Dagur - Tíminn - 31.10.1996, Side 10

Dagur - Tíminn - 31.10.1996, Side 10
^Dagur-'STmmm ■ff 22 - Fimmtudagur 31. október 1996 Heimilisfangið er: Dagur-Tíminn, Strandgötu 31, pósthólf 58,602 Akureyri Fordæmi forseta- efna í fj ármálum Guðmundur Rafn Geirdal skrifar Nú hefur komist í hámæli að forsetaefnin sem flest fengu atkvæðin hafa halla á sínum íjármálum. Á meðan á kosningabaráttunni stóð voru gefin út fögur fyrir- heit í fjármálum og aðhalds og sparnaðar skyldi gætt; einnig í forsetaembættinu. Niðurstaðan var önnur. Nýkjörinn forseti reyndi að lagfæra hallann með því að bjóða myndir af sér til sölu, við lítinn fögnuð sýslu- manna landsins. Pétur tók lán og Guðrún Agnarsdóttir vill að ríkið greiði að hluta til baka. Á meðan óráðsían er að birtast hjá þeim sem hvað helst ættu að sýna fordæmi, hefur ríkis- stjórnin kynnt hallalaus fjárlög, og meira en það, það skal vera afgangur! Og nú er það síðast í fréttum að hinn nýkjörni forseti og fyrr- um forsetaefnin telja að of mik- ið hafi farið í vaskinn og ætla að biðja yfírvöld um að vaska það upp fyrir sig. Ég segi; Nei takk! Það er komið nóg af bruðli. Þjóðin er orðin full upp í háls af eyðslu fyrri ára og nú eru æ fleiri aðilar að átta sig á mikilvægi þess að hafa sín íjár- mál á hreinu. Forsetaefnin áttu að vita fyrirfram að hverju þau gengu, og ef eytt var umfram efni þá er það þeirra að borga það upp. Það hjákátlega er að aðeins tveir forsetaframbjóðendur hafa greitt sína reikninga og það eru þeir sem minnst fengu fylgið. Annars vegar forsetaefn- ið Ástþór Magnússon og hins vegar ég sem væntanlegt for- setaefni. Margur er knár þó hann sé smár. Ég sé ennþá ekki hvers vegna forsetaefnin þurftu að verja svo miklu fé. Það eina sem þurfti að gera fyrir 24. mai var að safna 1.500 meðmæl- endum sem hægt hefði verið að gera með sjálfboðavinnu, láta lista liggja frammi og hafa þá með á kosningafundi. Kostnað- ur við þetta hefði verið vel und- ir milljón með góðu skipulagi. Það er til fullt af fólki að safna undirskriftum fyrir fullt af mál- efnum. Ekki tóic lengri tíma en 4 daga að safna um 1.500 nöfn- um í Langholtskirkjusókn um svipað leyti. Ekki hefði þurft að auglýsa, því þá þegar var kom- in af stað umtalsverð ijölmiðla- kynning. Og sömuleiðis hefði ekkert fíin kirkjulega ferming er ein- göngu manna tilskipun ✓ g leyfi mér að gera athugasemd við það, sem séra Ragnar Fjal- ar Lárusson skrifar í grein, sem heitir „Til varnar vorri kirkju“ í Degi-Tímanum þann 22. október sl. Þar segir hann, að fermingin sé kristileg athöfn. Þetta er alrangt. Þessa athöfn er ekki hægt að rekja til boða Jesú Krists, þess vegna er hún ekki kristileg, frekar en barnaskírnin, sem verið er að staðfesta í fermingunni. Báðar þessar athafnir eru eingöngu mannaboðorð. í guðspjalli Matteusar 28:19 bauð Drottinn Jesús að skíra lærisveinana. Líka má fræðast um það í Orði Guðs, Biblíunni, hvernig hin bibl- íulega skírn var fram- kvæmd, sbr. Postulasöguna 8:38.-39. Jesús Kristur sagði í Lúkasar guðspjalli 6:46: „Hví kallið þér mig Herra, Herra, en gjörið ekki það, sem ég segi?“ Sóley Jónsdóttir, Akureyri. pjyjjy^ iii si“| mir_ þurft að auglýsa eftir 24. maí, því þá hófst öflug kynning á for- setaefnum í Ríkisútvarpinu, Ríkissjónvarpinu og Stöð 2. Ól- afur Ragnar Grímsson var landsþekktur íyrir, auk þess að vera doktor í stjórnmálafræði og fyrrum prófessor og ráð- herra, og hlaut strax mikið fylgi. Hann hefði því ekki þurft að auglýsa sig upp. Það hefði helst átt að gilda um Pétur og Guðrúnu Agnarsdóttur. En þá kemur upp spurningin: Til hvers að auglýsa sig upp langt umfram sjóði?! Var þarna gamla Mammonsdýrkunin búin að gleypa forsetaefnin sjálf, sem manna helst ættu að vera vönd að sinni virðingu meðal þjóðarinnar? Því hver