Dagur - Tíminn - 19.10.1996, Side 18

Dagur - Tíminn - 19.10.1996, Side 18
30 - Laugardagur 19. október 1996 Jlagur-'ðRmtmt S IC Á K Staðan í 1. deild: Systkinin Helgi Áss og Guðfríður Lilja Grétarsbörn skrifa um skák 1 2 3 4 5 6 7 8 Vinn. Röð Skákfélag Hafnarfjarðar X 5'A 4 11í 4A 15JÍ 3 Taflfélag Kópavogs 2 'Á X 2'A 2'A 5 12JÍ 7 Taflfél. Reykjavíkur, B. sv. 4 5 'A X 1 3 13 'A 6 Skákfélag Akureyrar 6 'A X 3 3 1 'A 14 5 Taflfél. Garðabæjar 5 X 2'A A 6A 14 'A 4 Taflfél. Reykjavíkur, A. sv. 7 5 5'A X 7'A 25 1 Hellir 5 'A 5 6 'A 7'A X 24 'A 2 Skáksamb. Vestfjarða 3A 3 1 'A 'A X 8A 8 Æsispennandi barátta Fyrri hluti hinnar árlegu Deildakeppni Skáksam- bands íslands lauk um síðustu helgi. í keppninni etja taflfélög landsins kappi saman og má því í raun réttri kalla þetta eins konar íslandsmeist- aramót taflfélaga. Deildakeppn- in var fyrst haldin árið 1974, en þá var aðeins keppt í einni deild og einungis 6 skákfélög, öll af höfuðborgarsvæðinu og sunnanverðu landinu fyrir utan Skákfélag Akureyrar, leiddu þá saman hesta sína. Stærð og styrkleiki keppninnar hefur hins vegar margfaldast síðan og ber það vitni um hina miklu grósku sem orðið hefur í inn- lendu skáklífi á undanförnum áratugum. Nú er teflt í Qórum deildum og 14 félög, með hvorki meira nó minna en sam- tals 37 sveitir, taka þátt í mót- inu í vetur. í fyrstu deild er teflt á 8 borðum, en í hinum deild- unum á 6 borðum. Skákmið- stöðin í Faxafeni, Reykjavík, var því troðfull um helgina af meira en 250 skákmönnum! Deildakeppnin er stærsta og eitthvert skemmtilegasta skák- mót sem haldið er árlega hér- lendis. Hún er jafnframt eitt það mikilvægasta, því að þá fá áhugamenn um skák alls staðar að af landinu tækifæri til að spreyta sig hver við annan, styrkja gömul vináttubönd landshorna á milli og skapa ný. Ungir sem aldnir, þeir allra bestu á landinu jafnt og þeir sem eru að stíga sín fyrstu skref, koma saman á þessu mannamóti til að tefla fyrir hönd félaga sinna og skapa stemmningu sem líkja má við hinar fjörugustu réttir haust- daga. Þetta haust stillti Taflfélag Reykjavíkur upp þremur er- lendum stórmeisturum í liði sínu í fyrstu deild, en eins og kunnugt er hefur TR misst flesta af bestu skákmeisturun- um úr sínum röðum á undan- förnum árum og mánuðum. Allt stefndi því í það að TR myndi tapa „Islandsmeistaratitlinum" til Taflfélagsins Hellis, sem skv. Eló-stigum hefur nú á að skipa sterkasta liði heimamanna. TR brá þá á það ráð að flytja inn erlent vinnuafl fyrir mótið, stór- meistarana Rausis frá Lett- landi, Danielsen frá Danmörku og Ivanov frá Rússlandi, og fé- lagið leiðir nú deildina með 25 vinninga eftir fjórar umferðir. Baráttan á toppnum er þó æsi- spennandi, því að Hellir kemur fast á hæla TR með 2414 vinn- ing. Seinni hluti keppninnar fer fram í vor og þá mætast stálin stinn í 5. umferð mótsins, þegar tvö efstu liðin eigast við. Úrræði TR í þessu máli hljóta að vekja upp einhverjar spurn- ingar um framtíð Deildakeppn- innar. Það er vafasamt hvort skáklíf á íslandi