Dagur - Tíminn - 24.10.1996, Blaðsíða 7
JDagur-®tmirat
Fimmtudagur 24. október 1996 -19
MENNING O G LISTIR
Ekkí bara fyrir
menningarvitana
Kvikmyndahátíð Reykjavíkur hefst í dag og
stendur til 3. nóvember. Þar er að finna
fjölda mynda sem ekki komast inn
í bíóhúsin utan hátíða.
s
Ahátíðinni verða sýndar
52 myndir ,víðs vegar að
úr heiminum í 5 bíóhús-
um. Megniþorri myndanna er
frá þessu og síðasta ári.
„Breiddin í vali á kvikmyndum
hefur aldrei verið meiri. Svona
hátíð hefur ekki áður höfðað til
jafn stórs hóps fólks sem fer í
bíó. Það ættu allir að flnna
þarna mynd við sitt hæfi. Þetta
er sérdeilis ekki bara fyrir
rnenningarvitana," segir Einar
Örn Benediktsson, kynningar-
fulltrúi hátíðarinnar.
Hálfu hundraði mynda verð-
ur ekki lýst í nokkrum línum og
verður því stiklað hér á nokkr-
um áhugaverðum.
hressingar. Hann hvetur Bess
til að taka sér elskhuga og lýsa
fyrir sér ævintýrinu. Endirinn
kemur flatt upp á áhorfandann
en honum verður ekki ljóstrað
upp hér.
Hal Hartley
Tvær myndir verða á hátíðinni
eftir bandaríska leikstjórann
Hal Hartley. Daður (Flirt) segir
þrjár sögur af sama atburði
sem á sér stað í New York,
Berh'n og Tókýó. Kjarninn í sög-
unum þremur er riðandi ástar-
samband manns og konu.
Vegna yfirvofandi aðskilnaðar
eru aðrir sambandsmöguleikar
íhugaðir en í lok allra mynd-
anna er önnur persónan skotin
Smoke
Tvíeykið Wayne Wang og Paul
Auster, rithöfundur, hafa saman
unnið að myndunum Smoke og
Blue in the Face sem sýndar
verða á hátíðinni. Smoke
hreppti silfurbjörninn í Berlín á
sxðasta ári en hún gerist í
Brooklyn árið 1990. Miðpunkt-
urinn er tóbakssali sem tekið
hefur ljósmyndir fyrir framan
búðina sína á hverjum degi á
sama tíma í fjögur ár. Fleiri
persónur koma við sögu; rithöf-
undur sem hefur þjáðst af
skriftarteppu síðan konan hans
var drepin, ungur svertingi sem
breytir nafxn sínu x' hvert sinn
sem hann hittir nýja persónu og
fleiri persónur sem smám sam-
an reynast eiga sitthvað sam-
eiginlegt.
Blue in the Face er eins kon-
ar hliðarmynd og tók yfirfallið
af myndinni Smoke. Þegar pers-
ónurnar í Smoke gerðust djarf-
ar og fóru út fyrir efni og hand-
rit skemmtu viðstaddir sér svo
að ákveðið var að búa til aðra
mynd í sömu leikmynd.
Kynlíf Belga
Belgíski leikstjórinn Jan
Bucquoy er frægur maður í
Beigíu og ekki við eina fjölina
felldur. Fyrir nokkrum árum
stofnaði hann t.d. undirfatasafn
(Museum of Underpants) og
kvennasafn (Museum of the
Woman) í'Belgíu. Myndin La Vie
Sexuelle Des Belges, sem hér
verður sýnd ijailar um dreng
sem uppiifir, sér til skelfingar,
ástina. Hann gerist þá prestur
en staldrar stutt við klerkastétt
og kúvendir lífi sínu, flýr til
Brussel þar sem kynlíf og
pólitík verða þungamiðjurnar í
lífi hans.
Breaking the Waves eftir Trier.
Kansas City
Miðað við fyrri myndir Roberts
Altmans, Players og Short Cuts,
er Kansas City býsna rómantísk
enda fæðingarborg Altmans.
Myndin lýsir djassinum og lífi
glæpona Kansasborgar á
krepnuárunum. Myndin er
byggð upp á stefum djassins en
megináherslan er lögð á sam-
band tveggja kvenna.
Breaking the Waves
Nýjasta mynd danska leikstjór-
ans Lars von Trier hefur verið
mál málanna í kvikmyndaum-
ijöllun skandinavískra bíaða
síðustu mánuði en aðalleikari
hennar hlaut Cannes-verðlaun-
in á þessu ári. Verk Triers hafa
ekki ætíð verið að allra skapi en
vekja jafnan athygli. Það var
ekki fyrr en Trier gerði sjón-
varpsþættina Lansinn sem voru
sýndir hér á landi sem Danir
tóku hann almennilega í sátt.
Breaking the Waves fjallar
um hin nýgiftu og ástföngnu
skötuhjú Bess og Jan. Jan neyð-
ist til að fara til vinnu sinnar á
olíuborpalli, slasast og kemur
lamaður heim til sinnar heitt-
elskuðu. Þau rifla upp unaðs-
semdir ástar sinnar, Jan til
í andlitið.
Isabelle Allende fer með að-
alhlutverkið x' myndinxú Amatör
og leikur konu sem er í senn
Norskar myndir
Norskum myndum verður gert
sérstaklega hátt undir höfði á
hátíðirmi og koma hingað 6
norskir kvikmyndagerðarmenn.
