Dagur - Tíminn - 19.10.1996, Side 7
Jlítgur-ÍEímútit
Laugardagur 19. október 1996 -19
■
Konur í sértrúarsöfnuðum
✓
115 mánuði kannaði Margrét
Jónsdóttir, félagsfræðingur,
stöðu og hlutverk kvenna í
Krossinum, Ffladelfíu og Hjálp-
ræðishernum. Niðurstöður
rannsóknarinnar birtast í grein
í bókinni Konur og kristsmenn
sem er nýkomin út. I ljós kom
að yfirlýst stefna allra safnað-
anna var jöfn staða karla og
kvenna, a.m.k. í trúarlífi
andspænis Guði, en reyndin er
önnur. Þær sjá að mestu leyti
um störf að tjaldabaki, mat-
reiðslu, þrif, umönnun ungra
barna og kennslu barna á
barnaskólaaldri. í Krossinum
og Fíladelfíu hafa mjög fáar
komist í þá stöðu að predika yf-
ir söfnuðinum eða náð sæti í
stjórnum.
„Mín upphaflega tUgáta gekk
út á það að konur í þessari
stöðu fyndu fyrir togstreitu og
ég bjóst við að finna öllu meiri.
togstreitu gagnvart þessum
kynhlutverkum," segir Margrét,
en í ljós kom að konurnar í
Krossinum voru afskaplega
sáttar við stöðu sína. í Fíladel-
fíu virtust konurnar á leið að
einhvers konar krossgötum.
„Þær eru að endurmeta stöðu
sína, þó e.t.v. ekki meðvitað."
Að sögn Margrétar er í sam-
félögum þar sem karlveldi ríkir
sterk tilhneiging til að konur
dragi sig til hliðar og myndi
sérstaka hópa/menningarkima
innan samfélagsins. Það hafa
konur í bæði Krossinum og
Filadelfíu gert. Konur í
Krossinum hafa myndað eins
konar systrafélag sem kemur
reglulega saman til bæna-
stunda.
Þær halda um stjórnartaum-
ana í þessum hóp og hafa
þannig fundið réttlætingu fyrir
annars h'tt sýnilegri veru sinni í
söfnuðinum - sem er undarlegt
í ljósi þess að konur eru t.d. í
meirihluta í Fíladelfíu. „Þetta
eru kvennahreyfingar leiddar
af körlum."
Hvorki bældar
né bugaðar
„Það var óskaplega gaman að
kynnast þessum skemmtilegu
konum. Ég náttúrulega talaði
við konur sem voru virkar í
starfinu en þetta voru hörku-
duglegar konur, hressar, kraft-
miklar - hvorki bældar né bug-
aðar.“
Ætla mætti að konur sem lifa
og hrærast í trúarsamfélagi þar
sem karlar eru handhafar valds
en konur þiggjendur litu á sig
sem 2. flokks vinnuafl úti á hin-
um almenna vbmumarkaði.
Margrét segir svo ekki vera.
„Þær eru nútímakonur en í
sinni eigin veröld. Þetta eru
aðskildir heimar fyrir þeim og
trúarheimurinn virðist ekki
trufla þær úti á vinnumarkaðn-
um. Það kom víða fram hjá
þeim að þær töldu að það ætti
að velja þann hæfasta til starfa
þrátt fyrir þessar hömlur sem
eru lagðar á þær innan hóp-
anna.“
Tvær vígstöðvar
Hvaða mun fannstu á konum
þessara hópa og hinni „al-
mennu“ nútímakonu?
„Þessar konur þurfa að lifa
eftir tvöföldu kerfi, á tveimur
vígstöðvum, öðruvísi en við sem
erum bara á einni vígstöð.
