Dagur - Tíminn - 25.10.1996, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn - 25.10.1996, Blaðsíða 7
ÍDítgur-®mmm Föstudagur 25. október 1996 -19 MENNING O G LISTIR í svörtu, hvítu og rauðu Þjóðleikhúsið: LEITT HÚN SKYLDI VERA SKÆKJA eflir John Ford. Þýðing: Karl Ágúst Úlfsson. Leikgerð og leikstjórn: Baltasar Kor- mákur. Leikmynd: Stígur Steinþórsson. Tón- list: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Lýsing: Páll Ragnarsson. Búningar: Filippía I. Elísdótt- ir og Indriði Guðmundsson. Frumsýnt á Smíðaverkstæðinu 17. október. þætti. Sást það best á lýsing- unni á Vaskes. Tónlistarnotkun var stundum truflandi, eins og leikstjórinn treysti ekki textan- um, og dans- eða diskóatriði var alveg út í hött; gætir þar miður góðrar „nútímavæðing- ar“ í sýningunni. Þess gætir Uka nokkuð í búningum. En það sem máli skiptir er auðvitað meðferð hlutverk- anna, þetta er persónutragedía. Systkinin Ieika Hilmir Snær Guðnason og Margrét Vil- hjálmsdóttir. Þau eru bæði meðal gjörvilegustu ungra leik- ara okkar og standa sig vel. Það er frekar við leikstjórann að sakast en þau að það brestur á dýpt í túlkunina. Framan af skortir í leik þeirra ógnina, vit- undina um þá glötun sem þau eru að steypa sér út í. Einkum á þetta við Giovanni sem er ger- andi í sambandinu, systirin er bljúgur þolandi. Hilmir Snær er afar drengilegur leikari, en hann er einhvern veginn of „bjartur" í hlutverkinu. Upp- reisn Giovannis verður of hrein og bein, allt að því réttmæt, og gætir hér þess sem Martin Re- gal nefnir í fróðlegri leikskrár- grein að fólk nú á dögum eigi erfitt með að gera sér í hugar- lund hvernig litið var á blóð- skömm á þeim tíma. í sýning- unni verða þau Giovanni og Annabella persónugervingar hreinleikans og sakleysisins andspænis sorta umhverfisins. Hið lífgefandi vatn sem þau hrærast í undirstrikar það. En þessi hreinsun systkinanna get- Gunnar Stefánsson skrifar um leiklist Við lifum ekki á öld harm- leiksins. Það er víst frek- ar skopleikurinn sem túlkar h'fssýn nútím- ans. Engu að síður, eða þess vegna, draga klassískir harmleikir okkur til sín, einkum Grikk- irnir og verk Shake- speares. Sá er mun- ur á sýn Forngrikkj- anna og hins breska meistara á mannleg örlög að hjá Grikkj- unum eru það hinir ósveigjanlegu ör- lagavaldar, guðirnir, sem hafa manneskj- una að leiksoppi; hjá Shakespeare búa rök upphefðar og falls í manninum sjálfum, ástríðum hans og hvötum sem knýja hann til að rísa gegn samfé- laginu, brjóta allar brýr að baki sór. John Ford var samtímamaður Shakespeares, lifði á sextándu öld, og viðhorf hans er svipað. Hann hefur alla tíð mátt sæta því að sitja í skugga skáldsins frá Strat- ford og mun lítt hafa verið á loft hald'ð utan Bret- lands. Það er því forvitnilegt að Balt- asar Kormákur skuli liafa komið því til leiðar að Þjóð- leikhúsið sýnir nú eitt helsta verk hans, Leitt hún skyldi vera skœkja. Baltasar á allan heiður af sýning- unni og fékk Karl Ágúst Úlfsson til að þýða verkið í bundið mál. Þýðingin virðist ágætlega af hendi leyst. Hún er lipur og munntöm, en á auðugu máli, „nútímalegu" frekar en klass- ísku. Karl Ágúst er með orð- högustu leikhúsmönnum, má heyra það jafnt af frumsömdum sem þýddum texta hans. Og textaflutningur leikara í Skækj- unni er yfirleitt vandaður. Leikurinn fjallar um blóð- skömm, kynferðissamband systkina. Svið verksins er Ítalía miðalda þar sem kirkjuvald er sterkt. Giovanni rís gegn boðum Guðs og manna og tælir systur sína, Önnubellu, til ásta við sig, stefnir vitandi vits og opnum augum út í ógæfuna, þrátt fyrir forboð Bónaventúrs munks. Þegar svo Annabella er orðin þunguð skerst kirkjan í leikinn, munkurinn þvingar stúlkuna til að játast aðalsmanninum Sór- ansó. Sá hafði aftur á móti svik- ið í tryggðum ekkjuna Hippó- h'tu, sem hyggur á hefndir og gerir samning við Vaskes, þjón Sóransós. Eftir því sem dram- anu vindur fram kemur í ljós að Vaskes er sá sem knýr fram- vinduna áfram til blóðugra endaloka. Það er margt vel um svið- setningu Baltasars. Hún er unnin af næmu auga, leikmynd- in sterk, með hlekkjunum sem aðaltákni, í svörtu og rauðu, lit- um ástríðunnar, ljósabeiting markviss og notuð