Dagur - Tíminn - 25.10.1996, Page 10

Dagur - Tíminn - 25.10.1996, Page 10
22 - Föstudagur 25. október 1996 ^Dagur-®ímínn 3Haad ert cu) gertaót um ke£gina!? Akureyri Skákfélag Akureyrar 7 mínútnamót fyrir 45 ára og eldri verðnr í kvöld kl. 20. Spurningakeppni Baldursbrár Spurningakeppni Baldursbrár verður haldin í kvöld klukkan 20:30 í Safnaðarsal Glerár- kirkju. Að þessu sinni keppa sex lið: Dekkjahöllin, trillukarl- ar í Bótinni, Eldri borgarar, FMN, RUVAK og Kór Glerár- kirkju. Úrslitin ráðast síðan 8. nóvember þegar sigurliðin og Kjarnafæði, sem sigraði síðast, mætast. Listsýning í Gamla Lundinum Listsýning Ólafs Oddssonar hefst á laugardaginn í Gamla Lundinum. Ólafur er menntað- ur sem verkfæra- og mótasmið- ur. Opið frá kl 14 - 18 og stend- ur sýningin til 3. nóvember. Flóamarkaður N.L.F.A Á laugardag verður flóamark- aður í Kjarnalundi frá kl. 14 - 16. í boði eru kynstrin öll af fatnaði einnig gjafavörur og alls konar eiguleigir hlutir og bæk- ur. Fur dur í Samhjálp Á m mudagskvöldið 28. október kl I i-22 verður fundur í hús- næt Krabbameinsfélag Akur- ey "<x og nágrennis, Glerárgötu 2 Kristbjörg Þórhallsdóttir kynnir samtökin SAMHJÁLP KVENNA Á ÍSLANDI og starf- semi hliðstæðra samtaka víða um heim. Bingó Bingó verður í sal KFUM og K Sunnuhlíð 12 á sunnudaginn kl. 15. Fundur um Alzheimersjúkdóminn FAASAN er skammstöfun fyrir Félag áhugafólks og aðstand- enda sjúklinga með Alzheimer- sjúkdóm og skylda sjúkdóma á Akureyri og nágrenni. Nú er vetrarstarfið að heíjast og fyrsti fundur á laugardaginn kl. 13 í Dvalarheimilinu Hh'ð. Gestir fundarins verða Jakob Björns- son bæjarstjóri á Akureyri og Valgerður Magnúsdóttir félags- málastjóri. Fundirnir eru öllum opnir. Landíð Kaffihlaðborð Laugalandi Á sunnudaginn kl. 14-17 verður kaffihlaðborð hjá Högum hönd- um og Gullasmiðjunni Stubbur í húsnæði þeirra í gamal kvenna- skólanum Laugalandi Eyjafjarð- arsveit. Þar verður til sýnis og sölu framleiðsla og handverk ýmiss konar auk sýnishorna af jólavöru, bútasaum og frábæru jurtalituðu íslensku bandi. Blönduós Danshljómsveitin Draumalandið frá Borgarnesi skemmtir á laug- ardagskvöld á Sveitasetrinu. Laugarbakki og Sauðárkrókur í kvöld kl. 21. mun karlakvart- ettinn Út í vorið halda söngtón- leika í Ásbyrgi á Laugarbakka Miðfirði. Sunnudaginn 27. októ- ber mun kvartettinn halda söngskemmtun í samvinnu við Kaffi Krók Sauðárkróki kl. 16. Málþing á Egilsstöðum Umboðsmaður barna heldur málþing um málefni barna og ungmenna í Austurlandskjör- dæmi í menntaskólanum á Eg- ilsstöðum á laugardaginn kl. 13:30-16:30. Frummælendur eru börn og ungmenni undir 18 ára aldri og mimu þau m.a. ræða um jafnrétti til náms, hvernig tilveran liti út ef þau mættu ráða í einn dag og hvað taki við þegar 16 ára aldrinum er náð. Þingmenn og sveita- stjórnarmenn svara fyrirspurn- um og umboðsmaður barna, Þórhildur Líndal, flytur ávarp og setur málþingið. Hátíðartónleikar í