Dagur - Tíminn - 24.10.1996, Síða 10

Dagur - Tíminn - 24.10.1996, Síða 10
10 - Fimmtudagur 24. október 1996 ;I1iigur-®mTtrm / Þ R Ó T T I R • Enski golfkennarinn Phil Hunter hefur látið af störfum hjá Golf- klúbbi Suðurnesja og hyggst reyna fyrir sér í Þýskalandi. Phil fer utan á næstunni, en ennþá er ekki ljóst hver tekur við kennarastöðunni hjá GS, en staðan var nýlega aug- lýst laus til umsóknar. • Rögnvaldur Ingþórsson, langhlaupari náði mjög góðum ár- angri á mótum í Sviþjóð í síðasta mánuði. Rögnvaldur varð í 6. sæti í tíu kílómetra hlaupi, sem haldið var í Umea um miðjan mánuðinn, þar sem hann hljóp á 31,43 mínút- um. hremur dögum síðar hljóp Rögnvaldur síðan 5000 metra brautarhlaup undir fímmtán mín- útunum. • Franska vinstrihandarskyttan Stéphane Stoecklin, sem leikur við hlið Sigurðar Bjarnasonar hjá Min- den, er markahæstur í þýsku úr- valsdeildinni í handknattleik. Stoecklin hefur skorað 43 mörk úr fyrstu fimm leikjunum. Patrekur Jóhannesson, sem leikur með Tu- sem Essen, hefur skorað mest ís- lensku leikmannanna, 28 mörk, þar af sjö vítaköst og hann er nú í 15. sætinu yfír markahæstu menn. • ítalski skíðamaðurinn Alberto Tomba, meiddist í vikunni þegar hann var við æfingar á jökli í Norð- urhluta Ítalíu. Tomba flaug eina fimmtán metra og meiddist á vinstra hné og hægri olnboga og búist er við því að hann stígi ekki á skíði næsta mánuðinn. Skíðavertíð- in hefst um næstu helgi með móti, sem fram fer í Solden í Austurríki. • Peter Shilton, sem lengi var markvörður enska landsliðsins í knattspyrnu, er farinn að leika með 3. deildarliði Cambridge. Shil- ton er 47 ára gamall og því lang- elsti leikmaður deildakeppninnar. Hann gæti náð að leika sinn 1000. deildarleik á næstunni. Shilton hef- ur undanfarin misseri leikið með varaliði West Ham. Haukaliðið sótti tvð sUg á Hliðarenda íslandsmeistarar Vals máttu sætta sig við enn eitt tapið í 1. deildinni f gærkvöldi, þegar liðið lék gegn Haukum. Á myndinni má sjá Valsmanninn Valgarð Thoroddsen svífa inn úr horninu. M,nd. bg íkvöU Handbolti 1. deild karla: UMFA-KA ..............kl. 20 Stjarnan-ÍBV..........kl. 20 Körfubolti Úrvalsdeildin: UMFG-Skallagrímur ... kl. 20 Njarðvík-Keflavík ....kl. 20 ÍR-KFÍ................kl. 20 KR-Haukar.............kl. 20 UBK-Tindastóll........kl. 20 Síðasti leikur umferðarinnar er viðureign fA og Þórs sem fram fer á sunnudag klukkan 20. GLÍMA Glimukóngurinn skiptir um félag Glímukóngur íslands, Ingibergur Sigurðsson, hefur ákveðið að hætta að keppa fyrir glímufélagið Ármann og hefur þess í stað gengið til liðs við sitt gamla félag Víkverja. Ingibergur verður keppandi á fyrstu Landsglímu GLÍ á vetr- inum sem fram fer að Laugarvatni nk. laugardag. Þar verða mættir til leiks allir sterkustu gb'mumenn landsins eins og KR- ingurinn Orri Bjömsson og Þingeyingurinn Arngeir Friðriksson. í unglingaflokki mæta einnig mikil glímutröll til leiks þar sem eru Þingeyingarnir Yngvi Hrafn Pétursson og Ólafur Krist- jánsson. gþö HANDBOLTI Úrslit leikja í 1. deild karia í handknattidk / gærkvökli FH-Grótta 24:22 Selfoss-Fram 