Dagur - Tíminn - 24.10.1996, Blaðsíða 5
ÍDagur-ÍEmmm
Fimmtudagur 24. október 1996 -17
VIÐTAL DAGSINS
September- og janúarleikfimi íslendinga
Anna María Guð-
mann, íþróttakenn-
ari og myndlistar-
maður, segir alltof
mikið um að fólk
ætli að komast í
form á skömmum
tíma þegar mætt er
til leiks á líkams-
ræktarstöðvarnar.
Þótt þetta hafi
breyst með aukinni
vitund fólks um
hollustu eru enn
margir sem stunda
svokallaða septem-
ber- og janúarleik-
fimi og taka sér góð
frí þess á milli.
Anna María leiðbeinir
konum um hreyfingu og
mataræði í átta vikna
lokuðum námskeiðum í Púlsin-
um á Akureyri. Hún segir þessi
námskeið aðallega hugsuð til
að koma konum af stað eftir
langt hlé. „Megrunardellan er
sem betur fer að minnka og ég
vil fremur hugsa um líkams-
rækt sem sjálfsdekur og holl-
ustu en eitthvert vigtarátak. Ég
nota heldur ekki orðið megrun
því fólk tengir það þá strax við
eitthvað neikvætt, kvöl og
pínu.“
Anna María, sem alltaf er
kölluð Amí, segir fólk mun
meðvitaðara um gildi hreyfing-
ar og góðs mataræðis núna en
þegar hún byrjaði að kenna fyr-
ir 14 árum.
„En það er samt alltaf það
sama sem sprengir fólk. Það
ætlar að taka allt með trompi
strax í byijun og það gengur
ekki. Fólk á að taka þetta í
skömmtum og verður að sætta
sig við að það tekur tíma að
koma sér í form. Þekkingin
skiptir lfka miklu því um leið og
hún verður meiri fær fólk
áhuga á að dekra við líkamann.
Að hreyfa sig og borða rétt er
nefnilega dekur, þannig látum
við okkur líða vel.“
Amí segir að þrátt fyrir að
fólk viti vel að jöfn hreyfing sé
best séu allt of margir sem taki
íþróttir í skorpum. „Margir
dreifa þessu á árið en hinir eru
fleiri sem taka sér frí og mæta
svo djarfhuga í september og
janúar. Þá þarf alltaf að byrja
upp á nýtt og það er það sem er
ekki alveg nógu gott. Fólk ætlar
alltaf að grípa gæsina áður en
hún er komin á svæðið og ná
árangri í gær. Þegar fólk er
komið með mikinn aukaforða
og hefur hreyft sig lítið tekur
sinn tíma að ná góðu formi og
fólk verður að sætta sig við það.
Stefnan í líkamsræktarfræð-
unum hefur breyst töluvert síð-
ustu ár. Nú er lögð mikil
áhersla á að hugurinn og lík-
aminn haldist í hendur, að
menn verði meðvitaðir um lík-
amann og hvað honum sé fyrir
bestu. Eins eru menn farnir að
hugsa jafnt um andlega heilsu
og líkamlega."
Amí segir að eitt af mark-
miðunum með hreyfingunni og
hollustunni sé að kippa sjálfs-
álitinu dálítið upp. „Það skiptir
engu máli þó fólk hafi dálitinn
aukaforða utan á sér ef það er í
formi og líður vel. Ég vil fá fólk
til að hugsa „svona er ég og það
er allt í besta lagi með það á
meðan ég er í góðri þjálfun og
líður vel. Aðal málið er að
koma fituhlutföllunum í rétt
horf. Ytra útlitið segir lítið um
formið og margir sem eru
grannir eru kannksi með of háa
fituprósentu og öfugt, þeir sem
eru þreknir eru stundum mjög
vöðvaðir og hafa lága fituprós-
entu.“
Hvað er það sem fólk gerir
rangt þegar það byrjar í lík-
amsrœkt?
„Yfirleitt borða konur t.d. of
h'tið og bæta sér það síðan upp
með orkuríku nasli yfir daginn.
Ég þarf að halda því að þeim að
borða nóg því málið er að
borða vel og rétt. Maður á að
velja fæðið rétt og hafa næga
orku yfir daginn.“
Hefurðu alltaf hreyft þig
mikið sjálf?