Hveragerði Tónlistarfélag Hveragerðis og Ölfuss efnir til sérstakra hátíð- artónleika í tilefni af 50 ára af- mæli Hveragerðisbæjar á laug- ardaginn í Hveragerðiskirkju kl. 17. Um er að ræða eins- söngstónleika Sigrúnar Hjálm- týsdóttur en henni til aðstoðar og fulltingis eru Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari og Martial Nardeau flautuleikari. Kirkjukór Hveragerðis og Kot- strandarsókna mun einnig syngja með Diddú nokkur lög. Strengjamót í Keflavík Um helgina stendur Tónlistar- skólinn í Keflavík fyrir strengja- móti. Um 170 nemendur víða að af landinu munu þá dvelja í Keflavik við æfingar. Mótinu lýkur með tónleikum í íþrótta- húsinu við Sunnubraut í Kefla- vík á sunnudag kl. 15. Tónleikar Harðar Torfa Hörður Torfa söngvaskáld heldur þrenna tónleika á norður- landi til að fylgja eftir hljómdisknum Kossinum sem nýleg kom út. í gær var Hörður á Ólafirði, í kvöld verður hann með tónleika á Dalvík og á morgun er það Deiglan á Akur- eyri. Tónleikarnir heíjast kl. 21. „Ég er í aðra röndina að kynna kossinn en er líka með nýrra og eldra efni. Fólk vill heyra, Línudansarann, Guðjón og Kveðja eftir vin minn. Ég fæ að ráða fyrri hlutanum og segja það sem mig langar, en síðan ráða áhorfendur og biðja þá um óskalög og syngja með. Aðaláherslan núna er gegn ofbeldi í sjónvarpi og kvik- myndum og eitt lagið Englaakur fjallar um þetta.“ Höfuðborgar- svæðið -cUil Julurrj ceUbfC cjuO cffu^Vjhif UjjtbfC n\u\tlrlj Uurj£riifpaÍil^ yt*}S \vbchx Nótur frá 14. öld Tónleikaþrenna Norðurljósa er aftur farin af stað og verða tónleikar nr. 2 á sunnudaginn kl. 17 í þeim ónýta tónleikasal anddyri Háskóla íslands. Það er sönghópurinn Voces Thules sem m.a. sem flytur hluta af Þorlákstíðum, íslenskum gregorsöng sem er varð- veittur í íslenskum nótna- skrifum frá 14. öld. „Við fengum að ljósrita eftir film- um á Ámastofnun verkið í heild sinni og erum að vinna að því að taka verkið upp í áföngum, þetta er verk upp á svona 4 geisladiska." Jafnréttisþing Jafnréttisráð býður til jafnrétt- isþings í dag að Grand Hótel Reykjavík. Dagskráin hefst kl. 8.30 með afhendingu fundar- gagna. Á þinginu verður fjallað um örfáa þeirra málaflokka sem varða og hafa áhrif á jafn- rétti kynjanna. M.a verða kynntar helstu niðurstöður könnunar ÍM Gallup á viðhorf- um þjóðarinnar til jafnréttis- mála. Hallgrímskirkja Næstkomandi sunnudag kl. 14 verður guðsþjónusta á ensku og er hún ætluð enskumælandi íbúum höfuðborgarsvæðisins sem og ferðafólki. Vináttufélag Kúbu og íslands Vináttufélag íslands og Kúbu býður liðsmönnum og öðrum gestum að samfagna félaginu á 25 ára afmæli þess, á laugar- daginn milli kl 17 -19 á efri hæð veitingahússins Sólon ís- landus við Bankastræti. Ávarp flytur Ingibjörg Haraldsdóttir formaður VÍK. Stína bongó læt- ur kúbanska takta hljóma. