í heil þrjú ár. Yfirskriftin þótti byltingarkennd og var talsvert gert úr því fyrir landsfundinn að þarna væri kvenfélagið að sýna hve vel það fylgdist með tímunum og væri því tilbúið til að helga jafnréttismálunum yfirskrift heils landsfundar. Það var ekki laust við að hjarta mitt slægi örlítið örar, því eins og kvenfrelsiskonan sagði um árið: „Ef Sjálfstæðisílokkurinn tekur upp hugmyndafræði mína þá er óg reiðubúin til að ganga í ílokkinn". Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að jafnréttis- mál séu hvorki til vinstri né hægri og hef því skellt skolla- eyrum við þegar slíkir vængir hafa viljað eigna sér þau. Það virðist ekki hafa skipt neinu máli hverjir hafa setið í ríkis- stjórn, þessi mál hafa ávallt set- ið á hakanum. Það var ekki fyrr en femínisti settist í stól borgar- stjóra Reykjavíkur sem eitthvað virðist ætla að mjakast í þess- um málum þar. Við sem búum í öðrum kjördæmum höfum fylgst vel með og vonast til að okkar menn tækju höfuðborg- ina sér til fyrirmyndar. Því gladdist ég innilega þegar sjálf- ur Sjálfstæðisflokkurinn virtist vera að ranka við sér. Hann er jú í ríkisstjórn, ræður yfir ráðu- neytum sem skipta sköpum í jafnréttisbaráttunni og er með nokkrar sprækar aðstoðarkon- ur ráðherra sem virðast gegna lykilhlutverkum og hafa áhuga á því að þoka málum áleiðis. Það lifnaði meira að segja yfir pólitískum áhuga mínum, en deyfð og doði hafa einkennt hann að undanförnu. Þrátt fyrir hástemmdar lýsingar á ferða- laginu sem Jóhanna og Jón eru lögð af stað í og ágætis farar- stjóra, þá langar mig ekki með. Ég vil annað og meira og eitt andartak hélt ég að mér yrði að ósk minni: Að uppstokkun fiokkakerfisins væri í nánd. Ég hélt að sjálfstæðimenn væru komnir í spreng og myndu tak- ast á um þau mál sem virkilega skipta þjóðina sköpum, jafnrétt- ismál, stjórnun fiskveiða og að- ild að Evrópusambandinu. Út- koman yrði sú að línur myndu skýrast, milli íhaldsafla í öllum flokkum og hinna sem eru til- búnir í fúlustu alvöru til að ræða málefni samtímins, en stinga ekki öllu undir stól eins og gert var í Laugardalshöilinni um síðustu helgi. Yfirskriftinni voru gerð fá- tækleg skil á fundinum og fátt var um byltingakenndar nýj- ungar í umræðunni. Reyndar vöktu Árni Sigfússon og Ölafur Stephensen athygli mína, enda ekki algengt - hvorki í þessum flokki né öðrum - að karlmenn tali um þessi hagsmunamál sín. Þau hafa virst einkamál karla- nefndar Jafnréttisráðs. Þessi fína yfirskrift hefur líklega ver- ið fremur hugsuð til skrauts og kannski til að beina sjónum manna frá hættulegri umræðu- efnum. Slíkur ótti var samt aug- ljóslega ástæðulaus, því leiðtog- inn tók þegar í setningarræð- unni ormalyf og bólgueyðandi við grasrótarbólgunni. Skýr af- staða hans gegn veiðileyfagjaldi og fylgjendum þess sagði mönn- um strax að halda sér saman um þau mál, því yrði skoðun formannsins undir í atkvæða- greiðslu væri það þvxlíkt veik- leikamerki fyrir flokkinn að upplausn blasti við. Ef ekki hefðu verið óróaseggir að vest- an hefði kvenfélagsfundurinn gengið ljómandi vel fyrir sig, og auðvitað er óskiljanlegt að menn skuli láta sér detta í huga að ætla að ræða mál sem for- maðurinn hefur þegar lýst skoðun sinni á. Maður hefði því mátt ætla að jafnréttismálin fengju mikið pláss á fundinum og frjó umræða skapaðist þegar búið var að afgreiða stóru mál- in strax í setningarræðunni. Ekki skorti heldur á frumleik- ann eða dýptina. Jafnréttismál eru mannréttindamál og ættu því að færast frá félagsmála- ráðneyti til forsætisráðneytis. Ég er farin að hafa áhyggjur