Dagur - Tíminn - 24.10.1996, Qupperneq 9
|Dagxtr-'3Imtmn
Fimmtudagur 24. október 1996 - 9
PJÓÐMAL
VöDinn upp úr pollunum
Ásta
Ragnheiður
Jóhannesdóttir
skrifar
Nú hefur samgönguráð-
herra loksins tekið á sig
rögg eftir áralangt að-
gerðaleysi og lýst því yfir að nú
verði að hefjast handa við end-
urbætur á Reykjavíkurflugvelli.
Ég fagna þessum afgerandi
yfirlýsingum ráðherrans og
vonast til að hann láti athafnir
fylgja orðum sínum og sjái til
þess að nægt ijármagn fáist til
þess að heíja strax fram-
kvæmdir við flugvöllinn.
Ástand vallarins
afleitt
Flugvöllurinn hefur verið í af-
leitu ástandi lengi. í fram-
kvæmdaáætlun flugmálanefnd-
ar frá árinu 1986 var gert ráð
fyrir að endurnýja slitlag á flug-
brautum vallarins og að reisa
nýja flugstöð. Ekkert varð úr
þeim framkvæmdum. Þetta var
fyrir tíu árum og lítið hefur ver-
ið gert síðan. Flugstöðin sem
enn er mest notast við er frá
því á stríðsárunum. Farþegaaf-
greiðsla fer fram á fleiri en ein-
um stað við flugvöllinn og hefur
það oft valdið óhagræði og
óþægindum fyrir þá sem um
völlinn fara.
Á hættumörkum
í skýrslu frá flugmálastjórn frá
því í fyrra kemur fram að það
vanti 70 þúsund fermetra upp á
að flugvöllurinn uppfylli skilyrði
um breidd brauta. Þar kemur
einnig fram að öryggissvæði og
axlir uppfylh ekki lágmarks ör-
yggisskilyrði, halli sé ófullnægj-
andi fyrir afvötnun, sléttleiki
óviðunandi, merkingum áfátt
og ljósabúnaður rangt staðsett-
ur. Þar er einnig getið um að
malbikið sé í slæmu ástandi og
steypa víða illa brotin.
Það hefur einnig komið fram
að flugmenn, sem þurfa að
lenda á vellinum, veigra sér við
því við vissar aðstæður, vegna
ástands vallarins, og telja hann
vera á hættumörkum.
Reykjavíkurflugvöllur - hvað ber að gera?
Framkvæmdir strax -
hagur allra
Nú er gert ráð fyrir í flugáætlun
að 127 milljónir komi til fram-
kvæmda á Reykjavíkurflugvelli
árið 1997. Ég tel að samgöngu-
ráðherra verði að gera gott bet-
ur ef hann meinar það sem
hann hefur sagt undanfarið, að
gera þurfi gagngerar endurbæt-
ur á flugvellinum og ljúka því
verki á næstu þremur árum.
Um þrettán hundruð milljónir
er áætlað að kosti að endur-
byggja flugbrautir vallarins.
Ég tel að það sé vilji þorra
borgarbúa og í anda stefnu
Reykjavíkurlistans að farið
verði í framkvæmdir við upp-
byggingu Reykjavíkurflugvallar
„í skýrslu frá flugmálastjórn frá
því ífyrra kemur fram að það
vanti 70 þúsund fermetra upp á
að flugvöllurinn uppfylli skilyrði
um breidd brauta. “
Um 350 þúsund
farþegar fara
um Reykjavík-
urflugvöll á ári
hverju, en það
eru 90% allra
farþega sem
ferðast innan-
lands
flugi.
með
„Það er furðulegt að í hvert sinn
sem framkvœmdir á Reykjavíkur-
flugvelli koma til tals þá þeysir
borgarfulltrúinn Guðrún Ágústs-
dóttir fram á völlinn og finnur þeim
allt tilforáttu. Þannig hefur hún tal-
að gegn framkvœmdunum, en til
þess hefur hún ekkert umboð. “
Áralangt fjársvelti
I ár voru aðeins 18 milljónir
ætlaðar í framkvæmdir á flug-
vellinum á meðan tugum millj-
óna er varið til framkvæmda á
flugvöllum úti á landi. Sem
dæmi má nefna að 66 milljónir
fara í Akureyrarflugvöll, 43
milljónir í flugvöllinn á Egils-
stöðum og 33 milljónir í flug-
völlinn á ísaflrði. Ég veit að
þessum flugvöllum hefur ekki
veitt af þessum íjárveitingum,
en í ljósi hins
bága ástands á
Reykjavíkur-
flugvelli, sem
er fjölfarnasti
innanlandsflug-
völlurinn, og
þeirra 18 millj-
óna sem komu
til framkvæmda
þar, finnst mér
forgangsröðin
sérkennileg.