31:22 ÍR-HK 29:24 Valur-Haukar 18:24 Staðan er nú þessi: UMFA 5 4 0 1 135:122 8 Selfoss 6 3 1 2 161:162 7 Fram 6 3 1 2 136:140 7 Stjarnan 5 3 0 2 134:125 6 ÍBV 5 3 0 2 120:113 6 KA 4 3 0 1 109:103 6 Haukar 6 2 2 2 146:144 6 FH 6 3 0 3 145:151 6 ÍR 6204 141:144 4 Valur 6 1 2 3 132:136 4 Grótta 5 113 110:111 3 HK 6 1 1 4 134:152 3 KNATTSPYRNA Enski deildarbikarinn: Leeds-Aston Villa 1:2 Sharpe 69. - Taylör 70., Yorke vsp. 77. Charlton-Liverpool 1:1 Whyte 18. - Fowler 21. Man. Utd.-Swindon 2:1 Poborsky 19., Scholes 72. - Thorne 52. West Ham-Nott. For. 4:1 Dowie 16, 15, Portfirio 67., Dicks vsp. 73 - Cooper 29. Middlesbro-Huddersfield 5:1 Junihno 17., Emerson 42., Ravanelli 72., 76., Beck - Stoke-Arsenal 1:1 Sheron 26. - Wright 78. Tottenham-Sunderland 2:1 Armstrong 71., Campbell 90. - Ball 31. Newcastle-Oldham 1:0 Béardsley vsp. 25. Southampton-Lincholn 2:2 Le Tissier 46., Van Gobbel 54 - Howe 21, Pinsworth 85. Undankeppni HM: Slóvakía-Færeyjar 3:0 KNATTSPYRNA • England Er Alan Shearer virkilega 1600millióna króna virði? Margir fótboltasþekingar velta því fyrir sér hvort nokkur knattspymumaður geti verið 1.5 miiljarða króna virði, en það var sú upphæð sem Kevin Keegan mátti punga út fyrir Alan Shearer, dýrasta leikmann í sögu breskrar knattspyrnu. Hvað keypti Keegan þá fyrir i 1 □ □ Hamar félagsheimili Þórs: Salir til leigu Tilvaldir til hvers konar íþrótta- og tóm- stundaiðkana. Gufa - Pottur - Búningsaðstaða Hamar sími 461 2080 þessar 1600.000.000 króna? Kikj- um á nokkrar staðreyndir um kappann. Nafn: Alan Shearer Fæðingard: 13. 08. 1971. Fæðingarst.: Newcastle - on - Tyne. Hæð: 180 cm. Þyngd: 71 kg. Fyrri lið: Southampton 1987 - 1992. Blackburn Rovers: 1992 - 1996. Seldur frá South. fyrir £3,3 millj. Seldur frá Blackburn fyrir £16 millj. Alan Shearer hóf ferill sinn 17 ára gamall hjá Southampton árið 1987. Það ár lék hann 5 leiki með liðinu og skoraði 3 mörk. Þegar Danny Wallace var seldur frá Southampton til Man. United árið 1989 losnaði pláss fyrir Shearer í liðinu sem hann hélt óslitið þar til Kenny Dalglish keypti hann til Blackburn Rovers fyrir 3,3 millj- ónir punda árið 1992. Margir telja að hann hafi verið lykilinn að vel- gengni Blackburn og verið sá sem leiddi þá til sigurs í ensku úrvals- deildinni árið 1994. Shearer varð fyrstur manna til að skora 100 mörk í ensku úrvals- deildinni og þessi mörk skoraði hann í 124 leikjum sínum með Blackburn. Sá sem næst honum kom er núverandi félagi hans hjá Newcastle Les Ferdinand sem þá hafði skorað 79 mörk. Þessi mikli markahrókur hefur skorað 7 þrennur í deildinni, þar af er ein vítaspyrna í þremur af þessum þrennum. Þá er meðalskor Shearers það hæsta í deildinni en hann skor- ar að meðaltali 8 mörk í 10 leikjum. Þeir sem næstir koma eru Andy Cole með 6,4 mörk og Robbie Fowler með 6 mörk í hverjum 10 leikj- um. Það má því ljóst vera að pakkinn sem Kevin Keeg- an keypti á 1600 milljónir króna í Blackburn var stór en það er alltaf spurning hvort innihaldið sé fúlgunnar virði. gþö

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.