Dagur - Tíminn - 31.10.1996, Page 5
|Qagur-®mrám
Fimmtudagur 31. október 1996 -17
VIÐTAL DAGSINS
Þetta var martröð
Sakfelldur án þess að vera ákœrður fyrir
eitthvað sem hann gerði ekki! Þannig má lýsa
lífsreynslu Frímanns Lúðvíkssonar, kassamanns
hjá Esso, sem var sakaður á sínum tíma fyrir
að hafa stolið peningatösku frá fyrirtœkinu
ásamt félaga sínum. í Ijós kom að taskan festist
í rennu úr öryggishólfi. En það var ekki fyrr
en fjórum árum síðar að það uppgötvaðist.
Þeirfélagarfengu greiddar sárabœtur
sem þeir voru ekki ofsœlir af!
Frímann Lúðvíksson bjó
lengi í Vestmannaeyjum
sem húsvörður á verbúð-
um. Eftir að Frímann flutti á
höfuðborgarsvæðið 1984
starfaði hann sem kassamaður
hjá Esso í Mosfellsbæ. Hluti af
starfi hans var að fara með
peningatöskur í öryggishólf í
útibú Búnaðarbankans í Mos-
fellsbæ þar sem hann býr. Ein
taskan með uppgjöri úr kassan-
um, sem Frímann fór með í ör-
yggishólfið, skilaði sér ekki að
sögn bankans. í töskunni voru
nokkrar milljónir króna. Frí-
mann og félagi hans lágu undir
grun um að hafa stolið pening-
unum, án þess að vera form-
lega ákærðir.
„Þetta var martröð. Við
höfðum farið með töskuna eins
og venjulega en okkur var sagt
að hún væri horfin. Við vorum
kallaðir í yfirheyrslu hjá lög-
reglunni. Hún rengdi okkur og
sagði að taskan væri ekki í
bankanum. Ég benti lögregl-
unni á að einu sinni hefði
frænka konu minnar týnt tösku
sem hún hefði sett í öryggis-
hólf. Taskan hefði fundist í
rennukerfinu. Ég spurði þá
tvisvar hvort leitað hefði verið í
rennukerfinu. En í bæði skiptin
var logið að mér og sagt að það
hefði verið gert. Taskan fannst
fyrir tilviljun Ijórum árum síðar.
Þetta hvildi á okkur eins og
mara allan þennan tíma, þetta
var alveg ömurlegt,“ segir Frí-
mann.
Og það var enn grátlegra
hvernig peningarnir fundust.
Bróðir kunningja Frímanns var
kallaður í Búnaðarbankann,til
að setja upp reykskynjara. Þeg-
ar hann fór upp í stigann sá
hann töskuna í rennunni. Lög-
reglan og bankinn höfðu því
aldrei leitað í rennunni.
„Mér fannst framkoma
þeirra fyrir neðan allar hellur.
Það gekk mikið á þegar taskan
„hvarf‘ því strákurinn minn
hafði lent í alvarlegu slysi á
sama tíma. Þriggja sólarhringa
uppgjör var í töskunni. Ég var
mest gramur yfir því að lögregl-
an skyldi halda að við værum
svona rosalega heimskir að við
myndum bara taka peninga-
töskuna eins og ekkert væri,“
segir Frímann.
í sárabætur greiddi Búnað-
arbankinn Frímanni og félaga
hans 200.000 kr. hvorum. For-
stjóra Esso, Geir Magnússyni,
fannst þetta heldur klént og
bætti 100.000 kr. við upphæð-
ina. En mestu máli skipti að
sjálfsögðu fyrir Frímann að
hafa endurheimt æruna...
ÞoGu
Eldgos í útlöndum
Hlynur
Hallsson
skrifar
Sæl veriði. f dag er himinn-
inn heiðskír, þrátt fyrir að
síðasti dagur sumarsins
hafi verið í gær og samt ætla ég
að segja ykkur frá þremur
áhugaverðum málum. Þið
kynnist muninum á dósabjór,
flöskubjór og kranabjór, fáið að
vita hvernig á að undirbúa jólin
vandlega og einnig nokkuð tím-
anlega og lesið líka um eldgos í
útlöndum, sem hófst á samein-
ingardeginum sem er frídagur
hér í landi og á auk þess að
vera nokkurskonar þjóðhátíðar-
dagur Þjóðverja, en er það ekki.
Það er ekki alltaf sem ísland
fær jafn góða kynningu í íjöl-
miðlum hér í landi líkt og síð-
ustu vikur. Oftast er þó minnst
á Skerið sem uppsprettu leið-
indaveðurs, því að allar rign-
ingarlægðir koma frá íslandi.
Eldfjallaeyjan fagra hefur þó
verið daglegur gestur frétta-
tíma, þar sem þulirnir hafa
fengið að spreyta sig á ómögu-
legum tungubrjótum eins og
Bárðarbungu og Vatnajökli, að
vísu alltaf í nefnifalli. Nonna og
Manna myndbandáspólur hafa
rokið upp vinsældalistana,
Kaldur sviti er komin aftur of-
aní neðanjarðarbíóin og Björk
er snúin við í sjónvarpið, allt
eldgosinu ógurlega að þakka.
Einni íslandsfrétt tókst samt
að slá flóðið um síðustu helgi
út, þegar litmyndir af flugvélar-
flakssumarbústað prýddu síður
hinna virtustu dagblaða, sem
og sorpblaða.
Já, nú er loksins gaman að
vera íslendingur í útlöndum og
þurfa að sökkva sér niður í um-
ræður um stærð, legu,
fólksfjölda, sögu og nútíma-
myndlist á íslandi um leið og
maður fær sesambrauðið yfir
afgreiðsluborðið í bakaríinu útá
horni.
Jólin, jólin, jólin koma brátt,
syngja kaupmennirnir. Það eru
komnar jólakökur í hillurnar,
kertastjakar á borðin, jóla-
skraut í gluggana og kaffibúð-
irnar slást um að spá í hvaða
dót verði jólagjöfin í ár. Kaffi-
búðir hér selja nefnilega ekki
bara kaffi, heldur líka rakvélar,
postulínsstyttur, rafmagnsbíla
og bangsa. Allt á tilboðsverði.
Á bókamessunni í Frankfurt,
sem er í raun og veru bókasýn-
ing í dulbúningi, voru samt
engar dæmigerðar jólabækur í
fremstu línu, heldur írlands-
bækur. Það liggur við að þjóðar-
stoltið bíði hnekki, enda liggur
beint við að leggja aðaláherslu
á íslandsbækur í tilefni af flóð-
um og eldgosum. En írarnir
fengu sína landkynningu að
þessu sinni, enda alltaf að fá
Nóbelsverðlaunin.
Talandi um bækur þá er rétt
að benda á að fyrir skiptingu
landsins var Leipzig vagga bók-
menntanna, en tapaði því eðli-
lega þegar þar var hætt að
prenta aðrar bækur en Ávarpið
hans Karls Marx og Móritz. En
nú á að endurvekja bókaborg-
ina og búið að endurbyggja
bókasafnið og sýningarhallirnar
og allir eru glaðir.
Næsta skemmtimessa verður
samt í Köln í byrjun nóvember
þar sem gallerí allra þjóða
sameinast undir einu þaki. Og
börnin fara að hlakka til. Svo
líður að heimssýningunni EXPO
2000 í Hannover, þó að ekki sé
enn búið að ákveða hvað eigi að
sýna þar.
Þetta með bjórinn verður
bara að fá að bíða um íjórar
vikur. Gleðileg jól og góðan vet-
ur.