Guðrúnar þáttur
Ágústsdóttur
Það er furðulegt að í hvert sinn
sem framkvæmdir á Reykjavík-
urflugvelli koma til tals þá
þeysir borgarfulltrúinn Guðrún
Ágústsdóttir fram á völlinn og
finnur þeim allt til foráttu.
Þannig hefur hún talað gegn
framkvæmdunum, en til þess
hefur hún ekkert umboð.
Það er ekki á stefnuskrá
Reykjavíkurhstans að flytja
flugvöllinn eða
leggja hann
niður. Reykja-
víkurlistinn
hefur aftur á
móti á stefnu-
skrá sinni að
efla atvinnulíf í
Reykjavík,
vinna gegn at-
vinnuleysi og
efla ferðaþjón-
ustu í borginni,
svo fátt eitt sé
nefnt. Málflutn-
ingur borgar-
fulltrúans vinn-
ur gegn öllum
þessum stefnu-
miðum og er
ekki í þágu
hagsmuna
borgarbúa. Flugvöhurinn er
inni á skipulagi borgarinnar og
það er hlutverk ríkisins að sjá
um að hann sé í viðunandi
ástandi.
Framkvæmdir við flugvöllinn
eru arðbærar framkvæmdir,
sem efla munu atvinnuUfið í
borginni. Það er mikilvægt, sér-
staklega þegar horft er til þess
að atvinnuleysi í borginni hefur
staðið í stað. í lok ágústmánað-
ar s.l. voru 3000 manns skráðir
atvinnulausir í Reykjavík, sem
er sami fjöldi og á sama tíma í
fyrra.
/ lok ágústmánaðar s.l. voru 3000
manns skráðir atvinnulausir í
Reykjavík, sem er sami fjöldi og á
sama tíma ífyrra. “
„Ég tel að það sé vilji þorra borgar-
búa og í anda stefnu Reykjavíkurlist-
ans að farið verði í framkvœmdir við
uppbyggingu Reykjavíkurflugvallar
strax. Ekki er hœgt að búa við það
ófremdar- og jafnvel hættuástand
sem ríkir í innanlandsflugi með völl-
inn í slíkri niðurníðslu, “
strax. Ekki er hægt að búa við
það ófremdar- og jafnvel hættu-
ástand sem ríkir í innanlands-
flugi með völlinn í slíkri niður-
níðslu.
Umhverfissjónarmiða
gætt
Efling atvinnustarfsemi á
Reykjavíkurflugvelli er í þágu
allra borgarbúa og reyndar
landsmanna aUra. Vissulega
þarf að taka tillit til margvís-
legra þátta við það verk, eins
og hljóðmengunar, vatnsbú-
skapar á svæðinu og annarra
umhverfissjónarmiða. En verði
flugvöllurinn fluttur úr borg-
inni, mun það hafa alvarleg
áhrif á atvinnulíf, ferðaþjónustu
og tekjur borgarsjóðs.
Reykjavíkurborg mun verða
af umtalsverðum tekjum, sem
hún hefur af þeirri starfsemi
sem nú fer fram á flugvellinum,
flytjist hann eða starfsemi hans
burt úr borginni.
Höfundur er alþingismaður.
Heilbrigðisþjónusta er mannréttindi
Methúsalem
Þórisson
skrifar
s
msar blikur eru á lofti í
heilbrigðisþjónustunni
um þessar mundir. Verið
er að loka deildum. Fólk, sem
fer í grandaleysi með lyfseðlana
sína í apótek, kemst að raun
um að einmitt þetta lyf fæst
ekki út á sjúkrasamlag, þannig
að það þarf að greiða miklu
hærri upphæð fyrir lyfið en það
gerði ráð fyrir. Gjaldtaka fyrir
læknisþjónustu er orðin nötur-
legur raunveruleiki; fyrir 15-20
árum var hún nær óþekkt nema
vegna tannlækninga og augn-
lækninga. Fleira mætti upp telja
sem dynur á fólki, sem þarf að
leita á náðir heilbrigðiskerfis-
ins.