eins og vera ber til að undirstrika mikilvæga ur leitt til þess að blóðskömmin sé smækkuð eða afsökuð, sem tæpast var ætlxm höfundar, enda undirstrikar Martin Regal það í leikskránni. Ef syndarvit- undin sem í þessu felst er burt tekin, missir harmleikurinn af þunga sínum og sú varð raunin hér. Það er oft þakklátara að leika illmennin en hina göfugu sakleysingja. Það sannast hér. Stjarna sýningarinnar meðal leikara er Stefán Jónsson í hlut- verki hins fláráða þjóns, Vask- es. Þetta er stærsta hlutverk sem Stefán hefur fengist við, svo mér sé kunnugt, og hann vex mjög af því. í látbragði, raddbeitingu og svipbrigðum býr Stefán til útsmogna mynd af þrjóti þessum, svo að lengi verður áhorfandanum minnis- stætt. Edda Arnljótsdóttir leikur Hippolítu af skapstyrk, eitt hennar besta verk sem ég hef séð, og Ragnheiður Steindórs- dóttir tekur Pútönu, kennslu- konu Önnubellu, öruggum og sannfærandi tökum sem vænta mátti. Kristján Franklín Magn- ús er nokkuð einhæfur á dökk- um nótum í hlutverki Bónaven- túrs. Ótalinn er Steinn Ármann Magnússon sem Sóransó. Hann var nokkuð utangátta í hlut- verkinu, enda ekki harmleiks- lega vaxinn leikari, lagði sig þó vel fram. Erlingi Gíslasyni varð minna en vænta mátti úr hlut- verki Floríós, föður systkin- anna; það má efa að hann hafí átt að vera svona grunlaus og einfaldur. Leitt hún skyldi vera skœkja er sterk sýning að sjónrænni uppsetningu og um margt vandvirknislega unnin. Um áherslur leikstjórans og túlkun má deila, eins og hér var rakið. Engu að síður kemur Baltasar Kormákur með þessu verki sínu fram sem einn hinna athyglis- verðustu upprennandi leik- stjóra okkar og verður gaman að fylgjast með honum á þeim vettvangi. 1 tfSl i.l Hiíi ffl fíjHlllfl W JHTRíFli Iæ'? ■ k 5 31 TlÍ’BJiljG jsíii LEIKFÉLA6 AKUREYRAR Sigrún Astrós Sýning föstud. 25. okt. kl. 20.30. Sýning laugard. 26. okt. kl. 20.30. Sýning laugard. 2. nóv. kl. 20.30. Dýrin í Hólsaskógi eftír Thorbjorn Egner Sýningar: Laugard. 26. okt. kl. 14.00 - Uppselt Sunnud. 27. okt. kl. 14.00 - Uppselt Sunnud. 27. okt. kl. 17.00 ÞriSjud. 29. okt. kl. 15.00 - Uppselt Fimmtud. 31. okt. kl. 15.00 Laugard. 2. nóv. kl. 14.00 Sunnud. 3. nóv. kl. 14.00 MuniS kortasöluna okkar Sími 462 1400 MiSasalan er opin alla virka daga nema mónud. kl. 13.00-17.00 og fram aS sýningu sýningardaga. Símsvari allan sólarhringinn. Sími í miSasölu: 462 1400. ^Oagur-tEmrtrat - besti tími dagsins! ÞJÓDLEIKHÚSID Stóra sviðið kl. 20.00: Nanna systir eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson í kvöld föstud. 25. okt. Örfá sæti laus. Föstud. 1. nóv„ laugard. 9. nóv. fimmtud. 14. nóv., sunnud. 17. nóv. Söngleikurinn Hamingjuránið eftir Bengt Ahlfors Á morgun laugard. 26. okt.;' laugard. 2. nóv„ fimmtud. 7. nóv., sunnud. 10. nóv. Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson. Fimmtud. 31. okt„ 70. sýning Nokkur sæti laus sunnud. 3. nóv„ föstud. 8. nóv„ laugard. 16. nóv. Ath. Takmarkaður sýningafjöldi Kardemommubærinn eftir Thorbjörn Egner Sunnud. 27. okt. kl. 14. Örfá sæti laus' Sunnud. 3. nóv. kl. 14. Nokkur sæti laus. Sunnud. 10. nóv kl. 14. Sunnud. 17. nóv. kl. 14. Ath. takmarkaöur sýningafjöldi. Smíðaverkstæðið kl. 20.30 Leitt hún skyldi vera skækja eftir John Ford í kvöld föstud. 25. okt. - Uppselt. Sunnud. 27. okt - Uppselt. Föstud. 1. nóv. r Uppselt. Miövikud. 6. nóv. - Örfá sæti laus. Laugard. 9. nóv. - Örtá sæti laus. Fimmtud. 14. nóv. Athygli er vakin á að sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. Litla sviðið kl. 20.30: í hvítu myrkri eftir Karl Ágúst Úlfsson Á morgun laugard. 26. okt. Uppselt. Fimmtud. 31. okt. Uppselt. Laugard. 2. nóv. Uppselt. Sunnud. 3. nóv. Uppselt. Fimmtud. 7. nóv. Uppselt. Föstud. 8. nóv. Uppselt. Föstud. 15. nóv. Uppselt. Laugard. 16. nóv. Uppselt. Fimmtud. 21. nóv. Athugið að ekki er hægt aö hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. ★ ★ ★ Miðasalan er opin mánud. og þriðjud. kl. 13.00-18.0(7, miðvikud.-sunnud. kl. 13.00-20.00 og til 20.30 þegar sýningar eru á þeim tíma. - Einnig er tekið á móti simapöntunum frá kl. 10.00 virka daga. - Simi 551 1200.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.