Dagur - Tíminn - 24.10.1996, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn - 24.10.1996, Blaðsíða 2
2 - Fimmtudagur 24. október 1996 Jktgur-'CEímtmx F R É T T I R Jón Baldvin var maður heita pottsins í gaer enda allir að velta fyrir sér hvað hann væri að fara að gera. Frumlegasta skýr- ingin kom frá gönguskíðamann- inum sem var nýkominn frá Nor- egi. Sá sagði það ekki tilviljun að Jón Baldvin og Gro Harlem Brundtland væru að hætta á sama tíma. Þau væru bæði á leið til Sameinuðu þjóðanna í New York, hún sem fram- kvæmdastjóri en hann sem fastafulltrúi. Saman ætluðu þau að sigra heiminn sem flottasta kratapar heimsins. Varla þarf að taka fram að gönguskíðamaður- inn var einn um að finnast þetta trúleg kenning.... jr Ipottinum eru alvarlegri spekúl- antar sem benda á sendi- herrastöðuna í Washington. Ein- ar Benediktsson sem þar ræður ríkjum er löngu komin yfir heim- kvaðningartíma. Og Davíð skuldar Jóni stórt! Hver gerði Ingimund, sem var atvinnulaus eftir Heklu (nánasta samstarfs- mann Davíðs og peningaplóg Sjálfstæðisflokksins), að sendi- herra í Bonn! Jón Baldvin! Og hefði þó getað borgaö Þresti Ól- afssyni langa og dygga þjón- ustu. Hver á inni hjá hverjum? Einar Ben - farðu að pakka! tr Iheita pottinn kom maður af norðurlandi vestra. Sá sagði sögur af því að ónefndur fram- sóknarþingmaður úr kjördæm- inu, sem þó væri ekki ráðherra, hefði litið við á Hofsósi á dögun- um og verið mikið spurður um það hvort hann myndi leigja spilin á borðið varðandi Fiskiðj- una Skagfirðing. Þetta orðalag spurningarinnar er tilkomið vegna forsíðumyndar á Lífinu í landinu þar sem fiskvinnslukona sýndi spilastokk með merki Framsóknarflokksins og sagði að þessi stokkur væri það eina sem hún hefði fengið frá þing- mönnum sínum...... Kjarasamningar VSÍ í fýlu við VR VSÍ móðgaðist við VR vegna viðræðu- áætlunar félagsins við Félag ísl. stór- kaupmanna sem er ekki í VSÍ. Snurða hefur hlaupið á þráðinn í samskiptum VSÍ við Verslunarmannafélag Reykjavíkur vegna undirbún- ings að gerð nýrra kjarasamn- inga. Magnús L. Sveinsson, for- maður VR, segir að VSÍ gangi á skjön við tilgang og markmið nýju laganna um vinnulöggjöf- ina með því að gera ráð fyrir því í sínum áætlunum að skrifa undir nýjan kjarasamning um miðjan janúar á næsta ári eða jafnvel um miðjan febrúar. Þess í stað ætla Iögin að menn byrji viðræður í tíma til að ná samn- ingum áður en núgildandi samningar renna út. Þetta ósætti á milli VSÍ og VR gerði það m.a. að verkum að þeim tókst ekki að ná saman um gerð viðræðuáætlunar. Það kemur því til kasta ríkissátta- semjara að semja áætlun vegna viðræðna VR við VSÍ um gerð nýs kjarasamnings. Ástæðan fyrir þessu mun vera sú að VSÍ móðgaðist út í VR þegar félagið og Landssamband verslunar- manna gerðu viðræðuáætlun við Félag ísl. stórkaupmanna, þar sem stefnt er að því að ljúka gerð samninga fyrir miðj- an desember. VSÍ mun ekki hafa geta hugsað sér að vera í sama farinu með dagsetningar gagnvart VR, en Félag ísl. stór- kaupmanna gekk úr VSÍ fyrir nokkrum