Dagur - Tíminn - 23.10.1996, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn - 23.10.1996, Blaðsíða 4
16- Miðvikudagur 23. október 1996 |Dagur-®tmmn UmfhíðaÉauöt Kvennabúr Davíðs soldáns Hlín Agnarsdóttir skrifar yTUdð er nú gaman að l\/| stærsti stjórnmálaflokk- X ▼ Aur landsins skuli loksins vakna upp við vondan draum og átta sig á að nærri heil öld er liðin frá því jafnréttisbarátta byrjaði hér á landi. Það var ekki seinna vænna. En langur svefn getur gert fólk sljótt og minnislaust og það er eins og sjálfstæðismenn og afkvæmi þeirra, ungar sjálfstæðar konur, hafi verið að uppgötva jafnrétt- ismálin. „Við verðum að breyta viðhorfum fólks,“ segja þær og láta sem þær viti ekki eða mimi ekki að allar jafnréttis- og kvennahreyfingar hafa haft þetta á stefnuskránni í heila öld. En þeim finnst komið nóg af kvennabaráttu og vilja bjarga köllunum. Þeir eiga jafn bágt og konurnar, a.m.k. geng- ur köllum jafii illa að feta sig í flokknum og komast til áhrifa og valda, eins og ein þeirra sagði í útvarpinu imi helgina. Konur hafa alltaf verið mjög góðir einstaklingar, þótt þær hafi skort frelsi og eingöngu viljað láta gott af sér leiða. Þær vilja bjarga karlmönnum frá glötun og gæta þess vel að styggja þá ekki þegar pólitík er annars vegar. Þeir mega ekki hætta að líta á okkur sem góðar og vænar konur, þótt við brúk- um munn. Við megum fyrir alla muni ekki falla í áliti hjá þeim, ekki missa vinsældir þeirra. Þeir verða að halda áfram að elska okkur fyrir það sem við erum fyrst og fremst: konur. Einu sinni þegar ég var ung og hélt ég væri sjálfstæð, en var hálfstæð eins og ungu konurnar í Sjálfstæðisflokknum, þá tróð ég manninum mínum í Rauð- sokkahreyfinguna, svo hann gæti kynnst meðvituðum, frjáls- um konum og þannig reynt að hafa áhrif á kynbræður sína, svo þeir héldu ekki að við vær- um eins vondar og sagt var. Þetta gerði ég af einskærri og öfgakenndri umhyggjusemi fyr- ir honum. Mér var svo mikið í mim að honum liði ekki illa yfir því að hafa ekki fæðst kven- kyns. Davíð Oddsson er snjall karl- maður. Hann blæs til lands- fundar og lætur í veðri vaka að jafnréttismálin séu efst á baugi og talar um stærsta kvenfélag landsins, sem telur 13.000 kon- ur, sem allar hafa auðvitað hæfileika og krafta sem þarf að nýta. Hann veit sem er, að kon- ur í þessu landi eru margar hverjar sjálfstæðari en Sjálf- stæðisflokkurinn og hann er hræddur um að missa fylgi þeirra. Þær sjá í gegnum göt- ótta stefnu hans í kvennamál- unum, jafnrétti á grundvelli einstaklingsfrelsis er bull út í bláinn. Þess vegna bregður hann á það ráð að skjalla þær og kalla þær stærsta kvenfélag landsins, sem er fyndið og snið- ugt, enda er maðurinn húmor- isti, þökk fyrir það. Davíð minn- ir á soldán, sem hreykir sér af myndarlegu kvennabúri sínu. En því miður eru konur í kvennabúrum ævinlega innilok- aðar og algeTtega háðar geð- þótta eiganda síns. Engu að síð- ur leynist þar oft forðabúr visku og þekkingar, sem nýtist ekki nema mjög takmarkað og ein- hliða. f Jafnvel þótt konur innan Sjálfstæðisflokksins hafi fundað mikið um jafnréttismálin á landsfundinum og sent frá sér ályktanir sem drukknuðu í fisk- veiðistefnu flokksins. þá eru þær samt ósýnilegar í þessu kvennabúri Davíðs söldáns. Það fer lítið fyrir þeim, þær eru þægar og góðar eins og ætlast er til og þrátt fyrir Þyrnirósar- sönginn: „Við áttum fyrstu kon- una, konuna, konuna, sem var borgarstjóri og ráðherra, ráð- herra!