eflist, ef taflfé- lög landsins fara í framtíðinni að leggja ofuráherslu á að vinna eina keppni sem þessa. Miklu fjármagni, sem er því miður hvergi til í íslenskum skákheimi nema náttúrlega í formi stórkostlegra skulda, mun þá verða veitt til þess eins að fá hingað útlendinga sem eiga að vinna eina einustu keppni sem tekur tvær helgar. Málið fjallar hins vegar ekki þremur bara um fjármagn. Ungum og efnilegum skákmönnum, sem annars myndu tefla á efstu borðum fé- laga sinna, er ýtt á neðri borðin þar sem þeir verða af því að tefla við allra bestu skákmenn landsins. Eflir slíkt íslenskt skákhf? í þessari umræðu má það hins vegar ekki gleymast að TR fær tvo af þessum skákmönnum hingað um leið til þess að tefla á al- þjóðlegu móti, A-flokki í Haust- móti félagsins, sem nú stendur yfir. Þar gefst nokkrum ungum innlendum skákmönnum kostur á að tefla við erlendu meistar- ana og er það lofsvert framtak hjá félaginu. Hvað svo sem framtíðin ber í skauti sér, þá tókst hin stór- skemmtilega Deildakeppni um síðustu helgi með miklum ágæt- um og endurspeglaði sívaxandi breidd íslensks skáklífs. Hin sterku lið TR og Helhs hafa þá og sannarlega gert toppbarátt- una í fyrstu deild æsispennandi. Nú er bara að bíða og sjá hverju fram vindur í vor! Hér fylgir skemmtileg skák sem tefld var um síðustu helgi í viðureign Hellis og Taflfélags Garðabæjar. Hvítl: Karl Þorsteins Svart: Bencdikt Jónasson Reti-byrjun I. Rf3 c5 2. g3 Rc6 3. Rg2 d6 4. d4 cxd4 5. Rxd4 Rd7 6. b3 Rf6 7. c4 g6 8. Bb2 Bg7 9. Rc2 Dc8 10. h3 h5?! Þessi leikur svarts orkar tvíraælis. 10...0-0 liefði verið ráðlegra. II. RC3 h4 12. g4 0-0 13. Dd2! Snjall leikur, sem hefur það að augnamiði að hóta Dg5 og halda möguleikanum á að hrókera langt opnum. Rh7 14. 0-0-0 f5? Svarta kóngsstaðan veikist mjög með þessum leik. 14...a6 með hugmynd- inni 15...b5 heföi verið betra. 15. Rd5 e5 16. Rc3! Hvítur hofur með riddaratilfæringum sínum náö traustataki á d5-reitnum. Vald hvíts á þessum mikilvæga reit, sem og veikleiki svörtu kóngsstöð- unnar og peðsins á d6, boðar itrun svörtu stöðunnar. 16...fxg4 17. hxg4 g5 18. Rd5+ Kh8 19. Re4 Hf4 20. Rxd6 Df8 21. Ba3! Hótar 22. RÍ7+ og undirbýr um leið hin fallegu tafllok. 22. Dxf4! exf4 23. RÍ7+ Kg8 24. Re5+ Kg8 25. Rg6 mát. Karl Þorsteins. B R I D G E ■ Þorláksson skrifar Ólympíumótið ✓ slenska landshðið í bridge hélt utan til Rhodos á Grikk- landi í gærmorgun til þátt- töku á Ólympíumótinu í bridge. Mótið hefst á morgun og er feykilega stíf törn framundan, spilaðir verða 35 16-spila leikir á níu dögum og því skiptir miklu máli að úthald okkar manna verði í lagi. Liðið er skipað Jóni Baldurs- syni-Sævari Þorbjörnssyni, Að- alsteini Jörgensen-Matthíasi Þorvaldssyni og Guðmundi Páli Armarsyni-Þorláki Jónssyni. Fyrirliði án spilamennsku er Björn Eysteinsson. Jón, Aðal- steinn, Guðmundur Páh, Þor- lákur og Björn eru fyrrverandi heimsmeistarar frá Yokohama og Sævar og Matthías hafa m.a. unnið til Norðurlandameistara- titils. í þrældómi Ljóst er að væntingar eru