Dagur - Tíminn - 24.10.1996, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn - 24.10.1996, Blaðsíða 11
gkgur-®ímímt Fimmtudagur 24. október 1996 -11 B í L A R Blaðamaður Dags-Tímans undir stýri á Opel Vectra langbak við Ashford kastala á írlandi. I;rakkur og eggjandi Bíll vikunnar Opel Vectra Opel Vectra langbakur er hreinlega stórfallegur bíll sem búast má við að sjá- ist á götunum hérlendis upp úr áramótuniun. Það verður að viðurkennast og er sannarlega hægt að segja að Opel haíl tekið breytingum í tímans rás, því fyrr á árum var varla með góð- um vilja hægt að tala um hann sem sérlega fallegan bfl. En það er ekki nóg með að Vectran sé stórfalleg, hún er líka bráð- skemmtileg á margan hátt. Rúmgóð og trúlega með rúm- betri bflum í þessum stærð- arflokki og greinilegt að nostr- að hefur verið við hönnunina á bflnum. Ljósin að framan, sem mjókka niður á við inn að miðju, svolítið píreyg, og út- stæður framendinn gefa Opel Vectra dálítið frakkan og eggj- andi svip. Samvaxnar augabrýrnar eða heila óslitna h'nan sem er dreg- in frá endum hliðarspeglanna og kemur saman undir miðju grillinu gerir líka sitt til að draga fram þennan frakka svip á bflnum. Hlið bflsins er ekki síður svipmikil og einkennist af mjúkum sveigðum og sportleg- um línum. Gluggarnir mjókka eftir því sem aftar dregur og toppurinn sveigist niður á við. Fyrir aftan afturhjólin sveigist botninn á bflnum upp á við. Auk þessa eru bogar á toppn- um sem geta borið 100 kg. Þetta allt, ásamt afturhall- andi framrúðu, gefur langbakn- um merkilega sportlegt yfir- bragð, í rauninni ótrúlega sportlegt þar sem um langbak er að ræða. Enda hefur sýnt sig að vindmótstaða bflsins er með því minnsta sem gerist í þess- um stærðarflokki. Þessi lang- bakur er ekki einfaldlega stall- bakur sem hefur verið lengdur eins og oftar en ekki er raunin, heldur glæsilega hannaður og vel heppnaður langbakur sem hefur greinilega verið hugsaður sem slíkur frá upphafi. Þjóðverjinn á sannarlega skihn plús fyrir fallegan bfl. Innandyra ber bfllinn vönd- uðrnn vinnubrögðum einnig gott vitni. Ýmis öryggisbúnaður er í Opel Vectra, læsivörn á hemlum (ABS), tölvustýrð spól- vörn, líknarbelgir fyrir bæði framsæti og strekkjarar á ör- yggisbeltum svo nokkuð sé nefnt. Líknarbelgir í hliðum eru væntanlegir. Stillingar fyrir miðstöð eru nýstárlegar, þ.e.a.s. stflling hitastigsins kemur fram sem gráður á celsíus, þannig að óræðar bláar og rauðar línur og ágiskunarstillingar eru úr sögunni, nú veit sá sem er að stilla miðstöðina í bflnum ná- kvæmlega hvað hitastig blást- ursins er. Stillingar fyrir útvarp eru í stýrinu þannig að bflstjór- inn þarf aldrei að taka hend- urnar af stýrinu tfl að hækka, lækka eða skipta um stöð. Opel Vectra langbakur er boðinn með ijórum gerðum bensínvéla auk díselvélar. Blaðamaður Dags-Tímans reynsluók dísel- bflnum og bflnum með 2,5 lítra bensínvélinni góðan dagpart og tók stutta spretti á bflum með 2,0 og 1,6 lítra vél, en reynslu- aksturinn fór fram á írlandi. Auk þessara vélastærða er Vectran boðin með 1,8 h'tra vél. Reynsluaksturinn: Dísellinn kom á óvart Dieselvélin