Dagur - Tíminn - 24.10.1996, Side 4

Dagur - Tíminn - 24.10.1996, Side 4
4 - Fimmtudagur 24. október 1996 iD^ignr-Œmmm Sjávarútvegur Grænlenskur togari til Dalvíkur um áramótin Matlhías Jakobsson aður „Bliki EA er of lítill til til veiða á Jjarlœgum miðum en á þau verður að sœkja í auknum mœli “ S tgerðarfyrirtækið Bliki hf. á Dalvík hyggst festa kaup á grænlenskum togara og fóru eigendur fyrir- tækisins nýverið til Nuuk á Grænlandi til að skoða þar átta ára gamlan togara. Hann er systurskip togarans Júh'usar Havsteen ÞH-1 frá Húsavík sem byggður var í Danmörku árið 1987, 423 brt. að stærð og 42 metra langur. Fyrir á útgerðin Blika EA-12, sem byggður var í Svíþjóð árið 1988 og er 216 brt. að stærð og 34 metra langur. Bliki EA verður settur á sölu- skrá í þessari viku en þegar munu hafa borist fyrirspurnir vegna fyrirhugaðrar sölu, m.a. frá Noregi. „Bliki EA er of lítill til veiða á Qarlægum miðum, en á þau verður að sækja í auknum mæli.. Friðun á þorski hefur staðið í 14 ár og enn dettur engum í hug að fara heilan túr til að veiða eingöngu þorsk. Svo þykjast þessir fiskifræðingar geta sagt til um veiði á úthalds- dag í þorski meðan enginn ein- beitir sér að þeim veiðum því til íjölda ára hefin- þurft að veiða aðrar teg- undir með. Nú finnst enginn fiskur á rann- sóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni og rækj- an er að hverfa í Kolluál um leið og þorskurinn gengur þar á slóðina. Ég hef enga trú á því að þorskurinn komi aftur upp í verði, fólk er farið að borða allt annað en þorsk, neysluvenjur að breytast og fólk að flytja sig yfir í ódýrari tegundir. Við fáum skipið um næstu áramót ef þetta gengur eftir og því verður haldið á rækjuveið- um,“ sagði Matthías Jakobsson, útgerðarmaður. GG Júlíus Havsteen ÞH, systurskip þess skips sem Bliki hf. hyggst kaupa. Bliki EA, sem nú verður líklega seldur úr landi. Mynd:aa Vélstjórafélag íslands Vélstjóra- talí fimm bindum Vélstjórafélag íslands hefur í samvinnu við Þjóðsögu gefið út fyrstu tvö bindin af fimm af vélstjóra- og vélfræðingatah. Áætlaður heildarkostnaður vegna útgáfunnar er talin nema um 10 miljónum króna. Þessi rit hafa að geyma æviskrár yfir 7 þúsund vél- stjóra- og vélfræðinga með ljósmyndum og ítarlegum upplýsingum um ættir, nám og störf. Þessu til viðbótar eru í vélstjóratalinu ætt- fræðiupplýsingar um tug- þúsundir íslendinga. Stefnt er að því að hin þrjú bindin komi út að sama tíma að ári. Ritstjóri verksins er Franz Gíslason sagnfræðingur og kennari við Vélskóla íslands en Þorsteinn Jónsson sá um ritstjórn ættfræðiefnis. „Það er von mín að að ís- lenskir vélstjórar kunni vel að meta metnaðinn sem lagður hefur verið í verkið og að bækurnar megi prýða sem flest heimili til vitnis um sjálfsvirðingu, menningu og samheldni stéttarinnar fyrr og nú,“ segir Helgi Laxdal formaður Vélstjórafélagsins. Hann segir að hefði þótt rík ástæða til að taka saman ættir og æviferil félags- manna sem margir hverjir voru á sínum tíma braut- ryðjendur í íslensku at- vinnuh'fi. í því sambandi minnir hann á að stétt vél- stjóra gengdi lykilhlutverki þegar segl og árar viku fyrir vélaraflinu og orka vatnsafla var beisluð og veitt inn á heimili landsmanna. -grh ísafjarðarbær Gunnvör hf. vildi styrkja stöðu sína í nýja útgerðarrisanum Þorsteinn Jóhannesson forseti bæjarstjórnar isafjarðarbæjar „Ekkert víst að bœjar- félagið verði hluthafi í nýju útgerðarfélagi um aldur og œvi en við töldum rétt að hvetja til áframhaldandi sameiningar í óbreyttri mynd" Utgerðarfyrirtækið Gunn- vör hf. á ísafirði, sem rekur togarann Júlíus Geirmundsson ÍS-270, he*úr sýnt áhuga á að kaupa hlut ísa- íjarðarbæjar í Togaraútgerð Ísaíjarðar hf., sem er um 15%, til þess að auka hlut