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Félagsvist í Risinu kl. 14 í dag. Öllum opin. Göngu-Hrólfar fara í létta göngu um borgina kl. 10 laugardag frá Risinu. Félag eldri borgara Kópavogi Spiluð verður félagsvist og dansaðir gömlu dansarnir í kvöld, föstudag, kl. 20.30 að Auðbrekku 17 (í Dansskóla Sig- urðar Hákonarsonar). Hljóm- sveit Karls Jónatanssonar skemmtir. Öllum opið. Hana-nú í Kópavogi Vikuleg laugardagsganga Hana -nú í Kópavogi verður á morg- un. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. í tilefni 1. vetrardags verða að venju galdraðar pönnukökur með kaffinu. Skaftfellingafélagið í Reykjavík Fýlaveisla annað kvöld, laugar- dag 26. okt., kl. 19 í Skaftfell- ingabúð, Laugavegi 178. Rangæingafélagið í Reykjavík Kirkjukaffið verður sunnudag- inn 27. október að lokinni messu í safnaðarheimili Bú- staðakirkju. Kökur eru vel þegnar. Norræna húsið Sunnudaginn 27. okt. kl. 14 verður danska barna- og Qöl- skyldumyndin „Otto er et næse- horn“ sýnd í Norræna húsinu. Aðgangur ókeypis og allir vel- komnir. Á sunnudag kl. 16 mun sænski myndhöggvarinn Torgny Lars- son halda fyrirlestur í Norræna húsinu um umhverfislist. Fyrir- lesturinn nefnist Genius Loci (Andarnir á staðnum). Dagskrá Unglistar í dag, föstudag, er margt að gerast á Unglist: Kl. 17, í porti Hafnarhússins, stendur Brettafélag Reykjavíkur fyrir uppákomu fyrir alla unga skeitara og deitara og hefst hún kl. 17. Kl. 20 verður í Tjarnarbíói danssýningin Rauðu skórnir. Kl. 22 um kvöldið hefst svo ís- lenskt danstónlistarkvöld í Norðurkjallara MH. Þar verður kynnt efni þeirra íslensku dans- sveita sem áttu lög á geisla- disknum „Icelandic Dance Sampler“. Kl. 23 hefst svo gjörningur í Gallerí Geysi, Hinu Húsinu, þar sem þátttakendur í fjöltækni- námskeiði Listasmiðjunnar sýna verk sín og leikhópurinn „Lífið er núna“ fremur leiklist- argjörning. Á laugardagskvöld í Tjarnar- bíói eru svo hinir árlegu Rokk- tónleikar Unglistar. Frítt inn, eins og á flesta aðra dagskrár- liði Unglistar. Háskólahátíð Háskólahátíð, þ.e. brautskrán- ing kandídata, verður haldin í Háskólabíói laugardaginn 26. október kl. 14. Laugardagskaffi Kvennalistans Eru konur að missa af upplýs- ingaöldinni? Á laugardaginn verður Ragnhildur Helgadóttir, bókasafns- og upplýsingafræð- ingur í laugardagskaffi í hús- næði Kvennalistans að Austur- stræti 16, 3. hæð. í erindi sínu fjallar Ragnhildur um konur, tölvur og Internetið og hefst fundurinn kl. 11. Allir velkomn- ir. Breiðfirðingafélagið Vetrarfagnaður Breiðfirðinga- félagsins verður í Breiðfirðinga- búð á laugardaginn og hefst kl. 22. Kjallannn um helgina Það verður mikið um dýrðir í Leikhúskjallaranum um helg- ina. í kvöld, föstudag, verður Bylgjan með beina útsendingu frá kjallaranum þar sem ívar Guðmundsson útvarpsmaður og Sigurður Hlöðversson diskótekari munu sjá um að stjórna kvöldinu. Hljómsveitin Stjórnin fagnar vetri með gestum Leikhús- kjallarans á laugardagskvöld ásamt skífuþeytara staðarins.

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.