Lögbrot?
Samkvæmt lögum nr. 97 frá 28.
október 1990 eiga allir lands-
menn kost á fullkomnustu heil-
brigðisþjónustu, sem á hverjum
tíma eru tök á að veita til
verndar andlegri, líkamlegri og
félagslegri heilbrigði. Það er því
spurning hvort það er ekki lög-
brot að láta fólk, sem þarf að
fara í t.d. bakaðgerðir, bíða eft-
ir aðgerð í allt að tvö ár. Ég veit
að viðkvæðið er að það séu ekki
til peningar, en á meðan verið
er að byggja Hæstaréttarhús og
endurbyggja Bessastaði, svo
einhver dæmi séu nefnd, er
ekki hægt að segja að ekki séu
til peningar. Þetta er spurning
um hvað er sett í forgang. Allir,
sem hafa verið veikir, vilja að
það sé sett í forgang að lækna
þá sem fyrst og þetta er sjálf-
sögð og eðlileg krafa, vegna
þess að það er eðlilegt að vilja
ekki kveljast.
Aldraðir á hrakhólum
Stjórnvöld hafa nú um nokk-
urra kjörtímabila skeið verið að
brjóta niður heilbrigðiskerfið
sem það fólk, sem nú er orðið
aldrað, byggði upp. Og nú er
svo komið að margt gamalt fólk
á verulega um sárt að binda,
vegna þess að það er ekki pláss
fyrir það á hinum ýmsu sjúkra-
stofnunum.
Lögleiðing biðlista
Fram að þessu væri áreiðan-
lega hægt að standa á því að
ýmsar aðgerðir, sem stjórnvöld
hafa staðið fyrir í heilbrigðis-
kerfinu, eru lögleysa miðað við
lögin frá 28. október 1990. Það
virðist því að frumvarpi því,
sem hggur nú fyrir þinginu, sé
ætlað að lögleiða biðlista og
fleira sem kemur niður á sjúk-
linguin, en þar eru eftirfarandi
ákvæði:
„Tryggja skal sjúklingum
sem sambærilegasta heilbrigð-
isþjónustu. Sjúklingur á rétt á
fullkomnustu meðferð sem á
hverjum tíma er völ á að veita
innan þess ijárhagsramma sem
heilbrigðisþjónustunni er snið-
inn á hverjum tíma. Sjúklingur
á rétt á meðferð og aðbúnaði
sem miðast við ástand hans,
aldur og horfur á hverjum tíma.
Réttur tryggður í
stjórnarskrá
Allir, sem eitthvað hafa fylgst
með þróun mála, hljóta að vera
búnir að gera sér grein fyrir því
að það verður að snúa þróun-
inni við. Þess vegna hefur Húm-
anistahreyfingin á íslandi stað-
ið fyrir undirskriftasöfnun með
yfirskriftinni „Heilbrigðisþjón-
usta er mamiréttindi“. Söfnun-
inni er ætlað að stuðla að því að
réttur fólks til heilbrigðisþjón-
ustu sé tryggður í stjórnarskrá,
þannig að slík grundvallar-
mannréttindi verði ekki afnum-
in eða skert með lagasetningu á
hverjum tíma. Mörg félög og
samtök vinna að undirskrifta-
söfnuninni, svo sem Verka-
mannafélagið Dagsbrún, Starfs-
mannafélagið Sókn, Félag ís-
lenskra bókagerðarmanna,
Bandalag starfsmanna ríkis og
bæja, samtök aldraðra, Sjálfs-
bjargarfélögin, námsmannafé-
lög o.íl. Allir eru hvattir til að
skrifa undir og sýna á þann
hátt vilja sinn í verki.
Á degi Sameinuðu
þjóðanna
Á degi Sameinuðu þjóðanna 24.
októþer n.k. verður svo bar-
áttufundur á Ingólfstorgi undir
kjörorðinu „Heilbrigðisþjónusta
er mannréttindi". Mjög áríðandi
er að sem flestir mæti þar, því
ef núverandi þróun fær að
viðgangast óátalið geta stjórn-
völd álitið að fólk sé sammála
niðurskurði, lokun sjúkradeilda
og fleiru því sem dynur á þeim,
sem minnst mega sín í þjóðfé-
laginu.
Höfundur er talsmaður Húmanista-
hreyfíngarinnar á íslandi.