Sjálfsmyndin hlýtur að verða
flóknari. Það má kannski hugsa
sér að djúpt í íslensku þjóðar-
sálinni sé staður konunnar inni
á heimilinu. Við vitum að tækni-
breytingar ganga mjög hratt
fyrir sig en hugmyndafræðin og
lífsgildin breytast hægt. Þessi
ímynd konunnar í trúarhópun-
um samræmist kannski betur
gömlum hefðum og gildum í
þjóðarsálinni. Þær sem eru að
berjast áfram í þjóðfélaginu og
afneita þessari lífssýn, finna þá
kannski fyrir meiri togstreitu."
lagt upp úr góðri innrætingu
barnanna, því hafa t.d. fáir
meðlimir sjónvarp vegna þess
ljóta sem þar er sýnt. Innræt-
ingin varðandi kynhlutverkin er
þannig í fáum orðum: „Karl-
menn leiða - konur fylgja."
Þó að konurnar hafi í raun
ekki endanlegt vald innan safn-
aðarins né inni á heimilunum
samkvæmt kenningunni þá
liggur að sögn Margrétar vald
þeirra í reglulegum bænastund-
um þeirra. Því karlar eru næm-
starfi safnaðarins sem er bæði
líflegt og fjörugt.
Fíladelfía
Orð núverandi forstöðumanns:
„Þar er eitt stórt vandamál í
veginum. Grundvallarskipulag
safnaðarins byggir á Biblíunni
þar sem öldungar eru skil-
greindir sem karlar...,“ segir
núverandi forstöðumaður enda
fáar konur komist áfram í söfn-
uðinum.
Söfnuðurinn í Reykjavík var
Líkt og í Krossinum hafa
konur í Fíladelfíu stofnað sér-
stakan kvennakima. „En starf-
semi systrafélagsins er að
breytast úr kvenfélagi í bæna-
samfélag og það er mjög mikil-
vægt.“ Þannig telur Margrét að
þær séu á leið út úr þolenda-
hlutverkinu og orðnar sjálf-
stæðir leitendur. Eða eins og
systrafélagskona segir: „Við er-
um að ýta konunum frá skúr-
ingarfötunum og upp á bæna-
bekkinn."
Krossinn
„Hin yfirlýsta staða er jöfn
staða kynjanna. En inni á
heimilinu er það karlinn
sem tekur ákvarðanir
enda streymir blessun
guðs gegnum karlinn til
konunnar og barna.“
„Ég myndi aldrei fara í
þröngar buxur.“ (Kona í
Krossinum). Lögð er
„Kvenréttindi
eru allt í lagi.
Samt geta kon-
ur ekki gert
allt sem karlar
gera. Karlar
geta hins veg-
ar gert allt
sem konur
gera.“ (Kona í
Krossinum)
Margrét Jónsdóttir, félagsfræðingur, hefur kannað stöðu og
hlutverk kvenna í sértrúarsöfnuðum.
áhersla á ytri ímynd kon-
unnar í söfnuðinum. Konur
ganga í kvenlegum fötum, pils-
um og kjólum en karlar í bux-
um. Tilgangur þess er að börn-
in fái ekki brenglaða mynd af
hlutverkum kynjanna. Mikið er
„Ég myndi aldrei
fara í þröngar bux-
ur.“ (Kona í Kross-
inum).
ari á orð guðs en konur eru
nær anda guðs. Þær eru „bar-
áttumenn í andaheiminum" og
tákn um nálægð þeirra við anda
guðdómsins er sítt hár. Skerði
þær hárið fjarlægjast þær anda
guðs.