kom skemmtOega á óvart, en um er að ræða nýja vél frá Opel með fjórum ventl- um á hvern strokk og tölvu- stýrðri innspýtingu. Vélin var óvenju hljóðlát af díselvélum að vera og seiglan kom á óvart. Vélin er ágætlega spræk, og jafnast alveg á við 1,6 h'tra bensínvélina í snerpu. Seiglan, eða togið, í vélinni kom hins vegar skemmtilega á óvart, því eins og sjá má á ireðfylgjandi töflu er hröðun díselvélarinnar úr 80 í 120 km. hraða sambæri- leg hröðuninni n.eð 1,8 lítra bensínvélinni, þar nig að í raun- inni bætti díselvélin hlutfalls- lega við sig í vinnslu eftir því sem hraðinn jókst, borið saman við bensínvélarnar. Díselbfllinn vakti t.d. mikla undrun og hrifningu hjá bflablaðamönnum frá Dubai í Mið-Austurlöndum en þar er h'til reynsla fyrir dís- elvélum í fólksbflum. Fjöðrun díselbflsins er frekar stíf en á móti kemur að bfllinn liggur vel á vegi og svarar vel hvort held- ur er stýri eða hemlum. Veg- hljóð var áberandi mest í dísel- bflnum af þeim bflum sem blaðamaður Dags-Tímans reynsluók. Þetta er hins vegar bfll sem hentar vel sem leigubfll og mundi bæði henta mjög vel sem íjölskyldubfll og vera hag- kvæmur sem slflcur hérlendis ef ekki kæmu til okkar sérkenni- legur reglur um þungaskatt af díselbflum. MerkOeg og þjóðfé- laginu dæmalaust dýr þessi neyslustýringarárátta íslenskra stjórnvalda. Verðið hér er tæp 2,1 miOjón fyrir beinskiptan en um 2,2 mOljónir fyrir sjálfskipt- an dísel. V-6, þvílíkur bíll! Orkubúrið í hópnum er með 2.5 lítra V-6 vél. Þvflíkur bfll! Það er eiginlega ekki hægt að segja annað. Þennan bfl skorti aldrei afl og þó komið væri í 170 km hraða átti hann greinflega heil- mikið eftir og vinnslan var fantagóð. Veggrip og svörun var beinlínis frábær, það virtist vera sama hvað þessum bfl var boðið (ofboðið) á krókóttum og óslétt- um vegum írlands sem slógu Hvalljörðinn rækilega út, alltaf svaraði bfllinn stýrinu og rás- festan var fullkomin. Það er sjaldgæft að finna það beinlínis að hafa bflinn svona öruggann. Eini veikleikinn var ef slegið var af á mikflli ferð í erfiðum beyjum, þá fann maður fyrir því að það losnaði örh'tið um aftur- endann, en það er fullkomlega eðfilegt þegar um framdrifsbfl er að ræða. Öllu meira var lagt í' þennan bfl innandyra en hina bflana sem vár reynsluekið. Mælaborð var t.d. viðarklætt og annað í þeim dúr. Þegar öllu er saman jafnað þá hefur blaðamaður Dags- Tímans ekki sest undir stýrið á öllu skemmtilegri bfl en þessum langbak af tegundinni Opel Vectra með 2,5 h'tra V-6 vél þegar um aksturseiginleika er að ræða, fallegri bflum kannski en það má ekki misskilja sem svo að Vectran sé ekki fallegur bfll, síður en svo. Það er aðeins einn galli á gjöf Njarðar - ís- lenskt vegakerfi og reglur um hámarkshraða henta þessum bfl engan veginn. Þetta er bfll sem ekki nýtur sín í rauninni fyrr en komið er á annað hundraðið, enda eru menn fljótt komnir yfir löglegan 90 láló- metra hámarkshraða án þess Opel Vectra langbakur Nokkrar stærðir Heildarlengd: 4,49 m. Heildarbreidd: 1,70 m. Heildarhæð: 1,44 m. llleðslurými: 460 - 1.490 lítrar Mesta lengd hleðslurýmis 1.712 mm. Hæð