“ — þá eru konur sem afl innan flokksins ekki til. Stjórn- málaþátttaka þeirra virðist öll fara fram á forsendum karl- anna og þurfa samþykki þeirra. Þær eru ekki sjálfstæðar. Karl- arnir sem ráða flokknum hafa heldur engan sérstakan áhuga á að gæta hagsmuna þeirra eða annarra kvenna. Þeir eru því miður, þótt þeir segi annað, eins og steingervingar úr Selár- dal. í þá er rist mynstur frá því fyrir ísöld, sem gefur til kynna ákveðið lífsform, en þeir eru samt sem áður steindauðir. Gengið út á rauðu ljósi Það mátti heyra Emily- bræður syngja „By by love, by by happiness" í hljómflutningstækjum í Al- þýðuhúsinu í Reykjavík í gær. Á fsafirði léku menn hins vegar gleðilegri söngva og var áberandi lagið með Mjöll Hólm, „Ég er hýr og ég er rjóð, því Jón er kom- inn heim“. Tilefnið var að sjáfsögðu þau yfirvof- andi tíðindi að formaður Alþýðu- flokksins, sjálfur karl- inn í brúnni, ætlaði að láta af pólitískri sjómennsku, innrita sig á pólitíska Hrafnistu og snú baki við pólitískum ævintýrum. Ekki er þó víst að þessi Hrafnista Jóns verði á ísa- firði eins og lagaval ís- firskra krata bendir til að heimamenn séu að vona. Raunar er það frekar ólík- legt og ljóst að brotthvarf formannsins mun skilja fs- firðinga eftir jafn munaðar- lausa og aðra krata í land- inu. Væringar aukast Sú valdabarátta sem nú mun gjósa upp í ílokknum milli hinna ýmsu fylkinga á trúlega eftir að verða til þess að ýta undir tilhneig- ingar til sameiningar jafn- aðarmanna í stærri heild. Ástæðan er einfaldlega sú að væringarnar sem nú verða óhjákvæmilegar munu draga úr hollustu manna við flokkinn sem slíkan auk þess sem nánast útilokað er að upp muni rísa óumdeildur foringi til að efla flokkslega sam- kennd. Miklu líklegra er að kratarnir muni fara yfir á svipaða braut og Allaball- arnir þar sem flokkurinn starfar nú í raun sem laus- legt bandalag ólíkra arma - arma sem allt eins gætu hugsað sér að starfa þvert á flokkshnur ef svo bæri und- ir. Allaballar eru einmitt líka búnir að missa sterkan foringja fyrir nokkru, for- ingja sem var búinn að ná þeim sessi, að geta tahst formaður alls flokksins. Samtaka nú Það má því segja að Al- þýðuflokkur- inn og Al- þýðubanda- lagið séu ótrúlega sam- stíga í því að missa frá sér þessa stóru foringja sína - að þeir skuli báðir falla úr skaftinu á sama árinu. Garri getur ekki annað en velt því fyrir sér hvort þeir félagar Jón Baldvin og Ólaf- ur Ragnar Grímsson sem saman hófu mikla samein- ingargöngu flokka sinna á rauðu ljósi hafi loksins áttað sig á aðalástæðunni fyrir því að sameiningaráform þeirra gengu ekki upp. Hún er ein- faldlega sú að þeir - hvor um sig - skyggja á rauða ljósið sem þeir vildu láta skína svo skært. Nú þegar þeir gagna hönd í hönd út í hið pólitíska sólarlag stór- aukast líkurnar á að rauða ljósið, sem kveikt var fyrir hartnær áratug, nái loksins að skína af krafti. Hver veit nema þá rísi upp úr rauð- lýstum flokkarústunum stóri draumur þeirra beggja - pínulítið stærri jafnaðar- mannaflokkur. Garri.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.