Dagur - Tíminn - 19.10.1996, Síða 16

Dagur - Tíminn - 19.10.1996, Síða 16
28 - Laugardagur 19. október 1996 JOagur-'ÉEmmttt ICONUNGLEGA SÍÐAN Rflddæmi konungbormna á N orðurlöndum BÚBBA segir öjundarlaust frá auðlegð norrœna kóngafólksins. Bretar telja bresku kon- ungsljölskylduna konung- legri en allt konunglegt og hika ekki við að uppnefna konungsfjölskyldur á Norður- löndum sem „hin hjólandi kon- unglegheit". (Kemur það til af því að Kristján X. Danakonung- ur ferðaðist gjarnan um á reið- hjóli á heimsstyrjaldarárunum. Reyndar hlutu hollensku drottningarnar Wilhelmina og Juliana þetta viðurnefni fyrst vegna áhuga síns á hjólreiðum, en það er nú önnur saga). Samt er það svo að konungsfjölskyld- ur á Norðurlöndtun njóta mun meiri almenningshylli meðal þjóða sinna en breska konungs- fjölskyldan. Norrœn merkilegheit Gagnrýnendur bresku konungs- fjölskyldunnar, sem telja að konungsveldi eigi sér þrátt fyrir allt framtíð á Bretlandi, en að öll konunglegheitin bresku séu of kostnaðar- og fyrirhafnar- söm, beina sjónum yfir Norður- sjóinn í áttina til „kóngsins Kobenhavn", Osló og Stokk- hólms. Þar telja þeir sig íinna ákjósanlega fyrirmynd að kon- ungsveldi til framtíðar. Jafnvel einn af framámönnum breska Verkamannaflokksins, Jack Straw, hefur lagt til að breska konungsfjölskyldan sníði sér sama stakk og hinar norrænu konungsfjölskyldur, sem er allt í senn smærri í sniðum, látlaus- ari og ódýrari. En er það svo? Karl breta- prins hefur sagt að sér finnist norrænu konungsfjölskyldurnar bæði merkilegar með sig og fjarlægar þegnum sínum. Það er nú með það eins og margt annað sem hann hefur sagt... Men! Lad os kigge lidt pá de kongelige i Skandinavien. (Það er einhvern veginn svo viðeig- andi að sveifla sér yfir í dönsk- una þegar Margréti Þórhiidi ber á góma). Prinsinn í verkfall Konungsfjölskyldur á Norður- löndum eru sannarlega ekki á flæðiskeri staddar þegar hallir, snekkjur og fjármunir eru ann- ars vegar. Við skulum líta nánar á það. Margrét Þórhildur þarf vissulega ekki að hafa neina minnimáttarkennd. Danska konungsfjölskyldan hefur lagt öðrum konungsfjölskyldum til ektamaka fyrir hvern þjóðhöfð- ingjann á fætur öðrum í gegn- um tíðina, allt frá Noregi til Grikklands. (Það er alltaf frekar fyndið að lesa í enskurh fræði- ritum þegar fjallað er um upp- runa Filippusar drottningar- manns, sem var grískur prins, að þess er alltaf getið sérstak- lega að hann hafi ekki einn ein- asta blóðdropa af grísku blóði í æðum. Það á sko ekki að fara á milli mála, enda er það alveg rétt, maðurinn er meira eða minna danskur og þýskur, af- komandi m.a. Viktoríu Breta- drottningar). Margrét Þórhildur fær árlega Reiðhjólin alltaf nálaegt! Friðrik krónprins Dana og Martha Louisa Noregs- prinsessa. í tekjur frá hinu opinbera 300 milljónir íslenskra króna en þarf reyndar að sjá sjálf um viðhald á innviðum Amalien- borgar og sumarhallarinnar í Fredensborg. Persónulegur auður hennar er áætlaður 900 milljónir króna og þar með er talin höll í Frakklandi þar sem Henrik prins stundar vínrækt. Reyndar hefur prins Henrik löngum átt í tilvistarkreppu, sem segja má að haf! náð há- punkti þegar hann fór í verkfall á árinu 1985. Hann neitaði að opna fleiri spítala nema að ríkið léti hann fá vasapeninga - og það tókst! Karl Gústaf og barnabœturnar Karl Gústaf, konungur Svíþjóð- ar, er ekki eins vel stæður og Margrét Þórhildur í höllum tal- ið því hann á ekki eina einustu. Rflcið á þær allar. Persónulegur auður hans er áætlaður 600 milljónir króna. Rfldð greiðir honum um 200 milljónir króna á ári fyrir utan barnabæturnar sem hann á rétt á. (Sænska vel- ferðarkerfið klikkar ekki!). Þó svo að Haraldur Noregs- konungur fái nánast sömu íjár- hæð frá ríkinu og frændi hans Karl Gústaf, þá er hann miklu, miklu ríkari. Persónulegur auð- ur hans er áætlaður um 16 milljarðar króna, sem saman- Margrét Þórhildur Danadrottning og Henrik prins, sparibúin á leið í fimm- tugsafmæli Karls Gústafs Svíakonungs síðastliðið vor. * ' m* ! jj||| U f Karl Gústaf Svíakonungur og Sylvía drottning. stendur mestmegnis af landar- eignum og fasteignum í Bret- landi. Konungsjjölskyldan kostar 5 milljarða á ári Til samanburðar fær Elísabet Englandsdrottning 800 milljón- ir króna á ári frá ríkinu. Heild- arútgjöld breska ríkisins vegna konungsfjölskyldunnar eru áætluð um 5 milljarðar króna þegar allt er talið, svo sem framfærsla annarra fjölskyldu- meðlima, viðhald á Bucking- hamhöll og rekstur á konungs- snekkjunni Brittaniu. Ef til vill líta Bretar löngun- araugum til norræna kónga- fólksins vegna þess að það hef- ur ekki reynst jafn seigt í hneykslismálunum og breska konungsfjölskyldan. Reyndar er gula pressan öllu harðsvíraðri í Bretaveldi en annars staðar. Svo getur farið að yngri kynslóð norræna kóngafólksins leggi blöðunum til krassandi efni þegar fram í sækir. Kannski gaf Marta Louisa Noregsprinsessa tóninn þegar fréttir bárust af því að hún hefði átt vingott við giftan reiðkennara sinn þegar hún dvaldi í Bretlandi. (Pabbi hennar lagði bann við því að hún kæmi fyrir rétt í skilnaðar- málinu sem fylgdi í kjölfarið). Svíþjóð Þjóðhöfðingi: Karl Gústaf XVI. Krýningarár 1973 Aðal aðsetur: Drottning- holmhöll Aðrir dvalarstaðir: Stokk- holmshöll, Sollidenhöll Snekkja: Engin Danmörk Þjóðhöfðingi: Margrét Þór- hildur II. Krýningarár 1972 Aðai aðsetur: Amalien- borgarhöll Aðrir dvalarstaðir: Marsel- isborgarhöll, Fredensborg- arhöll og Chateau de Caix Snekkja: Dannebrog. Noregur Þjóðhöfðingi: Haraldur Krýningarár 1901 Aðal aðseturrSkaugum Aðrir dvalarstaðir: Kon- ungshöllin í Osló, konungs- býlið á Bygdö. Snekkja: Norge. Bretland Þjóðhöfðingi: Eh'sabet II. Krýningarár 1952 Aðal aðsetur: Buckingham- höll Aðrir dvalarstaðir: Wind- sor kastali, Sandringham kastali og Balmoral kastali Snekkja: Brittania

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.