Dagur - Tíminn - 19.10.1996, Blaðsíða 11
Jlagur-®mtmn
Laugardagur 19. október 1996 - 23
Geymið blaðið!
íslendingar eru mestu
hvítlauksœtur í Evrópu, efmiðað
er við hina frœgu höfðatölu.
Samkvæmt bókum stærstu
grænmetisdreifingarstöðv-
ar Evrópu, sem staðsett er
í Hollandi, þá kaupum við mest
allra þjóða af þessari jurt, sem
annaðhvort er elskuð og dáð
eða illa þokkuð og útskúfuð
(miðað við fólksíjölda, auðvit-
að). Ég er í fyrri hópnum, eins
og fólk hefur kannski orðið
verulega vart við. Fyrir mér er
tilveran óhugsandi án þessa
yndislega litla lauks, sem hefur
mátt sem er öðrum jurtum
fremri.
Frægasti hvítlaukskokkur
landsins, Hallgrímur Ormur,
tuggði hvít-
laukinn
beint, hráan ■
eins og
hann væri
eph - þannig
að hvítlauks-
anganin var
svo megn að
símtól
bráðnuðu ef
hann talaði í
þau. Það má :
eiginlega segja að hann hafi
verið með fíkn á háu stigi. Þó
að fíkn hans í hvítlaukinn sé nú
kómískt ýkt, þá eru mjög marg-
ir sem komast nálægt honum
hvað hvítlauksfíkn varðar. En
það er ekkert einkennilegt að
svo sé, því hvítlaukurinn er svo
mörgum kostum gæddur. Hann
er ekki bara krydd í matinn (og
tilveruna), heldur hefur hann
mikinn lækningamátt (jafnvel
töframátt), og sem lækninga-
meðal selst hann jafnvel í eins
miklu magni og sem matjurt.
Ég er alveg sannfærður um að
Hahgrímur Ormur, vinur minn,
hafi aldrei fengið flensu eða
kvef.
Gott með nœstum öllu
Ég sjálfur er á mörkum hvít-
lauksfíknar. Það er ekki það að
ég „verði að fá hann“, heldur er
hvítlaukur svo áríðandi í marga
matarréttina, að það er gjör-
samlega óhugsandi (og óspenn-
andi) að elda án þess að hafa
hvítlauk. Hvítlaukurinn passar
nú ekki allstaðar. Ég sé til
dæmis ekki fyrir mér hangikjöt
með hvítlauksjafningi eða ... tja
- mér bara dettur eiginlega
ekkert annað í hug! Ég ætlaði
að nefna eitthvað svona sérís-
lenskt og hélt að þá gæti ég
nefnt fleiri rétti þar sem hvít-
laukur ætti alls ekki heima, eins
og t.d. skyr, en þá mundi ég eft-
ir góðu læknisráði við kvefi; það
var að setja þrjá til íjóra fínt
hakkaða hvítlauksgeira útí eitt
h'tið box af skyri og borða í
morgunmál.
Vinsælasta íslenska sfldin er
hvítlaukssfld. Saltfiskurinn,
stolt íslenskrar matvælafram-
leiðslu, heimtar hvítlauk. Grill-
aður humar með örlitlum hvít-
lauk og steinselju verður ekki
eldaður öðruvísi, þegar þú hef-
ur á annað borð kynnst honum
þannig. Ahslenskt fjallalamb:
stingdu litlum hvítlauksbátum í
það hér og þar - og matargest-
irnir stynja af ánægju. fslensku
pastaréttirnir (en það er hægt
að tala um þá sem íslenska, því
það er borðað meira pasta í há-
degismat á íslandi í dag en af
soðinni ýsu) eru alls ekki fram-
bornir án þess að þar sé bæði
Meira að segja
sagði við mig eitt
„beibf( um dag-
inn, að hún yrði
„ smáœst“ þegar
hún fyndi bland-
aða lyktina af
hvítlauk, víni
og svita. Miklu
meira sexí
en einhver ilm-
vatnslyktin.
ríkulegt af hvítlauk í og mikið
af hvítlauksbrauði með.
