Dagur - Tíminn - 31.10.1996, Qupperneq 3

Dagur - Tíminn - 31.10.1996, Qupperneq 3
^Uagur-ÍErmími Fimmtudagur 31. oktober 1996 -15 HUGSJONALIFIÐ L A N D I N U Blundar í þér Hannes lítill Hólmsteinn? Nýlega birtist í Stefni, blaði sambands ungra sjálf- stœðismanna, stjórnmálapróf Þetta próf sker úr um hvar þú stendur í stjórnmálum með þeim tíu spurningum sem það telur. Eins og Stefnir bend- ir á er erfitt að svara sumum spurningunum með gefnum möguleikum; já, nei og ekki viss og má virðast að allar forsendur skorti. Dagur■ Tíminn lét því eftir stjórnmálamönnunum Jimm sem fóru í prófið að rökstyðja svör sín þegar þeir óskuðu eftir slíku. Auðvitað verður að taka niðurstöðurnar með fyrirvara, - öllu gríni fylgir ekki endilega alvara. Það eru þau Halldór Blöndal, Kristín Ástgeirsdóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Páll Pétursson og Steingrímur J. Sigfússon sem hér spreyta sig á prófinu og fá þar með fullvissu um hvar þau eru stödd í pólitíkinni. Flest vilja þau miðju- menn vera nema Steingrímur J. sem rétt sleppur frá frjálshyggjunni þar sem Halldór Blöndal hins vegar virðist eiga heima. -mar Halldór Steingrímur J. Sigfús- son er á einstigi frjálshyggju og vinstri stefnu Fyrríhluti - frelsi i einkamálum 1. Ertufylgjandi frjálsri aðild að félögum? Já 2. Finnst þér að ríkið eigi að láta fjölmiðla; útvarpsstöðvar, blöð og Internetið í friði? Nei (Það er óhjákvæmilegt að setja vissar leikreglur, t.d. um ofbeldi í sjónvarpi og að flytja ærumeið- ingar). 3. Ertu samþykkur því að kyn- lífshegðun fullorðinna sé einka- mál þeirra? Já 4. Finnst þér að fólk eigi að hafa frelsi til að fara á milli landa íJriðsömum tilgangi? Já 5. Ertu fylgjandi trúfrelsi og aðskilnaði ríkis og kirkju? Já Seinni hluti - efnahagsmál 1. Fyrirtœki eiga að starfa án op- inberra styrkja. Já 2. Viðskiptafrelsi er betra en viðskiptahindranir? Já (Frelsi verður að vera innan ramma þeirra leikreglna og marka sem lýðræðislega kjörin stjórnvöld setja viðskiptum annars snýst það upp í andstöðu sína). 3. Lög um lágmarkslaun valda atvinnuleysi. Nei 4. Lœkka þarf skatta og auka kostnaðarþátttöku þeirra sem þjónustu njóta. Nei 5. Fólk á að geta valið sér líf- eyrissjóð. Ekki viss ( Ég held að lífeyrissparnaður og afkomuör- yggi fólks sé svo nátengt almanna tryggingum og velferðarkerfinu almennt að það sé ekki farsæl niðurstaða að sparnaður verði óskipuleg ófreskja.) Kristín Ástgeirsdóttir er miðjumaður. („Þetta hafa þeir verið að segja mér vinir mínir í Framsóknar- flokknum“) Fyrrí hluti - frelsi I einkamálum 1. Ertu fylgjandi frjálsri aðild að félögum? Já 2. Finnst þér að ríkið eigi að láta fjölmiðla; útvarpsstöðvar, blöð og Internetið í friði? Nei (Það verður að setja þær reglur að fjölmiðlar gæti velsæm- is og standi vörð um börn.) 3. Ertu samþykkur því að kyn- lífshegðun fullorðinna sé einka- mál þeirra? Nei (Menn verða að gæta þess að ganga ekki á rétt annara, menn hafa ekki leyfi til að brjóta á hver öðrum. 4. Finnst þér að fólk eigi að hafa frelsi til að fara á milli landa í friðsömum tilgangi? Já 5. Ertu fylgjandi trúfrelsi og aðskilnaði ríkis og kirkju? Já Seinni hluti - efnahagsmál 1. Fyrirtœki eiga að starfa án op- inberra styrkja. Já 2. Viðskiptafrelsi er betra en viðskiptahindranir? Já 3 Lög um lágmarkslaun valda atvinnuleysi. Nei 4. Lœkka þarf skatta og auka kostnaðarþátttöku þeirra sem þjónustu njóta. Nei (Skattar á íslandi eru lægri en í mörgum öðrum lönd- um og við stöndum frammi fyrri mikilli þörf fyirr aukna þjónustu og því tel ég ekki forsendur til skattalækkana. 