hleðslurýmis: 850 mm. Breidd afturhleraops: 1.110 mm. Snúningar stýris borð í borð: 2,97 Eldsneytistankur: 60 lftrar. að gera sér grein fyrir því. En frábær og vel heppnaður bfll sem hentar vel hvort heldur er á hraðbrautum eða krókóttum vegum. Verðið hér tæpar 2,4 milljónir fyrir beinskiptan og um 2,5 milljónir fyrir sjálfskipt- an. Stuttir sprettir Blaðamaður Dags-Tímans tók stutta spretti á sjálfskiptum bfl með 2,0 lítra vél og beinskipt- um bfl með 1,6 lítra vél. Bíllinn með 2,0 lítra vélinni var mjög skemmtOegur, vinnslan góð og átti töluvert upp á að hlaupa tO að taka frammúr á íslenskum hámarkshraða. Fjöðrunin ekki eins stíf og á öflugri bflnum, meira í átt við hefðbundinn fjöl- skyldubfl. Mjög eigulegur bfll sem kostar hér um 2.150 þús- und beinskiptur en tæpar 2,3 milljónir sjálfskiptur. Bfllinn með 1,6 lítra vélinni var sístur af þeim sem prófaðir voru, enda aflminnsti bfllinn. Það kom reyndar á óvart hvað fjöðrunin var ólflc því sem hún var í hinum bflunum. Þessi bfll jaðraði við að vera laus á hól- óttum vegi, rejmdar á töluverð- um hraða og MJÖG hólóttum vegi. Vélin var þokkalega spræk upp fyrir 80 km. hraða með létthlöðnum bfl, en gera má ráð fyrir að hann verði svoh'tið lat- ari með hleðslu. Sennilega er þessi bfll nokkuð ódýrari en hinar gerðirnar, þannig að séu menn sem vilja Opel Vectra langbak tilbúnir að sætta sig við minni kraft og lausari fjöðrun fyrir lægra verð er þetta ágætur valkostur. Verðið á honum hing- að komnum liggur ekki fyrir. -ohr Pínudísill PínúdísOl er lfldega rétt- nefni fyrir þennan BeUier VX „AtoU“ 4kw diesel. Þetta er einn af Qölmörgum smábflum sem sjá mátti á Bíla- sýningunni í París nú í október. Þessi Bellier VX hefur verið framleiddur í tvö ár og er mjög vinsæU í Frakklandi og S-Evr- ópu. Verðið er 70. 270 frankar, eða sem svarar rúmum 900.000 krónum. Bfllinn hefur verið fluttur út til S- Evrópu- ríkja, Ítalíu, Spánar og Portú- gal. Væri mjög hagkvæmur og ódýr í rekslri hérlendis ef ekki kæmu til fornaldarlegar furðu- reglur um þungaskatt af dísel- bflum búnar til af alltum- vefjandi alvitrum stjórnvöldum. Ef til vill ekki fallegasti eða snarpasti bfll í heimi, en hvað um það. Mynd: ohr Opel Vectra langbakur: Afl og eyðsla Vélargerð: l,6i 1,6 1,6 1,8 1,8 1,8 -sport 2,01 -dísel 2,0 2,0 2,0 -sport 2,5 2,5 Gírk. (b=beinsk, s=sjálfsk): 5b 5b 4s 5b 4s 5b 5b 5b 4s 5b 5b 4s Hestöll: 75 ^ 100 100 115 115 115 82 136 136 136 170 170 kW: 55 74 74 85 85 85 60 100 100 100 125 125 Kíló á hestafl: 17,1 13,2 13,5 11,8 12,1 11,8 17,5 10,3 10,5 10,3 8,7 8,8 Kíló á kW. 23,3 17,8 18,2 16 16,4 16 23,9 13,1 14,3 13,1 11,8 11,9 Hámarkshraði: 167 180 170 ’ 195 188 195 170 207 200 207 222 215 Hröðun 0-100 í sek.: 17 13,5 15,5 12 13,5 12 17 10,5 11,5 10,5 9 10 Hröðun 80-120 í 5. gír: 25,5 21 - 20 - 16,5 20 17,5 - 15,5 12,5 - Eyðsla í lítrum á 100 km: Á 90 km/klst hraða: 5,2 5,4 5,8 5,7 5,9 6,0 4,2 6,1 5,9 6,2 7,1 6,8 lnnanbæjarakstur: 9,2 8,8 10,4 9,2 10,5 9,5 6,2 10 10,5 10,1 11,6 12,4 Blandaður akstur: 7,0 7,0 7,9 7,4 7,9 7,7 5,3 7,9 7,9 8.0 9,2 9,2

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.