árum eins og kunnugt er. Formaður VR segir að það séu vissulega vonbrigði að ekki skuli hafa náðst samkomulag um viðræðuáætlun við VSI. Hann vonast þó til að þetta gefi ekki tilefni né vísbendingu um áframhaldandi ófrið í samskipt- um þessara aðila. í það minnsta er það ekki ætlun VR. Hann leggur áherslu á að ef samningar nást ekki fyrir ára- mót áður en núgildandi samn- ingar renna út, þá fer málið til sáttasemjara. í því sambandi vitnar hann til viðræðuáætlana sem VR hefur m.a. gert við Vinnumálasambandið og fleiri þar sem gengið er út frá því að ef samningar nást ekki fyrir jól, þá komi til kasta sáttasemjara nema samkomulag verði um annað. „Ef það shtnar uppúr við- ræðum fyrir jól, þá er það al- gjörlega óraunhæft að halda að menn geti klárað samninga á fyrstu dögum janúar,“ segir for- maður VR. Hann telur einnig að stjórn VR geti ekki í komandi samningalotu dagsett eitthvað fram í tímann á næsta ári vegna þess að þar með sé verið að gefa undir fótinn að framlengja nú- gildandi samn- ing. Til þess hef- ur stjórn VR ekkert umboð. Ekki náðist í framkvæmda- stjóra né aðstoðarfram- kvæmdastjóra VSÍ í gær þar sem þeir eru erlendis. Reykjavík Borgarmála- punktar • Um miðjan mánuðinn voru samtals um 2.883 á atvinnu- leysiskrá í Reykjavík, 1.695 konur og 1.188 karlar. Þar af voru 73 öryrkjar, 31 kona og 42 karlar. Á sama tíma í fyrra voru atvinnulausir á skrá 3.048, 1.654 konur og 1.394 karlar. Þar af voru 75 öryr- kjar, 26 konur og 49 karlar. • Borgarráð beinir þeim til- mælum til samgönguráðherra að hann beiti sér fyrir sér- stökum ríkisframlögum til al- ntenningssamgangna í þétt- býli. Þá skorar borgarráð á fé- lagsmálaráðherra að beita sér fyrir því að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga fái aukið fjár- magn til þjónustuframlaga. Bogarráð brýnir ráðherra einnig til að breyta lögupi um tekjustofna sveitarfélaga þannig að borgin komi til álita um framlag úr Jöfnunarsjóði til jöfnunar á kostnaði við rekstur almenningssam- gangna. • Borgarráð fagnar yfirlýs- ingu samgönguráðherra að ráðist verði í endurbætur á flugbrautum Reykjavíkurflug- vallar á næstu þremur árum. • Þá hefur borgarráð sam- þykkt reglur fyrir útleigu listaverka úr Listasafni Reykjavíkur til stofnana og fyrirtækja í eigu borgarinnar. Samkvæmt þeim er leiga fyrir olfumálverk og höggmyndir 250-335 kr. á mánuði og 83- 167 kr. á mánuði fyrir papp- írsverk. • Borgarráð hefur samþykkt tillögu Atvinnumálanefndar að greiða 100 þús. kr. vegna kostnaðar við samkeyrslu tölvuupplýsinga frá Ilagstof- unni og SKÝRR. Sömuleiðis hefur verið samþykkt að veita 250 þús. kr. til samvinnuverk- efnis Aflvaka hf. og Atvinnu- og ferðamálastofu um stefnu ríkisvalds í atvinnuuppbygg- ingu. -grh Algjörlega óraunhœft að œtla að samningar takist á fyrstu dögum janúar ef menn ná ekki saman Jyrirjól -grh Mynd: GG Fulltrúar Samiðnar og Vinnumálasambandsins mættu til fyrstu viðræðna á grundvelli viðræðuáætlunar í Karphús- inu í gær. Fyrir utan VR hefur ekki tekist samkomulag um viðræðuáætlun