Dagur - Tíminn - 19.10.1996, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn - 19.10.1996, Blaðsíða 6
18- Laugardagur 19. október 1996 ■©agurÁEímmn Sigga skálda Sigga skálda virðist ýmist hafa verið nið- ursetningur eða á vergangi. Geðfró er hennar frægasta trúarkvæði en þar er sambandi hennar „og Krists lýst mjög innilega, bæði eins og þau væru elsk- endur og eins og þau væru foreldri og barn.“ Þetta kemur fram hjá Margréti Eggertsdóttur sem skrifar um trúarleg- an kveðskap kvenna á 17. og 18. öld. Hún segir konur gjarnan hafa ort um Krist sem sætastan brúðguma sinn, móður og jafnvel ljósmóður. Konur lengst af í grasrót kirkjunnar TJ5A ÆTA7l5>5*Cö’ :'CI t .• -Lvrz?", ■ZUTtS r'JMUSlN ItmKH* VtíúJtH-íGTSÍI.t/ Minningartafla um Katrínu Erlendsdóttur sem missti manninn sinn um þrítugt og lifði „í guðrækislegu ekkjustandi" þar til hún lést um áttrætt. Katrín er stundum kölluð „Hin ríka“ í þjóðsögum. Fjörkippur á hjónabandsmarkaði „Varla verður annað séð en hlaupið hafl á snærið hjá mannbæru kvenfólki þegar ... hundruð klerka urðu á hjónabandsmarkaði í sveitum landsins. Þá hefur fækkað í fylgi- kvenna- og vinnukonustétt,“ segir Guðrún Ása Grímsdóttir í grein um íslensku prests- konuna á fyrri öldum. Er hún að vísa til þess þegar skipt var yfir í lútersku hér á miðri 16. öld því eins og kunnugt er máttu kaþólskir prestar ekki njóta kvenna í heilögu hjóna- bandi. Þá hafa margar heimasæturnar kæst eins og sjá má í þessari bögu: Ragnheiður á rauðum sokkum rekur hesta, enga vill hún utan presta auðarlín sig láta festa. Þó er ljóst að kaþólskir klerkar hafa sumir ekki látið stöðu sína koma í veg fyrir að köll- un náttúrunnar væri sinnt. Þannig er áhtið að sr. Þorkell Guðbjartsson, kaþólskur prestur og prófastur í Laufási, hafi átt 30 börn. Honum hefur kippt í kynið því faðir hans þótti mikill kvennamaður og var um hann ort: Vœri brandur minn búinn með stál skyldi eg ekki flýja löndin fyrir þau kvennamál. Herra Gísli Þorláksson biskup á Hólum og eiginkonur hans þrjár, þær Ragnheiður Jónsdóttir (t.v), Gróa Þorleifs- dóttir og Ingibjörg Benediktsdóttir. Þessi tafla var gerð í Kaupmannahöfn 1684-5 samkvæmt skriflegri beiðni Ragnheiðar sem þá var nýorðin ekkja. Handskrifuð sálma- söjh, hálfgerðar neðanjarðarhók- menntir kvenna, og annað starf þeirra í tengslum við kirlg- una á íslandi er kannað í nýrri bók um konur í kristnisögunni. að er svo oft sem fræði- menn eru að skrifa bara hver fyrir annan. Þá verð- ur þekkingin svo einangruð. Mig langaði að miðla háskóla- lærdómi til almennings, annars er ekkert gagn í honum," segir Inga Huld Hákonardóttir, sagn- fræðingur, en hún ritstýrir bók- inni Konur og kristsmenn sem var að koma í búðir. Kveikjan að bókinni er 4ra binda verk um kristnisögu á ís- landi sem Alþingi lætur rita. I hverju bindi eru fráteknar 7 blaðsíður fyrir konur í kristni- sögunni. Inga Huld var ráðin til Ég elska Þig „...elsta skrifað dæmi á ís- lensku um setninguna „ég elska þig“ mun frá presti runnin. Orðin eru máluð skýrum stöfum í trafaöskj- ur merktar ártalinu 1799, en öskjurnar hefur líklega gert hagleikspresturinn Guðmundur Böðvarsson í Reykjadal handa konu sinni Rósu Egilsdóttur sem þótti dugleg búkona.“ Hjá Guðrúnu Ásu Grímsdóttur. Inga Huld Hákonardóttir. að skrifa þessar síður. Vegna þess hve lítið hafði verið skrifað um efnið efndi hún til ráðstefnu þar sem flutt voru erindi úr ýmsum greinum. „En svo voru erindin svo fróðleg og skemmti- leg að óg var spönuð upp í að gefa þau út á bók.“ Þögðu í 2000 ár „í tvö þúsund ár var konum sagt að þegja í kirkjunni," segir Inga Huld og því hefur lítið far- ið fyrir konum í íslenskri kristnisögu. Þær hafa þó tengst kirkjunni á ýmsan en kannski annan hátt en karlar. Þær saumuðu kirkjuklæði og skrif- uðu sálmasöfn svo eitthvað sé nefnt. Þessi sálmasöfn hafa þó ekki komist á prent. „Þetta er svona neðanjarðarlitteratúr eða grasrótarsálmagerð. “ Hörð skothríð á kirkjuna f bókinni eru 9 greinar um hin aðskiljanlegustu mál, þ. á m. brúðarkaup, kvendýrlinga, kirkjuleg útsaumsverk, sálma- gerð kvenna, íslensku prests- konuna á fyrri öldum og stöðu kvenna í trúarfélögum á 20. öld. „En bókin opnast og lokast með nokkuð harðri skothríð á kirkjuna frá þeim Helgu Kress og Auði Eir Vilhjálmsdóttur og það eru akkúrat 1000 ár á milli þeirra. í fyrstu greininni fjallar Helga um kristnitökuna og hún skefur ekkert utan af því hve ákvörðunin var karlmiðlæg. í lokin kemur Auður Eir og gagn- rýnir að konur komist ekkert til áhrifa innan kirkjunnar. Þang- að til reyndar um daginn þegar konur lögðu undir sig Prestafé- lag Austurlands." Þó að „karlar hafí auðvitað haft einkarétt, fram undir þetta, til að túlka ritninguna," þá segir Inga Huld meginniður- stöðu bókarinnar í rauninni þá að „trúin hafi skipt konur mjög miklu máli þó að kirkjan hafi ekki borið gæfu til að veita þeim embætti innan hennar. Trúin hefur verið þeim geysi- legur styrkur í erfiðri lífsbar- áttu og Jesús stundum einasti vinurinn. En svo er hinu auðvit- að ósvarað hvort að kirkjan hafi bælt þær líka á vissan hátt.“ LÓA

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.