„Já og var mjög fegin þegar
ég var búin að eignast stelpuna
mína og gat farið að hreyfa mig
eftir meðgönguna.“ mgh
Enn um rjúpuna
Olgeir Jónsson
frá Höskuldsstöðum
skrifar
S
g hef aflað mér frétta í sjö
hreppum í Þingeyjarsýslu,
þar sem allir vilja láta al-
friða íslensku rjúpuna, að und-
anskildum aðeins tveimur bæj-
um í einni sveitinni. Fólkið telur
íslensku rjúpuna eina af feg-
urstu perlum í íslenskum heið-
um, móum og hraunum.
Maður í kaupstað á Norður-
landi keypti sér rándýra hagla-
byssu og nokkur skot, fyllti síð-
an bflinn sinn af bensíni, sem
kostaði 5000 krónur, keyrði síð-
an á simnudagsmorgni upp á
afrétt. Hann keyrði allan dag-
inn og sá enga rjúpu fyrr en
undir kvöld, þá sá hann nokkr-
ar rjúpur í hóp. Hann sigtaði
síðan á rjúpurnar í íjarlægð, til
þess að höglin dreifðust sem
mest. Ein rjúpa flaug burtu,
hinar lágu. Hann fór svo að tína
saman þær dauðu, sem voru
sex. Tvær voru vængbrotnar,
hann elti þær uppi og hengdi
þær í greip sinni, svo hélt hann
heim á leið með rjúpurnar. En
það var ekki fyrir það að hann
vantaði kjöt, því heima átti
hann í frystikistu lambakjöt,
alikálfakjöt, svínakjöt, kjúkl-
inga, svartfugl og lunda. Það
var bara ánægjan við að hæfa
með skotinu og drepa. Hann
var þó ekki talinn neitt óhræsi.
Einu sinni var ungt par á
stórri jörð í Reykjadal. Þau
fengu að byggja sér nýbýli uppi
á brúninni ofan við bæinn.
Nefnist býlið Láfagerði eftir
bóndanum, sem Ólafur hét.
Hann hlóð garð í kringum
nokkrar dagsláttur af landi,
mannhæðarháan, og byggði sér
síðan bæ þar. Þarna bjó hann
ásamt konu sinni í nokkur ár og
þau eignuðust nokkur börn.
Síðan veiktist maðurinn af of-
reynslu og andaðist.
Svo er það eitt sinn að konan
var að lesa húslesturinn og
börnin voru í hóp í kringum
hana. Það var ekkert til að
borða í kotinu nema mjólk úr
einni kú. Hún átti von á svolitlu
úr kaupstað daginn eftir með
bóndanum á stórbýlinu. Hún
endaði lesturinn með bæn: „Ei-
lífi guðssonur, hjálpaðu mér,
saklausu börnunum mínum að
bjarga.“
Það hafði gerst það ólán um
daginn að börnin brutu eina
rúðu í baðstofunni, og rétt og
hún er að enda við bænina
kemur fljúgandi rjúpa inn um
opna gluggann í fangið á henni.
Hún tekur rjúpuna og snýr
hana úr hálsliðnum, því hún
taldi að hún væri send sér til
bjargar. Rétt í því heyrir hún
gólið í valnum úti og segir þá:
„Hamingjan hjálpi mér, hvað
hef ég gert? Rjúpan hefur þá
verið að flýja undan valnum og
guð hefur verið að reyna á
drenglyndi mitt.“ Börnin fóru
að gráta og struku rjúpuna og
sögðu: „Ó, hvað hún er falleg og
drifhvít."
Þessi kona varð tilefni að
kvæði listaskáldsins góða,
„Óhræsið". En ungi maðurinn í
fyrri sögunni, sem fór upp á
heiði að skjóta rjúpur, var aftur
hetjan.
Ég er búinn að vera hér í 12
ár og alltaf gefið snjótittlingun-
um korn og brauð á veturna, en
tvo síðustu vetur hef ég ekki
séð neina fugla. Ein starfsstúlk-
an hér var að segja mér að hún
hefði ekki séð neina fugla, en
var þó vön að gefa þeim korn.
Mér datt í hug að fálkinn væri
farinn að drepa smáfugla, af
því að svo h'tið væri af rjúpunni,
og fannst mér það sanna hugs-
un mína, er ég heyrði að fund-
ist höfðu músalappir og smá-
fuglalappir hjá fálkahreiðri.
Nú skrifa ég ekki meira um
rjúpuna
því slitin og forn eru fót mín
og Ijót.
að flíka þeim lengur ég
skeyti ekki hót.
Skrifað í Hvammi í október
1996.