sinn í nýju sameinuðu útgerðarfyrirtæki í fsaíjarðarbæ, Útgerðarfélagi ísafjarðar, þegar til stofnunar þess kemur í ársbyrjun 1997. Fyrir á Gunnvör hf. um 16% hlut í Togaraútgerð ísafjarðar hf. nú þegar, og segir Kristján Jóhannsson, framkvæmdastjóri Gunnvarar hf., að hann ásamt stjórnarformanni fyrirtækisins hafi mætt á fund bæjarráðs fyr- ir liðlega viku síðan en bæjar- ráð ekki verið tilbúið til að selja. „Við vildum reyna að hafa sterkari stöðu inni í Togaraútgerð ísafjarð- ar hf. í sambandi við þessa sameiningu þess við Rit hf., Bása- fell hf., Sléttanes hf. og Norðurtangann hf. í nýju, öflugu félagi. Þessi afneitun bæjar- ins hefur þó engu breytt hvað varðar okkar afstöðu til sam- einingarinnar,“ sagði Kristján Jóhannsson. Þorsteinn Jóhannesson, for- seti bæjarstjórnar ísafjarðar- bæjar, segir að bæjarstjórn sé ekki tilbúin til að selja sinn hlut í Togaraútgerð ísafjarðar hf. vegna þess að hafið sé ákveðið sameiningarferli og gangi ísa- fjarðarbær úr skaftinu nú gæti það tafið alla undirbúnings- vinnu að þeirri sameiningu sem framundan er, heldur sé rétt að hvetja til áframhaldandi sam- einingar í óbreyttri mynd. • „Þó bæjarráð hafa verið ein- huga um að leggja til við bæjar- stjórn að hlutabréfin yrðu ekki seld að sinni sé ekki þar með sagt að við verðum hluthafar í nýja fyrirtækinu um aldur og ævi, enda er það meginstefna núverandi meirihluta að bærinn skipti sér ekki af atvinnurekstri. Með sameiningu sveitarfé- laga á norðanverðum Vestfjörð- um fengum við líka um 25% í útgerðarfyrirtækinu Sléttanesi hf. á Þingeyri, en það er fullur vilji innan bæjarstjórnar að selja hluta í atvinnufyrirtækjúm og nota þá peninga til að styrkja aðrar atvinnugreinar sem við vildum koma á stofn, eða eiga í rekstrarerfiðleikum og berjast í bökkum. Þannig styður bæjarfélagið best við at- vinnulífið og hindrar atvinnu- leysi,“ sagði Þorsteinn Jóhann- esson. GG Landbúnaður Lambið er á uppleið Sauðárkrókur Atvinnusýning næsta sumar Jónas Þór í Gallerí Kjöt segir að salan á lambakjöti sé að stór- aukast með bættri markaðssetningu innanlands. Heimamarkaður bænda er og verður langmikilvæg- asti markaðurinn. Eg held að mönnum sé núna farið að skiljast það. Markaðssetn- ingin hér innanlands á lamba- kjötinu hefur farið batnandi, og þar með eykst neyslan," sagði Jónas Þór Jónasson, kjötverk- andi og kjötkaupmaður í Gallerí Kjöt í Reykjavík í samtali við Dag-Tímann í gær. Jónas hefur verið þekktur fyrir vinnslu á nautakjöti, en nú hefur lamba- kjötið tekið við sér og hyggst hann stækka verslun sína til muna, einkum vegna aukningar í sölu á lambinu. „Hérna í mínu fyrirtæki er um að ræða mörg hundruð pró- sent aukningu á sölu lamba- kjöts á tiltölulega stuttum tíma. Öll aukning í búðinni stafar af sölu lambsins," sagði Jónas Þór í gær. -JBP Stefnt er að því að efna í júlíbyrjun á næsta ári til sýningar á vörum og þjón- ustu fyrirtækja á Sauðárkróki og í Skagafirði. Fjölmörgum að- ilum hefur verið boðin þátttaka í væntanlegri sýningu, en und- irbúningur vegna hennar er að fara af stað. Væntanleg sýning er hugsuð sem framlag atvinnumála- nefndar Sauðárkróks og fyrir- tækja í bænum tii hátíðahalda í kaupstaðnum sem hófst í júlí á þessu ári. Þau standa til jafn- lengdar næsta sumar, en tilefni þeirra er 50 ára kaupstaðaaf- mæli Sauðárkróks, 90 ár frá því byggðarlagið varð sórstakt sveitarfélag, 140 ára verslunar- afmæli og þá eru um þessar mundir liðin 125 ár frá því fyrsta byggð reis þar. Að sögn Páls Snævars Brynj- arssonar, starfsmanns afmælis- nefndar Sauðárkróks og full- trúa í atvinnumálanefnd, var um 100 fyrirtækjum á Sauðár- króki og í Skagafirði boðin þátt- taka. -sbs.

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.