Ilmur eða fýla?
En eins og með allt sem gefur
svo mikla ánægju og unun í líf-
inu, þá hefur hvítlaukurinn sína
dökku hlið. Þar á ég auðvitað
við anganina - þessa frægu og
illa þokkuðu hvítlauksfýlu. Hvít-
laukurinn leysist upp innan-
borðs í okkur og lungun taka í
sig allan þefinn og þar dvelst
hann í þónokkurn tíma. Hvít-
laukurinn verður að mildu lykt-
skýi, sem ferðast með andar-
drættinum og er mörgum sam-
ferðamanninum til mikils ama.
Það er ekki til neitt ráð til þess
að eyða þessari lykt, nema að
gefa viðkomandi með sér af
hvítlauksréttinum. Þá er sá
kominn með lyktina inn í sinn
andardrátt og þar með orðinn
samdauna hvítlauksanganinni.
Það eru margir sem halda að
lyktin sé stopp í hálsinum, en
svo er nú ekki. Hún er í lungun-
um, þannig að það þýðir ekkert
að borða steinselju, hráan sí-
trónubörk eða bursta tennurn-
ar — lyktin eyðist ekkert við
það.
En smekkurinn, held ég, er
smátt og smátt að breytast.
Þetta er ekki eins til ama og áð-
ur fyrr. Það er kannski vegna
þess að allir eru famir að borða
hvítlauk og þar með allir stadd-
ir í sama haugnum, eða
kannski erum við að verða
ónæm fyrir þessari angan. Ég
verð nú að segja fyrir sjálfan
mig að mér finnst hún góð og
ég þekki marga sem svo er
ástatt með. Ég sel það ekki dýr-
ara en ég keypti það.
Kjúlingur
í karrí
Evítlc ukur er góður með nœstum öll-
um mat, segir matreiðslumeistarinn
Siggi Hall, í greininni að ofan. Hér
kemur uppskrift að Ijújfengum kjúkl-
ingarétti - og að sjálfsögðu er rétturinn
bragðbœttur með hvítlauk.
1 bolli hrísgrjón
3 tsk. olívuolía
6 kjúklingalœri (án skinns)
2 bollar laukur, smátt skorinn
(ca. 3 meðalstórir laukar)
5 hvítlauksrif, söxuð
2 msk. karrí
1 msk. kóríander krydd
'A tsk. cayennepipar
2 bollar kjúklingasoð
1 dós grœnar baunir
1 dós niðursoðnir tómatar
salt og pipar
stítrónubátar til skrauts
Hitið ofninn í 200° C. Vætið
hrísgrjónin í köldu vatni í 20
mínútur.
Hitið 1 tsk. af olíu í potti sem
er hægt að steikja og baka í
(svokallaðan „Dutch oven“) .
Setjið kjúklingalærin út í og
brúnið í 6-8 mínútur. Færið
kjúklinginn yfir á disk.
Lækkið hitann og bætið við
restinni af o íunni (2 tsk.). Setjið
laukinn it * og látið brúnast
(ca. 10-15 mínútur). Hrærið
hvítlauknum, engiferinu, karrí-
inu, kórxander kryddi og cay-
ennepiparnum saman við. Hitið
þar til kryddangan fer að finn-
ast (ca. 2 mínútur) og hrærið
stöðugt í á meðan.
Hækkið hitann. Bætið kjúkl-
ingasoðinu, grænu baununum,
tómötunum og hrísgrjónunum
útí og látið malla í stutta stund.
Raðið kjúklingabitunum ofan á,
setjið álpappír yfir og bakið í
20-25 mínútur, eða þar til hrís-
grjónin eru orðin mjúk.
Saltið og piprið. Skreytið
með sítrónusneiðum eða bát-
um.