Margrét sagði það hafa kom-
ið sér á óvart hve ánægðar kon-
ur í Krossinum eru með hlut-
skipti sitt. Þó svo að meðlimir
litu á skemmtanalíf umheims-
ins af hinu vonda og hinn vondi
sjálfur sé á vappi í öllum skot-
um að reyna að afvegaleiða fólk
þá kæmi það sjaldan að sök því
allt þeirra félagslíf er bundið
stofnaður 1936 en síðan þá hef-
ur losnað mjög um þær hömlur
sem settar voru á konur innan
safnaðarins. Fyrsti forstöðu-
maðurinn var harður á útliti
kvenna. Hann vildi að konur
gengju með höfuðföt eða blæj-
ur, eða eins og kona í söfnuðin-
um lýsir því:
„Kjólar áttu að vera einfaldir
með löngum ermum til þess að
freista ekki karlmannanna og
helst áttu kjólarnir að vera
komnir úr tísku. Það voru mikl-
ar nornaveiðar í leit að glæru
naglalakki eða einhverjum and-
litsfarða. Hnúturinn í hnakkan-
Mynd: GVA
Hvítasimnukonur halda ár-
lega mót þar sem allar konurn-
ar mæta barnlausar til bæna-
halds. Margrét fór á eitt slíkt
stórmót á Snæfellsnesi og horfði
þar á skemmtiatriði sem vakti
kátínu mótsgesta og hún taldi
órækt vitni um breytta ímynd
meðal kvennanna. „í kaffihléi
seinni mótsdaginn fóru nokkrar
ungar konur upp á svið íklædd-
ar höttum og búningum að
hætti hvítasunnukvenna á fyrri
hluta aldarinnar. Þær sungu
gamla hvítasunnusöngva og
höfðu í frammi ýmis konar ýkt
og kátlegt látbragð."
Efesusbréfið
„Verið hver öðrum undirgefnir í ótta Krists: Konurnar eig-
inmönnum sínum eins og það væri Drottinn. Því að maðurinn
er höfuð konunnar, að sínu leyti eins og Kristur er höfuð
safnaðarins."
Mismunandi viðhorf kvenna í Krossinum, Ffladelfíu og
Hjálpræðishernum til bréfsins:
Krossinn: „Maðurinn á að vera andlegur leiðtogi heimilis-
ins. Ég tek ekki ákvarðanir ein og það gerir maðurinn minn
ekki heldur... Fólki finnst auðveldara að bera virðingu fyrir
karlmönnum en konum."
Ffladelfía: „Maðurinn er höfuð konunnar en hann verður
að elska hana eins og sjálfan sig... Ég hef átt í erfiðleikum
með þessa ritningargrein..."
Hjálpræðisherinn: „Maðurinn minn segir stundum við
mig: „Þú ert hálsinn sem hreyfir höfuðið... En að eiginmað-
urinn eigi á sama hátt að vera höfuð konunnar það get ég
ekki skilið. Mér finnst maðurinn minn ekki vera höfuð mitt.“
„Kjólar áttu að
vera einfaldir með
löngum ermum til
þess að freista
ekki karlmann-
anna.“
um mátti ekki heldur vera of of-
arlega."
Þegar Einar Gíslason varð
forstöðumaður árið 1970 létti
hann mjög á þessum hömlum í
útliti og klæðaburði. „En það
varð í sjálfu sér ekki breyting á
stöðu kvenna, völdum þeirra og
áhrifum,“ segir Margrét. Hann
hélt t.d. áfram að kalla á safn-
aðarmeðlimi til bæna með
gamla laginu: „Bræður komið
fram og biðjið með...“
Hjálpræðisherinn
„Það er hin yfirlýsta stefna að
staða karla og kvenna sé jöfn.
Herskólagengið fólk á að hafa
jafna stöðu til að klífa upp met-
orðastigann.
En ég vil halda því fram að
hjá Hjálpræðishernum ríki
ákveðið inngifti meðal
herskólagenginna, þannig að
þú verður að giftast innan þíns
hóps annars dettur þú út.
Jafnræðið virðist vera lang-
mest hjá foringjum á lægri stig-
um. Því eftir því sem ofar dreg-
ur í valdapíramídanum verða
konur h'tt sýnilegri.
Ef herskólagengin kona í
stöðu majors verður ástfangin
af lautinant [lægra settur] og
þau giftast þá missir hún sína
majorstign og verður lautinant.
En ef lautinant-kona giftist maj-
or þá hækkar hún í tign og ger-
ist líka major."
LÓA