Dagur - Tíminn - 24.10.1996, Side 8

Dagur - Tíminn - 24.10.1996, Side 8
ÞJÓÐMÁL JOagur-tlItmtrat Útgáfufélag: Dagsprent hf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Stefán Jón Hafstein Aðstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson Framkvæmdastjóri: Hörður Blöndal Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Brautarholti 1, Reykjavik Símar: 460 6100 og 563 1600 Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað Prentun: Dagsprent hf./ísafoldarprentsmiðja Grænt númer: 800 70 80 Fax auglýsingadeildar: 462 2087 - Fax ritstjórnar: 462 7639 Hvað kostar Húsavík? í fyrsta lagi Á bæjarstjórnarfundi Húsavíkur voru tvö mikilvæg fyr- irtæki sameinuð í nýju félagi. Það félag vildi kaupa hluta af eign bæjarins - óg þar með yrði Húsavíkurbær ekki lengur meirihlutaeigandi. Bæjarfulltrúar lentu í hörkudeilum um verðið á þessari almenningseign - ijöreggi Húsavíkur - sem þarna var færð nýjum eig- endum. Tilboð í þessi bréf var gengið 1.71. Tillaga kom fram á fundi um að samþykkja 1.95. Önnur til- laga um sölugengið 2 kom fram (og að bæjarbúum yrði gefin kostur á kaupa hluta bréfanna). Svo voru þeir sem töldu að í öllum tilfellum væri verið að hlunnfara bæjarbúa. Staðreyndin er þessi: Enginn í bænum hefur hugmynd um hvert rétt verð er! Rétt ’ærð á hlutabréfum fæst í sölu og kaupum, en ekki í illdailum bæjarfulltrúa. Hvers vegna var málið ekki und rbúið í tíma og bréfunum komið í verð með eðli- legi ,m hætti? Það grátbroslega við málið er að bærinn vih.i losa nýja félagið undan pólitískum deilum í fram- tífinni með því að koma sér úr meirihlutaeign. Og hvaða aðferð var notuð til þess að ná því markmiði? l.inmitt sú sem talin var óhæf! Rifrildi á bæjarstjórnar- undi! í þriðja lagi Utó Skv. skoðanakönnun Gallup vill meirihluti ungs fólks að „mamma sé heima“. Hvað segir þetta okkur um kvenréttindabaráttu síðastliðinna áratuga? Elsa Þorkelsdóttir framkvœmdastjóri Skrifstofu jafnréttismála * Imínum huga er þetta fyrst og fremst niður- staða um íslenska fjöl- skyldupólitík. Þegar maður horfir á þessar tölur þá er það rétt að fleiri telja betra að annað foreldrið sé heima, langoftast mamm- an, en hins vegar er munur á svörum fólks eftir því hvort það hefur gengið menntaveginn eða ekki. Aðstæður fjölskyldufólks eru erfiðar og ef þær yrðu bættar yrði viðhorfsbreyt- ing á. Flosi Ólafsson leikari Ef það er rétt að tæp- lega 65% ungs fólks telji það æskilegra að húsmóðirin sé heimavinn- andi frekar en á vinnu- markaði þá sýnir það enn einu sinni að það er ekkert að marka skoðanakannan- ir. Þær endurspegla aðeins óskhyggju þeirra sem svara. Eins og ástandið er í dag hafa heimilin ekki ráð á þessum lúxus sem er að hafa húsmóður heima. Fjölskyldurnar verða víst að hafa salt í grautinn. ♦ ♦ Ragnhildur Vigfúsdóttir jafnréttis- og frœðslufulltrúi hjá Akureyrarbœ Niðurstaðan kemur mér á óvart, fólk á öllum aldri virðist meira gamaldags en ég hugði en sennilega er skýr- ingin sú hve konur eru illa launaðar og erfitt að fá dagvistunarpláss. Þátttak- endur skoðanakönnunar- innar ganga eflaust út frá veruleikanum eins og hann er, en ekki eins og hann ætti að vera. Ásta R. Jóhannesdóttir alþingismaður S Eg skil það vel að krakkarnir vilji að mamma sé heima, en e.t.v. hefur okkur mistekist að koma þeim skilaboðum til barnanna okkar að það geti verið allt eins gott að pabbi sé heima eða einhver annar til að taka á móti þeim þegar skólatíma lýk- ur. I 1 s :ucví+- Bærinn var búinn að setja sjálfum sér það markmið að losa nýja félagið undan pólitískri stjórn fyrir aðalfund í desember svo það yrði rekið á hreinum viðskiptalegum forsendum. Málið allt var komið í tímaþröng. Eftir sit- ur spurningin: Ilversu miklum viðskiptalegum hags- munum hins almenna Húsvíkings var fórnað til að ná því markmiði að losna við áhrif bæjarstjórnar í fyrir- tækinu? Miðað við frammistöðu hennar í málinu í heild má e.t.v. segja að engin fórn sé of stór! Stefán Jón Hafstein. V_____________________________________________________J Viö nánari kynni „Við Davíð þekktumst ekki neitt í upphafi samstarfs okkar. Ósættið stafaði af því að ég kynntist honum. Hann er eini maðurinn í íslenskri pólitík sem hefur komið mér á óvart.