á milli Múrarafélagsins og viðsemjenda þeirra. FRÉTTAVIÐTALIÐ Samstarf við foreldrafélög ófullnægjandi r Ásta Sigurðardóttir bœjarfulltrúi Framsóknarjlokks og formaður skólanefndar Akureyrar- bœjar Skólamál á Akureyri hafa verið í brennidepli að undanförnu, ekki síst húsnæðismál grunnskólanna í Ijósi þeirrar umrœðu sem verið hefur um aðstöðu einnar bekkjar- deildar Barnaskóla Akureyrar í íþróttahöllinni á Akureyri. Er húsnœðið í íþróttahöllinni varan- leg ráðstöfun Jyrir Barnaskóla Akur- eyrar? „Húsnæði sem Barnaskóli Akureyr- ar nýtir í íþróttahöllinni er ekki varan- legt skólahúsnæði en það er vel hugs- anlegt að nýta það til kennslu í einhverjum greinum en sú nýting sem er þar í dag er ekki framtíðaralausn. Skóli þarf ekki að vera undir sama þaki, ég hef t.d. skoðað skóla á Norð- urlöndum þar sem nemendur fara á milli bygginga og þar var um lengri leiðir að fara en er milli Barnaskóla, íþróttahallar og sundlaugar. Skólanefnd setti sér að hraða sem mest mætti vera einsetningu skólanna og ég vona að ekki verði tvísettur skóli í varanlegu húsnæði á Akureyri eftir aldamót. Lausum kennslustofum verð- ur ekki fargað þó þær séu ekki fram- tíðarlausn, þær eru nauðsynlegar þeg- ar hverfi er að byggjast upp og þar myndast alltaf toppur sem er svo hár að ekki væri vitrænt að leysa þann vanda með varanlegri byggingu. Þegar flestir nemendur voru í Lundarskóla fyrir 12 ármn síðan voru þeir um 630 en eru í dag um 300. Lausar kennslu- stofur hefðu verið góð lausn þar á sín- um tíma.“ Er gagnrýni á kennslurýmið í íþróttahöllinni óréttmœt? „Gagnrýni sem verið hefur m.a. í fiölmiðum um aðstöðu 5. bekkjar upp í Iþróttahöllinni er ekki óréttmæt, en kennslurýmið er ekki á yfirráðasvæði skólans og þegar lausn fannst stóð ekki á neinum að framkvæma þær breytingar. Mér þótti sárt að sjá yfir- lýsingar í blöðum sem gefnar voru á fundi í Foreldra- og kennarafélagi Barnaskóla Akureyrar eftir að skóla- nefnd hafði leitað til bæjarráðs um Ijárveitingu þess efnis að leysa vand- ann. Auðvitað var möguleiki að byggja lausa stofu sem kostar um 5 milljónir króna en það er töluvert mál að tengja lausa stofu, til þess þarf lagnir o.fl. en hagstæðasta lausnin fannst, annað hefði kostað mikið rask á stundatöflu.“ Er brotalöm í nýtingu núverandi skólahúsnœðis á Akureyri? „Skólanefnd saknar þess að sjá ekki meiri vinnu lagða í það nýta betur ýmsa möguleika með tilfærslum og betri nýtingu starfskrafta. Eins ættu foreldrafólög og foreldraráð að auka samstarfið við skólanefnd, því það er ófullnægjandi, og veita henni umsögn um skólanámskrár o.fl. Mér finnst for- eldrafélög ekki leita nægjanlega til full- trúa félaganna í skólanefnd til að fá upplýsingar eða miðla þeim, miklu oft- ar eru það skólastjórar sem koma með samþykktir foreldraráða. Þarna þurfa að vera meiri tengsl. Skólanefndar- menn eru ávallt tilbúnir til að koma á fundi foreldrafélaganna og hafa sótt þá í öll þau skipti sem eftir því hefur verið leitað.“ GG

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.