af því að forsætisráðuneytið skorti verkefni. Fyrst vill það fá hluta af menningararfinum til sín og nú þennan málaflokk líka. Treystir forsætisráðherra fram- sóknarílokknum kannski ekki til þess að sinna mannréttinda- málum? Auðvitað mætti vel ýta við félagsmálaráðherra - og reyndar öllum hinum því jafn- réttismál snerta öll ráðuneyti - og segja honum að gera skurk í málinu, en er ekki full hart að hrifsa það af honum? Þessi til- högun hefði reyndar þann kost í för með sér að formaður kven- félagsins myndi komast vel inn í málaílokkinn. Hann gæti því í setningarræðu næsta lands- fundar lýst eindreginni skoðun sinni á þeim og þar með losað landsfundinn við að ræða málaflokkinn. Vestfirski sértrú- arsöfnuðurinn breyttist í sér- trúarsöfnuð sjálfstæðra kvenna sem kannski yrðu ekki á alveg sama máli og formaðurinn, en menn myndu samt snúa bökum saman og semja almennt orð- aða ályktun sem væri svo loðin að ríkisstjórn Davíðs Oddssonar þyrfti ekki að taka neitt tillit til hennar. Hafnarfjarðarbrandarar Framsóknarmaðurinn í kunn- ingajahóp Garra var brosmild- ur í gær. Hann benti í áttina til Hafnarfjarðar og sagði: Svona verður pólitíkin þegar fram- sóknarmenn vantar í litrófið. Þetta er öflugasta argúment fyrir framsóknarmennsku sem Garri hefur heyrt. Menn geta síðan velt fyrir sér hvort það segi meira um Hafnarfjarðar- pólitíkina en framsóknar- mennskuna. í meiri- og minnihluta í Hafnarfirði sitja saman í meirihluta Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur. í Hafnar- firði sitja saman í minnihluta Alþýðuílokkur og Sjálfstæðis- ílokkur og njóta að auki full- tingis Magga svarta úr Alþýðu- bandalaginu. Það er sér hafnfirskt að stjórnmála- flokkar séu samtímis saman í stjórn og stjórnarandstöðu, enda sjaldgæft að finna eins víðtæka sundurþykkju og óeiningu meðal samherja og tfðk- ast hjá stjórn- málamönnum í Hafnarfirði. Óþarft er að riija upp hina miklu átakasögu Jóa Rogg og félaga í Sjálfstæðis- flokknum, sem leiddi til myndunar nýs bæjarstjórnarmeirihluta og klofnings og hatrammra ill- deilna í Sjálfstæðisflokknum. Nú eru ekki síður kraftmiklir hlutir að gerast hjá Alþýðu- flokknum, þar sem stór hluti stjórnar Alþýðuflokksfélags Hafnarfjarðar ásamt formanni félagsins hefur ákveðið að ganga úr fólaginu og stofna nýtt félag lil að starfa í. Nýja félagið ætlar síðan að ganga tif liðs við sjálfstæðismenn í stjórnarandstöðu og vera á móti krötunum og sjálfstæðis- mönnunum sem sitja í meiri- hluta. Aftan við loðnutölurnar Það segir e.t.v. meira en margt annað að þessar stjórnmála- hræringar í Firðinum fá ekki meiri athygli en svo í fjölmiðl- um að hvers kyns loðnutölur og málverkasýningar eru tekn- ar fram fyrir þessa frétt í fréttatímum ljósvakanna og aðeins er sagt frá málinu inn- arlega á innsíðum blaðanna. Það virðist heldur ekki auka fréttagildi þessa krataklofnings í Hafnarfirði í augum frétta- manna og almennings þó útgöngumenn segist vera að ílýja ofsóknir félaga sinna, sem hafi haft hótunum við þá um Iíkamlegar meiðingar og jafnvel líflát, svo ekki sé talað um símaofsóknir. Flestum virðist einfaldlega sama og menn afgreiða málið sem enn einn Hafnaríjarðar- brandarann. Raunar segir það meira en nokkuð annað um ástandið í stjórnmálum bæjar- ins þegar framsóknarmenn - sem hafa það að aðalsmerki að grípa öll tækifæri til að komast í einhvers konar stjórnar- og valdastöðu - tala um það sem sérstakan álitsauka fyrir sig og flokkinn að vera ekki með í bæjarmálapólitíkinni í Hafnar- firði. Garri.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.