er það á endanum sem velur sér for- seta? Svar: það er fóikið í land- inu en ekki auglýsingastofurn- ar! Það ætti ekki að kaupa fólk til fylgis við sig, þegar um er að ræða eitt virðulegasta embætti landsins, sem gengur út á að túlka æðstu siðagildi okkar sem þjóðar. Ég lagði áherslu á að viðhalda andlegu jafnvægi í gegnum þessa kosningakynn- ingu o£ sneið mér stakk eftir vexti. Eg eyddi innan við hálfri milljón og hef greitt hverja krónu. Ég fékk ágæt tækifæri til að kynna mig og var þakklátur fyrir þá athygli sem ég fékk. Ég er enn stoltur yfir að hafa feng- ið yfir 500 meðmælendur fyrir að skrifa upp á að telja mig hæfan sem forsetaefni. Hvað meira gæti ég beðið um frá þjóðinni en það sem hún veitir mér? Þegar sá tími kemur að fólki lærist að vera þakklátt fyr- ir það sem það hefur þá mun skína sól í sinni. Það er kominn tími á að fjáraustri linni. 1 J JKeiníiounu) "I ^ ámennt sveitarfélag í landnámi Ingólfs |H leitar eftir sameiningu við íjölmennan A nágranna vegna þrenginga en neitaði " hins vegar að sameinast í almennri atkvæða- greiðslu fyrir nokkrum misserum. f-L ð póstur skuli ekki borinn út á sama tíma á hverjum degi er alveg ótrúlega prirrandi og lítilsvirðandi við skipu- lagt fólk. aunamisrétti í landi jókst er héraðs- dómarar fengu orlof á óunna yfirvinnu aftur í tímann meðan sauðsvartur al- múginn fær alls enga yfirvinnu. f'D anskir launþegar fá tvöföld laun á við Mörlandann miðað við 8 tíma vinnu þar en 10 tíma vinnu hér, sem jafn- framt er atlaga að öllu eðlilegu heimilislífi. > 4 Furðuleg lög í útlöndum er margt skrýt- ið, ekki síst í hertni Amer- íku. Fyrir skömmu rak ritari S&S augun í tímaritið Úrval og þar var að finna yfirlit yf- ir furðuleg lög sem eru í gildi í hinum ýmsu ríkjum Bandaríkjanna. Hér koma nokkur dæmi: í Indiana má athuga alkó- hólinnihald í andardrætti bílstjóra gegn vilja hans vegna svohljóðandi laga: „Eftir að andardrátturinn yfirgefur líkamann hættir hann að vera eign þess sem hann kom frá.“ í Little Rock í Arkansas, heimabæ Bill CUntons, er hundum bannað með lögum að gelta eftir sex á kvöldin (ekki er tekið fram hvort hið sama gildi um mannfólkið). f Harlan í Kentucky er bannað að henda kolum í annað fólk ef kolamolinn er meira en þrír þumlungar í þvermál. Ekki skánar það Stúlkum er bannað með lögum að mæta á ball án þess að vera í lífstykki í Norfolk í Virginíu. (Þætti sjálfsagt mörgum gaman að vera dyraVerðir þar og fá að þreifa eftir lífstykkjun- um??) f Sterling í Colorado verða kettir að vera með afturljós til að mega ganga lausir (það er spurning hvort borgar sig ekki að skella á þá stefnuljósum líka, svona fyrst byrjað er að lýsa þá upp?) í Cold Springs í Pennsyl- vaníu má ekki selja giftum manni áfengi án skrifiegs samþykkis konu hans. (Heyr, heyr!) Lögum samkvæmt er óheimilt að eiga eintak af alfræðiorðabókinni Britann- ica í Texas þar sem í henni er að finna áfengisuppskrift. Rökurum í Elkhart í Indi- ana er bannað með lögum að hóta að skera eyra af barni (ekki fylgir sögunni hvort í lagi sé að skera eyru af, án þess að hóta fyrst!) í Oregon er Iögum sam- kvæmt bannað fyrir látinn kviðdómanda að sitja í kvið- dómi. Matarreglur Ekkert er óviðkomandi hin- um háttvirtu mönnum og konum sem lögin semja, ekki einu sinni hvað fólk borðar. í Massachusetts er lögum samkvæmt bannað að nota tómata í skelfisksúpu. Þeir sem ganga um með ís í formi í vösunum hafa fram- ið lögbrot ef þeir eru svo óheppnir að vera staðsettir í Lexington í Kentucky. f Spades í Indiana er bann- að að opna dós af niður- soðnum mat með því að skjóta á hana. í Tennessee er bannað með lögum að taka fisk af ann- ars manns öngli. Þar höfum við það! Umsjón: Auður Ingólfsdóttir.

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.