“ Jón Baldvin Hannibalsson í Alþýðublaðinu í gær um Davíð Oddson, forsætisráðherra. Hvar eru mörkin „Kristján Ásgeirsson lét hörð orð falla í garð samstarfsflokks- ins. Hann talaði um svik og að verið væri að blekkja fólk, en Stefán Haraldsson sagði við lok umræðunnar að það hefði verið á mörkunum að hægt hefði verið að sitja undir aðdróttun- um Kristjáns. Morgunblaðið í gær um pólitík á Húsavík. íslenskt já takk „Ég ætla að höfða til sjálfstæðra íslenskra kvenna að nú láti þær til skarar skríða og stofni sam- tök, sem hafa á stefnuskrá sinni að sinna svona verkum sjálfar og láta ekki útlendar konr ryðjast fram á völlinn. „ Margrét Jóhannsdóttir í DV í gær, sem vill ís- lenskar nektardansmeyjar á íslenska skemmtistaði. Ekki alvont „íslensku liðin sleppa við löng og ströng ferðalög" Fyrirsögn í Degi-Tímanum í gær. Þeir rauðu á grænu ljósi Sú dýra hugsjón að sameina stjórn- málaöfl sem ekki vilja tolla saman er orðin svo illkynjaður kækur, að sameiningarpostularnir fremja pólitískt harakiri hver af öðrum til að aðrir láti drauminn rætast. Þeir sem fyrir nokkr- um árum flengdust um landið á rauðu ljósi og boðuðu framtíðarríki jafnaðar- manna draga sig út úr stjórnmálum til að flækjast ekki fyrir þegar enn harðari hugsjónamenn taka til við að grunn- múra sameiningarþrána. Ólafur Ragnar er orðinn sameining- artákn um þjóðarátak til vegabóta á Barðaströnd og Jón Baldvin býður fram starfskrafta sína og hæfni til allra ann- arra hluta en stjórnmálaafskipta. Strák- arnir stoppuðu nefnilega á rauða ljós- inu og komust ekki lengra. Jóhanna reyndi að sameina Al- þýðuflokkinn gegn Jóni Baldvini, en sameinaðist svo Svanfríði sem klauf sig út úr Alþýðubandalagi og er nú komin í þingflokk með Össuri, sem sér engan mun á Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi og Evrópusainbandi. Hann vill sameina þetta allt saman og taka Kvennalistann og Nató með í púlíuna. f Ilafnarfirði stofna kratar hvert jafn- aðarmannafélagið af öðru til að samein- ast svo jafnaðarílokknum stóra í fyll- ingu tímans. Sundrað til að sameina Þegar kratar klofnuðu í fyrsta sinn var búinn til Sameiningarflokkur alþýðu. Svo klofnuðu kratar aftur og bjuggu til Alþýðubandalag, sem klofnaði til að búa til Samtök frjálslyndra og vinstri manna, sem klofn- uðu aftur til að styrkja alla- balla og krata, sem enn klofnuðu til að búa til Bandalag jafnaðarmanna, sem aftur sameinaðist Alþýðuflokknum til að styrkja hann til sameiningar fé- lagshyggjuaflanna. Stundum heldur Framsókn sig vera félagshyggjuflokk og fer þá mikinn í for- ystu vinstristjórna og fer létt með að skjóta sér vinstra megin við allaballana. Og stundum brýtur maddaman upp á miklum kærleikum við íhaldið, sem þá verður að taka á honum stóra sínum til að halda hægri kantinum hreinum. Jafnaðarmenn eiga oft í miklu basli með Framsókn, sem þeir halda ýmist vera hægri eða vinstri flokk eftir því hvaðan vindurinn blæs. Nú er hann tví- átta, því framsóknarkona fer með póli- tíska forystu R-listans og maður hennar gegnir lykilhlutverki í stjórn sem leidd er af Sjálfstæðisflokki. Svona eru vegir félagshyggjunnar órannsakanlegir. Fylgið óbreytt Þegar sameiningaráráttan greip gamla kommaflokkinn og gamla krataflokkinn fyrir nær 60 árum, skrapp fylgi þeirra niður í svo sem tíu prósent per flokk. Síðan hafa vinstrimenn klofnað og sam- einast með reglulegu millibili og fylgi flokkanna verið eitthvað í kringum tíu prósentin, stundum svolítið meira og stundum dálítið minna, og skiptir þá litlu hvort verið er að sundra eða sam- eina. Árangurinn er sá sami. Ein af skýringum Jóns Baldvins á af- sögn sinni nú er, að hann segist ekki vilja flækjast fyrir samrunaferlinu, sem nú kvað vera á fidlri ferð. Sighvatur, Rannveig og Guðmundur Árni ætla aft- ur á móti að fara í formannsslag. Jó- hanna glottir, Davíð fagnar í útvarpinu og Ingibjörg Sólrún telur að nú sé brautin bein og greið fyrir ný bandalög, þegar pólitíkusinn Jón Baldvin er allur. Fæstum blandast hugur um að fram- undan er „spennandi" tíð með miklum heitstrengingum um stóra vinstri flokkinn, jafnaðarmannaflokk allra jafn- aðarmanna, sem allir þrá að stofna og kjósa. Þá verður hugljúft að sjá kratana Hjörleif og Steingrím J. rugla reitum með Sighvati krónprinsi, Ágústi hinum hagspaka og öðrum vinstrisinnum. Þrautagöngu jafnaðarmanna í öllum flokkum er nú loks að ljúka, þökk sé Jóni Baldvini og Ólafi Ragnari, sem nú eru hættir að flækjast fyrir samrunaferl- inu. Við taka gamalkunnar ásjónur enn eldri stjórnmálarefa, margreyndra í innbyrðis átökum og flokkaflakki í nafni sameiningar. Það er engin hætta á að áhugafólki um stjórnmál leiðist á næst- unni. OÓ

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.