5. Fólk á að geta valið sér líf- eyrissjóð. Já (Lífeyrissjóðir eru alltof margir og dýrir en ég held að það sé til góðs að fólk geti valið og það sé einhver samkeppni á milli þeirra.) Páii Ragnheiður Ásta Jóhannesdóttir er miðjumaður Fyrrí hluti - frelsi í einkamálum 1. Ertu fylgjandi frjálsri aðild að félögum? Já 2. Finnst þér að ríkið eigi að láta fjölmiðla; útvarpsstöðvar, blöð og Internetið í friði? Nei (Það er ekki hægt að svara þessu með svarmöguleikum sem gefnir eru. Ég er stuðningsmaður ríkis- útvarps en tel engu að síður að ijölmiðlar eigi að vera óháðir rík- isvaldinu.) 3. Ertu samþykkur því að kyn- lífshegðun fullorðinna sé einka- mál þeirra? Nei (Sérstaklega ekki gagnvart börnum). 4. Finnst þér að fólk eigi að hafa frelsi til að fara á milli landa í friðsömum tilgangi? Já 5. Ertu fylgjandi trúfrelsi og aðskilnaði ríkis og kirkju? Já. Seinni hluti - efnahagsmál 1. Fyrirtœki eiga að starfa án op- inberra styrkja. Já. (Það væri gott ef það væri hægt.) 2. Viðskiptafrelsi er betra en viðskiptahindranir? Já. 3. Lög um lágmarkslaun valda atvinnuleysi. Nei 4. Lœkka þarf skatta og auka kostnaðarþátttöku þeirra sem þjónustu njóta. Nei. 5. Fólk á að geta valið sér líf- eyrissjóð. Ekki viss. Páll Pétursson er miðjumaður til vinstri Fytri hluti - frelsi i einkamálum 1. Ertu fylgjandi frjálsri aðild að félögum? Já. 2. Finnst þér að ríkið eigi að láta fjölmiðla; útvarpsstöðvar, blöð og Internetið ífriði? Nei (Þau tilvik geta engu að síður komið upp að eðlilegt sé að ríkið skipti sér að fjölmiðlum). 3. Ertu samþykkur því að kyn- lífshegðun fullorðinna sé einka- mál þeirra? Nei. 4. Finnst þér að fólk eigi að hafa frelsi til að fara á milli landa í friðsömum tilgangi? Já. 5. Ertu fylgjandi trúfrelsi og aðskilnaði ríkis og kirkju? Já og nei. (Ég er fylgjandi trú- frelsi en ekki aðskilnaði ríkis og kirkju). Seinni hluti - efnahagsmál 1. Fyrirtœki eiga að starfa án op- inberra styrkja. Nei. (Það er ekki hægt að svara spurningunni með já eða nei. Þau tilvik geta komið upp að eðlilegt sé að fyrirtæki séu styrkt af almannafé og ríkisfyrirtæki eiga tvímælalaust rétt á sér.) 2. Viðskiptafrelsi er betra en viðskiptahindranir? Já. 3. Lög um lágmarkslaun valda atvinnuleysi. Ekki viss. (Launin á að skipa með samningum, ekki með lögum.) 4. Lœkka þarf skatta og auka kostnaðarþátttöku þeirra sem þjónustu njóta. Nei. (Að svo komnu máli eru ekki skilyrði til að lækka skatta.) 5. Fólk á að geta valið sér líf- eyrissjóð. Nei (Með því móti er hætta á enn meiri mismunun í lífeyris- réttindum sem er alltof mikil fyrir.) Halldór Blöndal er frjálshyggjumaður Fyrri hluti - frelsi í einkamálum 1. Ertu fylgjandi frjálsri aðild að félögum? Já. 2. Finnst þér að ríkið eigi að láta fjölmiðla; útvarpsstöðvar, blöð og Internetið í friði? Nei. (En það er ekki hægt að svara spurningunni, forsetninga- liðurinn „í friði“ er merkingar- laus í þessu samhengi.) Ég vil ekki að ríkið haldi áfram að borga Alþýðublaðið, en ríkið hlýtur að setja almennar sam- skiptareglur um fjarskiptaregur o.s.frv.) 3. Ertu samþykkur því að kyn- lífshegðun fullorðinna sé einka- mál þeirra? Já. (En þetta er líka spurning sem ekki er hægt að svara. Af- brigðileg kynlífshegðun er ekki einkamál.) 4. Finnst þér að fólk eigi að hafa frelsi til að fara á milli landa ífriðsömum tilgangi? Já. 5. Ertu fylgjandi trúfrelsi og aðskilnaði ríkis og kirkju? Já. (En þetta eru tvær spurn- ingar. Ég vil trúfrelsi en er á móti aðskilnaði ríkis og kirkju.) Seinni hluti - efnahagsmál 1. Fyrirtœki eiga að starfa án opinberra styrkja. Já. (íslensk fyrritæki eru ekki samkeppnisfær ef hin erlendu eru styrkt en ekki íslensk, spurn- ingin er illa skilgreind.) 2. Viðskiptafrelsi er betra en viðskiptahindranir? Já. 3 Lög um lágmarkslaun valda atvinnuleysi. Já (Lög um lágmarkslaun eru vitleysa og ganga ekki upp, þau geta vel valdið atvinnuleysi). 4. Lœkka þarf skatta og auka kostnaðarþátttöku þeirra sem þjónustu njóta. Já. 5. Fólk á að geta valið sér líf- eyrissjóð. Já.

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.