nokkrar til íslensku sveitarinn- ar eins og síðari ár. Dagur- Tíminn sló á þráðinn til Jóns Baldurssonar og spurði hvernig undirbúningi hefði verið háttað. „Við erum búnir að vera í þræl- dómi. Tvisvar í viku í hkams- þjálfun og svo hafa verið spila- æfingar og umræða. Um síðustu helgi spiluðum við 16x9 leiki frá morgni og langt fram á kvöld. Það var sett upp mót fyr- ir okkur þar sem 3 sveitir kom- ust í úrslit, við, VÍB og Hjól- barðahöllin. Við unnum VÍB með 79 impum og Hjólbarða- höllina með 50 þannig að þetta gekk vel. Svo kom Kokish og heilaþvoði okkur í 5-6 daga.“ Eric Kokish frá Kanada er kunnur fræðimaður í íþróttinni og bridgepenni og er hann fyrsti útlendingurinn sem er fenginn hingað sérstaklega til að þjálfa landslið. Jón sagðist áætla að töluvert gagn hefði verið að heimsókn hans. „Það má búast við að það verði bylt- ing í þjálfun landsliða á næst- unni. Kokish kynnti nýjan stfl þar sem hann lét okkur spila 20 spil og þar var allt skráð sem Framkvæmdastjóri Óskum eftir að ráða framkvæmdastjóra fyrir lítið iðnfyrirtæki á Norðurlandi. Menntunar- og hæfniskröfur: * Viðskiptafræði, rekstrarfræði eða önnur sambærileg menntun. * Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu og þekkingu á markaðsmálum. Leitað er að sjálfstæðum og dugmiklum einstaklingi sem er tilbúinn til að takast á við krefjandi starf hjá vaxandi fyrirtæki. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf óskast sendar til KPMG Endurskoðunar Akureyri hf. fyrir 1. nóvember 1996. Með allar umsóknir og fyrirspurnir verður farið sem trúnaðar- mál. Öllum umsóknum verður svarað. KPMG Endurskoðun Akureyri hf. Glerárgötu 24, Akureyri • Sími 462 6600 • 600 Akureyri hefst á morgun gerðist. Síðan var þetta sett upp á glærur og menn látnir svara fyrir af hverju þeir gerðu þetta, þetta og þetta. Þetta er mjög sniðug aðferð og við munum ör- ugglega nota hana í framtíð- inni. En hvaða væntingar hefur Jón til árangurs á Rhodos? Við stefnum að því að kom- ast upp úr riðlinum, þetta eru 72 lið, 36 í hvorum riðli og fara fjórar sveitir áfram úr hvorum riðli í útsláttarkeppnina. Við er- um í erfiðari riðlinum þannig að til að það gangi þurfum við að spila mjög vel sem vonandi verður." Og það vonar ofanritaður líka. Áfram ísland. Þrautin S/enginn Sagnir: suður vestur norður austur lgrand pass 3grönd pass pass pass Útspih hjartadrottning. Þú drepur á ás og nú virðist spilið byggjast á spaðaíferðinni (nema hjartað sé 3-3). Hvernig ætlarðu að spila? Þeir sem fara strax heim á tígul og taka spaðasvíninguna myndu á góðum degi vinna sín spil en til er betri leið. Að spila litlum spaða úr blindum strax í öðrum slag. Eins og spilið Iá þegar það kom upp á móti í Danmörku fyrir nokkrum árum þá var erfitt fyrir austur að dúkka með kónginn annan. Allt spilið: 4 ÁD85 VÁK8 ♦ 642 * 643 * ÁD85 VÁK8 * 642 * 643 N S 4 GT73 ** DGT9 ♦ G9 * DT8 N V A S 4 K9 V 54 ♦ T8753 * G952 4 642 ^7632 ♦ ÁKD * ÁK7 4 642 V 7632 ♦ ÁKD * ÁK7

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.