Meðal norskra mynda má nefna
Úr mynd Hal Hartley.
nunna, jómfrú og sjúklega ver-
gjörn kona sem hefur atvinnu
af að skrifa klámsögur. Hún
kynnist Martin sem hefur misst
minnið og klámleikkonunni
Sofiu og lenda þau á fiótta und-
an atvinnuirorðingjum.
Zero Kelvin sem er ískaldur sál-
fræðitryllir í leikstjórn Hans
Petter Moland. Myndin var að
mestu tekin á sex vikum á Sval-
barða en hún leiðangri þriggja
manna, vísindamanni, veiði-
manni og ástföngnu ljóðskáldi,
á Austur-Grænlandi árið 1928.
Kynlíf Belga.
Þá má einnig berja augum
nýjabrumið í norskri kvik-
myndagerð en Marius Holst er
29 ára og þykir marka upphaf
Sigrún
Astrós
Sýning föstud. 25. okt. kl. 20.30.
Sýning laugard. 26. okt. kl. 20.30.
Sýning laugard. 2. nóv. kl. 20.30.
Dýriní
Hólsaskógi
eftír Thorbjorn Egner
Þýðendur: Hulaa Valtýsdóttir
og Kristján frá Djúpalæk
Lýsing: Ingvar Biörnsson
Búningar og leilcmynd:
GuÖrún Auðunsdóttir
Leikstjóri: Ingunn Jensdóttir.
Sýning fimmtud. 24. okt. kl. 15.00
UPPSELT.
Sýning laugard/26. okt. kl. 14.00
Sýning sunnud. 27. okt. kl. 14.00
Sýning sunnud. 27. okt. kl. 17.00
Sýning þriðjud. 29. okt. kl. 15.00
Sýning fimmtud. 31. okt. kl. 15.00
MuniS kortasöluna okkar
Sími 462 1400
Miðasalan er opin alla virka daga
nema mánud. kl. 13.00-17.00
og fram að sýningu sýningardaga.
Símsvari allan sólarhringinn.
Sími í miðasölu: 462 1400.
JDagttr-®íttmm
- besti tími dagsins!
LEIKFELAG AKUREYRAR
nýrrar kynslóðar norskra leik-
stjóra. Ferskt handbragð hans
má sjá í myndinni Ti kniver i
hjertet. LÓA
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Stóra sviðið
kl. 20.00:
Söngleikurinn Hamingjuránið
eftir Bengt Ahlfors
í kvöld 24. okt. Nokkur sæti laus
laugard. 26. okt., laugard. 2. nóv.
Nanna systir
eftir Einar Kárason og
Kjartan Ragnarsson
Föstud. 25. okt. Örfá sæti laus.
Föstud. 1. nóv., Laugard. 9. nóv.
Þrek og tár
eftir Ólaf Hauk Símonarson.
Fimmlud. 31. okt., 70. sýning
Nokkur sæti laus
sunnud. 3. nóv., föstud. 8. nóv.
Ath. Takmarkaður sýningafjöldi
Kardemommubærinn
eftir Thorbjörn Egner
Sunnud. 27. okt. kl. 14. Örfá sæti laus
Sunnud. 3. nóv. kl. 14.
Sunnud. 10. nóv. kl. 14.
Ath. takmarkaður sýningafjöldi.
Smíðaverkstæðið
kl. 20.30
Leitt hún skyldi vera skækja
eftir John Ford
Föstud. 25. okt. - Uppselt.
Sunnud. 27. okt,- Uppselt.
Föstud. 1. nóv. - Uppselt.
Miðvikud. 6. nóv. - Örfá sæti iaus.
Laugard. 9. nóv. - Örfá sæti laus.
Athygli er vakin á að sýningin er ekki
við hæfi barna.
Ekki er hægt að hleypa gestum inn i
salinn eftir að sýning hefst.
Litla sviðið
kl. 20.30:
í hvítu myrkri
eftir Karl Ágúst Úlfsson
i kvöld fimmtud. 24. okt. Uppselt.
Laugard. 26. okt. Uppselt.
Fimmtud. 31. okt. Uppselt.
Laugard. 2. nóv. Uppselt.
Sunnud. 3. nóv. Uppselt.
Fimmtud. 7. nóv. Uppselt.
Föstud. 8. nóv. Uppselt.
Föstud. 15. nóv. Uppselt.
Laugard. 16. nóv. Uppselt.
Athugið að ekki er hægt að hleypa
gestum inn í salinn eftir að sýning
hefst.
Listaklúbbur Leikhúskjallarans
mánud. 28. okt. kl. 21.00:
Tónlist í nútímanum.
„Skammdegi" eftir Kjartan Ólafsson
Frumflutningur óvanalegs raftónverks með jass og
rokkívafi. Einnig verða flutt verk eftir Krzysztof
Penderecki og John Frandsen. Flytjendur: Pétur
Jónasson klassískur gítarleikari, Kjartan ólafsson
nútímatónskáld. Hilmar Jensson jassgítarleikari,
Matthías Hemstock jass og rokk trommuleikari,
Einar Kristján Einarsson gítarieikari og
Camerarctica.
★ ★ ★
Miðasalan er opin mánud. og þriðjud.
kl. 13.00-18.00, miðvikud.-sunnud. kl.
13.00-20.00 og til 20.30 þegar sýningar
eru á þeim tíma. - Einnig er tekið á móti
símapöntunum frá kl. 10.00 virka daga.
Sími 551 1200.