Dagur - Tíminn - 18.10.1996, Side 6

Dagur - Tíminn - 18.10.1996, Side 6
18 - Föstudagur 18. október 1996 ÍDagur-tEmmm MENNING O G LISTIR Úr Skammdegi Þráins Bertelssonar. Hvað gerir góða íslenska bíómynd góða? Hvað fær fólkið til að koma í bíó? rjár íslenskar kvikmyndir standa uppúr hvað varðar áhorfendaflölda. Land og syni, eftir Ágúst Guðmundsson og Indriða G. Þorsteinsson, sáu 120 þúsund manns, lítið eitt færri sáu Stuðmannamyndina Með allt á hreinu og 100 þús- und manns lögðu leið sína í Bíóhúsin þegar Dalalíf Þráins Bertelssonar var sýnt fyrir rösklega tíu árum. Aðsóknartöl- ur að öðrum íslenskum bíó- myndum á síðari árum hafa gjarnan verið á bilinu 20 til 50 þúsund manns. Guðný Halldórsdóttir kvik- myndaleikstjóri, segir enga ákveðna uppskrift að söguþræði eða efni í íslenskri mynd vera til, svo hún hljóti almannahylli. Vönduð vinnubrögð séu það sem máli skiptir. „Ég hef aldrei verið óánægð með aðsókn að okkar kvikmyndum og get ekki dæmt um gæði þeirra út frá áhorfendafjölda. Að minnsta kosti hef ég aldrei verið óánægð með aðsókn,“ segir Guðný. Fjöl- sóttasta mynd sem hún hefur komið að er um suðurlandaför Karlakórsins Heklu, sem 56 þúsund manns sáu. Anað af stað ... „Gallinn við flestar íslenskar kvikmyndir er lélegt og illa unnið handrit. Menn hafa ílýtt sér um of og ekki látið hug- myndir í handritsgerðinni þró- ast. Anað hefur verið af stað með ómótaðar hugmyndir og byrjað að taka myndina - og það er oft ferð án fyrirheits. Þarna liggur veikleikinn," segir Karl Pétur Jónsson, kynningar- stjóri Kvikmyndasamsteypunn- ar. „Ef við lítum á Djöflaeyjuna var fyrst byrjað að vinna í handritsgerð árið 1989, og þá voru þær Eyjabókanna, sem Friðbert Pálsson framkvæmda- stjóri Háskólabíós. Hrafn Gunn- laugsson kvikmynda- leikstjóri. „Það er af sem áður var að íslenskar kvikmyndir séu fjölsóttar út á það eitt að vera íslenskar. “ „Listamaðurinn verður að hafa eitthvað að segja. Annars verður þetta hið venjulega klúður. “ íslenskur tónn, vönduð vinnubrögð? Guðný Halldórs- dóttir kvikmyndaleik- stjóri. „Mikilvœgast er að leggja upp með gott handrit sem efnivið í mynd sem þarf að vera skemmtileg. “ myndin er byggð á, löngu komnar út. Síðan var handritið í gerjun í sex ár og tók sífelld- um breytingum. Þetta er bíó- mynd þar sem hver og einn ein- asti myndarammi er fullur af einhverju lifandi. Það eru vel unnar bíómyndir sem eru raun- verulega íslenskar sem lands- mönnum falla best í geð. Þar sem við finnum einhvern ís- lenskan tón,“ segir Karl Pétur. „Þær myndir hafa fallið sem eru ofhlaðnar erlendum tökt- um. íslendingum falla best þær myndir sem þeir geta speglað sjálfa sig í. Það er sú uppskrift sem hæfir í hjartastað." Þá væri ég í góðum málum „Ég væri í góðum málum ef ég vissi uppskriftina að því hvað íslensk kvikmynd þarf til að fá góða aðsókn," segir Þorfinnur Ómarsson, framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs. Hann bætir því við að Djöfla- eyjan hafi sterka skírskotun í íslenskan veruleika sem myndir þurfa að hafa til að ganga í hér- lenda áhorfendur. „En þó tek ég fram að þótt sumar íslenskar myndir hafi uppfyllt þau skil- yrði hafa þær samt sem áður fallið." Breytilegt hvar línan liggur „Það er af sem áður var að ís- lenskar myndir séu ijölsóttar út á það eitt að vera íslenskar. Bæði eru fleiri íslenskar myndir sýndar í seinni tíð - og almennt framboð fjölmiðlunar af öllu tagi hefur stórlega aukist,“ seg- ir Friðbert Pálsson, fram- Karl Pétur Jónsson kynningarstjóri. „Þœr bíómyndir ganga best sem eru raunverulega ís- lenskar. “ kvæmdastjóri Háskólabíós. Hann segir að góður efniviður í kvikmynd sé samfléttað grín, spenna og tónlist. Þá njóti einnig gjarnan vinsælda myndir sem gerðar eru um efni sem tíðum hafa verið í umræðu manna á meðal. Það hafi efni- viður Djöflaeyjunnar svo sann- arlega verið. Segðu mér söguna aftur „Það er eins með kvikmyndir og önnur listaverk; ef vel á til að Þorfinnur Ómars- son framkvæmda- stjóri Kvik- myndasjóðs. „í dag er enginn viðrœðu- hœfur í partýum nema hafa séð Djöflaeyjuna. “ takast verður Iistamaðurinn að hafa eitthvað að segja. Annars verður þetta hið venjulega klúður," sagði Hrafn Gunn- laugsson kvikmyndaleikstjóri, aðspurður um uppskrift að góðri kvikmynd. Hann tekur fram að hann hafi enn ekki séð Djöflaeyjuna - sé nýkominn til landsins frá Kúbu, en hafi heyrt vel af myndinni látið. Með þá góðu dóma óski hann Friðriki Þór Friðrikssyni til hamingju. „En er það ekki eins með Djöflaeyj- una og margt annað að fólk vill láta segja sér góða sögu aftur? Því tek ég eftir með dóttur mína að hún biður mig gjarnan um að segja sér aftur þá sögu sem hún hefur áður heyrt og líkað vel. Margir hafa lesið bókina um Djölfaeyjuna og leikritið var vinsælt. Nú vill fólk sjá Djöfla- eyjuna í bíói. Hið sama má segja um kvikmyndina Land og syni sem byggð var á vinsælli bók,“ segir Hrafn Gunnlaugs- son. -sbs. Svipmynd úr Landi og sonum eftir Indriða G. Þorsteinsson og Ágúst Guðmundsson, einni fjölsóttustu íslensku kvikmyndinni sem gerð hefur verið.

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.